Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 52
60
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Tilvera
I>V
Sú trú var algeng aö hertur lönguhaus gæti magnað storm ef hann var settur upp glenntur móti þeirri
átt sem maöur vildi aö blési úr.
Veðurspeki
ur rífur i tré eða klórar í aðra hluti, þá veit
það á vont veður. Þegar hrútar stangast
mikið á, veit það á illviðri. Ef lóan syngur
„fú, fí,“ veit það á votviðri en ef hún syng-
ur „dirrin, dirrin," boðar það þurrt daginn
eftir.
List ekki á blikuna
Páll Berþórsson veðurfræðingur segir
að það sé eitt og annað í gömlum veður-
merkjum sem menn geta tekið mark á.
„Það hefur verið siður að tína til allavega
kerlingabækur og hjátrú. Hér áður var
því trúað að vissir daga heföu ákveðna
þýðingu sem í sjálfu sér er útilokað. Menn
höfðu lika ýmis merki sem þeir tóku
mark á og í mörgum tilfellum læröu þeir
af athugunum sínum á náttúrunni.
Þekktasta veðurmerkið er líklega þegar
dregur upp bliku og menn segja: „Nú líst
mér ekki á blikuna" - í því liggur spá.
Himinninn er heiður og allt í einu sést
ljós rönd niðri við sjóndeildarhring, oft í
suðvestri, sem hækkar og hækkar og það
er það sem menn kalla bliku. Blika er
skýjabelti sem fylgir lægðum og þeim fylg-
ir úrkoma og hvassviðri. Skýin dregur
yfir allan himin, síðan þykkna þau og
lækka á lofti. Þetta er skýjabelti sem er
hæst í aðra röndina og getur verið þúsund
kílómetrar á breidd. Úkomubeltið og
hvassviðrið er í enda blikunnar og kallast
landsynningur. Blikan getur hjálpað
mönnum að spá fyrir um veðrið tólf til
átján klukkustundir fram í tímann.
Menn hafa líka tekið eftir því að skýja-
hraukum, sem teygja sig hátt upp í himin-
inn, fylgir iðulega él eða skúrir en milli
þeirra er oft hreint í lofti. Hraukamir
hafa afar sérstæða lögun vegna þess að
það er hlýtt niðri við jörð en kaldara
ofar.“
Tóku afskaplega vel eftir
veðrinu
„Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdal seg-
ir frá ýmsu skemmtilegu í sambandi við
veður í bókum sLnum og leggur áherslu á
að hann hafa góöa reynslu fyrir því öllu.
Að mínu mati er margt af því sem hann
segir trúverðugt. Bjöm segir t.d. að ef
haustsnjór flýtur lengi á sjónum án þess
að bráðna verði veturinn harður. Þetta
getur alveg staðist því sjórinn er þá lík-
lega í kaldara lagi og mælingar sína að ef
sjór er kaldur verða veturnir harðari að
öðru jöfnu.
Annað dæmi um svipaða spá er frá
Vestfjörðum þar sem menn tóku eftir því
að ef gerði þrjár hreinar norðanrigningar
fyrir jól þá var mildur vetur fram undan.
Ölíkleg er að það rigni í norðanátt á Vest-
fjörðum ef sjórinn er kaldur að vetralagi.
Lofthiti fylgir sjávarhita þannig að þetta
í ritinu Veðrið sem
Veðurstofa íslands gaf
út á árunum 1956-1978
er að fmna eitt og ann-
að um gamla veður-
speki sem Jón Eyþórs-
son tók saman.
Um sjóinn
Ef sjórinn gefur af sér undirhljóð nær hann er brimlaus í
stilliveðri merkir það regn og storm sem tíðast á norðan.
Þá menn sjá sjóinn ókyrrast í góðu veðri og er ólgumikill
svo hver aldan ríður upp á annarri boðar það storm og rosa.
Ef sjórinn sést mórauður að lit með moski og ögnum boðar
það storm.
Um fuglana
Þegar mávur og svartbakar setjast saman í miklun hópum
á fjörusker boðar það storm og óveður.
Nær hrafnar saman í hópa safnast leikandi sér í lofti með
litiu og ijótu krunki þá bera þeir vitni um að gott veður komi.
Þá svanir fyrst fljúga af landi til sjávar kemur oftast lang-
gæfur stormur og harður vetur.
Nær haninn galar oft og óvanalega áður en hans réttur vani
er til merkir það snjó.
