Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 55 DV Tilvera Allsberar tilboðs-pylsur Ágústa Valdís Sverrisdóttir land- fræðmgur er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún starfar hjá innan- landsdeild Samvinnuferða og segir þar ríkja skemmtilegan starfsanda og að þær samstarfskonur myndi mjög sam- heldinn og góðan hóp. „Það er mjög skemmtilegur andi í deildinni og við reynum að gera mikið saman utan vinnu,“ segir Ágústa. Aðspurð segist hún hafa lent í ýmsu tengdu matargerð í gegnum tiðina. Ein máltíð „Ég held að það eftirminnilegasta sem ég hef lent í var þegar við vinkon- umar ákváðum að ganga hinn svokali- aða Laugaveg. Undirbúningurinn hafði staðið í þó nokkum tima enda þurfti að mörgu að huga. Við vorum yfir okkur spenntar, héldum fúndi tengda þessari göngu og tiihlökkunin var í hámarki. Við vorum allar sam- mála um að til að þurfa að bera sem minnst myndum við stilla farangri í hóf og því miður matarbirgðunum líka. Ákveðið var að taka aðeins eina og þá góða máltið með sem átti að borða þegar komið væri á leiðarenda. Við hittumst svo í ónefndri búð í bænum til að kaupa matarbirgðir fyrir ferðina og röltum léttar í skapi og í sannköll- uðum ferðahug um búðina. Þegar kom- ið var að kjötborðinu renndum við Humar með villisveppum Fyrir 6 500 g skelflettur humar 50 g smjör Villlsveppasósa 30 g þurrkaðir villisveppir 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 2 msk. furuhnetur 1 peli rjómi 1 dl fisksoð eða vatn og teningur 2 msk. rjómaostur salt og pipar 1 stk. súputeningur Meðlæti Laufsalat, t.d. eikarlauf, og smá- brauð. Byrjið á að laga sósuna. Hitið smjörið á pönnu uns freyðir. Þerrið humarinn og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið tilbúinni sósunni yfir og látið sjóða í eina mínútu. Berið strax fram. Skreytið með laufsalati og stein- selju. Villisveppasósan Sjóöið villisveppina í tveim dl af vatni í fimm mínútur, veiðið siðan sveppina upp úr. Saxið laukinn og steikið glæran ásamt villisveppun- um í örlítilli olíu, bætið síðan furu- hnetum og hvítlauk saman við. Kryddið með salti og pipar. Þar á eftir er bætt við rjóma, rjómaosti, sveppasoði og teningum. Sjóðið við vægan hita í 3-4 mínútur. Hollráð Gætið þess að ofelda ekki humar- inn. Því minna sem hann er eldaður því betri verður hann. Nýkaup Þnr semferskleikinn býr - í síöustu máltíöina Agústa Valdís Sverrisdóttir „Þegar komiö var aö kjötboröinu renndum viö hýru auga á allt sem var undir 500 g en staönæmdumst svo viö tilboðshorniö. “ hýru auga á allt sem var undir 500 g en staðnæmdumst svo við tilboðshomið. Okkur var öllum starsýnt og pylsutil- boð sem var varla hægt að láta fram hjá sér fara. „Pylsur eru jú svo létt fæða og góðar á grillið," sagði ein okk- ar og hinar tóku undir. Það var ákveð- ið að grillaðar pylsur yrðu okkar mat- ur þennan daginn. Við höfðum ekki gert ráð fyrir tómatsósu, sinnepi, re- múlaði og lauk svo við ákáðum að taka það með og sleppa þá öllu „nasli“ yfir daginn. Bakaðar kjúklingabríngur 4 kjúklingabringur 100 g kastalaostur salt og pipar ferskir sveppir 1 peli rjómi sérrí ferskar gulrætur kartöflur Aðferð: Það er búinn til vasi í bringuna og í hann er sett salt og pipar og kastalaost- ur. Vasanum er síðan lokað með tann- stönglum. Þetta er síðan brúnað á pönnu og kryddað með salti og pipar og hvítlauk. Bringumar em settar í smurt eldfast mót og bakað í ofni í 3540 mín (160-170"). Sósan: Niðurskomir sveppir steiktir í smjöri og hvitlauk, síðan er stráð yfir salt og pipar. Að þessu loknu er útbúin hefðbund- in smjörbollusósa. Meðlætinu er siðan bætt út í ásamt smávegis koníaki og einum pela af ijóma. Kryddað að vild. Sósuna á að þynna með kjúklingasoði (vatn + teningur). Meðlæti: Ferskar gulrætur, steiktar upp úr smöri og hvítlauk, salti og pipar. Kartöflui" Nýjar kartöflur skrældar og í þær em ristar djúpar raufir. Siðan er þeim raðað i eldfast mót og bakað í 3540 mínútur (170°). Yfir kartöflumar er sett gróft salt - mikið. Salat: Fersk salat (rosso), með tómötum, papriku, rauðlauk og feta osti. Einnig er gott að bæta við balsamik-ediki. • Stórminnkar sóiarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægiiegri • Útilokar nánast útfjólubláa geisla og uppiitun • Eykur öryggi í fárviðmm og jarðskjálftum • Eykur öiyggi gegn innbrotum • Bmnavarnarstuðull er F 15 • Einangrar gegn kulda, hita og hávaða ■ Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerflísum í andlit • Gerir bílinn/húsið glæsilegra GLÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi í blíöskaparveörí Það var kátur hópur sem hélt af stað í þessa göngu og gekk allt að óskum. Sumir stoppuðu á leiðinni og fengu sér súpu, súkkulaði og annað slíkt en við hugsuðum hlýlega um tilboðspylsum- ar okkar góðu og allt meðlætið. Það var blíðskaparveður þegar við komum í Þórsmörk og það vom hungr- aðar stúlkur sem skelltu pylsunum á grillið. Við biðum spenntar við grillið og það var ekki laust við öfúndarsvip þeirra sem höfðu fengið sér snakk á leiðinni og ekki verið jafn séðir og við með pylsur á áfangastað. Nema, nema. Allt í einu heyrist óþekkt hljóð á grill- inu og undarlegasta atvik átti sér stað. Kjötið úr pylsunum skaust út af grill- inu og einungis pylsuhýðið stóð eftir. Pylsumar vom allsberar í grasinu allt í kringum grillið. Það sló þögn á alla við grillið og ég þarf ekki að lýsa von- brigðasvip hópsins,“ segir Ágústa og hlær þegar hún rifjar þetta upp. „En eins og vani er þá ætla ég að gefa mína uppáhaidsuppskrift," sagði Ágústa að lokum. -klj hp p Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.