Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Aðferðir Pauls eru heilaþvottur, að sögn lærisveinanna Lærisveinar Welch eru iátnir skrifa ævisögu sína viö upphaf „þjálfunar". Lítiö er gert úr allri fyrri reynslu og alhæft að manneskjan hafi veriö í myrkri þar til leitaö var á náöir Welch. Fólk er m.a. látiö afklæðast og vera nakiö til aö hægt sé aö „brjóta niöur varnir þess“. Welch mun einnig hafa hvatt konu til þess aö stunda sjálfsfróun fyrir framan hann I einkatíma og fengiö fólk til aö stunda kynmök á meöan á „þjálfuninni“ stendur. Sálfrœðilegar ógnir eru ávallt til staðar, eða not- aðar markvisst: Ef ein- staklingnum takist ekki að aðlagast kennisetning- um, hegðunarmynstri eða viðhorfum safnaðar- ins/hópsins muni hann verða fyrir refsingu í formi mistaka eða illra afleiðinga, svo sem geð- veiki, fjárhagserfiðleika, endurupptöku líkamlegs sjúkdóms, fíknar, skilnað- ar o.s.frv. Hræddir lærisveinar segja frá í framhaldi af þessari „kynningu“ fór ég aö spyrjast fyrir um Welch og þær aðferðir sem hann beitir í prógrammi sínu. Blaðamenn, að- standendur lærisveina og aðrir heimildamenn færðu mér upplýs- ingar sem bentu sterklega til þess að Welch legði stund á að heilaþvo fólk í hagnaðarskyni. Heilaþvottur, eða „mind control", er vel þekkt fyr- irbæri á Vesturlöndum. Til þess að kanna aðferðir Welch nánar kom ég að máli við nokkra fyrrverandi lærisveina hans sem hafa slitið sig frá starfseminni. Öll voru þau á einu máli um að það sem færi fram á námskeiðunum væri heilaþvottur í sinni eirdoldustu mynd. Af ótta viö ofsóknir af hendi þeirra sem enn eru í söfnuðinum og rógburð i samfélaginu ákváðu þau að koma ekki fram undir nafni í þessu viðtali en töluðu jafnframt um að bráðlega kæmi út undir- skriftalisti með nöfnum þeirra sem vara við starfsemi Welch og að sá listi færi í hendur landlæknis. Hópeflið styrkir þau í stöðu sinni. Margir í milljónaskuldum Einnig drógu þau þá ályktun að margir væru eflaust hræddir við að koma fram því það er ákveðin skömm sem felst í því að viður- kenna að maður hafi verið heila- þveginn. Margir eru komnir í millj- ónaskuldir með fjölskyldumeðiimi sína í ábyrgð og erfitt er að yppa öxlum yfír blankheitunum og bera við að maður hafi óvart lent i heila- þvotti eftir að mikill tími, orka og fjármagn hefur farið í Welch. End- urgreiðslu á námskeiðum hans er aðeins hægt að fá fyrsta sólarhring- inn eftir að námskeið hefst, síðan ekki, og það er höfuðatriði hjá hon- um að ekkert gerist fyrr en greiðsla hefur verið innt af hendi. Borgunin fer þess utan alltaf fram í reiðufé, dollurum. Áður en námskeiðið (sem hann kallar þjálfun) hefst er fólk lát- ið undirskrifa samning þar sem hann fírrir sig allri ábyrgð á því sem komið getur fyrir á námskeið- inu og eftir námskeiðið. Einnig fær hann lærisveina til að skrifa um sig lofgjörð sem hann geymir svo sem „sönnunargögn“ til seinni tíma. Hvað er heilaþvottur? Heilaþvottur, eða „mind control", er vel þekkt fyrirbæri á Vesturlönd- um. Ástæður þess að menn nýta sér „mind control“-aðferðir eru yfirleitt aðeins tvær. Önnur er pólitísk og hin er peningalegs eðlis. Dæmi um heilaþvott, þar sem pólitískar ástæður liggja að baki, eru auðfundin og skemmst er að líta til seinni heimsstyrjaldarinnar. Nasistaflokkur Hitlers hafði öflug vopn í hendi sér til að stjórna við- horfum þýsku þjóðarinnar og það eitt að heil þjóð hafi getað fallist eins ástríðufuút á firrtar kenningar eins manns og flokks hans segir okkur að það skiptir ekki máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut þegar heilaþvottur er annars vegar. Prestar, húsmæður, verk- fræðingar og listakonur tóku af heilum hug og hjarta þátt í þeim voðverkum sem áttu sér stað í stjórnartíð Hitlers. Dæmi þar sem hvatning leiðtog- ans eða leiðtoganna er peningalegs eðlis er einnig auðvelt að finna og má þar nefna m.a. Moon-söfnuðinn, Vísindakirkjuna, ýmsa kristna sér- trúarsöfnuði og nýaldarsöfnuði. Marga söfnuðina má einnig þekkja á því