Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Blaðsíða 42
50 tAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Tilvera Veitingarýni Indversk veitingahús Fróðlegt og gaman er að bera saman indverska veitingastaði í upprunalandinu, í höfuðstöðvum indverskrar menningar á Vestur- löndum og á hjara veraldar. Veit- ingarýnin í dag fjallar um þrjá ind- verska veitingastaði, Gaylords í Del- hi, Gophal's i London og Austur-Ind- íafélagið í Reykjavík. Gaylords í Delhi Indverskir emb- ættis- og kaup- sýslumenn mæla sér á einu veitingahúsi Indlands, Gaylords í miðju höfuðborgarinnar, gamal-vestrænt innréttuðu, með skrautrömmuðum speglum á veggj- um og borðum á svölum yfir aðal- sal. Þar má fá rétti frá ýmsum hér- uðum landsins og maturinn er hóf- lega kryddaður á indverskan mæli- kvarða. Troðnar slóðir Matseðill Gaylords fór troðnar slóðir og matreiðslan reyndist átakalítil. Mér reyndist vel að panta hálfan kjúkling, smurðan jógúrt og karríi og bakaðan i tandoor-leirofni, baunarétt hússins; einnig grænmet- isblönduð hrísgrjón að kasmírskum hætti; svo og jógúrtsoðið lambakjöt i rauðrófusafa; og loks kotasælu með spínati. (Gaylords, Regal Build- ing, Connaught Circus, Delhi, sími 336 0717, miðjuverð 1.700 krónur á mann) Gopal's í London Gott veitingahús af indverskum toga i London er stílhreint og snyrtilegt Gopal's í litilli hliðargötu út frá Frith Street í Soho, þétt skipað, þjónustuljúft og þægilegt, með indversk- um málverk- um og spegl- um á rjómalit- um veggjum. Mörg betri indversk hús. eru London, en þetta er vel í sveit sett og traust aö gæðum, enda reyndist það nokkru betra en Gaylords. Tilþrif í eldhúsi Matseðillinn var mun frumlegri á Gopal's og matreiðslan ólíkt tilþrifa- meiri. Mér reyndist vel að panta ferskt afskeljað krabbakjöt, soðið i kókos og kryddi, borið fram á rauð- kálsblaði; einnig kartöflustöppu- köku fyllta baunum, lauk, chili-pip- ar og kóríander-blöðum; svo og karrísoðinn fisk með kókos- hnetusósu; og loks sveppi soðna i mildu kryddi. (Gopal's, 12 Bateman Street W1 London, sími 434 0840, miðjuverð 2.900 krónur á mann) A-lndíafélagið í Reykjavík Árum saman hefur snyrtilegt og þjónustulipurt Austur-Indíafélagið verið eina indverska veitingahúsið i Reykjavik, vandað að búnaði og ind- verskum skreytingum og upp á síðkastið betra en nokkru sinni fyrr. í gæðum stenzt það fyllilega samanburö við Gaylords í Delhi, en fellur í skugga Gopal's og ýmissa ann- arra indverskra staða í London, sem greinilega er orðin Mekka ind- verskrar matargerðar. Kórrétt og vandað Matseðill Austur-Indíafélagsins fór troðnar slóðir, en matreiðslan var vönduð. Mér reyndist vel að panta hálfan kjúkling, smurðan jógúrt og karríi og bakaðan í tandoor-leirofni, baunir i stökku brauði; einnig kóríander-kryddaðar rækjur; svo og kotasælubita í saffransósu með sterku koríander- bragði. (Austur-Indiafélagið, Hverf- isgötu 56, Reykjavík, sími 552 1630, miðjuverð 4.200 krónur á mann) Jónas Kristjánsson Sítrónusoðin smálúða Sjóðið 2 dl af vatni með 1 tsk. salti og 1 msk. sítrónusafa. Gufusjóðið um 800 g af roð- flettri, beinlausri smálúðu í stykkjum í 6 til 7 mínútur. Hreinsið 12 vorlauka og sneið- ið og sneiðið einnig einn bakka af smámaís, eina græna og eina rauða papriku, 4-5 sellerístilka og 1-2 gulrætur. Léttsteikið grænmetið í 3 msk. af ólífuolíu og bætið 4 dl af kjúklingasoði og 1/2 dl af sítrónusafa út í ásamt 1 tsk. af rósmaríni. Látið suð- una koma upp, þykkið með 4 msk. af maizenamjöli eða sósu- jafnara og látið sjóða áfram í 1-2 mínútur. Berið fram handa fjórum með soðnum kartöflum. Sitronur Pönnusteikt keila með saffransmjörsósu „Við leggjum mikið upp úr góðu sjávarfangi og erum alltaf með ferskasta fiskinn á matseðli dags- ins,“ sagði ívar Þormarsson, mat- reiðslumaður á veitingahúsinu