Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingan®ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Piötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Veruleikafirrt hrœsni Á einum fjölmiöli þótti í vetur öruggara að segja, að nafnlaus viðskiptafélagi myrts manns sæti í varðhaldi vegna gruns um morðið. Hér í blaðinu var hins vegar birt nafn hins grunaða. Það var gert samkvæmt gömlum, vestrænum hefðum um nákvæmni í fréttamennsku. Ósvarað er spurningunni um, hvort valdi saklausu fólki meiri erfiðleikum, birting á nafni manns í varðhaldi eða þrenging skilgreiningarinnar á hinum grunaða niður í fáa menn. Hitt er ljóst, að nafnbirting, rétt eins og myndbirting, veifar rauðri dulu framan í sumt fólk. DV hefur lengi farið eftir hefðbundnum venjum góðra dagblaða á Vesturlöndum í þessum efnum, en skilgreinir þær fremur þröngt vegna fámennis á íslandi. Sumir fjöl- miðlar kjósa að fara sér enn hægar í sakirnar, en skapa um leið aukið svigrúm fyrir rangar sögusagnir. Því nákvæmari sem fréttir fjölmiðla eru, þeim mun minna svigrúm er fyrir sögusagnir og myndfalsanir, sem fjölfaldast með ógnarhraða á tímum tölvupósts. Þetta á einkum við um svokallaðar „vondar“ fréttir af glæpum, spillingu og öðrum skuggahliðum samfélagsins. Sumt fólk er beinlinis andvígt vondum fréttum. Það vill ekki láta raska ró sinni og vill ekki vita af vandræð- um úti í þjóðfélaginu. í þessu felst veruleikafirring, sem í mörgum tilvikum er í bland við hræsni á borð við þá, sem felst í að tala um „viðskiptafélaga“ hins myrta. Þegar DV nefnir nafn viðskiptafélagans eða birtir mynd af slysi á Knippelsbro, fær blaðið jafnan tvö eða þrjú andmælabréf i tölvupósti og annað eins af símtölum. Nöfn og myndir eru eins konar hnappar, er vekja upp hóp þeirra, sem haldnir eru veruleikafirrtri hræsni. Blaðið fær hins vegar engan tölvupóst og engar upp- hringingar, þá sjaldan sem því verður raunverulega á i messunni. Enginn rís upp til andmæla, ef blaðið varar sig ekki á blaðurfulltrúum eða ímyndarfræðingum úti í bæ, sem eru að reyna að misnota fjölmiðlana. Gildismat DV sem fjölmiðils felst í að reyna að segja réttar fréttir, en ekki að verða við óskum veruleikafirrtra hræsnara. Mikill tími ritstjórnar fer í að verjast lúmsku innihaldi í upplýsingum frá hálærðum sveitum sérfræð- inga, sem vHja blekkja fólk í hagsmunaskyni. Menn eru með ímyndarfréttum að reyna að hafa fé af fólki á hlutabréfamarkaði eða gæta annarra sérhags- muna í stríði fyrirtækja, stofnana og samtaka. Menn eru að reyna að fá fólk tH að kaupa margvíslegan óþarfa sér tH fjárhagsskaða eða tH að styðja vafasaman málstað. TH þess að fólk geti lifað í flóknum heimi nútimans þarf það að vita um raunveruleikann í kringum sig. í nú- tímanum dugir ekki að stinga höfðinu niður í sandinn og ímynda sér, að aUt sé slétt og feUt. Vondar fréttir eiga sama erindi og góðar fréttir inn í heimsmynd fólks. Hin raunverulegu vandamál fjölmiðla og notenda þeirra felast ekki í mismimandi reglum um nafnbirtingu eða myndbirtingu og enn síður í mismunandi stærðum fyrirsagna. Hin raunverulegu vandamál felast í skorti á vUja og getu tH að gefa skýra mynd af þjóðfélaginu. Sumir hirða ekki um að afla nafna og mynda í við- kvæmum málum, stundum af