Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
DV
Helgarblað
(Við erum stödd á heimili Úlfars
sem er leikhúsið, nánar tiltekið
Borgarleikhúsið þar sem hann mun
troða upp ásamt Barböru vinkonu
sinni um næstu helgi. Saman ætla
þau að fara yfir píslargöngu Krists á
afar myndrænan og einstakan hátt.
Eins og þeim einum er lagið.
En við erum sumsé stödd á heim-
ili Úifars og hann situr í rauðum
sófanum og lætur fara vel um sig.
Fagurrautt nefið er stöðutákn hans:
hann er trúður.
Úlfar (nánast hvíslar): Sæll.
-sm: Sæll. Hvemig myndirðu lýsa
sjálfum þér?
Úlfar: Ég er svona nokkuð frá-
bær, sko. Ég er, þú veist, trúður.
Það er soldið erfitt að vera trúður.
Eiginlega neyðist ég til að vera heið-
arlegur. Algjörlega. Það er alveg fer-
lega erfitt.
-sm: Er það að vera heiðarlegur
það erfiðasta við að vera trúöur?
Úlfar: Já.
-sm: Margir leita mjög stift að
sjáifum sér. Hefur þú reynt að finna
sjálfan þig?
Úlfar (kímir): Nei. Ég þarf sko
eiginlega ekki að leita að sjálfum
mér. Ég er héma, bara alveg. Ef ég
fer eitthvað að leita að sjálfum mér
gæti ég fundið eitthvað alit annað.
-sm: Þú ert mjög ánægður með
þig eins og þú ert.
Úlfar: Ég þarf ekkert að pæla í
því. Ég er bara ég. Það er ekki
spuming um að vera ánægður eða
óánægður.
-sm: Hvemig var æska þín?
Úlfar: Æska mín er eiginlega
mörg þúsund ár. Ég var eiginlega
bara hugmjmd sem sveif í loftinu.
Ég var andi eða engill eða eitthvað
svoleiðis; ósýnilegur bolti sem flaug
um i heiminum alveg frá því að Guð
skapaði hann. Eiginlega þá ... Þegar
Guð skapaði heiminn skóp hann
mig líka, sko.
-sm: Er þá minnst á þig í Biblí-
unni?
Úlfar: Ég hef bara ekki grennsl-
ast fyrir um það. Kannski. Ég held
það. Kannski á sjöunda degi.
Kannski er ég hvíldardagurinn.
Kannski. Ég þarf bara að skoöa
Biblíuna mjög vel.
-sm: Nú ert þú mjög fyndinn ...
Úlfar: Takk.
-sm: Heldurðu að Guð sé fyndinn?
Úlfar: Guð er nefnilega alveg
hrikalega fyndinn. Þegar maður
hlær innilega þá er það alvöru
kirkja. Þegar maður finnur til sam-
líðunar þá er það líka alvöm kirkja.
Það er dáhtið skrýtið að segja það
en þess vegna er svo gott að fara í
jarðarfarir. Þá em allir saman, í
andanum lika.
-sm: Nú er ekki mikið hlegið í
kirkjum.
Úlfar: Það er alltaf reynt að hitta
Guð einhvers staðar annars staðar.
Ég held að það sé ekki alltaf voða-
lega klárt fólk sem er aö búa til
kirkjuna. Ég held að nokkrir prest-
ar séu klárari en aðrir og viti hvar
Guð er.
-sm: Veist þú hvar hann er?
Úlfar: Ég hitti hann stundum.
-sm: En fyrst hann skóp þig þá er
hann eiginlega pabbi þinn.
Úlfar: Já. Hann er líka ... hann
er líka pabbi þinn.
-sm: Ertu hamingjusamur?
Úlfar: Já.
-sm: Aldrei verið óhamingjusam-
ur?
uena sama HKama
Úlfar og besti vinur hans, Bergur Þór Ingólfsson. „Veistu, þaö yröi alveg hrikalega sorglegt fyrir Berg og fjölskyldu hans ef ég myndi taka yfir í mörg mörg ár. “
Viðtal í einum þætti:
Úlfar - sonur Guðs
Úlfar: Ég hef verið sorgmæddur,
sko. En maður getur verið sorg-
mæddur og hamingjusamur. Af því
hamingjan er í lífinu. Og þegar
maður finnur fyrir hinu sanna í líf-
inu kemur hamingjan. Þá getur
maður orðið alveg rosalega ham-
ingjusamur ... Það getur verið að
stundum hafi ég verið óhamingju-
samur. Þá hef ég kannski svikið
sannleikann sem ég er búinn til úr.
