Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 54
62 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Tilvera_______________________________________________________________________________________________________________________________________x>y Umsjón: María Ólafsdóttir -í í y Laugardagur 3. mars 85 ára________________________________ Katrín Ólafsdóttir Hjaltested, Eiöismýri 30, Seltjarnarnesi. Margrét Siguröardóttir, Hjúkrunarheimilinu Holtsbúö 80 ára________________________________ Guðlaugur Jakobsson, VTöilundi 20, Akureyri. Guðmundur Þorgeirsson, Lambastöðum, Garöi. Jóhann K. Guðmundsson, Sóltúni 28, Reykjavík. 75 ára________________________________ Einar Sveinn Erlingsson, Kópavogsbraut 11, Kópavogi. Helga Siguröardóttir, Vallarbraut 6, Njarðvík. Þuríður Bjarnadóttir, Engihjalla 19, Kópavogi. Þuríöur Eyjóifsdóttir, Hamrahlíö 28, Vopnafiröi. 70 ára________________________________ Ásgerður Theodóra Jónsdóttir, Hrisholti 12, Selfossi. Guðmundur Stefánsson, Skipholti 1, Flúðum. Ólafur Sigurðsson, Stapa, Vestmannaeyjum. Rósa Guðmundsdóttir, Hrísalundi 14b, Akureyri. 60 ára________________________________ Jóna Þórunn Markúsdóttir, Strembugötu 24, Vestmannaeyjum. Kristín Árnadóttir, Arnartanga 1, Mosfellsbæ. Hún er aö heiman. Reynir Ingibjartsson, Dvergholti 1, Hafnarfirði. Hann veröur aö heiman. Sigurbjörg Júlíusdóttir, Keilufelli 47, Reykjavík. 50 ára________________________________ Gísli Þórður Elíasson, Lautasmára 2, Kópavogi. Hafþór R. Róbertsson, Skuldarhalla 1, Vopnafirði. Hjörleifur B. Kvaran, Kvisthaga 14, Reykjavík. Jón Egill Unndórsson, Hábergi 26, Reykjavík. Lárus Grímsson, Kriunesi 1, Garöabæ. Sigríður Þórdís Einarsdóttir, Skútahrauni 20, Mývatnssv. Sigurður Björgvin Hansson, Lyngbrekku, Dalasýslu. Sólveig Friöjónsdóttir, Hjallabraut 41, Hafnarfiröi. Valur Þórarinsson, Skólabrekku 3, Fáskrúösfiröi. Þuríður Magnúsdóttir, Álfheimum 72, Reykjavík. 40 ára________________________________ Albert Ólafsson, Egilsgötu 14, Reykjavík. Brynjólfur Nikulásson, Melteigi 16, Keflavík. Friðrik Smári Björgvinsson, Viðarási 63, Reykjavík. Gerður Eövarsdóttir, Silfurtorgi 1, Isafiröi. Guöbergur Þór Garðarsson, Dofrabergi 9, Hafnarfiröi. Guðmundur Guðlaugsson, Sóltúni 28, ReykjavTk. Jónína Hermannsdóttir, Stórhóli 37, Húsavík. Jónína Hrönn Þóröardóttir, Lækjarbotnum, Rangárvallas. Júlíana Haraldsdóttir, Bleiksárhlíö 69, Eskifiröi. Kristín Sif Sigurðardóttir, Garöavegi 15, Hafnarfiröi. Kristjana Þórkatla Ólafsdóttir, Grundargeröi 8a, Akureyri. Lilja Guðbjartsdóttir, Nönnufelli 3, Reykjavík. Milija Savic, Gullengi 29; ReykjavTk. Óli Svavar Ólafsson, Neöstaleiti 11, Reykjavík. Reynir Þórðarson, Hafnarbraut 45b, Höfn. Sigurður Pétur Hannesson, Þinghólsbraut 45, Kópavogi. Svava Árnadóttir, Aflagranda 11, Reykjavík. Beðist er velvirðingar á því aö í afmælis- grein um Skúla Flosason á Akureyri sem birtist fimmtudaginn 1. mars síð- astliöinn var rangt farið meö nöfn á þremur stööum. Rétt nafn á dóttur Skúla er Kristín Heiða og rétt nafn á syni hennar er Hrafn Gunnar. Þá heitir bróöir Skúla Ingvi Rafn. Sjötugur Ævar Jóhannesson tækjafræðingur við Raunvísindastofnun HÍ. Ævar Jóhannesson, tækjafræð- ingur við Raunvísindastofnun Há- skóla íslands, Huldubraut 7, Kópa- vogi er sjötugur í dag. Starfsferill Ævar fæddist á Fagranesi í Öxna- dal í Eyjafjarðasýslu og ólst upp að Steðja á Þelamörk í Glæsibæjar- hreppi í Eyjafjarðarsýslu. Hann