Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2001, Page 7
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
DV
7
Fréttir
Sjómannadeiian
Hvorki gengur né rekur og verkfall nálgast.
DV. AKRANESI:______________________
A funmtudag var undirritaður í
Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi samningur á milli FVA og
Nýherja hf. um uppsetningu á þráð-
lausu tölvuneti í skólanum. I samn-
ingnum skuldbindur Nýherji hf. sig
til að koma slíku neti upp í skólan-
um sem gerir það m.a. kleift að
hægt verður að nota fartölvur hvar
sem er í byggingum skólans og á
heimavistinni.
Uppsetning senda er þegar hafin.
Nýheiji býður nemendum FVA
einnig góð kjör ef þeir kaupa eöa
leigja fartölvur af fyrirtækinu. Til
að geta tengst tölvunetinu þarf að
hafa sérstakt netkort i tölvunum.
I haust verður boðið upp á i til-
raunaskyni nokkra námsáfanga þar
sem miðað verður viö að nemendur
hafi tölvur í kennslustundum. Hóp-
ur kennara við skólann mun taka
þátt í þessari tilraun og hefst undir-
búningurinn i vor. -DVÓ
Sjómannadeilan er í höröum hnút:
Þráðlaust tölvu-
net verður
í skólanum
DV MYND DVÓ
Fyrsta fartölvan
Þórarinn Kópsson, sölustjóri hjá Ný-
herja hf., og Tryggvi Þór Gunnars-
son, söluráögjafi hjá Nýherja hf., af-
henda Þóri Ólafssyni, skólastjóra
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi, fyrstu fartölvuna
Fjölbrautaskóli Vesturlands:
gamalli tillogu
- segir Helgi Laxdal um tilboð LÍÚ
„Staðreyndin er
sú að hér er á ferð-
inni tillaga frá LÍÚ
sem er oröin allt
að ársgömul og því
mesta nýjabrumið
farið af henni. En
það getur verið að
framkvæmdastjór-
Helgi Laxdal. inn hafi afhent
okkur nýtt ljósrit að þessu sinni og
líti því svo á að þar sem pappírinn
er nýr þá hljóti það sem á honum
stendur einnig að vera það,“ segir
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lags fslands, um þá tillögu sem Friö-
rik J. Arngrímsson, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, lagði fram nú nýverið í
kjaradeilunni við sjómenn og ætlað
er að höggva á hnútinn hvað varðar
verðlagningu á fiski upp úr sjó.
Klukkan tifar og boðað verkfall
þann 15. mars nálgast og skellur á
fínnist ekki lausn á deilunni. Helgi
segir framkvæmdastjóra LÍÚ hafa
miklast af því á síðasta fundi hjá
sáttasemjara að þokast fram á veg-
inn í þessari samningagerð.
„Það er því miður alrangt. Það
eina sem gerðist á fundinum var
það að Friðrik Jón sagði okkur frá
því að hann væri að hefja fundaferð
í útvegsmannafélögunum og þess
vegna hefði hann ekki tíma til þess
að hitta okkur í vikunni. Við tjáð-
um honum á móti það að honum
væri heimilt án okkar leyfis að
halda fundi út um land að vild og
okkur væri alveg sama hvorn hring-
inn umhverfis landið hann færi.
Fleira gerðist nú ekki á þeim
fundi,“ segir Helgi Laxdal.
Nokkrar útgerðir hafa imprað á
sérsamningum við sjómannasam-
tökin en ekkert er enn í hendi um
það. Þar er fyrst og fremst um að
ræða útgerðir vertíðarbáta eða svo-
kallað einyrkja sem sjá fram á að
missa af besta veiðitíma ársins.
Nýjasta útspil útgerðarmanna í deil-
unni er að undirbúa verkbann til að
setja á þá sjómenn sem kynnu að
standa utan verkfalls. -rt
Nýtt Ijósrit af