Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
I>V
49
Ferðir
Skíðasvæði í Evrópu:
Víðast næg-
ur snjór
Skíðamenn sem eru á leið til meg-
inlands Evrópu þurfa ekki að óttast
snjóleysi. Svo virðist sem víðast
hvar sé nægur snjór til að renna sér
og lyftur í flestum tilvikum í fullum
gangi. Á töflunni hér að ofan má
lesa hvernig snjódýptin er á
nokkrum stöðum í Austurríki,
Frakklandi og á Ítalíu. Frá því tafl-
an var síðast birt, 19. janúar sl., hef-
ur bætt töluvert í á skíðasvæðum í
Austurríki. Snjódýptin í Lech hefur
til dæmis aukist úr 70 sm á fjöllum
í 180 nú. Fremur lítill snjór var í
Kitzbúhel í janúar en þar hefur
ástandið batnað ofurlítið, eða úr 40
sm í 90 á fjöllum.
Þá eiga Frakkland og Ítalía það
sammerkt að þar hefur snjóað tölu-
vert og snjódýpt aukist á flestum
stöðum um helming frá því um
miðjan janúar. Þeir sem hafa áhuga
á snjóalögum og skiðaveðri í Evr-
ópu ættu að skoða slóðirnar inter-
activemagazines.com og skinet.com,
svo einhverjar séu nefndar.
Snjódýpt í Evrópu
- uppgefin í cm Bær Fjöll Lyftur opnar
Austurríki
Disneyland í
Kaliforníu
skömmu var
opnaður nýr
Disneygarður.
Garðurinn er í
Kaliforníu og er
megináhersla
lögð á sögu og
náttúru ríkis-
ins. Reiknað er
með að um sjö
milljónir fólks
heimsæki garð-
inn á hverju ári
og er honum
skipt í tuttugu
og fimm þema-
svæði. Þeim
sem heimsækja Mikki mús
garðinn gefst
t.d. færi á að fræðast um fjallstindinn
Grizzly Peak eða svæðið í kringum
Bountiful Valley Farm. 1 garðinum er
einnig að finna eftirgerð af frægum
stöðum úr Hollywood-bíómyndum og
prúðuleikhús þar sem frægar persón-
ur úr Disneymyndum skemmta
áhorfendum. -Kip
Kitzbiiehl
Lech
Saalbach
Anton
30 90 85%
180 180 95%
50 75 100%
70 230 95%
Frakkland
Chamonix 40
Val d'lsere 70
ítalía
Madonna di Campiglio
Selva di val Gardena
160 90%
210 90%
240 100%
175 100%
■ - .«■ . -
.7 S3
Agatha Christie lifir:
Veisla fyrir aðdáendur
Agöthu Christie í London
Aðdáendur spennusagnahöfund-
arins Agöthu Christie ættu að
hugsa sig vel um áður en þeir
skipuleggja sumarfríið í ár. Að
minnsta kosti ættu þeir að athuga
hvort þeir geta ekki brugðið sér til
London á tímabilinu 8. maí til 28.
júlí næstkomandi.
í sumar eru
liðin tuttugu og
fimm ár frá þvf
að drottning
spennusagn-
anna, Agatha
Christie, lést og
af því tilefni á að
setja upp öll tutt-
ugu og þrjú leik-
rit hennar. Upp-
færslurnar verða
í Palaceleikhúsi
í Westcliff-on-
Sea sem er f um
klukkustundar
fjarlægð frá
London meö lest.
Þeir sem verða í
Englandi á þess-
um tíma ættu ekki að að láta verk
eins og Murder on the Nile, Wit-
ness for the Prosecution, And Then
There Were None eöa Go Back for
Murder fram hjá sér fara. 24. júní
verður sérstök hátíöarsýning á
Músagildrunni en leikritið hefur
verið sýnt samfellt frá 1952 í St.
Marteins leikhúsinu í West End.
Þeim sem vilja leita frekari upp-
lýsinga um sýningarnar er bent á
að hafa samband við Agatha
Christie Package Booking, Palace
Theatre, 430 London Road, West-on
Sea, Essex SSO 9LA, England, sími
44 1702 342 564.
í nóvember veröur opnuð í
Breska þjóðminjasafninu sérstök
Agatha Christie
/ sumar eru liöin
tuttugu og fimm
ár frá því aö
drottning
spennusagn-
anna, Agatha
Christie, lést.
St. Martin-leikhúsiö í London
Músagildran hefur veriö sýnd samfellt frá 1952 í St. Marteins leikhúsinu í London.
sýning sem helguð er Agöthu
Christie og Miðausturlöndun. Eig-
inmaður Agöthu var fornleifafræð-
ingur sem hét Max Mallowan og
dvaldi hún lengi með honum við
rannsóknir í Miðausturlöndum.
Þeir sem þekkja sögur Agöthu vita
að sögusvið margra þeirra er
einmitt á þeim slóðum. Sýningin
stendur fram í mars 2002. Um miðj-
an júlí mun National Film Theatre
standa fyrir sýningum á myndum
byggðum á sögum Agöthu í sjón-
varpi og kvikmyndahúsum. Nán-
ari upplýsingar er að finna á
www.thebritishmuseum.ac.uk og
www.bfl.org.uk/nft.
-Kip
'
Vetrarutsalan er í fullum gangi!
Geróu góó kaup.
Stendur til mánaóarmóta
Klubbfelagar ath.
Öll innkaup n útsölu fara
inn á klúbbreikning ykkar.
kor
VINTERSPORT
Blldshöfóa • 110 Reykjavík • slmi 510 8020 • www.intersport.is
71
r r
AGATHA CHRISTIE'S THE MÖUSETRAP - WDRlDSWr -.
Kaupmannahöfn
Góð gisting,
á besta staö.
^Mvm-YHor^
Valberg
Sími +45 33252519
ísl. símabókanir milli kl. 8 og 14.00.
Fax +45 33252583
www.valberg.dk
Net tilboö