Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Page 47
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 55 DV Tilvera Allsberar tilboðs-pylsur Ágústa Valdís Sverrisdóttir land- fræðmgur er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Hún starfar hjá innan- landsdeild Samvinnuferða og segir þar ríkja skemmtilegan starfsanda og að þær samstarfskonur myndi mjög sam- heldinn og góðan hóp. „Það er mjög skemmtilegur andi í deildinni og við reynum að gera mikið saman utan vinnu,“ segir Ágústa. Aðspurð segist hún hafa lent í ýmsu tengdu matargerð í gegnum tiðina. Ein máltíð „Ég held að það eftirminnilegasta sem ég hef lent í var þegar við vinkon- umar ákváðum að ganga hinn svokali- aða Laugaveg. Undirbúningurinn hafði staðið í þó nokkum tima enda þurfti að mörgu að huga. Við vorum yfir okkur spenntar, héldum fúndi tengda þessari göngu og tiihlökkunin var í hámarki. Við vorum allar sam- mála um að til að þurfa að bera sem minnst myndum við stilla farangri í hóf og því miður matarbirgðunum líka. Ákveðið var að taka aðeins eina og þá góða máltið með sem átti að borða þegar komið væri á leiðarenda. Við hittumst svo í ónefndri búð í bænum til að kaupa matarbirgðir fyrir ferðina og röltum léttar í skapi og í sannköll- uðum ferðahug um búðina. Þegar kom- ið var að kjötborðinu renndum við Humar með villisveppum Fyrir 6 500 g skelflettur humar 50 g smjör Villlsveppasósa 30 g þurrkaðir villisveppir 1 stk. skalottlaukur 1 stk. hvítlauksgeiri 2 msk. furuhnetur 1 peli rjómi 1 dl fisksoð eða vatn og teningur 2 msk. rjómaostur salt og pipar 1 stk. súputeningur Meðlæti Laufsalat, t.d. eikarlauf, og smá- brauð. Byrjið á að laga sósuna. Hitið smjörið á pönnu uns freyðir. Þerrið humarinn og steikið í smjörinu, kryddið með salti og pipar. Hellið tilbúinni sósunni yfir og látið sjóða í eina mínútu. Berið strax fram. Skreytið með laufsalati og stein- selju. Villisveppasósan Sjóöið villisveppina í tveim dl af vatni í fimm mínútur, veiðið siðan sveppina upp úr. Saxið laukinn og steikið glæran ásamt villisveppun- um í örlítilli olíu, bætið síðan furu- hnetum og hvítlauk saman við. Kryddið með salti og pipar. Þar á eftir er bætt við rjóma, rjómaosti, sveppasoði og teningum. Sjóðið við vægan hita í 3-4 mínútur. Hollráð Gætið þess að ofelda ekki humar- inn. Því minna sem hann er eldaður því betri verður hann. Nýkaup Þnr semferskleikinn býr - í síöustu máltíöina Agústa Valdís Sverrisdóttir „Þegar komiö var aö kjötboröinu renndum viö hýru auga á allt sem var undir 500 g en staönæmdumst svo viö tilboðshorniö. “ hýru auga á allt sem var undir 500 g en staðnæmdumst svo við tilboðshomið. Okkur var öllum starsýnt og pylsutil- boð sem var varla hægt að láta fram hjá sér fara. „Pylsur eru jú svo létt fæða og góðar á grillið," sagði ein okk- ar og hinar tóku undir. Það var ákveð- ið að grillaðar pylsur yrðu okkar mat- ur þennan daginn. Við höfðum ekki gert ráð fyrir tómatsósu, sinnepi, re- múlaði og lauk svo við ákáðum að taka það með og sleppa þá öllu „nasli“ yfir daginn. Bakaðar kjúklingabríngur 4 kjúklingabringur 100 g kastalaostur salt og pipar ferskir sveppir 1 peli rjómi sérrí ferskar gulrætur kartöflur Aðferð: Það er búinn til vasi í bringuna og í hann er sett salt og pipar og kastalaost- ur. Vasanum er síðan lokað með tann- stönglum. Þetta er síðan brúnað á pönnu og kryddað með salti og pipar og hvítlauk. Bringumar em settar í smurt eldfast mót og bakað í ofni í 3540 mín (160-170"). Sósan: Niðurskomir sveppir steiktir í smjöri og hvitlauk, síðan er stráð yfir salt og pipar. Að þessu loknu er útbúin hefðbund- in smjörbollusósa. Meðlætinu er siðan bætt út í ásamt smávegis koníaki og einum pela af ijóma. Kryddað að vild. Sósuna á að þynna með kjúklingasoði (vatn + teningur). Meðlæti: Ferskar gulrætur, steiktar upp úr smöri og hvítlauk, salti og pipar. Kartöflui" Nýjar kartöflur skrældar og í þær em ristar djúpar raufir. Siðan er þeim raðað i eldfast mót og bakað í 3540 mínútur (170°). Yfir kartöflumar er sett gróft salt - mikið. Salat: Fersk salat (rosso), með tómötum, papriku, rauðlauk og feta osti. Einnig er gott að bæta við balsamik-ediki. • Stórminnkar sóiarhita • Gerir sólabirtuna mildari og þægiiegri • Útilokar nánast útfjólubláa geisla og uppiitun • Eykur öryggi í fárviðmm og jarðskjálftum • Eykur öiyggi gegn innbrotum • Bmnavarnarstuðull er F 15 • Einangrar gegn kulda, hita og hávaða ■ Glerið verður 300% sterkara • Minnkar hættu á glerflísum í andlit • Gerir bílinn/húsið glæsilegra GLÓIHF Dalbrekku 22 • Kópavogi í blíöskaparveörí Það var kátur hópur sem hélt af stað í þessa göngu og gekk allt að óskum. Sumir stoppuðu á leiðinni og fengu sér súpu, súkkulaði og annað slíkt en við hugsuðum hlýlega um tilboðspylsum- ar okkar góðu og allt meðlætið. Það var blíðskaparveður þegar við komum í Þórsmörk og það vom hungr- aðar stúlkur sem skelltu pylsunum á grillið. Við biðum spenntar við grillið og það var ekki laust við öfúndarsvip þeirra sem höfðu fengið sér snakk á leiðinni og ekki verið jafn séðir og við með pylsur á áfangastað. Nema, nema. Allt í einu heyrist óþekkt hljóð á grill- inu og undarlegasta atvik átti sér stað. Kjötið úr pylsunum skaust út af grill- inu og einungis pylsuhýðið stóð eftir. Pylsumar vom allsberar í grasinu allt í kringum grillið. Það sló þögn á alla við grillið og ég þarf ekki að lýsa von- brigðasvip hópsins,“ segir Ágústa og hlær þegar hún rifjar þetta upp. „En eins og vani er þá ætla ég að gefa mína uppáhaidsuppskrift," sagði Ágústa að lokum. -klj hp p Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.