Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Fréttir
DV
Héraðslæknir sem skoðaði ákærðu í manndrápsmálinu að Leifsgötu 10 í sumar:
Sár í lófum benda til
ásetningsverknaðar
mrsim.
Helgi Guðbergsson hjá héraðslækn-
inum í Reykjavík, sem skoðaði lík
Hallgríms Elíssonar að Leifsgötu 10 i
sumar, sagði fyrir dómi í gær að hann
teldi að áverkar í lófum Bergþóru
Guðmundsdóttur, sem ákærð er fyrir
manndráp, bendi ekki til að hún hafi
fengið þá er hún var að verja sig eins
og hún hefur haldið fram, það er að
hún hafi dottið um glerbrot. Læknir-
inn skoðaði Bergþóru stuttu eftir að
lík Hallgríms fannst. Hann hélt því
fram fyrir fjölskipuðum héraðsdómi í
gær að þrír nýlegir skurðir í lófum
ákærðu hefðu komið með því að hún
hefði verið að gera eitthvað „af ásettu
ráði“. Þegar Sigríður Friðjónsdóttir,
sækjandinn í málinu, spurði lækninn
hvort hann hefði spurt Bergþóru að
þvi hvernig hún hefði hlotið áverkana
sagði hann:
„Ég spurði hana um það en hún
svaraði því ekki.“
Strax grunur um morö
Helgi sagði að þegar hann var
kvaddur í íbúð Hallgríms að Leifsgötu
í sumar hefðu lögreglumenn verið þar
fyrir. Þegar litið var á verksummerki
og líkið sagði læknirinn að menn
hefðu strax álitið að hér hefði eitthvað
voveiflegt gerst - að Hallgrimur, sem
lá á dýnu á gólfinu, hefði látist af
mannavöldum. Hann var með áverka
á hálsi, höku og nefi. Blóðtaumar
voru á annarri kinninni.
Læknirinn var fyrsta vitnið í mál-
inu.
Réttarhöldin halda áfram á mánu-
dag og munu þau standa yfir í þrjá
daga. Á mánudagsmorgun verður
Bergþóra sjálf, sem setið hefur í
gæsluvarðahaldi frá því í sumar, yfir-
heyrð og fleiri vitni. Hún er ákærð
fyrir að hafa banað Hallgrími með því
að hafa sest klofvega ofan á hann þar
sem maðurinn lá á dýnu á gólfi íbúð-
arinnar og þrengt að hálsi hans þang-
að til hann lést. Ákæruvaldið gefur
henni að sök að hafa, áður en hún
banaði manninum, slegið hann i and-
litið svo hann hlaut blóðnasir og rifið
af honum peningaveski sem í voru 100
þúsund krónur.
í dómsalnum í gær var sýnt mynd-
band þar sem peningaveski lá ofan á
sjónvarpstæki.
Bergþóra, sem er 39 ára, segir
ákæruna alranga. Við þingfestingu
fyrir fjórum vikum sagði hún: „þetta
er alveg þvæla."
Tveir menn, annar á sjötugsaldri,
hinn um fertugt, sem voru í íbúð Hall-
gríms, koma fyrir dóminn eftir helgi.
Þeir eru aðalvitni ákæruvaldsins.
Þeim er ekki gefin að sök nein hlut-
deild í manndrápinu. Á hinn bóginn
eru þeir ákærðir fyrir hylmingu með
þvi að hafa tekið við hluta af pening-
um Hallgríms þegar þeir voru komnir
í hendur Bergþóru.
Við réttarkrufningu kom í ljós að
Hallgrímur heitinn var með brotið
tungubein. Talið er að brotið hafi or-
sakast af því þegar Bergþóra þrýsti á
háls Hallgríms að framanverðu. -ótt
Krabbamein:
Ný von í
baráttunni
„Þetta er mjög athyglisvert, en
þetta er áfram á því stigi að þetta
er hugmynd sem á eftir að þróa
frekar. Það sem vakir fyrir mönn-
um er greinilega að auka inn-
streymi fiármagns til sin til að
geta haldið áfram,“ sagði Helgi
Sigurðsson, krabbameinslæknir
og dósent við læknadeild Háskóla
íslands, spurður álits á þeim
áfanga sem bandaríska líftækni-
fyrirtækið DNAX Research
Institute í Kaiiforníu hefur náð, en
fyrirtækið er með fiárhagslegan
bakhjarl, lyfiarisa líkt og íslensk
erfðagreining, en það fyrirtæki er
Schering-Plough.
