Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Fréttir
DV
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund með minni mönnun en aðrar stofnanir:
Landlæknir komi með reglur
- segir framkvæmdastjóri Grundar sem vill sitja við sama borð og aðrir
Júlíus Rafnsson, framkvæmda-
stjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar, segir að hann hafi á því
skoðun að greiðslumismunur heil-
brigðisyfirvalda á íslandi til stofn-
ana sé með þvílíkum ólíkindum að
það hafi ekki verið að ástæðulausu
að Grund hafi staðið í miklum slag
við ráðherra og ráðuneytið á síðasta
ári. Þetta segir framkvæmdastjór-
inn í kjölfar þess að í álitsgerð
Landlæknisembættisins er því sleg-
ið fram að mönnun á hjúkrunar-
deild Grundar sé minni en á „öðr-
um stofnunum" í Reykjavík. Þetta
álit landlæknis kom fram vegna
þess að ættingjar konu sem lést ósk-
uðu eftir rannsókn á því hvemig
veikindi sem leiddu hana til dauða
bar að.
„Ef ég er með 169 heimilismenn á
hjúkrunargjaldi á Grund, sem er sú
heimild sem heimilið hefur, og tek
til viðmiðunar stofnanir sem land-
læknir hefur hugsanlega miðað við,
stofnanir á fostum fjárlögum, þá
hafa þær 1200 til 2000 krónum meira
á dag en Grund hefur á hvern sjúk-
ling. Segja má aö stofnunum sé
skipt í þrjá hópa, það eru daggjalda-
stofnanir sem eru elstu stofnanirn-
ar, það eru stofnanir á fóstum fjár-
lögum og síöan er það nýja dekur-
barnið, Sóítúnsheimilið, sem er
einkaframkvæmd. Stofnanir á föst-
um fjárlögum hafa mun hærri
greiðslur en daggjaldastofnanir. Ef
Grund hefði 1200 krónumar sem
eru minnsti munurinn á Grund og
öðrum þá þýddi það 65 milljónir
króna á ári sem Grund gæti notað í
launagreiðslur. Ef við miðum við
2000 krónurnar þá nemur þessi upp-
hæð hátt á annað hundrað milljón-
um króna. Þessar upphæðir myndu
renna i launakostnað en ekki í mat-
ar- eða lyfjakostnað eða læknishjálp
því það er allt til staðar,“ segir Júl-
íus.
Hann segir að þær stofnanir sem
fá hæstar greiðslur hafi möguleika
á yfirborgunum og nái því frekar í
fólk til starfa. En er hjúkrunardeild-
in á Grund undirmönnuð sökum
fjárskorts?
„í því tilfelli sem rakið var í DV
nú í vikunni var undirmannað
vegna veikinda. Landlæknir hefur
ekki bent okkur á hver mönnun á
að vera á svona deild. Það er rétt að
við erum með minni mönnun en
viðmiðunin, en við hvað var miðað?
Við teljum okkur hafa verið með
rétta mönnun á kvöldvakt. Svo má
spyrja, hvers vegna hefur landlækn-
ir ekki gefið það út hvemig mönnun
á að vera? Mér finnst kominn tími
til þess. Við teljum mönnun okkar í
samræmi við það sem eðlilegt er, en
ef landlæknir kemur með strangari
reglur mun ekki standa upp á okk-
ur að reyna að bregðast við því
fengist til þess fólk og fjármagn. Það
myndi aö sjálfsögðu þýða að heil-
brigðisráðherra yrði að skaffa mér
meira fjármagn en til þess hefur
hann ekki fengist," segir Júlíus.
