Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 6
6 LAUGAr'dAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Fréttir I>V Vopnafjöröur: Ný löndunarbryggja gölluð - máliö veröur leyst segir Siglingastofnun Frá Vopnafiröi Komið hefur fram galli á nýju löndunarbryggjunni. Nýtt stálþil á nýrri löndunar- bryggju á Vopnafirði er skemmt og er Siglingastofnun að skoða hvemig brugðist verði við. Upplýsingar um umfang skemmdanna voru að ber- ast inn á borð Siglingastofnunar þegar DV ræddi við Gísla Viggósson eftir hádegi í gær. Síöastliöið haust var lokið við að reka niöur 80 metra stálþil á nýrri loðnulöndunarbryggju í Vopnafjarð- arhöfn. Átti nýja bryggjan að bæta úr brýnni þörf en mikil umferö stórra loðnuskipa er um höfnina á hverju ári. Þegar verktakinn, Kranaþjónusta LP Selfossi, var bú- inn að reka niður hluta af stálþilinu þann 19. september í haust, gerði talsvert hvassviðri með miklum sjó- gangi. Aflagaðist stálþilið sem verið var að reka niður og fór að ein- hverju leyti úr stýringum. Eftirlits- menn Siglingastofnunar vissu af þessu tjóni að sögn Gísla, en eigi að síður var ákveðið að halda áfram með verkið. Nú hefur hins vegar komið í ljós að halli á þilinu er meiri en í fyrstu var talið. Er hall- inn að neðan svo mikill á kafla út í höfnina að djúprist loðnuskipin reka síðuna í bunguna á stálþilinu sem er öll neðan sjólínu. Hallar þil- ið út um rúman metra þar sem mest er. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Tanga er t.d. illmögu- legt að leggja nótaskipi félagsins, Sunnubergi, að bryggjunni, nema þá að útbúa svokallaðar rússapyls- ur til að halda skipinu sem lengst frá kantinum. Fyrirhugað var að ganga frá steinsteyptri þekju á bryggjunni í sumar, en kostnaður vegna framkvæmda er nú kominn í 60 milljónir króna. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona kemur upp og þá er bara að bregðast við því og leysa málið,“ sagði Viggó. Hann taldi samt ólíklegt að skipta þyrfti um skemmda hluta stálþilsins. -HKr. Hugmyndir um gjörbreytta Vopnafjarðarhöfn: Gömlu innsiglingunni lokað - ný innsigling verði gerð sunnan Skiphólma Hugmyndir eru nú uppi um mikl- ar breytingar á fyrirhuguðum fram- kvæmdum við vamargarða i inn- siglingunni í Vopnafjarðarhöfn sem talið er að geti gjörbreytt aðstöðu og stórminnkað sjógang í höfninni. Hugmyndir Vopnfirðinga snúast um að búa til grjótgarð úr Miðhóla úti fyrir norðanverðri höfninni og yfir í Skiphólma sem er klettahólmi úti fyrir sunnanverðri höfninni. Þar með yrði núverandi innigling- arrennu, sem er á milli hólmanna, lokað. í staðinn er ráðgert að dýpka og búa til nýja innsiglingu sunnan- vert við Skiphólmann. Þorsteinn Steinsson sveitarstjóri segir að um sé að ræða gjörbreyttar hugmyndir frá því sem fyrirhugað hafi verið. Hann segir skipstjómar- menn spennta fyrir slíkri lausn. Hugvitssamlr þjófar Þjófar í Þýskatandi stálu tölvubúnaði sem berast átti til íslands og settu múrsteina í kassana í staöinn. Þjófnaöurinn uppgötvaðist ekki fyrr en búnaðurinn var kominn til lands- ins. Tölvuþjófnaður: Múrsteinar settir í kassana í stað tölvuskjáa í tölvusendingu, sem átti að berast Barnaspítala Hringsins frá Þýskalandi, reyndust múrsteinar vera í kössunum. Spítal- inn hafði pantað rannsóknartæki frá