Þegar fuglar og mý safnast saman í stórum hópum í lofti um
sólarlag lítið eitt frá jörðu merkir það varmt veður að morgni
komandi.
Um kvikindi
Þá ftskar og smáseiði stökkva upp úr sjó og vatni boðar það
regn.
Nær hundar grafa holur í jörð boðar það langa úrkomu af
snjó og regni.
Þá menn sjá sauði stangast með flæstum nösum i loft upp,
boðar það regn og snjó.
Um tungiiö
Sé sá upplýsti tunglsins
partur tunglsins klár og sklr og
bjartur,. sýnir skírt veður og
gott, einkum til þess hálfvaxið
er tungl.
Ef sunnanvindur er þá
menn sjá þriggia nátta gamalt
tungl þá kemur regn á þeim
Qórða degi.
Ungt tungl, þriggja eða úögurra nátta, skal í heiðríku lofti
skoða einni stundu eða nokkru síöar eftir sólsetur. Sé sá upp-
lýsti partur rauður með hvössum homum þýðb- það vind og
frost um vetur, einkum á öðrum kvartemum.
Safnist mikill, þykkur hringur i kringum tungl líkast sem
regnboginn á nóttu og hafi hlið á sér, þýðir það veðráttuskipti
til snjóar og regns.
Um sólina
Ef undan sólu gengur einn úlfúr, er vér Gýl nefnum, og
gangi út af honum langur hali eða rauður geisli, merkir það
ætíð storm.
Nær sólin í sinni uppgöngu er aldeilis hrein og klár, og séu
engin ský eður loftsins dampur kringum hana, þá verður sá
dagur og nótt með blástur.
Um dauða hluti
Ef heyrist niður og dunur miklar i fjöllum þegar logn
er.boðar það storm.
Ef léreft nýtt er lagt á vatn og verði það stift þá það
er upp aftur tekið, þó fyrir utan frost, boðar það frost og
kulda.
Nær hreint lýsi logar á lampa eður pönnu og snarki
í því með sprettandi neistum boðar það regn.
Þá klukkuhljóð er meira og skærara en vant er til
boðar það regn og úrkomu.
Um eldiim
Þá maður sér á vetur að eldur er mjög rauður og sárheit-
ur merkir það kulda.
Viðarkol og glæður mjög eldrauðar sýna skært og gott veð-
ur.
Rauðleitur eldur í lofti er mjög skaðlegur en æsist mest í
regni og vatni og brennir það hann snertir.
Nær maður sér í votviðri að ljósið logar spart þá er loftið
hneigt til úrkomulegs veðurs.
Um þokuna
Nær þoka mikil og langsöm gengur má maður vænta margs
um veðráttufar í lofti því nær sú dimma þöka endast vill oflast
nær eftir koma stundum hrið, vindur og kuldi, stundum langt
votviðri með stormi.
Öll sú þoka sem stendur neðarlega við jörð en flöll eru heið-
skír ofan, sú þoka boðar altíð klárt veður og milt.
Ef hrímþoka sveimar í loft upp um vetur þá má maður víst
vænta að hún kemur oft með snjófalli miklu á jörð sé himinn
klár en standi víða þoka ofan á fjöllum merkir storm eftir kom-
andi.
Um reng og vatnsviðri
Það regn sem rignir í logni mjög ákaft og gerir bólur á vatni
boðar þurrt veður og stendur sjaldan lengi.
Regnskúrir á kvöldum eins á morgna, merkir oft þurra og
komandi klára veðráttu.
Þá regnið þurrkast á jörðinni í logni fljótara en eðlilegt er,
merkir það að meiri og höstugra regn á eftir komi.
Um snjófall
Kornsnjór mjög smár fallandi merkir frost og aukning kuld-
ans.
Snjódrífa sú sem niður feUur svo sem í flokkum eða hnoðr-
um er vér köflum skæðadrífu, merkir það að þurrt veður eftir
komi.
Um vindinn
Vindur sá sem kemur með
degi plagar harðari eða verra
en sá sem kemur með nóttu.
Norðanvindurinn er
heUsusamari en aðrir vindar.
MikUl stormur þurr, lykt-
ar oft með regni.
Stormur vaxandi um mið-
degi, merkir þráviðri nokkra
daga.
Frá fyrstu tíð hafa menn stundaó þá iðju
aó spá í veðrið, sumar veðurspár eru byggó-
ar á reynslu og eftirtekt en aórar eru
ágiskarir og spuni. Því varjafnvel trúaó aö
veórió stjórnaðist af breytni mannanna og
aö vont veóur lægöi upp úr messutíma vissa
helgi- og bœnadaga.