að hópur fólks safnast í kring- um einn aðila sem býr yfir mikilli útgeislun og öflugum sannfæringar- krafti. „Mind control“-aðferðir hafa verið þróaðar áfram af ýmsum aðil- um og með frægari tilraunum á þessu sviði er MK-Ultra-aðferðin sem var þróuð af CIA, bandarísku leyniþjónustunni, á árunum 1950-60. Þar prófuðu geðlæknar og sálfræðingar sig áfram með dá- leiðsluaðferðir og ofskynjunarlyf til að kanna hvernig hægt væri að ná valdi yfir hugsunum, skoðunum og jafnvel minningum einstaklinga. Öllum skýrslum úr MK-Ultra-að- gerðinni var formlega eytt árið 1973. Hvernig heilinn er þveginn Hér á eftir er stuðst við „mind control“-aðferðalista sem sýnir grunnaðferðir heilaþvottar. Listinn er birtur á Netinu af samtökum sem kalla sig Fact Net og vinna gegn heilaþvotti og sértrúarsöfnuð- um. Einnig var stuðst við bókina Combatting Cult Mind Control eftir Steven Hassan, sem er breskur sál- fræðingur og leiðandi afl í barátt- unni gegn sértrúarsöfnuðum í heiminum. Einstaklingurinn sem á í hlut er undirbúinn fyrir heilaþvottinn með A: Örvandi hljóði, mynd eöa munnlegu áreiti í ríkum mæli. B: Síendurteknum athöfnum. C: Skertum svefni. D: Skertu matar- æði. Dæmi: Á námskeiðunum hjá Welch er tónlist spiluð mjög hátt og lengi í senn. Hann talar til fólks án þess aö það megi svara á móti og hann notar einnig skýringarmynd- ir af ýmsu tagi. Fólk er látið sitja við „hugleiðslur“ í marga klukku- tíma í senn eða berja handklæði í gólf svo tímunum skiptir. „Hug- leiðslan" byggist á því að einstak- lingurinn er látinn öskra og garga, gráta, hlæja eða eitthvað af því tagi langan tima í einu. Á námskeiðun- um er ekki sofið nema 3-6 klst. á hverri nóttu og oftar en ekki skip- ar hann svo fyrir að nótt sé sleppt úr og næstu nótt er aftur aðeins sofið í 3-6 klst. Mataræðið er te og ávextir í morgunmat, te, grænmeti og ídýfur í síðdegiskaffi og kvöld- máltiðin er svo oft ekki borðuð fyrr en undir miðnætti. Blindaður og grátandi í horninu Notast er við umbun og refs- ingu. Reynt er að ná tökum á tíma fólks, félagslegu umhverfi og félags- legum stuðningi. Mælt er með fé- lagslegri einangrun. Reynt er að koma i veg fyrir samskipti við vini og fjölskyldu og þá sem ekki styðja kennisetningar hópsins. Hlúð er að því að einstaklingurinn verði háð- ur hópnum, m.a. fjárhagslega. Dæmi: Ef einhver hegðaði sér ekki eftir þeim aðferðum sem Welch krafðist var hópur læri- sveina sendur á þennan aðila og honum refsað með andlegu ofbeldi og niðurlægingum. Dæmi eru um það að maður hafi verið látinn sitja með bundið fyrir augun i þrjá sól- arhringa til þess að hægt væri að brjóta hann niður. Hann fékk að leggjast á dýnu á gólfinu yfir blánóttina en annars sat hann og grét í horninu. Ef fólk hafði brotn- að verulega mikið saman var því umbunað með hrósi og því lyft upp á einhvers konar virðingarstall. Mikið er lagt í sölurnar til að fá maka til að taka þátt í námskeiðum og Welch hikar ekki við að mæla með hjónaskilnaði ef svo ber undir. Allt er gert til að láta fólk verða háð lausnum Welch og námskeið- unum sem boða þær. Kúgun á dulmáli Upplýsingar og skoðanir sem styðja ekki kennisetningar safnað- arins eru bannaðar í samskiptum innan hópsins. Reglur gilda um hvað má ræða utan safnaðarins. Samskiptum er stjórnað. Sérstakt tungumál og orðatiltæki eru notuð innan hópsins. Dæmi: Welch bannar lærisvein- um sínum að tala um aðferðirnar sem hann notar. Aðeins er leyft að bera vitnisburð um jákvæðar breytingar sem hafa átt sér stað á einstaklingnum eftir að hann/hún komst í kynni við Welch. Sérstakt tungumál er mikið notað. Sem dæmi nefna þau að sú manneskja sem efaðist um skoðanir hans var „ofF‘. Þetta þýddi að það þurfti að gera hana aftur „on“. „Beater" er notað yfir handklæði sem er búið að binda saman með límbands- rúllu. „Breakthrough" þýðir að brotna saman andlega og verða til- búinn fyrir nýja innprentun („sur- render"), að „channela" þýðir að miðla einhverju og „go deeper" er að vera ýtt út í andlegt