Pott- inum og pönnunni við Brautarholt. Meðal þess sem verður á nýjum til- boðsmatseðli veitingahússins er pönnusteikt keila sem ívar mat- reiddi fyrir lesendur DV og gefur uppskriftina hér að neðan. um. Hvítlauks- ■ Næringargildi Sítrónur eru, eins og allir sítrusávextir, afar C- vítanúnríkar og fyrr á öldum voru fólki því gefn- ar sítrónur við skyrbjúgi. Sagt er að sítrónur hafi borist til Kína frá Kasmír fyrir þúsundum ára. Frá Kína munu þær hafa borist til Persíu og þannig um Mið- jarðarhafslöndin. Frá Spáni munu þær svo hafa borist norður eftir Evrópu. Sítrónur voru í upphafi fágæt munaðar- vara en urðu síðar algengari og fóru þá að skipta miklu máli í matargerð bæði vegna hins einstaka bragðs og líklega ekki síð- ur vegna þess hversu auðugar þær eru C-vítamíni. Sítrónur eru notaðar við alls kyns matargerð, allt frá kjöt- og fiskréttum í "sæta eftirrétti og marmelaði. ívar Þormarsson, matreiðslunemi á Pottinum og pönnun Pönnusteikt keila 800 g keiluflök (roðflett og bein- hrpinsuð) )0 g rækjur 100 g hörpudiskur (hreins- aður) 50 g hvítlaukssmjör 2 sítrónur 2 gulrætur 1 kúrbítur 1 rauðlaukur sellerírót 1/2 dl. hvítlauksolía olía hvítvín saffran Basmati-hrí sgrj ón salt og pipar brauð fer einnig vel með réttin- um. -aþ Sítrónu- kjúklingur Búið til sósu úr 3 til 4 dl bar- bíkjúsósu, 2-3 dl púðursykri, safa úr einni appelsínu og hálfri sítrónu. Sjóðið í 10 mínútur. Hlutið niður kjúkling, setjið í eldfast mót og þekið með appel- sínu- og sítrónusneiðum. Hellið sósunni yfir og leggið álpappír ofan á. Bakið í ofni á 180‘C um 30 mínútur, takið þá álpappír- inn af og bakið í aðrar 30 minút- ur. Að sjálfsögðu má einnig nota úrbeinaðar kjúklingabringur í þennan rétt og styttist þá eldun- artiminn til muna. Ensk sítrónubaka Þessi baka er tilvalin annað- hvort i eftirmat eða á kaffiborð. Kakan er fyrir um fimm manns. Stífþeytið þrjár eggjahvítur og þeytið eggjarauðumar og bland- ið einni tsk. af rifnum sítrónu- berki, 1/2 dl af sítrónusafa, 3 msk. af smjöri og 3,5 dl af mjólk saman við. Blandið þurrefnun- um saman, 2 dl sykri, 1/2 dl hveiti og ögn af salti, setjið síð- an saman við eggjahræruna og hrærið þar til blandan er jöfn. Blandið varlega saman við þeyttu eggjahviturnar setjið í pott með með loki og sjóðið í 2 til 3 klukkutíma. Bestar eru fal- lega gular sítrónur því grænar eru ekki full- þroskaðar. Rétt er að benda á að eigi að nota sítrónu- börkinn við matar- gerð er betra að kaupa sítrónurnar lífrænt ræktaðar, að öðrum kosti þarf að þvo þær vel áður en börkurinn er notaður. Hörpudiskurinn er snöggristaður i hvítlauksolíu og örlitlu hvítvíni bætt út i og soðið niður. Hvítlauks- smjöri er bætt saman við eftir að slökkt hefur verið á hellunni og hrært vel saman við. Þá er sósan bragðbætt með örlitlu saffrani, sítrónusafa, salti og pipar áður en rækjurnar eru settar saman við. Þá er tilbúin saffransmjörsósa sem inni- heldur bæði rækjur og hörpudisk. Með réttinum er gott að hafa hrísgrjón en auð- vitað má bera hann fram með kartöfl- Ivar Þormarsson matreiðslumaður. DV-MVNDIR HILMAR ÞÓR Aöferö Keiluflökin eru roðflett, bein- hreinsuð og skorin í hæfilega stóra bita. Sítrónusafa er dreypt yfir fiskinn, ásamt salti og pipar, og hann látinn standa i um tíu mínútur. Hreinsið og skerið allt græn- metið í litla ten- inga. Keilan er steikt á pönnu í olíu í tvær til : þrjár mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Gott er að smyrja flökin með hvít- lauksolíu. Grænmetið er snögg- steikt á pönnu í olíu eða gufusoð- ið í örlitlu vatni, í potti með þéttu loki. Girnllegur sjávaréttadiskur Pönnusteikt keilan lítur glæsilega út og ekki er meölætiö síöra. I einni meöalstórri sítrónu eru: 25 hitaeiningar 0,3 g C-vítamín 0,2 g fita 0,6 g prótín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.