gekk lengst af í farskóla í Ási á Þela- mörk. Ævar stundaði fjögur ár nám i húsgagnasmíði i Iðnskólan- um að Reykjalundi í Mosfellssveit og starfaði við húsasmíði í nokkur ár að námu loknu. Hann stofnaði fyrirtækið Geisla með Sigmundi Andréssyni 1961 og starfaði við það þangað til Geisli var sameinaður ljósmyndafyrirtæk- inu Myndiðn sem var i eigu Leifs Þorsteinssonar. Þar.vann Ævar til ársins 1974. Geisli/Myndiðn gáfu meðal annars út slidesmyndir til sölu og gerðu fræðslumyndir (slides) fyrir Fræðslumyndasafn ríkisins í mörg ár. Á þessum árum gerði afmælisbarnið endurbætur á framköllun á litfilmunni sem nú er notuð um allan heim. Ævar fór að starfa hjá Raunvísindastofnun HÍ. vorið 1974. Hann var meðal annars einn aðalhönnuður íssjárinnar, tækis til að mæla þykkt jökla, einnig aðferðar til að gera nýja gerða hallamælis til að mæla jarð- lagahalla, sem til að mynda var mikið notaður til að sjá fyrir eld- gosahrinur í Kröflueldunum. Ævar hefur einnig unnið að uppfinningu, hönnun og smiði ýmiss konar raf- eindatækja, bæði í starfi sinu hjá Raunvisindastofnun og annars stað- ar til dæmis álagsstýringar fyrir heimarafstöðvar sem i notkun eru vítt um landið. Ævar hefur verið ritnefndarfor- maður tímaritsins Heilsuhringsins í meira en 20 ár. Hann hefur skrifað mikinn fjölda greina um heilsufars- leg málefni og margt fleira, aðallega í tímarit. Fjölskylda Þann 3. mars 1961 giftist Ævar, Kristbjörgu Þórarinsdóttur, hús- móður, f. 24.8.1934. Foreldrar henn- ar voru Ólöf Guðmundsdóttir og Þórarinn Jóhannsson sem voru bóndi og bóndakona á Ríp á Hegra- nesi í Skagafirði. Börn Ævars og Kristbjörgu eru 1) Jóhannes Örn, húsasmiður, f. 18.12. 1961, maki Sif Garðarsdóttir kenn- ari og eru þeirra börn Kristín Klara, Bergrún Mist og Snæbjört Sif; 2) Sigríður, bóndakona, f. 18.6. 1963, maki Benedikt Líndal, tamm- ingameistari og þeirra börn eru Ævar Þór, Guðni Líndal og Ingi- björg Ólöf; 3) Þórarinn Hjörtur, bak- arameistari og framkvæmdastjóri, f. 9.2. 1965, unnusta Guðrún Snorra- dóttir uppeldisfræðingur og dóttir hans er Unnur Björk; 4) Ólöf, hús- móðir, f. 14.2. 1967, maki, Björn B. Hilmarsson garðyrkjustjóri og eru þeirra börn Rakel Rut, María Mjöll og Kristbjörg Karen. Systkini Ævars eru 1) Reginn Öx- ar Jóhannesson, f. 22.12. 1932; 2) Æsa Jóhannesdóttir f. 13.1. 1934; 3) Haki Guðmundur Jóhannesson, f. 30.9. 1947. Foreldrar Ævars: Jóhannes Örn Jónsson, f. 1.10. 1892, d. 30.9. 1960, fræðimaður og bóndi að Steðja á Þelamörk, og Sigríður Ágústsdóttir, f. 18.6. 1908, d. 30.9. 1988, húsfreyja og bóndakona. Jóhannes Örn var sonur Jóns Jó- hannessonar, b. i Ámesi í Tungu- sveit 1 Skagaflrði. Sigríður var dóttir Ágústs Guð- mundssonar, b. í Kjós í Reykjarfírði á Ströndum. Ævar tekur á móti gestum í dag klukkan 15 að Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. Fimmtug Ágústa Markrún Óskarsdóttir þroskaþjálfi Ágústa Markrún Óskarsdóttir þroskaþjálfari, Vallengi 1, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Ágústa Markrún fæddist á Pat- reksfirði og ólst þar upp. Hún út- skrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla ís- lands árið 1979 og hefur starfað sem þroskaþjálfi síðan. Ágústa Markrún starfar nú sem þroskaþjálfi á skammtímavistuninni Álfalandi sem er heimili fyrir fötluð hörn. Fjölskylda Maki Ágústu Markrúnar er Sveinn Haukur Sigvaldason, smið- ur, f. 21.2. 1958. Foreldrar hans eru Bergljót Loftsdóttir, húsmóðir, f. 17.4. 