Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
I>V
Fréttir
Björgunarsveitarmenn landsins:
Sjálfboðaliðinn
er ómissandi
Mikill fjöldi björgunarsveitar-
manna var kallaður út á síðustu
tveimur sólarhringunum vegna
stormsins sem gekk yfir landið. Sum
þessara útkalla voru vegna fólks sem
var í vandræðum uppi á fjöllum en í
mörgum tilfellum voru björgunar-
sveitir fengnar til þess að festa niður
þakplötur sem losnað höfðu.
„Við tölum aldrei um neinar
kostnaðartölur vegna þess að það
hefur sýnt sig að þá fer fólk að
veigra sér við að biðja um aðstoð.
Við viljum allra síst að einhverjir í
ógöngum eða vandræðum veigri sér
við að biðja um aðstoð björgunar-
sveita á þeim forsendum að það sé
ómak fyrir sveitirnar eða að það
verði umræða um kostnað og svo
framvegis," sagði Árni Birgisson,
upplýsingafulltrúi Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar, sem eru landssam-
tök björgunarsveita landsins. Um
það bil 3.500 virkir björgunarsveitar-
menn eru á íslandi, en félagsmenn
sveitanna eru samtals um 15.000.
Víða erlendis er björgunarþjón-
usta rekin af hernum eða af fast-
ráðnu fólki sem eingöngu sinnir
þessu starfi.
„Fyrir land sem er 103 þúsund fer-
Skrifstofu-
bónus
Griffill opnar á hádegi í dag eins
konar bónusverslun með allar skrif-
stofuvörur í Skeifunni 11 D. Jóhann
Ingi Kristjánsson verslunarstjóri segir
að með þessu sé verið að fara nýja leið
á þessum markaði hér á landi. Meðal
þess sem á boðstólum verður í verslun-
inni eru 700 megariða tölvur á 79.900
krónur með þriggja ára ábyrgð, ljósrit-
unarvélar, skrifstofustólar, skrifstofu-
húsgögn og pappír. „Við skilgreinum
okkur sem skrifstofumarkað með lágt
verð. Þetta er í samræmi við það sem
er að gerast úti í heimi. Þar eru aö
spretta upp slíkar verslanir sem sér-
hæfa sig í vörum fyrir skrifstofuna."
-HKr.
DV-MYND G. BENDER
Fyrirtæki ársins á Akureyri
Fiskeldi Eyjafjaröar var í gær kosiö
fyrirtæki ársins á Akureyri. Á mynd-
inni afhendir Valur Knútsson Ólafi
Halldórssyni verölaunin.
Björgunarsveitarmenn að störfum
Þúsundir manna vinna gífurlega mikilvægt starf innan björgunarsveita lands-
ins. Allt starf þeirra er unniö í sjálfboöavinnu.
kilómetrar og mjög hrjóstrugt en
ekki með fleira fólk en 280 þúsund
manns er þetta kannski eina leiðin
sem við getum rekið öfluga björgun-
ar- og öryggisþjónustu á íslandi, án
þess að vera með enn hærri skatta,"
sagði Árni. „Þáttur sjálfboðaliðans
er mjög stór í neyðarkerfinu á ís-
landi.“
Árni útkskýrði að björgunarsveit-
arstörf eru ávallt í umboði einhverra
yfirvalda, oftast lögreglu. „Mannafli
opinberra neyðargeirans - lögreglu,
slökkvibOa og sjúkraflutninga - er
ekki það stór, svo það þarf ekki það
mikið til þess að leitað sé til björgun-
arsveitanna," sagði Árni.
Sjálfboðastarf
Björgunarsveitarfólk vinnur allt
sitt starf í sjálfboðastarfi en samt er
rekstur björgunarsveitanna kostnað-
arsamur. Framlag opinberra aðila
nemur einungis broti af rekstar-
kostnaðinum og afla sveitirnar sér
fjár með ýmis konar fjáröflunarleið-
um sem félagarnir sinna einnig i
sjálfboðastarfi. Þar af er flugelda-
salan einna umfangsmesti þátturinn
en aðrar fjáröflunarleiðir eru
jólatrjáasala, happdrætti, merkjasala
og fleira. Landssamtökin, sem eru
stærsti innflytjandi flugelda á ís-
landi, sjá um innflutning flugeld-
anna og heildarskipulag sölunnar en
hafa sjáif engar tekjur af því.
Félagseiningar Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar eru fjárhagslega
sjálfstæðar og leggja ekki fé til
rekstrar landssamtakanna sem hins
vegar úthluta sveitunum fé tii þjálf-
unar sveitarmanna og kaupum á
tækjabúnaði.
Slysavarnafélagið Landsbjörg er
aðili að íslenskum söfnunarkössum
ásamt SÁÁ og Rauða krossi íslands
og fær félagið stærstan hluta rekstr-
arfjár síns úr spilakössunum. Auk
þess reka landssamtökin happdrætti,
sölu sjúkrakassa og fleira.
-SMK
DV-MYND INGÓ
Samningar undirritaðir
Aö sjálfsögöu var skálaö í kóki.