Veöriö er sígilt umrœöuefni og þaö getur
komió sér vel að vita eitt og annaó smálegt
um þaö í fermingarveislum og öðrum boó-
um þar sem menn hafa ekkert aö segja.
Litiö tll veðurs
Páll Bergþórsson veðurfræöingur segir aö
þaö ieiki enginn vafi á því aö menn hafi
tekiö afskaplega vet eftir veörinu því í
mörgum tilfellum áttu menn líf sitt undir því
aö lesa veöriö rétt.
Köttur sleikir lappir sínar
Áriö 1919 gaf Sigurður Þórólfson út bók
sem nefnist Alþýðleg veðurfræði. I bókinni
er að finna ýmsan fróðleik um veðrið. Sig-
urður safnaði m.a. ýmsu skemmtilegu um
spádóma tengdum veðri og segir á einum
stað: „En nú vill svo til, að reynsla stöku
manna hefir sýnt, að sumar af þessum alls-
herjar veðurspám hafa fullt gildi, þótt hin-
ir svo nefndu veðurfræðingar viti ekkert
um það, og gangi flestir fram hjá þeim sem
annarri hjátrú."
Sigurður tínir til veðurspár eftir vissum
dögum og segir að í kaþólsku hctfi menn
tekið mikiö mark á helgum messudögum.
Góður fóstudagur langi gefur til dæmis
góðan sauðburð og það er gömul trú að
páskaveöráttan fari eftir jólaveðráttunni.
„Auð jól, hvítir páskar“ eða „hvít jól, auð-
ir páskar".
Þegar köttur sleikir lappir sínar og
kembir sig, þá er von á regni en þegar kött-
getur staðist. Þetta er í raun árstíðarspár
og eitthvað sem veðurfræðingar eru rétt
að byrja að prófa sig áfram með. Menn
hljóta að hafa lært eitthvað af reynslunni
og í sumum tilfellum er hún orðin hluti
af þjóðtrúnni.
I Konungsskuggsjá frá þrettándu öld er
að finna lýsingu á vindunum. Þeir eru
taldir upp í sömu röð og þeir koma meö
lægðum og um leið lýst á mjög skáldleg-
an hátt hvaða veður fylgir hverri vindátt.
Ég held aftur á móti að það sé vafasamt
að treysta því sem menn
hafa verið að álykta út
frá hegðun dýra. Það
er ekki ólíklegt að
mýs velji sér hol-
ur þar sem
skjólið er al-
gengara heldur
en upp í vind-
inn en það er
ekki hægt að líta
á slíkt sem spá.
Hestar setja stund-
um hömina í veðrið
eða verða órólegir og
hlaupa um en ég veit ekki
hvaða spágildi það hefur.
Viðhorf manna hafa verið að breytast
undanfama áratugi og ég held aö fólk sé
farið að treysta meira á veðurspána.
Framan af voru menn í kappi við Veður-
stofuna um að standa sig eins vel eða bet-
ur. Sumar húsfreyjumar sögðu að það
væri betra að eiga veðurglöggan bónda
en hlusta á veðurfræðingana. Smátt og
smátt hafa spárnar batnað, sérstaklega
með tilkomu tölvunnar, og þá hætta
menn að byggja á eigin reynslu. Veður
geta líka verið staðbundið og þá þekkja
heimamenn það betur en veðurfræðing-
arnir.
Það leikur enginn vafi á að menn tóku
afskaplega vel eftir veðrinu og ekki aö
ástæðulausu því í mörgum tilfellum áttu
þeir líf sitt undir því að lesa veðrið rétt
og forðast allar heimskulegar reglur.“
Veöurdraumar
Dreymi veðurglöggan einstakling ljósa
liti boðar það venjulega snjókomu en
dökkir litir auða jörð. Fjöldi karla í
draumi segir til um hvað veðráttan á að
standa í marga daga eða mánuði en fjöldi
kvenna vikur. Gull vissi á sólskin, silfur
á kulda og látún á bjartviðri. Brennivín
og drukkið fólk i draumum er fyrirboði
vætutíðar og söngur og hávaði boðar
storm og óveður.
„Veltast í honum veðrin stinn,
veiga mælti skoröan,
Kominn er þefur í koppinn minn,
kemur hann senn á norðan."
-kip@ff.is