Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Helgarblað DV Heiðurslaun Alþingis: Engin leið að hætta Frá ómunatíö hefur það tíökast aó valdhafar veró- launi listamenn. Þekkt eru dæmin úr tónlistarheimi Evrópu en okkur íslending- um standa nœstar frásagnir af hiröskáldum íslendinga- sagnanna. Kannski eru heiö- urslaun Alþingis grein af sama meiöi. Það sem er ólíkt er þó aö konungarnir gátu leyft sér aö reka skáldin úr þjónustu sinni eöa jafnvel reka þau á hol. Meö því aö veita listamönnum heiðurs- laun er Alþingi hins vegar að taka ákvöröun um að veita þeim laun til œviloka. Þarna sérðu! t þriöja bindi ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guöjón Friö- riksson er sagt frá því aö sumarið 1934 ákveði Þorsteinn Briem, sem Þorsteinn Ö. Stephensen Elstur heiöurslaunahafa ásamt Jóni Helgasyni. Tíu yngstu heiöurs- launahafar viö veitingu Indriöi G. Þorsteinsson 49 Hannes Pétursson 53 Atli Heimir Sveinsson 53 Matthías Johannessen 54 Þráinn Bertelsson 57 Jón Nordal 58 Halldór Laxness 58 Fríöa Á. Sigurðardóttir 61 Helgi Skúlason 62 Þorsteinn frá Hamri 63 Tíu eistu heiöurs- launahafar viö veitingu Jón Helgason 85 Þorsteinn Ö. Stephensen 85 Ríkaröur Jónsson 82 Þórbergur Þóröarson 82 Finnur Jónsson 81 Árni Kristjánsson 81 Jóhannes S. Kjarval 80 Róbert Arnfinnsson 78 Guöbjörg Þorbjarnardóttir 78 Herdís Þorvaldsdóttir 78 þá var menntamálaráðherra, að sæma fjóra rithöfunda prófessors- nafnbót í heiðursskyni. Guð- mundur Kamban hafði farið fram á nafnbótina til að greiða götu sína í Bretlandi en þangað stefndi hann og ætlaði að rita bækur sín- ar á ensku. Ráðherra þótti ekki rétt að hann einn fengi nanfbót- ina og veitti hana einnig Einari Benediktssyni, Einari H. Kvaran og Gunnari Gunnarssyni. í bók Guðjóns segir frá því að Einar hafi verið mjög ánægður með titilinn og vitnar þar til orða Snorra Þórarinssonar, kaupa- manns í Herdísarvík: „Einar varð í júlí þetta sumar heiðursprófess- or háskólans hér. Það var stund- um að hann dró upp úr brjóstvas- anum viðurkenningarskjalið fyrir þeirri nafnbót þegar ég hafði ávarpað prófessorinn, rétti það fram og sagði: „Elsku vinur minn, þarna sérðu!““ Kaldastríðsgleraugun Hægt er að líta á þetta fyrir- komulag sem fyrirrennara þeirra heiðurslauna sem nú eru við lýði. Alþingi hefur frá árinu 1960 veitt sérstök heiðurslaun. Þau eru ólík hinum hefðbundnu ritlaunum að þvi leyti að það verður ekki aftur snúið: sá sem fær eitt sinn heið- urslaun fær þau allt til æviloka. Launin komust mjög í umræðuna nú um áramót þegar tilkynnt var hverjir bættust í hóp hinna heiðr- uðu. Snerist umræðan meðal ann- ars um aldur og afrek þeirra sem hlutu en flokkun eins og sú sem fer fram við veitingu heiðurs- launa hlýtur alltaf að vera um- deild. Fyrstu árin voru einungis tveir í heiðurslaunaflokki, HaUdór Lax- ness og Gunnar Gunnarsson. Halldór hafði þá nýlega hlotið Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Um 1930 hafði hann komist mjög í sviðsljósið þegar Alþingi svipti hann skáldalaunum og settu flest- ir þann atburð í samband við kvæðið Únglíngurinn í skóginum. Það þótti hneykslanlegt kvæði á þeim tíma. Þótt það sé að mörgu leyti ósanngjarnt að líta yfir hóp heið- urslaunahafa í gegnum kalda- stríðsgleraugun má halda því fram að nokkuð jafnvægi ríki i pólitískri skoðanaflóru þeirra sem hljóta heiðurslaunin. Það þýðir þó ekki að út frá listrænum forsendum séu menn ekki „hæfir“ til að hljóta slík laun. Sá yngsti Árið 1965 fjölgar í hópi heiðurs- launahafa þegar ákveðið er að Tómas Guðmundsson skáld, Páll ísólfsson tónskáld og Jóhannes S. Kjarval málari hljóti heiðurslaun. Kjarval er þá áttræður, Tómas 64 og Páll ísólfsson 72. Þrjár greinar listanna, ritlist, myndlist og tón- list hafa fengið fulltrúa sina inn í heiðurslaunaflokkinn. Árið 1969 fær leiklistin sinn fulltrúa, Brynjólf Jóhannesson, sem flestir muna eftir úr hlutverki séra Sig- valda í Manni og konu Jóns Thoroddsens. Þórbergur