Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
23
Helgarblað
Júlía Roberts leikkona
Þaö er ekki nóg með að hún eigi
von á óskari heldur mun hún vera í
giftingarhugleiðingum.
Ætlar
Júlía að
gifta sig?
Júlía Roberts, leikkonán fagra
með leggina löngu, hefur einkar
snoturt göngulag. Það gæti nýst
henni vel þegar og ef hún ákveður
að ganga upp aö altarinu með
unnusta sínum, Benjamin Bratt.
Ekki er að efa að þá munu margir
karlmenn horfa með söknuði á fagr-
an limaburð Júlíu.
Flest gengur Júlíu í haginn þessa
dagana en veðmangarar í
Hollywood telja nær öruggt að hún
fái óskarsverðlaun fyrir frammi-
stöðu sína í kvikmyndinni Erin
Brockovich sem margir hafa þegar
séð.
Það er almennt talið óhætt fyrir
Roberts að fara að semja þakkar-
ræðuna sem margar leikkonur hafa
klökknað yfir um dagana.
Hvort hjónabandið er eins öruggt
skal ósagt látið. Hér er ekki rúm til
þess að telja upp alla þá sem hin
fagra Roberts hefur verið orðuð við
en stundum hefur hún verið bók-
staflega trúlofuð og verið komin
með annan fótinn í hnapphelduna
en alltaf hefur eitthvað komið upp
á.
Kannski er Roberts haldin ótta
við skuldbindingu. Ef til vill óttast
hún að karlmenn elski hana ekki
eins og hún er heldur eins og hún
birtist á kvikmyndatjcddi hugans í
uppáhaldshlutverkinu þeirra. Verð-
ur myndin alitaf sýnd í stóra saln-
um? Þessar spumingar hljóta að
leita á huga Júlíu þegar hún skoðar
brúðarkjólana og slörin í tískuversl-
unum heimsins.
uf íðmu
M. BENZ 320CE, einn sá
flottasti, með talfrjálsum
GSM-síma, topplúga, rafdr.
í öllu, 17“ álfelgur, 230 hö.,
djúpsvartur. Skipti möguleg.
(Er á höttunum eftir nýlegum
LandCruiser 100), annað
kemur þó til greina.
Uppl. gefur Valdimar Árnason
í síma 893-8808.
Ekkert unglamb
- of gömul fyrir Hannibal
Hannibal er kominn aftur á skrið
en í þetta sinn er Clarice Starling
leikin af Julianne Moore í stað
Jodie Foster sem lék hana svo eftir-
minnilega í Lömbin þagna. Hún lék
svo vel að lömbin ætluðu gjörsam-
lega aldrei að þagna.
Jodie hefur sagt í fjölmiðlum að
hún hafl ekki viljað leika i fram-
haldinu vegna þess að framleiðend-
ur myndarinnar vildu ekki greiða
henni þær fjórtán milljónir punda
sem hún fór fram á. Dino
DeLaurentis var fyrst taiinn nokk-
uð dapur vegna þessarar ákvörðun-
ar Jodie en nú hefur annað komið í
ljós.
Dino segist vera ánægður með
þetta og hann hafi aldrei verið æst-
ur i að fá hana í myndina. „Hún var
of gömul til að leika hana,“ sagði
Dino og viðurkennir að hann hafi
alltaf viljað fá Julianne í hlutverkið.
Julianne var, að sögn Dinos, „helm-
ingi yngri en Jodie og tók aðeins
brot af launum hennar“.
Jodie fékk, eins og kunnugt er,
óskarsverölaun fyrir leik sinn í
Lömbin þagna en þrátt fyrir það
hefur Dino ráðist að leikhæfileikum
hennar og útliti. „Sjáið Anna and
the King,“ segir Dino. „Myndin féll
vegna þess að það vantaði allan
kynþokka í hana.“
Viðtökurnar við Hannibal eru
hins vegar ekkert til að hrópa húrra
fyrir ef litið er á þá gagnrýni sem
myndin hefur fengið. Fólki ofbýður
viðbjóðurinn í myndinni og segir að
Julianna Moore hafi ekkert að gera
1 gamla manninn. Jodie hefur
kannski haft rétt fyrir sér eftir allt.
Fariö aö slá í Jodie
Jodie Foster var of gömul fyrir
Flannibal, að mati De Laurentis.
- komum í veg fyrir að nýir og hættulegir
dýrasjúkdómar berist til landsins!
Víða erlendis eru landlægir dýrasjúkdómar
sem íslenskir dýrastofnar hafa sloppið við fram til þessa.
Gin-og klaufaveiki
sem nú breiðist út í Bretlandi og e.t.v. víðar er einn þessara hættulegu sjúkdóma.
Ef hann bærist til íslands hefði það ófyrirsjáanlegar afleiðingar í for með sér.
Áskorun til innlendra sem erlendra ferðamanna
Allur innflutningur á hráum
matvælum er bannaður.
Minnsta brot á þessum reglum
getur valdið óbætanlegu tjóni.
Fólk sem hyggur á ferðir
til Bretlands er varað við
að heimsækja bóndabæi
og landbúnaðarsvæði vegna
smithættu.
Yfirdýralæknir
Sölvhólsgata 7-150 Reykjavík - Sími 560 9750 - Fax: 552 1160
5> Ferðist fólk um landbúnaðarsvæði
í Bretlandi skal setja öll föt
sem notuð eru í plastpoka strax
að lokinni notkun og þvo og hreinsa
í fatahreinsun strax eftir heimkomu.
Skófatnað þarf einnig að sótthreinsa.
Z> Þeir sem hafa ferðast
um landbúnaðarsvæði í Bretlandi
skulu auk þess forðast snertingu
við dýr hér á landi í að minnsta
kosti fimm daga eftir heimkomu.
Hðnnun: Gísli B. Tövu- og myndvinnsla: Nast...