„Það sem menn hafa mikið velt
fyrir sér er hvernig æxlisfruma
sem fer út í blóðrásina sest að í
framandi liffæri. Einstaka æxlis-
fruma getur sest að, en heilbrigðar
frumur geta það ekki. Þessir vís-
indamenn hafa fundið að þessi
„kemókín" eru einhverjir vaxtar-
þættir sem stuðla að því að frum-
an geti komist á þennan stað og
komið sér þar fyrh. Ef hægt er að
skýra þessar leiðir, þá er hugsan-
lega hægt að fyrirbyggja að þetta
geti gerst og koma í veg fyrir að
æxlið sái sér. Þetta er nálgun sem
er afar athyglisverð," sagði Helgi
Sigurðsson i gær.
Bandarísku visindamönnunum
tókst að svipta hulunni af leyndar-
dómnum um tiiflutning frumna úr
brjóstakrabbameini til lungna og
beinmergs, sem menn telja að geti
orðið til þess að hægt verði að
verjast meinvörpum.
Krabbameinslæknar Landspítal-
ans skoðuðu í gær grein um rann-
sóknina í hinu virta vísindariti
Nature og voru sammála um aö
þama væru á ferðinni rannsóknir
sem gæfu góðar vonir um framtíð-
ina.
-JBP
Ólga meðal keppenda í Ungfrú ísland.is:
Vespa í staö Benz
- nær uppselt á krýningarhátíðina í Listasafni Reykjavíkur
Nokkurrar ólgu gætir meðal þátt-
takenda í keppninni Ungfrú ísland.is
sem fram í Listasafni Reykjavikur 17.
mars næstkomandi. Keppendum hafði
verið heitið afnot af Mercedez Benz-
bifreið i eitt ár fyrir sigursætið en
þeim verðlaunum hefur nú verið
breytt í vespu; lítið vélknúið hjól.
„Verðmæti vespunnar er um 400
þúsund krónur þannig að við lítum á
verðlaunin sem mjög glæsileg," sagði
Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo Mod-
els sem vinnur að undirbúningi
keppninnar. „Að auki er peninga-
styrkur að upphæð 420 þúsund krón-
ur í boði frá Strik.is gegn greinaskrif-
um á vef fyrirtækisins. Sigurvegarinn
fær ekki endilega styrkinn heldur
ákveða forráðamenn Strik.is hver fyr-
ir valinu verður," sagði Ásta sem lof-
ar glæsilegri hátíð í Listasafni Reykja-
víkur. Þegar er nær uppselt á krýn-
ingarhátíðina og er búist við fiölmörg-
Elva Dögg Melsted
Ungrú ísland.is frá í fyrra.
um erlendum gestum. Keppnin fer
fram í porti gamla Hafnarhússins sem
nú hýsir Listasafn Reykjavíkur og er
unnið að því að byggja bráðabirgða-
þak yfir portið fyrir keppnina. Það
verður sigurvegarinn úr keppninni
frá í fyrra, Elva Dögg Melsted, sem
krýnir nýja fegurðardrottningu.
„Viö bjóðum aðeins upp á 600 að-
göngumiða enda viljum við ekki hafa
þetta of pakkað," sagði Ásta Kristjáns-
dóttir. -EIR
Landssíminn:
Sjálfsalar hækka um helming
Þar sem áður þurfti tiu krónur
þarf nú tuttugu. Landssíminn hefur
hækkað upphafsverö á símtölum í
sjálfsölum sínum víða um land og
þannig komið viðskiptavinum sín-
um í opna skjöldu. Þeir sem reyna
að nota tíkall með gamla laginu fá
einfaldlega ekki samband.
„Ég veit ekkert hvað þeir hafa
gert við símann héma frammi en
hitt veit ég að ef við náum ekki lág-
marksupphæð vegna notkunar
sjálfsalans verðum við að borga
mismuninn sjálfir," segir Ólafur
Gunnarsson, forstöðumaður Vestur-
bæjarsundlaugarinnar, en þar
héldu gestir aö símasjálfsalinn væri
Sjálfsalinn
Þjónustan dýr og borgar sig ekki.
bilaður þ'ar til hið rétta kom í ljós.
