Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 44
52
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Helgarblað
x>v
^Búdapest
Ferðaskrifstofan Sól og World
Class efna til heilsulindaferðar um
páska til Ungverjalands. Heilsulind-
ir Ungverja eru einstakar enda eru
þær allt frá til dögum Rómverja. í
Búdapest eru um 50 heilsulindir en
á einni þeirra, Hotel Gellért, dvelur
hópurinn í þessari ferð. Hótelinu,
sem opnað var 1918, má frekar líkja
við höll en hótel og stendur á bökk-
um Dónár. Á hótelinu eru gríðarleg
salarkynni, tveir veitingastaðir, bar
og kaffistaður, snyrtistofa, hár-
snyrtistofa auk inni- og útisund-
laugar með öldugangi. Heilsulindir
Gellért eru heill kapítuli út af fyrir
sig, en þar er í boði afar fjölbreytt
meðferð. Staðsetning hótelsins er
einstök. Allar helstu verslunargötur
og veitinga- og skemmtistaðir mið-
borgar Búdapest eru í þægilegu
göngufæri frá hótelinu. Fararstjóri
er Sölvi Fannar, einkaþjálfari í
World Class. Nánari upplýsingar
hjá Sölva Fannari og hjá sölumönn-
um í Sólarhúsinu.
Krakkana með
til Portúgals
eða Kýpur
Ferðaskrifstofan Sól leggur metn-
að sinn í að bjóða vandaða gisti-
staði, örugga fararstjóm og traust
flugfélög. Sól er fjölskylduvæn
ferðaskrifstofa og leggur metnað
sinn í að gera fjölskyldum kleift að
komast saman í draumafríið á sól-
arströndum Kýpur og Portúgals.
Aðstaðan á gististöðum er mjög góð
fyrir böm og krakkaklúbburinn Sól-
arböm í Portúgal er með spennandi
dagskrá í allt sumar.
Go opnar nýja
heimasíðu
Lágfargjaldaflugfélagið Go hefur
opnað nýja heimasíðu sem er að finna
á slóðinni www.go-fly.com. Heimasíð-
an hefur verið endurhönnuð frá
^ grunni með þaö í huga að einfalda
viðskiptavinum Go að skoða og panta
ferðir samdægurs. Eins og áður er
veittur 250 kr. afsláttur ef pantað er á
Netinu og er því ódýrasta fargjald Go
milli Keflavíkur og London 14.750 kr.
Á heimasíðunni er hægt að panta hót-
el og bílaleigubíla á öllum áfangastöð-
um Go. Þar er að finna nokkuð ítar-
legar upplýsingar um alla áfangastaði
Go, t.d. hvað er áhugavert að sjá og
gera á viðkomandi áfangastað. Með
nýrri og aðgengilegri heimasíðu von-
ast forsvarsmenn Go til þess að enn
fleiri noti sér þennan möguleika.
-kip
Lúxus í flugvélum
framtíðarinnar
stemningin eins og um borð í farþegaskipi við upphaf síðustu aldar
Um borö í nýju Airbus A380 veröur í fyrsta sinn boöiö upp á aö farþegar geti gengiö um vélina meöan á flugi stendur.
Farþegarými verður á tveimur hæöum en þriöja og neösta hæöinn er ætluð fyrir afþreyingu afýmsu tagi.
Ferðamenn sem' hafa verið svo
lánsamir að sigla með stórum
skemmtiferðaskipum segja að það
sé einstök reynsla sem gleymist
aldrei. Farþegar sem sigldu með far-
þegaskipinu Gullfossi í gamla daga
vildu í sumum tilfellum ekki fara
frá borð fyrr en í fyrsta lagi eftir há-
degi þegar þeir voru búnir að fá há-
degismat. Slík voru þægindin um
borð.
Bylting fyrir farþega
Forsvarsmenn Airbus-flugvéla-
verksmiðjunnar segjast ætla að end-
urvekja stemmninguna sem var um
borð í farþegaferðaskipum í nýju
Airbus A380. John Leahy, varafor-
stjóri Airbus, segir að í dag sé far-
þegum i flugvélum pakkað eins og
um gripaflutninga sé að ræða og
þeir keppist við að komast frá borði
eins fljótt og unnt er. Leahy segir að
um borð í nýju Airbus A380 verði í
fyrsta sinn í sögu flugsins boðið upp
á nóg pláss fyrir farþegana og þeir
geti gengið um vélina meðan á flugi
stendur. Vélin verður 50% stærri en
Boing 747 og með sæti fyrir 550 far-
þega. Farþegarými verður á tveim-
ur hæðum en þriðja og neðsta hæð-
inn er ætluð fyrir afþreyingu af
ýmsu tagi.
Vegna stærðar vélarinnar er
pláss fyrir margvíslega dægrastytt-
ingu um borð og geta farþegar m.a.
fariö á kaffihús, á barinn eða spila-
víti, þeir sem vilja geta farið í lík-
amsrækt eða nudd. Einnig verður
boðið upp á fríhöfn, myndlistarsýn-
ingar, biljarö- og keilusal. Salerni
verða aðskilin eftir kynjum og
væntanlega stærri en kústaskápam-
ir sem fólki er boðið upp á í dag.
Leahy segist vona að fyrstu lúxus-
vélamar komi á markað eftir fimm
ár og á næstu tíu árum muni þær
gerbreyta hugmyndum manna um
þjónustu um borð í flugvélum. A380
er ætluð í langflug sem tekur allt að
átján klukkustundir og verða því
tvær þrjátiu manna áhafnir um
borð ásamt hvíldaraðstöðu fyrir
þær.
