Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Síða 42
50 tAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Tilvera Veitingarýni Indversk veitingahús Fróðlegt og gaman er að bera saman indverska veitingastaði í upprunalandinu, í höfuðstöðvum indverskrar menningar á Vestur- löndum og á hjara veraldar. Veit- ingarýnin í dag fjallar um þrjá ind- verska veitingastaði, Gaylords í Del- hi, Gophal's i London og Austur-Ind- íafélagið í Reykjavík. Gaylords í Delhi Indverskir emb- ættis- og kaup- sýslumenn mæla sér á einu veitingahúsi Indlands, Gaylords í miðju höfuðborgarinnar, gamal-vestrænt innréttuðu, með skrautrömmuðum speglum á veggj- um og borðum á svölum yfir aðal- sal. Þar má fá rétti frá ýmsum hér- uðum landsins og maturinn er hóf- lega kryddaður á indverskan mæli- kvarða. Troðnar slóðir Matseðill Gaylords fór troðnar slóðir og matreiðslan reyndist átakalítil. Mér reyndist vel að panta hálfan kjúkling, smurðan jógúrt og karríi og bakaðan i tandoor-leirofni, baunarétt hússins; einnig grænmet- isblönduð hrísgrjón að kasmírskum hætti; svo og jógúrtsoðið lambakjöt i rauðrófusafa; og loks kotasælu með spínati. (Gaylords, Regal Build- ing, Connaught Circus, Delhi, sími 336 0717, miðjuverð 1.700 krónur á mann) Gopal's í London Gott veitingahús af indverskum toga i London er stílhreint og snyrtilegt Gopal's í litilli hliðargötu út frá Frith Street í Soho, þétt skipað, þjónustuljúft og þægilegt, með indversk- um málverk- um og spegl- um á rjómalit- um veggjum. Mörg betri indversk hús. eru London, en þetta er vel í sveit sett og traust aö gæðum, enda reyndist það nokkru betra en Gaylords. Tilþrif í eldhúsi Matseðillinn var mun frumlegri á Gopal's og matreiðslan ólíkt tilþrifa- meiri. Mér reyndist vel að panta ferskt afskeljað krabbakjöt, soðið i kókos og kryddi, borið fram á rauð- kálsblaði; einnig kartöflustöppu- köku fyllta baunum, lauk, chili-pip- ar og kóríander-blöðum; svo og karrísoðinn fisk með kókos- hnetusósu; og loks sveppi soðna i mildu kryddi. (Gopal's, 12 Bateman Street W1 London, sími 434 0840, miðjuverð 2.900 krónur á mann) A-lndíafélagið í Reykjavík Árum saman hefur snyrtilegt og þjónustulipurt Austur-Indíafélagið verið eina indverska veitingahúsið i Reykjavik, vandað að búnaði og ind- verskum skreytingum og upp á síðkastið betra en nokkru sinni fyrr. í gæðum stenzt það fyllilega samanburö við Gaylords í Delhi, en fellur í skugga Gopal's og ýmissa ann- arra indverskra staða í London, sem greinilega er orðin Mekka ind- verskrar matargerðar. Kórrétt og vandað Matseðill Austur-Indíafélagsins fór troðnar slóðir, en matreiðslan var vönduð. Mér reyndist vel að panta hálfan kjúkling, smurðan jógúrt og karríi og bakaðan í tandoor-leirofni, baunir i stökku brauði; einnig kóríander-kryddaðar rækjur; svo og kotasælubita í saffransósu með sterku koríander- bragði. (Austur-Indiafélagið, Hverf- isgötu 56, Reykjavík, sími 552 1630, miðjuverð 4.200 krónur á mann) Jónas Kristjánsson Sítrónusoðin smálúða Sjóðið 2 dl af vatni með 1 tsk. salti og 1 msk. sítrónusafa. Gufusjóðið um 800 g af roð- flettri, beinlausri smálúðu í stykkjum í 6 til 7 mínútur. Hreinsið 12 vorlauka og sneið- ið og sneiðið einnig einn bakka af smámaís, eina græna og eina rauða papriku, 4-5 sellerístilka og 1-2 gulrætur. Léttsteikið grænmetið í 3 msk. af ólífuolíu og bætið 4 dl af kjúklingasoði og 1/2 dl af sítrónusafa út í ásamt 1 tsk. af rósmaríni. Látið suð- una koma upp, þykkið með 4 msk. af maizenamjöli eða sósu- jafnara og látið sjóða áfram í 1-2 mínútur. Berið fram handa fjórum með soðnum kartöflum. Sitronur Pönnusteikt keila með saffransmjörsósu „Við leggjum mikið upp úr góðu sjávarfangi og erum alltaf með ferskasta fiskinn á matseðli dags- ins,“ sagði ívar Þormarsson, mat- reiðslumaður á veitingahúsinu