niðurbrot. Sjálfsfróun í elnkatímum Reglubundnar og hnitmiðaðar tilraunir eru gerðar til að fá ein- staklinginn til að endurmeta sjálfs- upplifun sína á neikvæðan hátt. Reynt er að grafa undan skynjun grundvallar-raunveruleika, heims- mynd, stjórn á tilfinningum og vörnum einstaklingsins. Einstak- lingurinn er fenginn til að búa til nýja útgáfu af ævisögu sinni þar sem orsakasamhengi er breytt. Dæmi: Lærisveinar Welch eru látnir skrifa ævisögu sína við upp- haf „þjálfunar". Lítið er gert úr allri fyrri reynslu og alhæft að manneskjan hafi verið í myrkri þar til leitað var á náðir Welch. Fólk er m.a. látið afklæðast og vera nakið til að hægt sé að „brjóta niður varnir þess“. Welch mun einnig hafa hvatt konu til þess að stunda sjálfsfróun fyrir framan hann í einkatíma og fengið fólk til að stunda kynmök meðan á „þjálfun- inni“ stendur. Grafið undan dómgreind Reglubundnar og hnitmiðaðar aðgerðir eru gerðar til þess að grafa undan dómgreind og sjálfstrausti einstaklingsins - afleiðingin er van- máttarkennd. Dæmi: Welch mun m.a. hafa teiknað skýringarmynd þar sem hann bendir á að lærisveinarnir séu ekki í tengslum við sitt æðra sjálf. Welch telur sjálfan sig hins vegar vera vel tengdan og í gegnum sitt æðra sjálf tengist hann inn í æðra sjálf lærisveina sinna og fær þannig skilaboð um hvað sé þeim fyrir bestu. Hann telur lærisvein- um sinum einnig trú um að hann sé að efla sjálfstraust þeirra, en um leið og sjálfstraustið kemur ekki heim og saman við kennisetningar hans þá er sá lærisveinn lagður í einelti af hópnum og brotinn niður þar til hann fylgir kenningum Welch. Margir eru komnir í milljónaskuldir með fjöl- skyldumeðlimi sína í ábyrgð og erfitt er að yppa öxlum yfir blank- heitunum og bera við að maður hafi óvart lent í heilaþvotti eftir að mikill tími, orka og fjármagn hefur farið í Welch. End- urgreiðslu á námskeiðum hans er aðeins hœgt að fá fyrsta sólarhringinn eftir að námskeið hefst, síðan ekki, og það er höfuð- atriði hjá honum að ekk- ert gerist fyrr en greiðsla hefur verið innt af hendi. Andlegar refsingar Andlegum refsingum á borð við beina niðurlægingu, forréttinda- skerðingu, aukingu á sektarkennd og kvíða, félagslegri einangrun og stöðubreytingu er beitt til hins ýtrasta til að vekja sterk tilfinn- ingaleg viðbrögð hjá einstaklingn- um. Dæmi: Fólk innan hópsins telur sig vera komið eitthvað áleiðis í vinnunni með sjálft sig þegar því er sagt að nú megi það vinna fyrir Welch. Eftir óákveðinn tíma er þessu fólki skyndilega hent aftur inn í hópinn með það fyrir augum að það „eigi ekki að halda að það sé neitt“. Þegar fólk hefur viljað segja sig úr hópnum hefur Welch hótað, stuðlað beint að og ýtt undir kvíða og sektarkennd o.s.frv. Þú gengur beint í myrkrið Sálfræðilegar ógnir eru ávallt til staðar, eða notaðar markvisst: Ef einstaklingnum takist ekki að að- lagast kennisetningum, hegðunar- mynstri eða viðhorfum safnaðar- ins/hópsins muni hann verða fyrir refsingu í formi mistaka eða illra afleiðinga, svo sem geðveiki, fjár- hagserfiðleika, endurupptöku lík- amlegs sjúkdóms, fiknar, skilnaðar o.s.frv. Dæmi: Welch heldur því hiklaust fram að velgengni lærisveina sinna sé í einu og öllu honum að þakka. Hann heldur því einnig fram að það fólk sem snýr við honum baki muni ganga beint í „myrkrið" eins og hann kallar það. Gagnrýnendur útskúfaðir Það fólk sem hefur gagnrýnt að- ferðir Welch og yfirgefið hópinn er útskúfað og sniðgengið af læri- sveinum. Einnig munu Welch og lærisveinar hans hafa tekið þátt í miklum rógburði og oft hefur um- talið ekki snúist um „námskeiðin" og Welch heldur jafnvel bara líf manneskjunnar og störf í hinu dag- lega - þ.e. að reynt-hefur verið að eyðileggja mannorð og velsæmis- kennd þeirra sem hafa gagnrýnt og sagt skilið við Hohnes Hinckley Welch jr, eða Paul Welch eins og hann kýs að kalla sig í dag - og þann góða hóp af fólki sem enn hef- ur ekki séð við honum. -MHG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.