Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 I>V 49 Ferðir Skíðasvæði í Evrópu: Víðast næg- ur snjór Skíðamenn sem eru á leið til meg- inlands Evrópu þurfa ekki að óttast snjóleysi. Svo virðist sem víðast hvar sé nægur snjór til að renna sér og lyftur í flestum tilvikum í fullum gangi. Á töflunni hér að ofan má lesa hvernig snjódýptin er á nokkrum stöðum í Austurríki, Frakklandi og á Ítalíu. Frá því tafl- an var síðast birt, 19. janúar sl., hef- ur bætt töluvert í á skíðasvæðum í Austurríki. Snjódýptin í Lech hefur til dæmis aukist úr 70 sm á fjöllum í 180 nú. Fremur lítill snjór var í Kitzbúhel í janúar en þar hefur ástandið batnað ofurlítið, eða úr 40 sm í 90 á fjöllum. Þá eiga Frakkland og Ítalía það sammerkt að þar hefur snjóað tölu- vert og snjódýpt aukist á flestum stöðum um helming frá því um miðjan janúar. Þeir sem hafa áhuga á snjóalögum og skiðaveðri í Evr- ópu ættu að skoða slóðirnar inter- activemagazines.com og skinet.com, svo einhverjar séu nefndar. Snjódýpt í Evrópu - uppgefin í cm Bær Fjöll Lyftur opnar Austurríki Disneyland í Kaliforníu skömmu var opnaður nýr Disneygarður. Garðurinn er í Kaliforníu og er megináhersla lögð á sögu og náttúru ríkis- ins. Reiknað er með að um sjö milljónir fólks heimsæki garð- inn á hverju ári og er honum skipt í tuttugu og fimm þema- svæði. Þeim sem heimsækja Mikki mús garðinn gefst t.d. færi á að fræðast um fjallstindinn Grizzly Peak eða svæðið í kringum Bountiful Valley Farm. 1 garðinum er einnig að finna eftirgerð af frægum stöðum úr Hollywood-bíómyndum og prúðuleikhús þar sem frægar persón- ur úr Disneymyndum skemmta áhorfendum. -Kip Kitzbiiehl Lech Saalbach Anton 30 90 85% 180 180 95% 50 75 100% 70 230 95% Frakkland Chamonix 40 Val d'lsere 70 ítalía Madonna di Campiglio Selva di val Gardena 160 90% 210 90% 240 100% 175 100% ■ - .«■ . - .7 S3 Agatha Christie lifir: Veisla fyrir aðdáendur Agöthu Christie í London Aðdáendur spennusagnahöfund- arins Agöthu Christie ættu að hugsa sig vel um áður en þeir skipuleggja sumarfríið í ár. Að minnsta kosti ættu þeir að athuga hvort þeir geta ekki brugðið sér til London á tímabilinu 8. maí til 28. júlí næstkomandi. í sumar eru liðin tuttugu og fimm ár frá þvf að drottning spennusagn- anna, Agatha Christie, lést og af því tilefni á að setja upp öll tutt- ugu og þrjú leik- rit hennar. Upp- færslurnar verða í Palaceleikhúsi í Westcliff-on- Sea sem er f um klukkustundar fjarlægð frá London meö lest. Þeir sem verða í Englandi á þess- um tíma ættu ekki að að láta verk eins og Murder on the Nile, Wit- ness for the Prosecution, And Then There Were None eöa Go Back for Murder fram hjá sér fara. 24. júní verður sérstök hátíöarsýning á Músagildrunni en leikritið hefur verið sýnt samfellt frá 1952 í St. Marteins leikhúsinu í West End. Þeim sem vilja leita frekari upp- lýsinga um sýningarnar er bent á að hafa samband við Agatha Christie Package Booking, Palace Theatre, 430 London Road, West-on Sea, Essex SSO 9LA, England, sími 44 1702 342 564. í nóvember veröur opnuð í Breska þjóðminjasafninu sérstök Agatha Christie / sumar eru liöin tuttugu og fimm ár frá því aö drottning spennusagn- anna, Agatha Christie, lést. St. Martin-leikhúsiö í London Músagildran hefur veriö sýnd samfellt frá 1952 í St. Marteins leikhúsinu í London. sýning sem helguð er Agöthu Christie og Miðausturlöndun. Eig- inmaður Agöthu var fornleifafræð- ingur sem hét Max Mallowan og dvaldi hún lengi með honum við rannsóknir í Miðausturlöndum. Þeir sem þekkja sögur Agöthu vita að sögusvið margra þeirra er einmitt á þeim slóðum. Sýningin stendur fram í mars 2002. Um miðj- an júlí mun National Film Theatre standa fyrir sýningum á myndum byggðum á sögum Agöthu í sjón- varpi og kvikmyndahúsum. Nán- ari upplýsingar er að finna á www.thebritishmuseum.ac.uk og www.bfl.org.uk/nft. -Kip ' Vetrarutsalan er í fullum gangi! Geróu góó kaup. Stendur til mánaóarmóta Klubbfelagar ath. Öll innkaup n útsölu fara inn á klúbbreikning ykkar. kor VINTERSPORT Blldshöfóa • 110 Reykjavík • slmi 510 8020 • www.intersport.is 71 r r AGATHA CHRISTIE'S THE MÖUSETRAP - WDRlDSWr -. Kaupmannahöfn Góð gisting, á besta staö. ^Mvm-YHor^ Valberg Sími +45 33252519 ísl. símabókanir milli kl. 8 og 14.00. Fax +45 33252583 www.valberg.dk Net tilboö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.