Þá er maður óhamingjusamur.
-sm: Nú eru margir óhamingju-
samir. Af hveiju heldurðu að það
sé?
Úlfar: Af því þeir voru sviknir,
af sjálfum sér eða öðrum. Þeim hef-
ur verið beint frá sannleikananum
af alls konar fólki. Af þeim sem
stjóma landinu kannski. Af foreldr-
um sínum sem vom sviknir af sín-
um foreldrum. Síðan svíkur fólk
sjálft sig með því að vera ekki sjálfu
sér trútt.
-sm: Þú hefur aldrei tekið
prósakk?
Úlfar: Nei, nei. Ekki einu sinni
áfengi.
-sm: Ertu trúaður?
Úlfar: Já.
-sm: Lifirðu eftir lögmálum
kristninnar?
Úlfar: Já. Trúin á Guð er ekki
trúin á Biblíuna.
-sm: Era Kristur og trúðurinn
skyldir?
Úlfar: Já. Báðir geta gert krafta-
verk. (Úlfar flissar).
-sm: Hefur þú gert kraftaverk?
Úlfar: Já. í hvert skipti sem ég er
með svona sýningu þá geri ég
kraftaverk. Ég get látið dauða lifna
við og ég get læknað sjúka - bara á
sviðinu. Ég get gert „sælir era
hjartahreinir" við áhorfendur.
-sm: Hreinsar maður hjartað þeg-
ar maður horfir á þig?
Úlfar: Já. Þeir kalla það kaþars-
is, eitthvað sem grískur náungi
fann upp á fyrir 2600 árum.
-sm: Er þetta þá eins konar
Þvottastöð Úlfars?
Úlfar: Já. Hjartahreinsistöð.
-sm: Heldurðu aö eftir tvö þúsund
ár verði litið á þig eins og við lítum
á Krist nú?
Úlfar: (hugsar sig lengi um): Nei.
-sm: Af hverju ekki?
Úlfar: Af þvi að Bergur, besti
vinur minn, er svo eigingjam. Hann
þarf að lifa sínu eigin lífi. Við þurf-
um nefnilega að deila sama líkam-
anum. Og af þvi að hann er meira
venjulegur en ég þá fæ ég ekki tíma
til að gera þetta að fulltæmdjobbi.
-sm: Er það ekki svakalegt?
Úlfar: Veistu, það yrði alveg
hrikalega sorglegt fyrir Berg og fjöl-
skyldu hans ef ég myndi taka yfir í
mörg mörg ár.
-sm: Er erfitt að búa með þér?
Úlfar: Ég get sko ekki séð um
fjölskyldu.
-sm: Af hverju ekki?
Úlfar: Af því ég er trúður. Eina
ábyrgð mín í lífinu er gagnvart
skáldskapnum og sannleikanum í
mér. Það myndi bara þýða að
börnin hans myndu bara eignast
systkini. Ég er ekki einu sinni
viss um að ég færi á klósettið. Ég
yrði örugglega tekinn fastur eða
eitthvað. Ég skil ekki lögin og get
ekki farið eftir þeim. Líklegast er
bara óhætt fyrir mig að vera í
leikhúsinu. En það er svona.
Kannski sorglegt.
-sm: Er þá ekki einmanalegt að
vera trúður?
Úlfar: Þegar maður er einmana
þá er einmanalegt. Nei, nei, það er
ekkert einmanalegt að vera trúður.
Það er samt skelfilega hættulegt.
Það sem er hættulegast er fólkið i
áhorfendasalnum. Það er stórhættu-
legt.
-sm: Ertu hræddur við það?
Úlfar: Já.
-sm: Hefur það einhvem timann
gert þér eitthvað?
Úlfar: (hvíslar): Já. Þegar ég var
ekki orðinn eins árs var ég á sýn-
ingu í Nemendaleikhúsinu og fór
með Slysaskot í Palestínu. Ég var
fyrir framan Súsönnu Svavarsdótt-
ur. Það var svo hrikalega erfitt. Og
hún horfði á mig eins og ég væri
bara gubb.
-sm: Gubb?
Úlfar: Já. Á einhverjum óæski-
legum stað. Það situr svolitið i mér.
Og það er sárt.
-sm: En af hverju ertu að þessu ef
þaö er svona hættulegt?
Úlfar: Allt sem er einhvers virði
er hættulegt. -sm