Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Tilvera dv lí f iö E F T I R V I N N U Fiðla og píanó í salnum Una Sveinbjarnardóttir flðlu- leikari og Anna Guöný Guð- mundsdóttir píanóleikari flytja verk eftir Bach, Beethoven, Lutoslawski og Saint-Saéns í Salnum, Kópavogi, í dag klukk- an 17. Klassík ■ LA BOHEME Islenska Operan sýnir í kvöld klukkan 19 óperuna La Bohéme eftir Giacomo Puccini við texta eftir Giuseppe Giacosa og Luigi lllica. Hljómsveitarstjóri er Tugan Sokhiev en leikstjórinn er Jamie Hayes. íslenskir söngvarar fara meö helstu hlutverkin. ■ MINNINGARTÓNLEIKAR í ÝMII dag kl. 16 veröa haldnir söngtónleik- ar í tónleikasalnum Ými viö Skógar- hlíð. Flytjendur eru þær Ingunn Osk Sturludóttir messósópran, Guörún Anna Tómasdóttir píanóleikari og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleik ari. A efniskránni eru m.a. spænskir Ijóðasöngvar, Ijóöasöngvar e. Tsjajkovskí og sönglög Sigvalda Kaldalóns. Sveitin ■ BUBBI OG STRH) OG FRHDÚR Bubbi og hans menn í hljómsveitinni Stríöi & friöi standa fyrir hörkurokk- dansleik ? Sjallanum á Akureyri í kvöld. ■ SMJÖRDALLURINN í REYKJA- NESBÆ Buttercup treður upp á N- Bar, Reykjanesbæ, í kvöld. Leikhús_______________________ ■ KRAAK Islenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviöi Borg- f arleikhússins tvö ný verk eftir norska danshöfundinn Jo Stromgren. Verkin bera nöfnin Kra- ak eet og Kraak twee og eru samin sérstaklega fyrir íslenska dansflokk- inn. Einnig veröur frumsýnt nýja verkið Pocket Ocean eftir portú- galska danshöfundinn Rui Horta. ■ BLÁI HNÖTTURINN Á STÓRA SVHHNU I dag, kl. 14, verður hið vinsæla verk, Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason, sýnt á stóra sviði Þjóöleikhússins. ■ SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG Loftkastalinn sýnir klukkan 20 I kvöld Sjeikspír eins og hann leggur sig með Halldóru Geir- harös og félögum. Nokkur sæti laus. ■ VITLEYSINGARNIR Hafnarfjarö- arleikhúsiö sýnir í kvöld klukkan 20 leikritið Vitleyslngana eftir Ólaf Hauk Símonarson. Nokkur sæti laus. Fundir ■ MEÐ MANNASKIT A TANUM Ar leg ráöstefna um barna- og unglinga- bókmenntir verður haldin í Menning- armiðstöðinni Geröubergi í dag kl. 11. Ráðstefnur þessar eru orönar fastur viðburður á vormánuöum í Geröubergi. Aðsókn hefur aukist ár frá ári enda athyglisverð þemu og spennandi fyrirlesarar hverju sinni. í ár verður litið yfir farinn veg, staöan í dag skoðuð og skyggnst inn í fram- tíðina í heimi barnabókmenntanna. Erindi flytja Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur, Sjón rithöfund- ur og Valgeröur Benediktsdóttir bókmenntafræðingur. Ráðstefnu- stjóri er Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Laugardaginn 10. mars hefjast í Salnum í Kópavogi burtfarar- og einleikarapróf nemenda Tónlistar- skólans í Reykjavík sem heldur upp á sjötugsafmæli sitt þetta skólaár. Á þessum sjötíu árum hafa 743 nem- endur útskrifast úr ýmsum deildum skólans, þar af 290 með einleikara- eða burtfararpróf, og nú bætast níu í hópinn. Þessi níu ungmenni eru nútímabörn en þau hafa langar og miklar rætur í tónlistinni eins og sést á fjölbreyttum efnisskrám þeirra - þar eru margra alda gömul verk i bland við verk samtímatón- skálda. Einleikaraprófið er viðameira en burtfararprófið vegna þess að það er tvískipt. Fjórir af níu útskriftar- nemendum eru sérstaklega valdir af 15 manna dómnefnd á forprófi til að þreyta það og tóku þau fyrri hlut- ann 1. febrúar þegar þau léku með Sinfóníuhljómsveit íslands í Há- skólabíó. „Það er eiginlega tvöfold vinna að taka einleikarapróf," segir Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari og talar af reynslu þvi hann þreytir seinni prófraun sína 1. apríl í Saln- um. En honum þótti dýrmætt