Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 44
52
_________________-LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
tilvera dv
Steven Soderbergh:
Er að uppskera
því sem sáð var
„Fólk heldur að það
viti hvað það er fyrir
leikstjóra að vera trúr
sjálfum sér. Það veit það ekki. Það er
enginn skortur á góðum leikstjórum í
Bandaríkjunum sem eru trúir listinni og
sjálfúm sér. Það er aftur á
móti skortur á kvikmynd-
um sem leikstýrt er af
góðum leikstjórum og fá
dreifingu í 3000 kvik-
myndasölum. Ég skil
ekki af hveiju það er
víðtæk hugsun að
leik-
stjóri sem fer að vinna samkvæmt markaðslögmálum sé
að taka niður fyrir sig,“ sagði Steven Soderbergh í viðtali
árið 1998 þegar hann var að vinna við Erin Brockovich en
mörgum fannst hann þá vera að svíkja málstaðinn eftir að
hafa verið lengst af í eigin homi að vísu.
Allt frá þvi Soderbergh gerði Sex, lies and videotapes
hafði hann gert ódýrar kvikmyndir sem fengu litla náð hjá
almenningi, myndir á borð við Kafka og King of the Hill,
sem fengu sæmilega umfjöllun og Grey’s Anatomy og
Schizopolis (sem hann lék aðalhlutverkið sjáifur í) sem
engin tók eftir. Þannig að það verður að segjast eins og er,
miðað við gæði síðustu kvikmynda hans, Out of Sight, The
Limey, Erin Brockovich og Traffic, að það var happafeng-
ur fyrir alla kvikmyndaaðdáendur að Soderberg gekk til
liðs við Hollywood-framleiðendur. Það er greinilegt að
Steven Soderberg er leikstjóri sem kann að fara með pen-
inga þegar hann fær þá í hendumar. Og ef einhver er að
uppskera erfiði starfs sina þá er það Steven Soderberg,
sem er tilnefndur til óskarsverðlauna sem besti leikstjóri
fyrir tvær kvikmyndir. Það hefur ekki gerst síðan Francis
Ford Coppola lék þennan leik eftir á áttunda áratugnum.
Steven Soderbergh fæddist 14. janúar 1963 í Atlanta og
var faðir hans rektor Kennararháskólans i Louisiana.
Þangað sótti Soderbergh nám í upphafl en kvikmyndir
áttu fljótt hug hans allan og fór hann til New York til að
nema fræðin. 1989 kom hann svo fram sem fullskapaður
kvikmyndagerðarmaður þegar hann sendi frá sér Sex, lies
and videotapes. Áður hafði hann unnið við gerð tónlistar-
myndbanda og var eitt þeirra með hljómsveitinni Yes til-
nefnt til Grammy-verðlaunanna.
Ferill Soderbergh er glæsilegur þegar á heildina er litið.
Hann hefur aðeins leikstýrt góðum kvikmyndum, sem
hafa fengið misgóðar viðtökur almennings. Næsta kvik-
mynd hans verður stór og dýr kvikmynd samkvæmt
Hollywood-staðli, Ocean’s Eleven sem er endurgerð
þekktrar kvikmyndar sem Frank Sinatra hafði veg og
vanda af á sjöunda áratugnum. Meðal leikara í henni eru
George Clooney, Brad Pitt, Julia Roberts, Matt Damon.
Klassískt myndband
Sex, lies and videotapes ★★★'i
Skyggnst í heim öfga og fíknar
%
Gerð Sex, lies and videotapes er
löngu orðin þjóðsaga. 26 ára gamall, ný-
útskrifaður úr kvikmyndaskóla, skrifar
Steven Soderbergh handrit á átta dög-
um á ferð til Los Angeles, gerir kvik-
mynd á stuttum tíma fyrir 1.8 milljón
dollara og sendir myndina á virtustu
kvikmyndahátíð í heimi, Cannes, og
vinnur gullpálmann auk þess sem aðal-
leikarinn James Spader vinnur til verð-
launa sem besti leikari. Þetta er ævin-
týri sem varla verður endurtekið.
Hvernig skyldi svo þessi frumraun
Soderberghs hafa elst? Það er kannski
ekki hægt að segja um hana að hún sé
eins og gott rauðvín sem verður betra
með aldrinum. Staðreyndin er samt sú
að góðar kvikmyndir eldast vel og þótt
Sex, lies and videotapes sé kannski ekki
sú skemmtilega skvetta í andlitið sem
hún var 1989 er um virkilega góða kvik-
mynd að ræða sem hreyfir við öllum
sem hana sjá.
Aðalpersóna myndarinnar er Gra-
ham (James Spader) dularfullur karakt-
er sem hefur áhrif á fólk en er að mörgu
leyti varhugaverður enda með ranghug-
myndir i kollinum. Hann fær útrás í að
horfa á myndbönd sem hann tekur sjálf-
ur af konum sem tala um erótík og hvað
þær ímyndi sér. Þegar hann heimsækir
vin sinn frá háskólaárunum, John (Pet-
er Gallagher), mynd-
ast fljótt spennu-
ástand milli hans og
eiginkonu Johns,
Ann (Andie Mac
Dowell) og systur
hennar Cynthy
(Laura San Gi-
acomo), sem er ástkona Johns. Þessi
tengsl öll er svo fléttan sem Steven
Soderbergh þarf að hnýta saman og það
gerir hann meistarlega, lætur persón-
umar dansa hættulegan línudans sem
bæði er fráhrindrandi, innilegur og
áhrifamikill.