1922, búsett á Dalvík, og Sig- valdi Stefánson, sjómaður, f. 9.9. 1914, d. 9.4. 1963. Dóttir Ágústu Markrúnar er Linda Ragnarsdóttir, f. 19.1. 1972. Faðir hennar er Ragnar Durke Han- sen, f. 21.2. 1953. Maki Lindu er Matthias Matthíasson, f. 26.9. 1966, forstöðumaður hjá Eimskip og íþróttaþjálfari hjá Fjölni í Grafar- vogi. Synir þeirra eru Matthías Knútur, f. 24.7. 1995, og Ólafur Haukur, f. 9.7. 1998. Systkini Ágústu Markrúnar eru 1) Eva Elsa Sigurðardóttir (hálfsyst- ir), f. 10.2. 1939, starfsmaður á Skjóli, gift Hreiðari Pálmasyni, f. 5.11.1940, þau er búsett í Reykjavík og eiga soninn Pálma Rafn, f. 1.2. 1973; 2) Guðrún Ása Þorsteinsdóttir (hálfsystir), f. 27.8.1943, starfsmaður á leikskóla að Varmalandi í Borgar- firði, gift Jóni G. Guðbjörnssyni, f. 26.7. 1943, þau búsett í Borgarfirði og eiga þrjú börn, Svövu Ósk, f. 28.9. 1965, Einar Frey og Guðbjörn Frey, f. 18.9. 1969; 3) Guðfríður Óskars- dóttir, f. 23.12. 1952, maki Kristján Á. Adolfsson, f. 14.4. 1949, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo böm, Andra, f. 20.2. 1990, og Dagnýju, f. 5.1. 1994. Foreldrar Ágústu Markrúnar voru Sigurvin Óskar Alfreð Mark- ússon verkamaður, f. 12.8. 1918, d. 12.2. 1996, og Svava Einarsdóttir, verkakona, f. 9.7. 1914, d. 17.7. 1980. Þau voru búsett á Patreksfirði. Ætt Sigurvin Óskar var fæddur á Pat- reksfirði og var hann sonur Mark- úsar Jósefssonar, f. 3.3. 1871, d. 30.3. 1938, og Ágústínu Rósmundsdóttur f. 22.8. 1888, d. 18.2. 1972. Svava var fædd á Siglunesi á Barðarströnd og voru foreldrar hennar Einar Ebenezerson f. 13.5. 1879, d. 1.7. 1952, og Guðríður Ás- geirsdóttir, f. 20.1. 1883, d. 24.2. 1961. / XJrval góður ferðafélagi - tíl fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Arinu eldri Atli Eövaldsson, lands- liðsþjálfari T knattspyrnu, verður 44 ára í dag. Atli lauk verslunarprófi frá VÍ 1977, íþróttakennaraprófi frá fþróttakennaraskóla Islands 1980, stundaði nám T knatt- spyrnuþjálfun viö þjálfaraskóla T Þýska- landi og lauk þaðan A-stigs prófi í þjálf- arafræðum 1993. Hann var atvinnu- maöur í knattspyrnu í Þýskalandi og Tyrklandi og hefur þjálfað liö eins og HK, Fylki og KR. Atli er stjórnarformað- ur Alliance-söluumboðsins á íslandi. Ragna Sara Jónsdóttir, blaöamaður, mannfræðingur og fyrrum umsjónarmaður Kast- ijóssins, er 28 ára í dag. Ragnar Sara er nú á sex mánaöa ferðalagi um heiminn og ætlar meöal annars að heimsækja Nepal, MalasTu, Suður-Afríku og Keníu. Steingrímur Ingason, rallkappi er 41 árs í dag. Steingrímur hefur tekið þátt fjölda rallkeppna hér á landi og hefur einnig keppt erlendis. Árni Snævarr, fréttamaður á frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður 39 ára á morgun. Árni hef- ur meöal annars stund- aö frönsku og bók- menntanám í hinum virta Sorbonneháskólá í Frakklandi. Einnig stundaði hann á árunum 1983 til 1985 nám T sagnfræði T Université Lyon II. Árni hefur nýlega tekiö að sér að vera umsjónarmaður umræðuþátt- arins Eldlínan sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum. Einar Frímannasson Einar Frímannasson deildar- stjóri, Bláhömrum 2, verður sjötug- ur mánudaginn 5. mars næstkom- andi. Einar og eiginkona hans taka á móti ættingjum og vinum sunnu- daginn 4. mars í sal á 1. hæð á Blá- hömrum 2. DV W> c (ö 550 5000 @ vísir.is □ Œ '03 / FAX > L j 550 5727 E </> Þverholt 11, 105 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.