Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 I>V Helgarblað Bryndís Loftsdóttir hefur vakið athygli sem skel- eggur talsmaður samtak- anna 102 Reykjavík en innan þeirra hafa bund- ist samtökum þeir sem vilja Reykjavíkurflugvöll burt úr borginni og reisa þétta byggð á landrým- inu sem vinnst við þœr tilfœringar. Bryndís er þrítugur verslunar- stjóri i Pennanum/Eymundsson í Austurstræti sem áður hét Langa- stétt og var önnur gatan sem myndaðist í Reykjavík, næst á eft- ir Aðalstræti. Þannig má halda því fram að Bryndís vinni nánast i hjarta Reykjavíkur. Sumir and- stæðinga hennar og félaga hennar í flugvallarmálinu hafa talað í sér- stökum tón um „kaífihúsakynslóð- ina“ og alla þá ungu Reykvikinga sem ekki skilji vanda landsbyggð- arinnar sem kristallast að sögn þeirra alveg sérstaklega í flugvall- armálinu. DV hitti Bryndísi á Hót- el Borg og þótti vel við hæfi að sitja á elsta veitingastað Reykja- víkur og forvitnast um lifshlaup Bryndísar yfir bolla af ágætu kaffi sem kom til okkar seint og um síð- ir. Grislingur úr Fellahverfi - En hvemig vildi það til að hún var valinn talsmaður þessara sam- taka? „Ég á enga pólitíska fortíð og hef aldrei haft tengsl við nein pólitísk samtök eða flokk og í þverpólitisk- um samtökum eins og þessum er það ótvíræður kostur." - Hvar í Reykjavík ert þú alin upp, Bryndís? . „Ég ólst upp í Feflahverfinu í Breiðholti. Þar lærði ég að berja frá mér og svara fyrir mig. Þetta var afskaplega þéttbýlt hverfi, þarna var þrísetinn skóli með rúm- lega 1000 börnum og ég var í bekk með 25-28 öðrum krökkum. Þarna eignaðist ég marga góða vini en eftir á hyggja þá áttu margir erfitt þótt ég hafi ekki verið ein þeirra. Snemma á morgnana yfirgáfu flest- ir fullorðnir hverfið og héldu til vinnu því þarna voru engir vinnu- staðir aðrir en skólinn og örfáar verslanir. Við börnin lékum laus- um hala og réðum yfir hverfinu á daginn.“ Fólkið eltir búðirnar - Margir hafa áhyggjur af þvi að miðbæ Reykjavíkur hnigni einmitt vegna þess hve einhæft atvinnulíf- ið sé þar og Kvosin sé að breytast í búfluhverfi nektarstaða eins og sjá má í erlendum hafnarborgum. Er þetta rétt? „Ég held að öll veitingahúsaflór- an í miðbænum sé mjög jákvæð, sérstaklega m.t.t. ferðaþjónustunn- ar. Hins vegar veldur fækkun verslana mér töluverðum áhyggj- um. Fólkið flytur úr miðbænum og verslanirnar elta það. Það þarf nauðsynlega að gera fleirum kleift að búa á 101 svæðinu.“ - Allar umræður um málið hafa einkennst af togstreitu milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar sem hefur verið stillt upp sem and- stæðum. Er þetta sanngjamt? „Landsbyggðin leysir ekki sín vandamál með því að halda Reykjavík í einhverri kreppu. Það era fáir á þingi sem gæta hags- Bryndís Loftsdóttir hefur vakiö athygll sem skeleggur talsmaöur samtakanna 102 Reykjavík. Bryndís segist hafa valist til starfsins því hún sé pólitískt óflekkuö en samtökin eru þverpólitísk. Bryndís Loftsdóttir, talsmaður 102 Reykjavík Skemmtilegra en að leika - lærður leikari og fyrrum hvíslari er talsmaður flugvallarandstæðinga muna Reykjavíkur og þess vegna er ekki nema eölilegt að samtök eins og þessi komi fram. Ég held að fólk sé oft að ferðast á fundi sem hefði áreiðanlega verið hægt að halda með aðstoð tölvutækni og síma. Tækninni fleygir fram, nú þarf maður t.d. ekki lengur að fara i banka, maður notar bara tölvuna heima hjá sér og krakkar í Reykja- vík stunda fjamám við skóla á Ak- ureyri. Við búum í miðborg sem er girt með gaddavír öðrum megin og sjó hinum megin. Berlín var afgirt á striðsárunum, rétt eins og Reykjavík. Það er búið að frelsa Berlín og þaö er kominn tími til þess að losa Reykjavík úr þessari herkví." Vildi verða leikari - Bryndís útskrifaðist af fjöi- miðlabi'aut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og segir að það hafi ver- ið skemmtilegt nám og starf við fjölmiðla hafi afltaf hefllað hana þótt ekki hafi orðið af því