-gk
Eldri borgarar:
Grandrokk sem
félagsaðstaða
DV, AKRANESI: ~
Eldri borgarar á Akranesi hafa á
undanförnum misserum verið í við-
ræðum við bæjaryfirvöld á Akra-
nesi með það í huga að fá góða fé-
lagsaðstöðu fyrir sig. Á síðasta
fundi bæjarráðs fóru fram viðræður
við eldri borgara og var félagsmála-
stjóra falið að kanna í samvinnu viö
FEBAN hvort húsnæðið að Garða-
braut 2, þar sem meðal annars var
rekinn veitingastaðurinn Langi-
sandur og nú siðast Grandrokk,
gæti hentað sem félagsaðstaða fyrir
eldri borgara.
Gisli Gíslason, bæjarstjóri -á
Akranesi, segir að ekki sé ákveðið
hvort bærinn kaupi húsið. „Málið
er skammt á veg komið en fyrsta
skrefið er að skoða hvort húsnæðið
hentar og það verður kannað á
næstu dögum. Ef húsið hentar þá er
vilji til að koma að kaupum á því,
en með þeim fyrirvara að kaupverð
sé álitlegt," sagði Gísli Gíslason,
bæjarstjóri á Akranesi, við DV.
-DVÓ
Veglegir styrkir til vísindarannsókna
Pálmi V. Jónsson og Jón Eyjólfur Jónsson læknar, sem eru í forystu fyrir tveimur hópum vísindamanna er vinna aö
rannsóknum, tengdum eldri borgurum, tóku í gær á móti 16 milljóna króna styrkjum til áframhatdandi rannsókna.
Fjárhæöin er afrakstur samnorræns söfnunarátaks Rauörar fjaörar sem Lionshreyfmgin á Noröurlöndum stóö fyrir áriö
1999. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti styrkina.
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON
Fer aö hrygna
Nú styttist í aö þessi fallega loöna
hrygni en hún er búin aö hrista át-
una af sér.
Loðnan komin
á steypirinn
DV, AKRANESI:______________
„Það lítur vel út með hrognafyli-
ingu úr þessum túr hjá Víkingi,"
sagði Sturlaugur Haraldsson, sölu-
stjóri hjá HB hf., við DV þegar búið
var að skoða loðnuna sem Víkingur
AK kom með til Akraness úr Faxafló-
anum. „Mjög lítil áta er í loðnunni,
gott hlutfall af kerlingu (hrygnu sem
Japanar kaupa eingöngu) og þvi
flokkast þetta vel, þ.e. gott hlutfall
ætti að komast i frystingu, kannski
um 100 tonn af 1400 tonna farmi Vík-
ings.“
Hrognahlutfallið í hrygnunni er
komið í 24% og því styttist í að hún
hrygni. Það sem hefur truflað loðnu-
frystinguna fram að þessu er það að
loðnan hefur innihaldið of mikið af
átu. Nú virðist loðnan vera búin að
hrista hana af sér, enda hættir hún
yfirleitt að éta þegar nær dregur
hrygningu. Þessi farmur lítur því
betur út hvað þetta varðar,“ sagði
Sturlaugur Haraldsson. -DVÓ
Ákærður fyrir
að valda konu
heyrnarskaða
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur
verið ákærður fyrir að hafa kýlt
konu í höfuðið með þeim afleiöing-
um að hún missti strax heyrn á
öðru eyra. Konan hyggst fara í sér-
stakt skaðabótamál gegn manninum
en ríkissaksóknari sækir refsimál á
hendur honum.
Atburðurinn átti sér stað á LA
Café í febrúar á síðasta ári. Konan
var þá að skemmta sér með öðrum
þegar maðurinn fór að hafa afskipti
af henni. Þetta endaði með rifrildi
og hnefahöggi, samkvæmt fram-
burði konunnar og annarra. Afleið-
ingarnar urðu þær að gat kom á
hljóðhimnu þannig að konan missti
strax heyrn á öðru eyra. Maðurinn
neitaði sök og heldur því fram að
konan hafi verið að klóra sig og
hann borið hendur fyrir höfuð sér.
Sakamálið er til meðferðar hjá Hér-
aðsdómi Reykjavíkur. -Ótt
V«ðríó i kvold
Sóliifkiinkiir oK sjíiviirfoH
reykjavIk akureyri
á
í#
-sA'
Skýjað með köflum sunnan- og
suðvestanlands
Norðan og noröaustan 10 til 15 á morgun,
éljagangur og síöan snjókoma norðan- og
austanlands en skýjað með köflum sunnan-
og suövestanlands. Frost 2 til 7 stig.
Sólarlag i kvöld Sólarupprás á morgun Síðdegisfióö Árdegisflóö á morgun 18.53 08.24 24.39 00.39 18.34 08.15 05.11 05.11
Skýringar á veðurtáknum ^VINDÁTT 10°—HITI tll -10° ^XVINDSTYRKUR VconAT í metrum á sekúntJu 'vrrtuD i HEIÐSKÍRT
■$3- UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ o AISKÝJAO
p ■ ■ \ p RIGNING SKÚRIR W SLYDDA Q SNJÓK0MA
ÉUAGANGUR RRUMÚ- VEOUR SKAF- RENNINGUR Þ0KA
AHt erti! v
*
Frostúði í Reykjavík
Síöastliðinn fimmtudag var frostúði T
Reykjavík sem er nokkuö óvanalegt.
Frostúði er agnarlitlir regndropar sem
eru undir frostmarki og frjósa því
strax þegar þeir skella á jöröinni eða
á bílum eins og bílaeigendur í
Reykjavík komust aö.
WRBBliilWW
m
Eljagangur norðan- og austanlands
Norðaustlæg átt, 15-18 á Vestfjöröum og Austfjörðum en annars 10-15,
Éljagangur norðan- og austanlands en skýjaö meö köflum suðvestan til.
Hiti um frostmark meö austur- og suðurströndinn en annars vægt frost.
!Y!á!*»dag»!
Vindur: /■>
10-15 m/s
Hiti 0° til -5«
NA 10 til 15 en lægir meö
deglnum. Él nor&an og
austan tll en léttskýjað á
Su&vesturlandl. Frost 0 til
5 stlg.
ÞUöjudáö
Vindur:
10-15 m/.
Hiti o° til .7-
A 10 til 15, slydda e&a
snjðkoma og hlti við
frostmark me&
su&urströndlnni en annars
hægarl, úrkomulítlö og
talsvert frost.
iviiöviiöiíte
Vindur: /■'
10-18 m/s
Hiti Q° til .5'
Allhvöss NA-átt á
miðvlkudag, él
nor&anlands en snjókoma
e&a slydda austanlands.
E9K:
AKUREYRI snjóél -2
BERGSSTAÐIR skýjaö -3
BOLUNGARVÍK alskýjaö -2
EGILSSTAÐIR -4
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö -1
KEFLAVÍK skýjaö -1
RAUFARHÖFN snjókoma -6
REYKJAVÍK skýjaö -2
STÓRHÖFÐI skýjaö -3
BERGEN snjókoma -7
HELSINKI snjókoma -5
KAUPMANNAHÖFN alskýjaö -1
ÓSLÓ léttskýjaö -6
STOKKHÓLMUR þokumóða -4
ÞÓRSHÖFN hálfskýjaö 1
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -7
ALGARVE rigning 16
AMSTERDAM skýjaö 3
BARCELONA þokumóöa 12
BERLIN snjókoma 1
CHICAGO alskýjaö 0
DUBLIN hálfskýjaö 2
HALIFAX snjókoma -12
FRANKFURT skúrir 4
HAMBORG snjóél 0
JAN MAYEN skafrenningur -18
LONDON snjókoma 1
LÚXEMBORG skýjaö 2
MALLORCA skýjaö 16
MONTREAL alskýjaö -16
NARSSARSSUAQ hrímþoka -16
NEW YORK snjókoma -1
ORLANDO alskýjaö 20
PARÍS þokumóöa 1
VÍN hálfskýjaö 7
WASHINGTON alskýjað -1
WINNIPEG heiðskírt -7