því að þeir nenna því ekki og stundum tU að spara sér óþægindi af völdum veru- leikafirrtra hræsnara. Þessir sömu fjölmiðlungar hirða ekki um að verjast fyrir meisturum blekkinganna. Á DV erum við stolt af því að hafa nýlega veitt lesend- um góða innsýn í hugarheim róttækra þjóðernissinna og höfnum gagnrýni veruleikafirrtra hræsnara. Jónas Kristjánsson I>V Hver fær að dæma Milosevic? Vojslav Kostunica, forseti Júgóslavíu, er andstæðingur al- þjóðlega dómstólsins í Hollandi sem um þessar mundir fæst viö mál stríösglæpamanna úr stríðum undanfarinna ára á Balkanskaga. Kostunica telur nær aö Júgóslavar komi sér upp sannleiks- og sáttanefnd til að rannsaka þá glæpi sem framdir voru á meðan forveri hans, Slobod- an Milosevic, var við völd. Vojslav Kostunica, forseti Júgóslavlu, er andstæðingur alþjóðlega dómstólsins í Hollandi sem um þessar mundir fæst við mál striðs- glæpamanna úr stríðum und- anfarinna ára á Balkanskaga. Kostunica telur nær að Júgóslavar komi sér upp sannleiks- og sáttanefnd til að rannsaka þá glæpi sem framd- ir voru á meðan forveri hans, Slobodan Milosevic, var við völd. Fyrirmyndin að slíkri nefnd er samnefnt fyrirbæri sem notað var til að gera upp sakir í Suður-Afríku eftir að stjórn hvíta minnihlutans lét af völdum. En hinn nýi Júgóslavíufor- seti hefur ekki þótt taka sér- lega trúverðuglega á málum þegar stríðsglæpir eru annars vegar. Hann og forsætisráð- herrann, Zoran Djindjic, leggja ofuráherslu á að fyrr- um leiðtogar og embættis- menn Júgóslaviu, einkum Slobodan Milosevic eigi að svara til saka heima hjá sér, fyrir serbneskum dómstóli áður en alþjóðlegur dómstóll fari að skipta sér af málum þeirra. Nóg sé af glæpunum sem framdir hafi verið heima fyrir, allt frá kosningasvikum til morða. Gallinn við þetta er sá að þótt al- þjóðasamfélaginu þyki réttlætinu bet- ur fullnægt með því að Milosevic og nótar hans svari til saka fyrir júgóslavneskum dómstóli heldur en að þeir lifi í friði, þá eru glæpir þeirra heima fyrir kannski léttvægari gagn- vart alþjóðasamfélaginu heldur en þeir glæpir sem þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á utan heimalands síns. Þess vegna losna hinir nýju vald- hafar í Júgóslavíu ekki undan því slyðruorði að þeir séu í raun að halda hlifiskildi yfir fyrrverandi valdhöfum á meðan þeir setja sig svo mjög upp á móti Alþjcðadómstólnum í Haag. Engin sannleiksnefnd í Júgóslaviu Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hef- ur smám saman náð sér á strik eftir dálítið gloppótta byrjun. Það hefur sýnt sig að ákærur saksóknara hans eru ekki orðin tóm, stöðugt ileiri brotamenn úr Júgóslavíustríðum hafa fengið þunga dóma. Það er hins vegar alveg ljóst að stríðsglæpadómstóllinn er dómstóll sigurvegaranna og jafn- gildir ekki sjálfsuppgjöri þjóðar í svip- uðum skilningi og sannleiksnefndin gerði í Suður Afríku og sambærilegar nefndir hafa að minnsta kosti verið látnar gera tilraun til í sumum lönd- um Suður Ameríku þar sem herfor- ingjastjórnum var steypt af stóli. Margt mælir hins vegar gegn því að þessi leið verði farin í Júgóslavíu. í fyrsta lagi þá var Milosevic og stjóm hans í raun hrakin frá völdum. Þetta hefur komið æ betur í ljós á síðustu vikmn með því að nýja stjórnin hefur