Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 21 E>V Helgarblað Stálin stinn Hjónakornin eru lögst í skotgrafahernaö. Bardaginn undirbúinn Hund- inn frekar en Meg Það er líklega hundur í Meg Ryan eftir nýlegt viðtal ástralsks timarits við Russell Crowe. Hann segir í við- talinu að það sem hafl komið í veg fyrir lengra ástarsamband hans og Meg sé að hann hafi mikla þörf fyr- ir að vera heima á búgarði sínum i Ástralíu annað slagið. „Ég verð að koma heim. Ég verð að hvíla mig á heimili mínu svo ég hafi þetta af. Það er erfitt að vera fjarri hundin- um sínum i hálft ár,“ segir Russell í viðtalinu. Hann segist sakna Meg og vildi að þau hefðu getað verið saman. Hann segir að þau séu enn vinir sem kem- ur Meg og hennar fólki víst mjög á óvart. Meg er sögð helst vilja stroka þennan kafla lifs síns algjörlega út úr lífsbókinni og vill ekkert með Russell hafa. Síðustu mánuði hafa gengið sög- ur um að Russell hafi verið i miklu kvennastandi en hann neitar því al- gjörlega. Hann segir að á þeim tíma sem sumir atburðirnir eigi að hafa átt sér stað hafi hann verið heima í Ástralíu að brennimerkja nautgripi. Það má búast við því að Courtney Love verði dálítið sár yfir því að vera líkt við nautgripi. Muu. ið að sá sem um ræðir var blaðamað- ur. Aðrir vilja halda því fram að Nicole hafi að nýju blásið í glæður æskuástarinnar og sé aftur orðin góð vinkona Marcus Grahams. Nicole er sögð hafa ráðið til sín mann að nafni Gavin DeBecker til að jafna metin en Gavin hefur neit- að því að beðið hafi verið um þjón- ustu hans. Talskona hjónanna harðneitar öllum sögusögnum um stríðsástand við skilnaðinn. Hún gerði það reyndar líka þegar komu upp efa- semdir um ástríki í hjónabandi þeirra Toms og Nicole. Það er erfitt að trúa og enn erfiðara að trúa ekki. Tom Cruise og Nicole Kidman voru lítil og sæt hjón, í stórum dráttum var hún sæt og hann lítill. Skilnaður þeirra kom flestum á óvart en hann var, eins og flestir nútíma-stjörnu- skilnaðir - í sátt og samlyndi. Þau voru enn vinir. Það hefur bara komið i ljós að vinir þessir voru undirfórul- ir og kvikindislegir. Hjónakornin fyrrverandi eru nefni- lega lögst í skotgrafahernað. Bæði eru þau með sérstaka spæjara á sínum snærum við að róta upp óþverra í kringum hitt. Allt er gert til að standa betur að vígi þegar skilnaðurinn kem- ur í réttarsalina. Tom á að hafa ráðið einn al- ræmdasta einkaspæjara Los Angeles en hann ku heita Anthony Pellicano. Hann aðstoðaði Michael Jackson við að komast út úr barnaníðingshneyksl- inu og segja kunnugir að ef eitthvað óhreint sé að finna þá komist hann á snoðir um það. Slúðurblöð vestra segja að Anthony muni hafa nóg af haugum til að rótast í. Því er haldið fram að Nicole bless- unin hafi leiðst örlítið af réttri braut í hjónabandinu og haldið fram hjá Tom. Og ekki er það til að bæta áfall- Elskaði hundinn meira Russell Crowe segir þaö nauösyn- legt aö vera heima í Ástralíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.