Þýskalandi sem innihélt meðai annars fjóra flata LCD-tölvuskjái, að verðmæti ríflega 700 þúsund krón- ur. „Þegar sendingin var komin í vöruhús hér á landi uppgötvaðist að búið var að stela skjáunum úr um- búðum sínum og setja múrsteina í staðinn," sagði Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Rannsókn lög- reglu hefur sýnt að líklega var skjá- unum stolið áður en sendingin kom til landsins eða þegar verið var að flytja búnaðinn í vörugeymslu í Frankfurt áður en hann var fluttur hingað til lands. Þjófnaðurinn var umsvifalaust kærður til lögreglu og er þýska lög- reglan einnig komin i máliö. -SMK Heimamenn vilja nýjan grjótgarð úr Miðhólma í Skiphólma. Þetta muni kosta 150 milljónum meira en þær framkvæmdir sem nú eru fyrirhugaðar en í staðinn fáist mun betri höfn. Hann segir að samkvæmt áætlun hafi verið meiningin að ráðast í gerð grjót- varnargarða á næsta ári sem þá verði breytt ef hugmynd Vopn- firðinga nær fram aö ganga. „Við erum búnir að ræða við Siglingastofnun um þetta og verið er að vinna að málinu," sagði Þorsteinn í samtali við DV í gær. Hann tók þó fram að engar ákvarðanir heföu veriö teknar um þessar breytingar. Ríkið borgar að jafnaöi um 75% af hafnarframkvæmdum á móti 25% frá sveitarfélagi. Þorsteinn segir að meö grjótvarnargörðum, dýpkunum og öllum framkvæmd- um geti kostnaður samkvæmt þessum nýju hugmyndum viö höfnina numið liðiega 500 miilj- ónum króna. Það er eins og áður segir um 150 milljónum króna meira en sá kostur sem nú er áætlað að vinna eftir. -HKr. Staðardagskrá 21: Neysla, sóun og léleg nýting - sem oft stafar af hugsunarleysi fólks DV-MYND JG Frá leiöbeinendanámskeiði Landverndar Sjálfbær framtíð hefst gjarnan heima hjá okkur. þeir geta einnig orðið stór hiuti af lausninni ef við tökum upp vistvænni sjálíbæra lífshætti. Þetta felur í sér að taka að okkur umsjón með takmörkuð- um auðlindum jarðar, vatni, orku, steindum og fleiru til að tryggja að nóg verði eftir af þeim fyrir böm okkar og bamaböm". Visthópur tvö sem samanstendur af átta hafnfirskum fjölskyidum, og kosið hefur að kaiia sig „vistvini", mun standa fyrir kynningarfundi um verk- efnið á Veitingahúsinu Gaflinn, fimmtudaginn 1. mars nk. kl. 20. Þar mun fundarmönnum gefast kostur á að kynnast verkefninu í reynd og skrá sig í „visthóp" og starfa undir leiðsögn ný- útskrifaðs leiðbeinanda. Þeim sem taka þátt í visthópi gefst kostur á að kaupa verkefnabókina fyrir tvö þúsund krón- ur og njóta þess að Hafnarfjarðarbær greiðir þátttökugjald þeirra tii Land- vemdar og tvo þriðju kostnaðar af kaupverði jarðgerðartanks til þess að jarðgera lífrænan úrgang sem fellur til frá heimilinu. Þeir sem óska eftir frek- ari upplýsingum geta snúið sér til verk- efnisstjóra Staðardagskrár 21 hjá Hafn- arfjaröarbæ. -DVÓ Leiðbeinendanámskeiö Landvemdar varðandi heimsverkefnið GAP (Global Action Plan) var haldið í Hafnarfirði nýlega. Af 11 þátttakendum og ný- útskrifuðum leiðbeinendum era fjórir Hafnfirðingar. Tveir visthópar hafa nú lokið störfum eða ákveðnu fundarferli sem byggt er á verkefnabók Land- vemdar og snýsÍLeinkum um það hvemig sjálfbær framtíð hefst gjaman heima hjá okkur. ? í upphafi bókarihnar segir þetta: „Við nútímamennimir höfum gengið hratt á auðlindir jarðar með mikilli neyslu, sóun og lélegri nýtingu sem oft- ar en ekki stafar af hugsunarleysi. Lífs- hættir okkar em stór hluti vandans en Sigurborg Kr. Hannesdottir (t.h.), leiöbeinandi og verkefnisstjóri Landverndar, og Kristín G. Magnús- dóttir, leiöbeinandi og kennari á Hallormsstaö. ............