rekið ýmsa háttsetta embættismenn úr störfum sem skipaðir höfðu verið í tíð Milosevic. Nú síðast var hálfur hæstiréttur landsins rekinn af þess- um ástæðum. Því er ekki sérstök ástæða til að beita aðferðum Suður- Afríkustjórnar til að ná fram sann- leikanum fyrir sakaruppgjöf. Þvert á móti virðist mun vænlegra að ganga á milli bols og höfuðs á fyrri valdhöfum og sækja þá til saka fyrir glæpa þeirra. í öðru lagi verður að hugsa til þess að það voru ekki helstu fórnarlömb Milosevic-stjórnarinnar sem komu honum frá völdum heldur landsmenn hans sjálfs. Þeir sem lengst af studdu hann urðu á endanum leiðir á honum. Að þessu leyti er öll sakaruppgjöf óhugsandi. Það er ekki hægt að hugsa sér trúverðuga sakaruppgjöf nema sá sem ofsóttur var sé í þeirri aðstöðu að gefa upp sakir. Hverja á að sækja til saka? Sú skoðun heyrist oft að dómstóll- inn í Haag ætti að taka jafnt á ákær- um á hendur Nato og á málum júgóslavneskra stríðsglæpamanna, einkum vegna loftárásanna á Kosovo. En það er hætt við að þar með væri hlut- verk dómstólsins í raun gert léttvægt. Það eru þrátt fyrir allt fælingaráhrifin sem hér skipta mestu máli. Þó að það sé óumdeilanlegt að Nato beri ábyrgð á mannfalli og öðrum áhrif- um loftárásanna þá hefði það engan augljósan tilgang að stofna til málaferla gegn einstökum leiðtogum Nato ríkja eða herforingjum þeirra. Málsókn á hendur þeim sem héldu grimmi- legu borgarastríði gangandi og létu ótrúlegustu voða- verk viðgangast í skjóli tímabundins valds síns og varnarleysis andstæðing- anna hefur hins vegar þann skýra tilgang að sýna fram á að alþjóðasamfélagið ráði jrfir aðferðum til að elta þá uppi sem voðaverkin fremja og láta einfaldar og óumdeildar sammannlegar reglur ná yfir verk þeirra. Þess vegna verður líka aldrei sama gagn að réttar- höldum yfir Milosevic í Júgóslavíu og yrði af opin- berum alþjóðlegum réttarhöldum. Þó að bandarísku réttvísinni hafi tekist að koma höndum yfir A1 Capone með því að dæma hann fyrir skattamis- ferli, þá væru það mikil vonbrigði ef Júgóslavar settu Milosevic inn fyrir fjármálaspillingu eins og síðustu frétt- ir benda til að kunni að gerast. Hlutdrægni og sammannleg sjónarmið Þannig er Alþjóðlegi stríðsglæpa- dómstóllinn í Haag vissulega að mörgu leyti hlutdrægur og auðvitað skiptir máli hver sigraði og hver tap- aði. En gildi hans er fólgið i því að smám saman öðlist það almenna við- urkenningu að fyrir tiltekin voðaverk megi draga menn út úr félagslegu um- hverfi sínu og sækja þá til saka að mestu óháð því. Önnur leið er ekki hugsanleg sem svo ótvírætt gefur til kynna að engar aðstæður séu slíkar að þær réttlæti að farið sé út fyrir ákveðinn sammannlegan regluramma. Þó að nýir valdahafar í Júgóslavíu hafi mótmælt flestum aðgerðum stríðsglæpadómstólsins og sýni hon- um litla virðingu er iíklegt að á end- anum muni þeir fást til samstarfs við hann. Ástæðan er ekki bara sú að Bandaríkin og ríki Vestur-Evrópu kunni annars að neita Júgóslavíu um efnahagslegan stuðning sem nauðsyn- legur er til að reisa landið úr rústum. Þrátt fyrir allt er samstarf við dóm- stólinn besta leið Júgóslava til að end- urreisa virðingu sina út á við. Og kannski sjálfsvirðinguna líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.