Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 9 ÐV Fréttir Pósthúsinu í Varmahlíð lokað: Afgreiðslustjórinn kvaddur með blómum DV. SKAGAFIRÐI:_____________________ „Mér fannst ástæða til að þakka Önnu fyrir ágæt og elskuleg sam- skipti þetta rúma ár sem ég hef notað þjónustu pósthússins hér í Varmahlíð," sagði Árni Harðar- son, staðarhaldari á Löngumýri i Skagafirði, eftir að hann afhenti Önnu Ragnarsdóttur, afgreiðslu- stjóra íslandspósts, blómvönd klukkan fjögur á miðvikudag en þá var pósthúsinu jafnframt lokað. Pósthúsið hefur verið starfrækt í Varmahlíð undanfarna áratugi en þjónustan þar flyst nú í verslun Kaupfélags Skagfirðinga á staðn- um. Árni er einn þeirra mörgu sem voru andvígir því að pósthúsinu yrði lokað og sagði í því sambandi að menn hefðu vitað hvað þeir höfðu en vissu ekki hvað kæmi í staðinn. Hann sagðist alls ekkert hafa á móti versluninni í Varma- hlíð en einfaldlega telja það ranga stefnu hjá íslandspósti að flytja póstþjónustu í almennar verslanir. Að hans mati færi ekki saman að afgreiða bensín og sælgæti og taka DV-MYND ÖRN ÞÓRARINSSON Þakkar góða þjónustu Árni Harðarson á Löngumýri afhendir Önnu Ragnarsdóttur blóm fyrir langa og góöa þjónustu í Varmahlíö. Pósthúsinu þar hefur nú veriö lokað. við og afhenda póst. Hann hefði efasemdir um að sá trúnaður sem gjarnan rikti milli viðskiptavina og starfsfólks þjónustustofnana, eiris og pósthúsa og banka, yrði fyrir hendi þar sem mun fleiri kæmu óhjákvæmilega að afgreiðsl- unni í verslunum. -ÖÞ Rýmingasala Rýmum í dag og næstu daga fyrir nýjum (gömlum) vörum. Borðstofuboró, stólar og fleira á frábæru verói. Langholtsvegi 130-Reykjavík antik2000@simnet.is 8 5 3333 90 Opið aUa daga kl. 10 -19 Einnig um helgar Bókaveisla í Perlunni Reykjavík □g BlémaUst á Akureyri Öllum fyriBpumum ver5ursvarað ísíma 5629701 - Perlunni, Reykjavík og síma 897 6427 - Llómalist Hafnaistrsti 26, Akureyri tflómalist 15 manna Bus, Ford Transit 2,5 d., turbo. Skrd. 10/99. Tregðulæsing, 5 gíra, samlæsingar, öryggisbelti fyrir alla farþega, rennihurð á hlið og tvöföld afturhurð. Ekinn 109 þ. km. Verð 1,790.000. Opið laugardag 11-16 brivnborg Mótahald eyfirskra hestamanna hafið DV. DALVIK: Fyrsta hestamót ársins á Eyja- Qarðarsvæðinu var haldið á Björg- um í Hörgárdal um síðustu helgi. Þátttaka á mótinu var góð og voru keppendur sem og áhorfendur ánægðir með þetta nýja svæði en það eiga bændur á Björgum, Sigmar og Viðar Bragasynir. Á mótinu var att saman alhliða hestum og klár- hestum auk þess sem keppt var í 150 metra skeiði með fljótandi ræsingu. Úrslit á mótinu urðu eftirfarandi: Gæðingaflokkur: 1. Ofsi frá Engimýri, 9 vetra, brúnn - knapi Erlendur Ari Óskars- son. 2. Galsi frá Brún, 8 vetra, móálótt- ur - knapi Þorbjörn Hr. Matthías- son. 3. Þraut frá Glæsibæ II, 8 vetra, móálóttur - knapi Ríkharður G. Hafdal. 4. Galgopi frá Hóli II, 8 vetra, brúnskjóttur - knapi Ragnar Ing- ólfsson. 5. Neisti frá Akureyri, 12 vetra, rauðtvístj. - knapi Heimir Gunnars- Skeið: (100 m með fljótandi starti) 1. Bleikja 7 vetra, bleikálótt - knapi Þorbjörn Hr. Matthíasson. 2. Jódís 6 vetra, mósótt - knapi Sveinbjörn Hjörleifsson. 3. Strákur 9 vetra, jarpur - knapi Reynir Hjartarson. -hiá ^ Smáauglýsingar vantar þig félagsskap? DV 550 5000 MYNDLISTASKOLINN THE REYKJAVÍK SCHOOl OF ART I R E HRINGBRAUT 121 Y K J A V I K » 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990 Fomámsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík skólaárið 2001 -2002 Námið er 38 eininga, skipulagt með hliðsjón af nýrri námskrá ffamhaldsskóla ífá 1999. Umsækjendurséu 18 ára og hafi lokið a.m.k. þriggja ára ífamhaldsskólanámi í almennum greinum (104 ein.) eða öðm sambærilegu námi sem skólinn meturgilt. Þeir sem ekki uppfylla skilyrði um tfamhaldsnám þurfa að gera skriflega grein fyrir því sem þeirtelja sambærilegt. Umsóknarfresturertil 19. mars 2001. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans og hægt að nálgast þau á heimasíðu. Umsækjendur skili umsóknum til skn'fstofu ásamt Ijósrituðum staðfestingum um fyrra nám. Umsókn skulu fylgja 6 teikningar: 2 teikningar af eigin höndum, 2 hlutateikningar og 2 teikningar sem sýna almenna teiknikunnáttu, myndbyggingu og litameðferð. Nánari upplýsingar um stærð og ffágang teikninga koma ffam á umsóknareyðublaði. Umsækjendum, sem uppfylla ofangreind skilyrði og sýna með innsendum verkum sínum ffam á grunnþekkingu í teikningu, verður boðin þátttaka í inntökuprófi sem ffam ferdagana 7. og 8. apríl n.k. Inntökunefnd skólans mun síðan velja 30 nemendur úr hópi þeirra sem þreyttu prófið. Skrifstofa skólans er opin á virkum dögum kl. 14-17. Sími 551 1990 og 551 1936, fax 551 1926, www.myndlistaskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.