Íflmsjón: Reynir Traustason netfang: sandkorn@ff.is Eiríkur sterki Eiríkur Jóns- son, formaður Stúd- entaráðs, er sagður fimasterkur leið- togi og því er spáð að hann verði í fremstu víglínu pólitíkusa í fram- tíðinni. Reyndar er hann þegar einn varaþingmanna Samfylkingar í Vest- urlandskjördæmi. Það vekur athygli í Háskólanum að hann gengur sjaldnast einn um sali heldur fylgir honum hirð skoðanabræðra sem gjaman ganga á eftir honum. Á stundum hefur mátt sjá leiðtogann snupra sina litlu bræður sem látið hafa i ljósi aðrar skoðanir en honum hugnast... Prins Hjálmar Margt bendir ti að Halldór Ás- grímsson hafi augastað á Hjálm- ari Ámasyni sem arftaka sfnum. Þar sem ljóst er að Guðni Ágústsson mun vinna emb- ætti varaformanns ætlar Halldór Hjálmari embætti rit- ara að þessu sinni. Orðrómur er um að Ingibjörg Pálmadóttir hafi af- ráðið að hætta þingmennsku við næstu kosningar og innan Framsókn- ar er sagt að Halldór hafi samið við Ingibjörgu um að láta Hjálmari eftir embætti ritara á komandi flokks- þingi, til að koma honum inn í for- ystu flokksins. Sömu heimildir halda því fram að til að efla Hjálmar enn frekar hafi Halldór þegar samið við Ingibjörgu um að hætta sem ráð- herra síðar á þessu ári. Sá sem Hall- dór ætlar ráðherrastól Ingibjargar er einmitt prins Hjálmar. Þar með er Siv Friöleifsdóttir endanlega úti í kuldanum og Guðni má fara vara sig. Gott fordæmi Alþingismenn grípa til ótrúleg- ustu ráða til þess að koma sér í mjúkinn hjá kjós- endum sínum. Kristinn H. Gunnarsson býr úti á Seltjarnar- nesi en er þing- maður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. I næstu kosningum verður kosið eftir breyttri kjör- dæmaskipan og þá þarf Kristinn að steðja fram í Vesturlandskjördæmi sem nær frá Akranesi til Hofsóss. Kristinn er mikill landsbyggð- arunnandi enda býr hann ekki í Reykjavík en hann mun ætla að stíga skrefi lengra og flytja til Sauðárkróks með góðum fyrirvara fyrir næstu kosningar. Verið er að drösla Byggðastofnun nauðugri norður á Krók og Kristinn er stjórnarformaður hennar og er sennilega að sýna gott fordæmi með þessu... Þarf lögfróða Reykjavikurborg hefur sett upp vef- síðuna flugvöllur.is til að skýra allar hliðar flugvallar- umræðunnar. Þetta á aö vera hlutlaus vefsíða en ýmsum sem hana lesa þykir frekar halla á tilvist flugvallarins í þeirri umræðu. Það er starfsfólk Þróunarsviðs borg- arinnar sem annast vefsíðuna og þar fljóta ýmis gullkorn sem má kannski skrifa á annríki. í dálkinum spurt og svarað er þetta meðal annars: Sam- kvæmt áliti prófessors í lagadeild HÍ er hún (atkvæðagreiðslan) þó ekki bindandi nema fyrir þetta kjörtimabfi þ.e. að aðalskipulag kemur til skoð- unar á hverju kjörtimabili - hvort ástæða er að endurskoða það í heild eða hluta þess. Þróunarsvið getur ekki á þessari stundu skorið á neinn hátt úr um hvort þetta er rétt túlkun hjá prófessornum, til þess þarf lög- fróða aðila...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.