Samið um Coca-Cola:
Vifilfell aftur íslenskt
- verður sameinað Sól-Víking á næstunni
Coca-Cola Nordic Bevarages
(CCNB), eigandi Vifilfells ehf., hefur
selt Kaupþingi hf., Sigfúsi R. Sigfús-
syni, forstjóra Heklu, og Þorsteini
M. Jónssyni, forstjóra Vífilfells, öll
hlutabréf CCNB í Vífilfelli. Þar með
er Vífilfell aftur komið í eigu is-
lenskra aðila eftir tveggja ára eign-
arhald hins danska fyrirtækis. Gert
er ráð fyrir að eigendaskiptin gildi
frá 1. janúar 2001.
Kaupþing og tengdir aðilar höfðu
áður keypt öfl hlutabréf í Sól-Víking
hf. Á næstunni er stefnt að samruna
Vífilfells og Sólar-Víkings undir
merkjum Vífllfells. Samkeppnisráð
mun taka afstöðu til fyrirhugaðs
samruna innan fárra vikna. Nýir
eigendur stefna að því að fara með
hið sameinaða félag á markað áður
en langt um líður.
Mun Sigfús R. Sigfússon verða
stjórnarformaður nýrrar stjórnar
Vífilfells en Þorsteinn M. Jónsson
mun áfram gegna stöðu forstjóra
Vífilfells, eins og hann hefur gert
síðan 1996. -HKr.
Blaðið í dag
Skilar box-
hönskum og
postulíni
Ertent fréttaljós
Nútíma
Rauðhetta
Lýtaabgerðir
Innanlandsflug
tapar í
samkeppni
Innlent fréttaljós
Steinaldar-
hundar sem
geta ekki gelt
Gæludýrið mitt
Skemmtilegra
að leika
Bryndís Loftsdóttir
S18 Barnaborgin í
L Hallgrímur Helgason
Getnaður,
meðganga og
fæðing
Blessaö barnalán
Sonur Guðs
| Ulfar trúöur
Astarlyf eru imyndun
Megum ekki
vera í
blindingjaleik
Guörún
Ogmundsdóttir
Ostrur í matinn
í 36 mánuði
Ný barnaverndarlög
Páll Pétursson fé-
lagsmálaráðherra
lagði fram á ríkis-
stjómarfundi í gær-
morgun nýtt frum-
varp um barnavernd-
arlög. Um er að ræða
heíldarendurskoðun
á bamaverndarlög-
um sem hefur staðið yflr frá árinu 1995,
undir stjóm Davíðs Þórs Björgvinsson-
ar lagaprófessors. Vísir greindi frá.
Skemmdir á loftnetum
Talsverðar skemmdir urðu í gær-
morgun á ýmsum fjarskiptaloftnetum á
Amamesi við Skutulsfjörð. Stálmastur
sem er 25-30 metra hátt og margniður-
stagað á tveimur hæðum hrundi en í
því vom loftnet fyrir GSM-stöð.
Rafmagnslaust viö Djúp
Rafmagnslaust var meira og minna á
sveitabæjum í ísafjarðardjúpi í gær.
Orsökin var brotinn rafmagnsstaur á
Langadalsströnd fyrir utan Hafnardai.
Tókst þó að koma rafmagni á bæi fyrir
innan Hafnardal.
Mikiö um umferðaróhöpp
Umferðin um land allt í gær gekk
þokkalega miðað við færð og veður en
mikið var um umferðaróhöpp og
pústra í höfuðborginni, aðaflega vegna
slæms skyggnis og hálku.
Lokaöist inni í vegskála
Maður lokaðist inni í vegskála i Ós-
hlíð í gærmorgun. Hann hafði verið á
leið frá Bolungarvík til ísafjarðar. Leið-
in til hans var síðan rudd. BB greindi
frá.
Stúika handtekin meö hass
Lögreglan á ísaflrði handtók 18 ára
stúlku aðfaranótt fóstudagsins vegna
gmns um fíkniefnamisferli. Stúlkan
reyndist hafa rúmlega 7 grömm af
hassi í fómm sínum en að sögn lögregl-
unnar var hún nýkomin vestur frá
Reykjavík. Hún var yfirheyrð þá um
nóttina og sleppt að yfirheyrslum lokn-
um. Málið telst upplýst og bíður stúlk-
an refsingar sinnar.
Mótmæla útboði
Stjóm Félags grunnskólakennara
mótmælir harðlega áformum meiri-
hluta bæjarstjómar Hafnarfjarðar um
að bjóöa út kennslu við nýjan grunn-
skóla í Áslandi sem einkaframkvæmd.
í ályktuninni segir að slíkt útboð sé
brot á lögum um grannskóla.
Yfir þúsund biöu eftir flugi
Um 1100 farþegar biðu í gær eftir því
að komast i flug en innanlandsflug lá
niðri í allan gærdag vegna veðurs.
Heimsækir þorp stéttlausra
Karl Sigurbjörns-
son, biskup íslands,
skoðaði í dag aðbún-
að stéttlausra Ind-
veija og frumbyggja
ásamt Einari Karli
Haraldssyni, stjórn-
arformanni Hjálpar-
starfs kirkjunnar, og
Jónasi Þórissyni framkvæmdastjóra.
Karl sagði að eymdin og vandamálin
væm hrikaleg.
Haidiö til haga
í Fókus í gær var birt grein um þann
fjölda verslana í miðbænum sem und-
anfarið hafa lokað og hætt rekstri. Við
greinina var meðal annars birt mynd
af tískuversluninni Noi á Laugavegi.
Rétt er að taka fram að Noi hefur að-
eins verið lokað tímabundið vegna
breytinga en opnar að nýju mánudag-
inn 19. febrúar. -HKr./SMK