að fá að spila með Sinfóníuhljómsveitinni og allt gekk vel. Les nótur í strætó Á einleikaratónleikum sínum ætl- ar Ari að leika verk eftir Beethoven, Bach, Jón Nordal og Prokofieff og hann kvíðir ekkert sérstaklega fyr- ir, enda hefur hann komið fram á tónleikum í mörg ár. - Ég frétti af þér lesandi nótur á strætóstoppistöð um daginn - varstu þá að læra verkið utanbókar eða velta fyrir þér túlkun? „Ég les oft nótur í strætó og með- an ég bíð eftir hon- um,“ segir Ari og er skemmt. „Stundum er ég bara að leggja þær á minnið en stundum er ég líka að athuga merkingar um hraða og styrk og þá reyni ég að heyra í huganum hvernig það hljómar." - Hvað tekur við hjá þér eftir þetta próf? „Ég er búinn að fá inni í Konservatoríinu i Kaupmannahöfn en ég er líka búinn að sækja um skólavist í fimm skólum í Banda- ríkjúnum og fæ svör þaðan í april. Mig lángar meira til Amer- íku.“ - Af hverju? „Ég bjó þar í fimm ár þegar ég var lítill og mér finnst ég passa vel inn í bandarískt um- hverfi. Það verður svo- lítið eins og að koma heim. Allir kennaram- ir sem Guðný Guð- mundsdóttir, kennar- inn minn, hefur talað um eru Ameríkanar og ég hef alltaf stefnt þangað - enda er DV-MYNDIR EÓL. Einleiks- og burtfarar- prófsnemendur voriö 2001 Þau eru níu og eiga framtíðina fyrir sér. tungumálið engin hindrun." - Heldurðu að það sé afgerandi munur á skólum í Bandaríkjunum og Evrópu? „Ég held að Bandaríkjamenn séu skipulagðari, nútímalegri og praktískari. Evrópumenn líta meira á hefðir, hugmyndir og form. Til- flnning mín segir mér að bandarísk- ir skólar undirbúi mann betur fyrir framtíðarstarflð - en auðvitað veit ég ekkert um þetta!“ Ari Þór sér fram á fimm ára fram- haldsnám á þetta annað vinsælasta einleikshljóðfæri heims - það kepp- ir aðeins viö píanóið. Hann er tví- tugur þannig að hann verður 25 ára þegar hann leggur heiminn að fót- um sér. Eða er það ekki ætlunin? Ari hlær við. „Ég stefni að því að verða eins góður fiðluleikari og ég get orðið - svo sjáum við til.“ Tónlist og mannfræói Ekki stefna allir á heimsyfirráð í tónlistinni. Ella Björt Daníelsdóttir leikur verk m.a. eftir Teleman, Sachsen-Meiningen og Khatchaturi- an á sina klarínettu á burtfarartón- leikum 24. mars, en hún ætlar ekk- ert endilega að gera tónlistina að ævistarfi. „Mig langar í háskólann líka, ég er spennt fyrir mannfræði," segir hún, „en það er aldrei að vita.“ Ella Björt kennir nú þegar á hljóðfærið sitt í Tónmenntaskólan- um og ætlar að halda því áfram. En þýðir þetta að tónlistin sé hliðar- grein í lífi hennar? „Ekki núna meðan ég undirbý mig undir prófið. Ég lauk stúdents- prófi frá MH í fyrra þannig að í vet- ur hef ég verið í fullu námi í Tón- listarskólanum." - En finnst þér ekki að þú hafir sóað tímanum þessi ellefu ár sem þú hefur lært á klarínettu ef þú hættir núna? „Alls ekki,“ segir hún með áherslu. „Tónlistin hefur gefið mér svo mikið að mér dytti aldrei í hug að sjá eftir tímanum sem hún hefur tekið." - Hvað gerir tónlist fyrir mann? „Því verður hver að svara fyrir sig, en hún er það mikilvægasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu - þó að ég vilji ekki endilega stunda tónlistarstörf alla ævi. Hún er ekki það eina sem mig langar til að gera en hún hefur opnað fyrir margt í höfðinu á mér og alla vega ekki lok- að fyrir neitt. Og ég á áreiðanlega eft- ir að stunda tónlist þó að hún verði ekki aðalstarf." Við óskum öllum níu góðs gengis í prófinu og gæfuríkrar framtíðar. -SA Ari Þór Vilhjálmsson fiöluleikari Undrabörn í tónlist leika flest annaðhvort á píanó eða fiðlu. Ella Björt Daníelsdóttir klarínettuleikari Tónlistin er það mikilvægasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur í lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.