Pott- inum og pönnunni við Brautarholt. Meðal þess sem verður á nýjum til- boðsmatseðli veitingahússins er pönnusteikt keila sem ívar mat- reiddi fyrir lesendur DV og gefur uppskriftina hér að neðan. um. Hvítlauks- ■ Næringargildi Sítrónur eru, eins og allir sítrusávextir, afar C- vítanúnríkar og fyrr á öldum voru fólki því gefn- ar sítrónur við skyrbjúgi. Sagt er að sítrónur hafi borist til Kína frá Kasmír fyrir þúsundum ára. Frá Kína munu þær hafa borist til Persíu og þannig um Mið- jarðarhafslöndin. Frá Spáni munu þær svo hafa borist norður eftir Evrópu. Sítrónur voru í upphafi fágæt munaðar- vara en urðu síðar algengari og fóru þá að skipta miklu máli í matargerð bæði vegna hins einstaka bragðs og líklega ekki síð- ur vegna þess hversu auðugar þær eru C-vítamíni. Sítrónur eru notaðar við alls kyns matargerð, allt frá kjöt- og fiskréttum í "sæta eftirrétti og marmelaði. ívar Þormarsson, matreiðslunemi á Pottinum og pönnun Pönnusteikt keila 800 g keiluflök (roðflett og bein- hrpinsuð) )0 g rækjur 100 g hörpudiskur (hreins- aður) 50 g hvítlaukssmjör 2 sítrónur 2 gulrætur 1 kúrbítur 1 rauðlaukur sellerírót 1/2 dl. hvítlauksolía olía hvítvín saffran Basmati-hrí sgrj ón salt og pipar brauð fer einnig vel með réttin- um. -aþ Sítrónu- kjúklingur Búið til sósu úr 3 til 4 dl bar- bíkjúsósu, 2-3 dl púðursykri, safa úr einni appelsínu og hálfri sítrónu. Sjóðið í 10 mínútur. Hlutið niður kjúkling, setjið í eldfast mót og þekið með appel- sínu- og sítrónusneiðum. Hellið sósunni yfir og leggið álpappír ofan á. Bakið í ofni á 180‘C um 30 mínútur, takið þá álpappír- inn af og bakið í aðrar 30 minút- ur. Að sjálfsögðu má einnig nota úrbeinaðar kjúklingabringur í þennan rétt og styttist þá eldun- artiminn til muna. Ensk sítrónubaka Þessi baka er tilvalin annað- hvort i eftirmat eða á kaffiborð. Kakan er fyrir um fimm manns. Stífþeytið þrjár eggjahvítur og þeytið eggjarauðumar og bland- ið einni tsk. af rifnum sítrónu- berki, 1/2 dl af sítrónusafa, 3 msk. af smjöri og 3,5 dl af mjólk saman við. Blandið þurrefnun- um saman, 2 dl sykri, 1/2 dl hveiti og ögn af salti, setjið síð- an saman við eggjahræruna og hrærið þar til blandan er jöfn. Blandið varlega saman við þeyttu eggjahviturnar setjið í pott með með loki og sjóðið í 2 til 3 klukkutíma. Bestar eru fal- lega gular sítrónur því grænar eru ekki full- þroskaðar. Rétt er að benda á að eigi að nota sítrónu- börkinn við matar- gerð er betra að kaupa sítrónurnar lífrænt ræktaðar, að öðrum kosti þarf að þvo þær vel áður en börkurinn er notaður. Hörpudiskurinn er snöggristaður i hvítlauksolíu og örlitlu hvítvíni bætt út i og soðið niður. Hvítlauks- smjöri er bætt saman við eftir að slökkt hefur verið á hellunni og hrært vel saman við. Þá er sósan bragðbætt með örlitlu saffrani, sítrónusafa, salti og pipar áður en rækjurnar eru settar saman við. Þá er tilbúin saffransmjörsósa sem inni- heldur bæði rækjur og hörpudisk. Með réttinum er gott að hafa hrísgrjón en auð- vitað má bera hann fram með kartöfl- Ivar Þormarsson matreiðslumaður. DV-MVNDIR HILMAR ÞÓR Aöferö Keiluflökin eru roðflett, bein- hreinsuð og skorin í hæfilega stóra bita. Sítrónusafa er dreypt yfir fiskinn, ásamt salti og pipar, og hann látinn standa i um tíu mínútur. Hreinsið og skerið allt græn- metið í litla ten- inga. Keilan er steikt á pönnu í olíu í tvær til : þrjár mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Gott er að smyrja flökin með hvít- lauksolíu. Grænmetið er snögg- steikt á pönnu í olíu eða gufusoð- ið í örlitlu vatni, í potti með þéttu loki. Girnllegur sjávaréttadiskur Pönnusteikt keilan lítur glæsilega út og ekki er meölætiö síöra. I einni meöalstórri sítrónu eru: 25 hitaeiningar 0,3 g C-vítamín 0,2 g fita 0,6 g prótín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.