Steven Soderbergh hefur sýnt það
svo ekki er um villst að hann hefur
einstakt lag á leikuram, nær yfirleitt
því besta sem þeir geta boðið upp á og
era mörg dæmi um það, nægir að
nefna Juliu Roberts í Erin Brockovich.
f Sex, lies and videotapes eram við
vitni að mögnuðum leik. James Spader
fékk Gullpálmann í Cannes sem segir
allt um hans leik. Andie MacDowell
náði að brjótast úr viðjum sykursætra
hlutverka og óþekkt leikkona Laura
San Giacomo var ekki óþekkt lengur.
Leikstjóri: Steven Soderbergh. Aöalieikarar:
James Spader, Andie MacDowell, Laura San
Giacomo, og Peter Gallafger. 1989.104 mín.
Þann 28. febrúar mun veglegt
sérblað um Formúlu 1 fylgja DV.
Umsjón auglýsinga
Ólafur Hálfdánarson
sími 550 5729,
netfang olih@ff.is
Umsjón efnis
Ómar S. Gíslason,
netfang fl@ff.is
Auglýsendur, athugið að síðasti pöntunardagur
augiýsinga er fimmtudagurinn 22. febrúar.
Myndbandarýni
Butterfly
★★★
Þroska-
Butterfly (La
lengua de las
mariposas) var
kannski sú spánska
kvikmynd sem vakti
hvað mesta athygli í fyrra og var hún
verðlaunuð i bak og fyrir á heimaslóð-
um. Um er að ræða sérlega heillandi
mynd þar sem segir frá ungum dreng
sem hefur minnimáttarkennd vegna
þess að hann er með asma. Myndin er
þroskasaga drengsins og gerist stuttu
áður en hinn afdrifaríka borgarastyrj-
öld hófst og til þess er sérstaklega vís-
að í sterku lokaatriði að styijöldin á
eftir að skipa fólkinu í landinu í tvær
fylkingar.
í myndinni er mest áhersla lögð á
samband drengsins og kennara hans,
sem er gamall maður sem sérstaklega
er tekið eftir að hann lemur ekki nem-
endur sína. Þegar hávaðinn er hvað
mestur í bekknum þá hoidlr harin út
um gluggann, snýr sér svo að nemend-
um þegar þeir hafa þagnað og þakkar
þeim fyrir að hætta að hafa hátt. Þetta
virkar betur en mörg skammaryrðin.
Inn í þetta fallega samband kennarans
og nemandans er svo bragðið upp
myndum af Qölskyldu piltsins, bróður
hans, sem er að læra á saxófón og er að
fá hvolpavitið gagnvart kvenfólki, fóð-
umum sem er vinstrisinnaður lýðræð-
issinni og móður hans sem er mjög
trúuð. Þessi tvö ólíku lífsviðhorf þvæl-
ast dálítið fyrir drengnum.
Þegar á heildina er litið þá er Butt-
erfly ákaflega gefandi kvikmynd sem
lýsir því besta í manninum á raunsæj-
an hátt ásamt þvi að sýna fram á hvað
áhrifamáttur áróðurs er mikill. -HK
Útgefandi: Skifan. Lelkarar: Fernando
Gomez og Manuel Lozano. Leikstjóri:
Jose Luis Cuerda. Spönsk, 2000. Lengd:
97 mín. Leyfð öllum aldurshópum.
Picking Up the Pieces
Kraftaverk
í E1 Nino
★
Woody Allen hef-
ur ekki mikið gert
að því að leika í
kvikmyndum ann-
arra leikstjóra. Eitt-
hvað hefur það ver-
ið við handritið að
Picking Up the Pi-
eces sem hefur heill-
að Allen því þama
er hann mættur í einu aðalhlutverk-
inu í kolsvartri kómedíu, sem hann
hefði betur leikstýrt sjáifur því það er
langt í frá að mexíkanski leikstjórinn
Alfanso Arrau ráði við formið. Arrau,
sem skaust upp á stjömuhimininn
með Like Water for Chocolate hefur
ekki getað fylgt þeim sigri eftir.
Allen leikur slátrarann Tex sem í
upphafi myndar er að grafa konu sína
á víðavangi. Hann hefur loks fengið
nóg af framhjáhaldi hennar, sem hann
lýsir svo að hún hafi ekki getað haldið
löppunum saman í 20 mínútur, drepið
hana og skorið hana í sjö parta. Einn
líkamsparturinn, önnur hendin, verð-
ur þó viðskila. Blind kona fmnur hann
og þegar hún allt í einu fær sjónina fer
hún með hendina í kirkjuna þar sem
fleiri fá lækningu meina sinna. Fiski-
sagan er fljót að berast og sögunni fylg-
ir að hendin sé af Maríu mey. Það þýð-
ir ekkert fyrir prestinn að benda fólki
á meðan kraftaverkin koma á færi-
bandi að líklega hefði María mey ekki
naglalakkað sig.
Myndin er hröð og ekki vantar kó-
mísk sjónarhom í atburðarásina en
húmorinn vantar sem verður að skrif-
ast á Arrau sem gerir myndina allt of
þunga í vöfum. Fjöldi þekktra og
ágætra leikara eiga góðar stundir, en
allt kemur fyrir ekki, myndin er
mislukkuð kómedía. -HK
Útgefandi: Háskólabíó. Leikarar: Woody Allen,
Maria Grazia Cuinotta, David Schwimmer og
Kiefer Sutherland. Bandartsk, 2000. Lengd:
91 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára.