Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Tilvera I>V Cappelle la Grande mótiö í Frakklandi: Bragi stendur sig vel Helgi Ólafsson hefur nokkur und- anfarin ár staðið fyrir því að fara með unga efnilega íslenska skák- menn á þetta sterka mót í Frakk- landi. 93 (!) stórmeistarar og 72 al- þjóðlegir meistarar taka þátt i mót- inu þannig að það eru ágætir mögu- leikar ef menn tefla vel á áfóngum. Skákmenn eru teknir til bæna og skrifta á skákborðinu í Stóru Kapellunni, en það mun vera hið ís- lenska nafn staðarins. Bragi Þorfinnsson hefur nú mjög góða möguleika á sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á Cappelle la Grande mótinu sem nú fer fram í Frakklandi. Hann lagði georgíska alþjóðlega meistar- ann Davit Lobzhanidze (2512) í 7. umferð og hefur nú 5,5 vinnina. Bragi er nú 4.-20. sæti af rúmlega 700 keppendum! Bragi mætir Chuchelov (2539) í 8. umferð sem fram fer á morgun. Bragi þarf nú aðeins 1 jafntefli í tveimur síðustu skákunum til að ná sínum fyrsta áfanga að alþjóölegum meistaratitli. Verst er að illa gengur að ná 1 ís- lenskar skákir frá mótinu, þeir eru latir að pikka inn skákir, það eru ekki nema 350 skákir á dag sem tefldar eru i mótinu. Aðeins 10 áhugaverðustu skákirnar séðar frá frönskum sjónarhóli eru birtar. en við bíðum þá bara í viku! 1.-3. S. Sulskis (2501), S. Savchen- ko (2519) og Norðmaðurinn Einar Gausel (2481) eru efstir með 6 v. Staða íslensku skákmann- anna eftir 7 umferöir: 4.-20. Bragi Þorflnnsson 5,5 v. 63.-151. Helgi Ólafsson og Óskar Bjamason 4,5 v. 152.-270. Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Kristjánsson, Róbert Harðar- son, Bjöm Þorfmnsson og Ingvar Þór Jóhannesson 4 v. 271.-416. Davíð Kjartansson, Björn ívar Karlsson, Ólafur Kjart- ansson, Stefán Bergsson og Birkir Örn Hreinsson 3,5 v. 417.-569. Guðmundur Kjartans- son, Dagur Arngrímsson, Guðjón Vantar þig peninga? DV auglýsir eftir starfsfólki sem er 17 ára eða eldra í kvöldverkefni sem krefst dugmennsku og samskiptahæfileika. Upplýsingar fást hjá Maríu Hrund (markaðsdeild) í síma 550 5000 á mánudag. 3 Sjónvarjps- handbókln hefur fengið nýtt símanúmer 550 5850 Fax 550 5999- Tveir ungir og efnilegir Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Sævar Bjarnason skrifar um skák Heiðar Valgarðsson, Halldór Brynj- ar Halldórsson og Sigurjón Þorkels- son 3 v. Stórmótið í Linares Kasparov heldur áfram sigur- göngu sinni og á eftir að Sigra á mótinu með miklum yfirburðum. Þeir Kramnik og Anand heims- meistarar hættu við þátttöku eftir að þeir fengu ekki vilyrði fyrir að fá a.m.k. jafnmikla komuþóknun og „numero uno“ Garrí Kasparov. Mót- ið varð því aðeins veikara, Shirov og Leko komu í þeirra stað. Mótið er rétt rúmlega hálfnað, tefldar verða 10 umferðir. Staðan eftir 6 umferðir 1. Garrí Kasparov 2849 4,5 v. 2. Judit Polgar 2676 3,5 v. 3. Alexei Shirov 2718 3 v. 4.-5. Peter Leko 2745 og Anatolí Kar- pov 2679 2,5 v. 6. Alexander Grischuk 2663 2 v. Hvítt: Garrí Kasparov (2849) Svart: Peter Leko (2745) Spánski leikurinn Linares Spáni (6), 01.03. 2001 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0. Býður upp á Marshall- árásina margfrægu. Hún þykir jafn- teflisleg og er mikið rannsökuð. Kasparov hefur litinn áhuga á slíku. 8. a4 Bb7 9. d3 d6 10. Rbd2 Ra5 11. Ba2 c5 12. Rfl He8. Þetta mun vera nýjung, þó varla merkileg nýj- ung! 13. Re3 h6 14. Bd2 c4 15. Bc3 Db6 16. Rd2 Rc6. Staðan er dálítið spennt, Kasparov heldur spennunni en ryðst fram með riddara sinn. And- stæðingurinn á að leysa vandamál- in. 17. Rd5 Rxd5 18. exd5 Ra5 19. Bxa5 Dxa5 20. dxc4 Dxa4 21. c5 Db4 22. Re4 Dxb2 Hvergi banginn Leko, étur „eitraða" peðið! 23. cxd6 Bf8 24. c3 f5. Ef ekki væri fyrir næsta leik hvíts þá væri allt í sómanum hjá svörtum. En nú kemst biskupinn á a2 í tæri við hans hátign á hinum endanum og það eru engar Maríu- bænir sem beðnar eru! 25. d7 Hed8 26. d6+ Kh8 27. Rc5 Bc6 28. Rd3 Dxc3 29. Rxe5 Be4 30. Rf7+ Kh7 31. Rg5+ 1-0 Eftir 31. - Kh8 eða 31. - Kg6 kemur 32. Rxe4 fylgt af sleggjuleikn- um 33. Dd5. Reykjavík er mitt andlega Mekka - er að skrifa ný lög fyrir Blur Islandsvinurinn Damon Albarn segist í viðtali við norska blaðið VG hafa fengið nóg af lífi poppstjörn- unnar, enda er hann orðinn 32 ára gamall. „Ég er að skrifa ný lög fyrir Blur. Við urðum bara að taka okkur nokk- urra ára hlé,“ segir Damon. Hann segir öruggt að úr þessu verði plata en ekki vera viss hvenær. „Kannski eftir ár.“ Þetta verða að teljast góðar fréttir frá lagahöfundi og söngvara Blur sem lengi var á toppnum í bresku poppi, ásamt Oasis. „Ég er ekki poppstjarna lengur. Ég lit fyrst og fremst á mig sem tón- skáld og textahöfund. Sam- kvæmislífið hefur aldrei átt vel við mig þannig að nú er líf mitt rólegt og ég er með fasta „skrifstofutíma" héma í stúdíóinu. Hér sit ég og skrifa og tek upp tónlist og það á vel við fóður ungbarns eins og ég er.“ Damon eyðir miklum tíma í hljóðverinu sínu í úthverfi Lund- únaborgar og þar semur hann alla sína tónlist. Hann segist eiga það til að einangra sig dögum saman með- an hann er að semja og þá hafi hann ekki samband við neinn nema gull- fiskana sem synda í stóru fiskabúri í hljóðverinu. Fyrir skömmu festi hann kaup á aflagðri gardínuverksmiðju ásamt elskunni sinni, Justine Frisch- mann, og eru skötuhjúin að láta innrétta verksmiðjuna sem íbúðar- húsnæði. „Eins og er þá eru það dóttirm, kvikmyndatónlist og ísland sem eiga hug minn allan,“ segir Damon og hlær, „ég uppgötvaði Island og Reykjavík fyrir rúmlega sjö árum þegar ég fór þangað fyrst. Á þeim tíma var ég frekar leiður með lífið og fannst eins og gítarinn væri eini vinur minn. Ég var fljótur að jafna mig á lífsleiðanum og í dag er Reykjavík mitt andlega Mekka, þar finn ég frið og ró.“ Ég keypti hús og veitingastað í Reykjavík fyrir nokkrum árum og reyni að vera þar eins mikið og ég get.“ Frumsýningu Sögusvuntu frestað Frumsýning á brúðusýningu Sögusvuntunnar, Loðinbarða, sem vera átti á morgun kl. 14 og 15, fell- ur niður vegna veikinda. Áætlað er að frumsýning frestist um viku og verði því sunnudaginn 11. mars nk. Dóttirin, kvikmyndatónlist og Reykjavík eiga hug minn allan, segir íslands- vinurinn Damon Alban.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.