„Það er krafa frá Póst- og Qar-
skiptastofnun að við höldum úti
þessari þjónustu þó svo að við töp-
um á henni,“ segir Eva Magnús-
dóttir á kynningardeiid Landssím-
ans hf„ og áréttar að þessi þjón-
usta sé ódýrari hér á landi en víð-
ast hvar í nágrannalöndum okkar.
„Að auki eru ýmis skemmdarverk
unnin á sjálfsölunum og þeir
þarfnast örrar endurnýjunar.
Tækin eru ekki ódýr og dæmi eru
þess að eitt einstakt skemmdar-
verk hafí kostað Landssímann
hundrað þúsund krónur."
-EIR
Blaðið í dag
18 Flokkshundar,
tíkur og hvolpar
Hallgrímur Helgason
If4l Nútíminn í blaðaútgáfu Metro slær 1 gegn
Getnaður, meðganga og fæðing Blessaö barnalán
Jóni boðið á HM
Jóni Amari
Magnússyni, fiöl-
þrautarmanni úr
Breiðabliki, hefur
verið boðin þátt-
taka á HM innan-
húss í Portúgal um
aðra helgi. Átta
bestu fiölþrautar-
mönnum heims hefur verið boðin
þátttaka á mótinu.
Félag til efiingar atvinnulífs
Sparisjóður Svarfdæla og Kaupfé-
lag Eyfirðinga hafa stofnað Fjárfest-
ingarfélagið Urðir ehf. sem hafa
mun að meginmarkmiði að efla ný-
sköpun í atvinnulífi á Dalvík og ná-
grannabyggðum. Mbl. sagði frá.
Vetnisvagnar árið 2003
Þrír vetnisstrætisvagnar verða
komnir í almenna notkun hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur árið 2003 en
það er liður í fiögurra ára verkefni
íslenskrar NýOrku ehf. Til stendur
að vetnisvæða íslenskar almenn-
ingssamgöngur.
Bensíngufugleypar í notkun
Bensíngufugleypar, hinir fyrstu
sinnar tegundar hérlendis, eru á
bensíndælum nýrrar þjónustustöðv-
ar sem Olíufélagið hf. opnar form-
lega við Borgartún í Reykjavík í
dag. Bensíngufur eru sogaðar til
baka í gegnum sérstaka slöngu i
staö þess að fara út i andrúmsloftið.
Hjólhýsin burt
Hreppsnefnd Gnúpverjahrepps
ihugar nú að fiarlægja nokkur hjól-
hýsi úr hjólhýsahverfi á landi Skóg-
ræktar ríkisins í Þjórsárdal. Sunn-
lenski fréttavefurinn sagði frá.
Ráðherrar lýsa áhyggjum
Á fundi utanríkis-
ráðherra Norður-
landa sem lauk í gær
lýstu ráðherrarnir
áhyggjum sínum yfir
framvindu mála í
Mið-Austurlöndum
og vonuðust til að
friðarviðræður
mættu komast aftur á skrið. Halidór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra ís-
lands, sat fundinn fyrir íslands hönd.
Verktakar mótmæla
Jarðvinnuverktakar mótmæla
ákvörðun borgarráðs um að semja
án útboðs um endurgerð gatna í
Kvosinni í miðbæ Reykjavíkur fyrir
230 milljónir króna.
Ríkið sýknað
Hæstiréttur hefur sýknað ís-
lenska ríkið af bótakröfu konu, sem
taldi að ekki hefði veriö staðið til-
hlýðilega að læknismeðferð sem
hún hlaut á Landspítalanum árin
1979-1981. Konan var lögð inn á
bamadeild spítcdans í október 1979.
Dæmdur fyrir siglingabrot
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt skipstjóra Breiðafiarðarferj-
unnar Baidurs til að greiða 120 þús-
und krónur í ríkissjóð vegna sigl-
ingabrots. Málið hafi verið höfðað
af sýslumanni Snæfellinga eftir að
ferjan Baldur sigldi á Brimsker á
Breiðafirði.
Fljúgandi smitberar?
Álftin kemur fyrst
Pk farfugla fljúgandi
* HVs yfir hafið frá Bret-
landseyjum og því
hefur yfirdýralæknir
ákveðið að sækja um
leyfi til umhverfis-
ráðherra til að skjóta
nokkrar álftir og
kanna hvort fuglarnir beri með sér
smit frá svæðum þar sem gin- og
klaufaveiki hefur greins.
-JTR/HKr