enn en önnur viðfangsefni áttu hug henn- ar allan á þessum árum. Hún gerði tvær tilraunir til þess að komast inn í Leiklistarskóla íslands en þegar það gekk ekki eftir þá settist hún á skólabekk í leiklistarskóla í London, með megináherslu á út- varps- og sjónvarpsleik, í skóla sem heitir Academy of Live and Recording Arts en þar nam hún í þrjú ár. Eftir heimkomuna starfaði Bryndís í bókabúð Máls og menn- ingar á Laugavegi og gerði tilraim til þess að komast inn fyrir þrep- skjöld Þjóðleikhússins með því að starfa þar sem hvíslari. Þegar hún var ráðin sem verslunarstjóri í Pennanum/Eymundsson fyrir þremur árum ákvað hún endan- lega að snúa baki við leiklistinni. „Þetta er eins og kærasti sem maður hættir að elska. Einn dag- inn rennur þáð upp fyrir manni að við eigum ekki samleið. Ég ann leikhúsinu en ég hef gert það upp við mig að ég muni aldrei leika.“ Ekki hægt aö svelta - En sér Bryndís aldrei eftir að hafa snúið baki við leiklistinni með þessum hætti? „Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að koma heim frá mjög dýru námi og ætla að setja upp sýningar með tapi og hanga á hurðinni hjá leikhússtjórum. Ég varð að hafa einhverja „bread and butter" vinnu og mér finnst óskap- lega gaman að því sem ég er að gera núna.“ - Bryndís segir að bókabúðin sé eins og félagsmiðstöð sem háir og lágir sækja. Skáldin bjóða góðan dag, fólk dreymir um útlönd við tímaritarekkann og þeir sem þarna vinna hafa, að mati Bryndís- ar, með einhverjum hætti fingur- inn á púlsi borgarsamfélagsins. Það vinna 30 starfsmenn í Ey- mundsson og Bryndís segist nýta sér leiklistarmenntun sína við starfsmannastjórnun, stjórna með samvinnu. Það gerir hún með því að dreifa valdinu, auka ábyrgð starfsmanna og segist þess vegna vera meö 30 litla verslunarstjóra með sér i vinnunni. Þoli ekki endurtekningar „Þegar starf verslunarstjóra var auglýst þá sagði ég við yfirmenn- ina að þeir myndu aldrei finna neinn nógu vitlausan til að taka þetta að sér. Eftir mánuð var ég búin að samþykkja að taka aö mér starfið". - Bryndís segist vilja hafa áhrif á samtíð sina til betri vegar og þess vegna hafi hún haslað sér völl innan samtakanna sem berjast gegn Reykjavikurflugvelli. „Satt að segja finnst mér þetta skemmtilegra en að leika því ég get ekki séð að leikhúsið sé að segja neitt eða að það hafi nein telj- andi áhrif. Ég þoli ekki endurtekn- ingar, 77 sýningar hefur aldrei ver- ið minn draumur um skemmtilegt starf. Ég hef aldrei lært neina þrætubókarlist, þekki ekki einu sinni reglumar en vona að ég læri hratt með góðri aðstoð stuðnings- manna 102 Reykjavík". - En bíður þín ekki frami í stjómmálum þegar þessu verkefni lýkur? „Nei, takk, en sama og þegið.“ -PÁÁ Bikini Úrsúlu seldist vel Þeir lesendur sem komnir eru yfir miðjan aldur gætu munað eftir leikkonunni Úrsúlu Andress sem tryllti margan svein hér á árum áður. Ekki síst supu menn hveljur þegar hún trommaði upp á örsmáu bíkini í kvikmyndinni um Doktor Nó en þar barðist James Bond njósnar- inn við illþýði sem ógnaði heiminum og Úrsúla lagði honum lið þó hún væri ekki skjóllega klædd. Að vísu er rétt að taka fram að þetta baðfatasett væri talið til skjólflíka í dag í samanburði við þær hárfinu ræmur sem nú tfl dags hylja blygðan leikkvenna. Þetta umrædda bíkini, sem mun vera filabeinshvítt, var á dögunum boðið falt á uppboði vestur í Amer- íku. Það var slegið hæstbjóðanda fyrir sextíu þúsund dollara sem læt- ur nærri að vera tæp hálf milljón íslenskra króna. Sá heppni var Robert Earl, sem á og rekur veitingastaðina sem heita Planet Hollywood og hyggst hann tylla baðfötunum upp á vegg í útbúi keðjunnar í New York gestum til skemmtunar og lystauka,. Hann lét svo um mælt við þetta tækifæri að þetta væri einn merkasti minjagrip- ur seinni tíma. Ursula Andress leikkona. Hún tryllti marg- an svein þegar hún kom fram á bíkini í Bond myndinni Dr. No.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.