Þórðarson er 82 ára þegar hann fær heiðurslaun Al- þingis en þá er árið 1970. Stuttu siðar eða árið 1975 fær Indriði G. Þorsteinsson heiðurslaun Alþing- is. Hann er yngstur allra sem hlotið hafa launin, aðeins 49 ára. Bækur Indriða, Þjófur í paradís, Land og synir og 79 af stöðinni höfðu þá komið út og notið mik- illa vinsælda. Kvikmyndin 79 af stöðinni skartaði fyrstu íslensku kyntáknunum, Gunnari Eyjólfs- syni og Kristbjörgu Kjeld. Árið áður hafði Indriði stjórnað einni best heppnuðu fjöldasamkomu á Fjöldi heiðursverðlaunahafa________ —1960—2001 15 15 v 15 t 15 v v v 15 ----------------—---------- a «• TliB l* Íí 17 17 c v. v 17 15 10 121212121212121212 11 11 11 -C C --"C 'C'-C V “ 13 W 8 8 5 5 5 8j------1r*r* ''-TT—-.----- ----------------------------:-- 2222 2/ C C C X. Fjöldl ——--;—i~i— ,..!■ i ,..i. J J—!—í ,J i--l—1. .1 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00 01 Skipting verðiauna Á Konur - eftir kynjum 9 Konur 6 Karlar 45 Karlar 15 Árin 1960-2001 Árid 2001 Tónlistarmenn 10 Leikarar 10 Skipting verðlauna - eftír listgreinum Rithöfundar 23 Myndlistarmenn 11 Leikarar Tónlistarmenn 5 5 Myndlistarmenn Rithofundar 7 Lt-kií Arin 1960-2001 Áriö 2001 María Markan Fyrsta konan i heiöurslaunaflokki. Indriöi G. Þorsteinsson Yngstur allra heiöurslaunahafa. íslandi þegar þjóðin kom saman á Þlngvöllum til að minnast þúsund ára afmælis byggðar á íslandi. Fjarvera kvenna Hlutur kvenna í hópi heiðurs- launahafa er heldur rýr. Fyrsta konan til að hljóta laun er María Markan sem fékk heiðurslaun árið 1978, þá 73 ára að aldri. AUs eru konurnar sem hlotið hafa launin níu talsins. Tímaskekkja er gildishlaðið orð og á vel við í þessu tilfeUi. í þeim hópi sem nú hlýtur heiðurslaun eru 6 konur og 15 karlar sem endurspeglar alls ekki listaheim samtímans og er því síður í takt við nútímaleg við- horf. Af þeim konum sem hlotið hafa heiðurslaun eru tvær rithöf- undar, þrjár í tónlist, ein mynd- listarkona og þrjár leikkkonur. Louisa Matthíasdóttir, Nína Tryggvadóttir, Svava Jakobsdótt- ir, Ragnheiður Jónsdóttir, VU- borg Dagbjartsdóttir, Guðrún Á. Símonar og Guðrún frá Lundi vekja, svo fá dæmi séu tekin, at- hygli með fjarveru sinni. Skylda samfélagsins Engar sérstakar reglur gilda um úthlutunina og er ekki hægt að sjá að listamenn þurfl að hafa komist á ákveðinn aldur tU að fá brautargengi. 36 ár skUja þann yngsta og þann elsta. Indriði G. er yngstur, 49 ára, og Jón Helgason og Þorsteinn Ö. Stephensen þeir elstu, 85 ára. Meðalaldur heiðurs- launahafa er 70,4 ár. Karlar eru að meðaltali 70,1 ára en konur að meðaltali 71,9 ára. Stjórnmálamenn velja lista- menn í heiðurslaunaflokk. Ólíkt Halldór Laxness Fyrsti heiöurslaunahafmn ásamt Gunnari. Gunnar Gunnarsson Fyrsti heiöurslaunahafinn ásamt Halldóri. öðrum verðlaunum og launum sem útdeilt er af ríki og einkaað- Uum þá er enginn rökstuðningur á bak við ákvörðun Alþingis, í það minnsta er hann ekki opin- ber. Nú um áramótin vildi Al- þingi til dæmis ekki rökstyðja hvers vegna Þráinn Bertelsson hlýtur heiðurslaun en ekki Svava Jakobsdóttir. Umræðan eftir heiðurslaunaút- hlutun snýst í fæstum tilfeUum um það að þeir sem eru útvaldir séu ekki verðugir. Miklu frekar vUja menn benda á þá sem ekki hafa hlotið heiðurslaun. Styrkur þeirra radda er rökstuðningsleysi þeirra sem úthluta og það að ákvörðunin er tekin af stjórn- málamönnum sem hefur í gegn- um tíðina ekki þótt sérstaklega æskUegt, hvort sem um er að ræða umdeild fjárútlát til fyrir- tækja og einstaklinga á haftatím- um eða styrki til listamanna. Almennt er talið að það sé skylda samfélagsins að launa þá listamenn sem hafa helgað listum ævi sína. Það er hins vegar fyrir- komulag veitingarinnar sem er erfitt að ná samstöðu um. Þangað til Alþingi rökstyður ákvarðanir sínar betur er hætt við að aldrei ríki full sátt um þá sem hljóta eða hljóta ekki heiöurslaun. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.