Líkan í fullrl stærð
Airbus er þessa dagana að láta
smíða líkan að A380 vélinni í fullri
stærð. Talsmaður fyrirtækisins seg-
ir að þegar sé búið að smíða fyrsta
farrými með risastórum bar og sæt-
um sem hægt er að snúa 360 gráður,
leggja niður og breyta i rúm. Líkan-
ið á bara að gefa hugmynd um
hvernig aðstaðan verður um borð
en ekki er búið að ákveða endanlega
hvernig vélin kemur til með að líta
út. Þeir sem hafa komið um borð í
líkanið segja að það minni einna
helst á ferju með rúmgóðum göng-
um og víðum stigum upp á efri þil-
förin.
Loftkastalar
Efasemdarmenn segja að hug-
myndin sé ekkert annað en draum-
ur og komist aldrei í framkvæmd.
Máli sínu til stuðnigs benda þeir á
að þegar Boing 747 vélarnar voru
settar á markað hafi þægindi átt að
vera í fyrirrúmi en flest flugfélög
hafi fórnað þeim fyrir aukinn fjölda
sæta.
Robert Lange, markaðsstjóri
A380, blæs á allt slíkt og segir að
plássið um borð sé svo mikið að lög
leyfi ekki þann hámarksfjölda far-
þega sem vélin geti borið. Hann seg-
ir enn fremur að vélarnar séu svo
dýrar að ólíklegt sé að þær verði
notaðar undir frakt. „Ég reikna
miklu frekar með að flugfélögin
reyni að auka enn á þægindin og
bjóði jafnvel upp á einkaklefa fyrir
þá sem það vilja, t.d. menn í við-
skiptaerindum sem vilja fá frið til
að vinna eða fólk á leið í brúðkaups-
ferð.“
560 tonn viö flugtak
Bent hefur verið á að vegna
stærðarinnar séu einungis fáir flug-
vellir í heiminum sem geti afgreitt
vélina. Aðrir segja að þetta sé ekki
vandamál vegna þess að stærðin
muni draga úr flugi minni véla og
minnka þannig álagið.
Nýju Áirbus-vélarnar geta vegið
allt að 560 tonn við flugtak og í sum-
um tilfellum verður að endurhanna
lendingarljós flugvallanna til að þau
þoli þrýstinginn sem myndast frá
hreyflunum við flugtak. Hönnuðir
A380 segja að þyngdin muni dreifast
jafnt um vélina og þess vegna eigi
lendingarbrautir alþjóðlegra flug-
valla að þola þær.
Flugfélagið Air Singapore er þeg-
ar búið að panta vél og er að láta
breyta brottfararsal sínum í Singa-
pore þannig að hægt sé að afgreiða
vélina. í framtíðinni mun brottfar-
arsalurinn verða á tveimur hæðum.
Farþegar á fyrsta farrými ganga um
borð beint á efstu hæð vélarinnar
en farþegar á almennu farrými á
neðri hæðina.
Læknir um borð
Gert er ráð fyrir að lítil en full-
komin bráðamóttaka verði um borð
og við hana starfi hjúkrunarfræð-
ingur. Til að auka á öryggi farþeg-
anna verður hann í beinu sambandi
við lækna á jörðu niðri í gegnum
gervihnött. Talsmaður Airbus segir
að þetta sé gert vegna þess gríðar-
lega kostnaðar sem fylgir því að
lenda vélinni ef einhver veikist
skyndilega um borð.
Ef hugmyndir Airbus ná fram að
ganga má búast við miklum breyt-
ingum í farþegaflugi á næstu árum.
Flugið verður ánægjulegra, farþeg-
um mun líða betur og flugferöir
framtíðarinnar verða eins og sigling
með farþegaskipi i upphafi síðustu
aldar. -Kip
Spennandi vetrarfrí:
Vetrarafþreying á
Eyj af j arðarsvæðinu
Sveitarfélögin á Eyjafjarðar-
svæðinu, Akureyri, Dalvík, Ólafs-
fjörður og Grenivik, munu kynna
afþreyingarmöguleika sína í
Nanoq í Kringlunni næstu vikurn-
ar. Þar mun skíðapassinn m.a.
verða kynntur sérstaklega en aö
honum standa skíðasvæðin á Ak-
ureyri, Dalvík og Ólafsfiröi. Pass-
inn gildir á þrjú áðumefnd skíða-
svæöi. Auk þess verður kynnt
önnur afþreying á Eyjafjarðar-
svæöinu.
Þá mun forsvarsmenn skíða-
svæðisins á Grenivík kynna
lengstu skíðabrekku á landinu
sem er um 6 km löng. Þeir sem
vilja renna sér niður brekkuna
þurfa að fara með snjóbil upp á
toppinn á Kaldbak.
Skíöasvæðið við
Grenlvík
Þeir sem vilja renna
sér niöur lengstu
skíöabrekku landsins geta komist
þangaö meö snjóbíl.
Kynningarnar i Nanoq hefjast í
næstu viku og verða skíðasvæðin
þrjú kynnt til skiptis frá 5. mars til
7. apríl.
Sól og snjór
Þaö er gaman aö renna sér á skíöum í Eyjafirði á góöviðrisdegi
sem þessum.