Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Fréttir
DV
Umdeilt aðhald fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík:
Misskilin yfirvinna
- fullyrðingar ráðherra stangast á við orð lögreglumanna
Eins og kunnugt er batt fjárskortur
ávana- og fikniefnadeildar lögreglunn-
ar i Reykjavík hendur hennar í fyrra-
haust, en starfsmenn deiidarinnar
höföu klárað yfirvinnukvóta sinn í
september, enda hefur fikniefnadeild-
in verið ákaflega afkastamikil síðustu
tvö árin. Hatrömm deila hefur nú
sprottið upp milli lögreglumanna ann-
ars vegar og lögreglustjóra Reykjavík-
ur og dómsmálaráðherra hins vegar,
þar sem hinir fyrmefndu segja yfir-
vinnubann hafa verið sett á en hinir
síðarnefndu segja að ekki hafi verið
um yfirvinnubann að ræöa þar sem
lögreglumenn gátu fengið sérstakt
leyfi tO þess að vinna þá yfirvinnu
sem ekki var komist hjá. Auk þess
hafa lögreglumenn haidið því fram að
rannsókn máls hafi skaðast vegna
bannsins, en dómsmálaráðherra hefur
haldið hinu gagnstæöa fram.
Hinn 11. september síðastliðinn var
haldinn fundur með starfsmönnum
deildarinnar, þar sem þeim var sagt að
skorður yrðu settar á alla yfirvinnu
fram tO 10. desember, þegar nýtt
rekstrarár hófst. Lögreglu-
mönnunum var sagt að tekið
væri fyrir aOa yfirvinnu nema
með sérstöku leyfi yfirmanna.
Fleiri deildir lögreglunnar í
Reykjavík urðu einnig að
skerða yfirvinnu sina, og að
sögn Jónasar Magnússonar,
formanns Landssambands lög-
reglumanna, voru „menn að
snapa sér vaktir annars staðar
hjá öðrum deOdum, almennu
deildinni og svo framvegis."
Lög brotin?
Einn starfsmaður fikniefna-
deildarinnar fór að hafa
áhyggjur af lagalegri stöðu
sinni eftir að deOdin fékk vit-
neskju um að fikniefnasalar
myndu sækja stóra sendingu af
fikniefnum á ákveðinn stað
um helgi, en þegar leitað var
eftir yfirvinnuleyfi fékkst það
ekki á þeim grundveOi að yfir-
vinnubann væri í gangi. Þegar
lögreglumennirnir mættu tO
vinnu á mánudeginum komust
þeir að því að sendingin var
komin til landsins og í dreif-
ingu. í október hafði starfsmað-
urinn samband við Lögreglufé-
lag Reykjavíkur, sem í sam-
vinnu við Landssamband lög-
reglumanna fékk Sigurð Líndal
lagaprófessor tO þess að kanna
hvort fikniefnalögreglumenn
hefðu brotið lög þessa helgi, er
þeir rannsökuðu ekki áður-
nefnt fikniefnasmygl vegna fyrirmæla
um aö vinna ekki yfirvinnu.
„Fyrirmæli yfirmanna um bann við
yfirvinnu verða að teljast lögleg ef
ástæða er ónógar fjárveitingar sem
raktar verða tO ákvarðana Alþingis
sem fer með fjárveitingarvaldið. Þá
verður að áskOja að þeir hafi vakið at-
hygli yfirmanna sinna á vandanum,"
sagði Sigurður í skýrslunni. Hann
taldi að best væri að reyna að leysa
vandann í samvinnu við dómsmála-
ráðuneytið og fjármálaráðuneytið og
að Alþingi skuli svo fjalla um málið.
„Engin samkvæmni er í því að leggja
ríkar skyldur á lögreglumenn til að
upplýsa brot - ekki síst fíkniefnabrot -
en hafna síöan nauðsynlegum fjárveit-
ingum,“ segir Sigurður í skýrslunni.
Sigrún Maria Kristinsdóttir
blaðamaður
Sjö manns í gæsluvarðhaldi
Mikil fjölmiðlaumræða hófst í kjöl-
far þess að skorður voru settar á yfir-
vinnu þessarar deOdar lögreglunnar
og hefur þessi umræða blossað aftur
upp á síðustu dögum. Meðal annars
hefur komið fram að mikill tími fíkni-
efnalögreglunnar fer í akstur milli
Litla-Hrauns og Reykjavíkur, þar sem
gæsluvarðhaldsfangar dvelja fyrir
austan og oft þarf að flytja fanga tO
Reykjavíkur svo hægt sé að yfirheyra
þá vegna þess að einungis eitt yfir-
heyrsluherbergi er í fangelsinu. Sjö
manns sátu í gæsluvarðhaldi vegna
fíkniefnamisferla þegar hömlur voru
SAMSETT DV-MYND HARI
Stimplað út.
Starfsmönnum fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík
var ekki leyft að vinna yfirvinnu síðastliöið haust nema
með sérstöku leyfi yfirmanna sinna. Lögreglustjóri og
dómsmálaráðherra halda þvi fram að ekki hafi verið
um yfirvinnubann að ræða og stangast orð þeirra á við
orð lögreglumanna.
settar á yfirvinnu starfsmanna deild-
arinnar.
Forráðamenn lögreglunnar, sem og
dómsmálaráðherra, lýstu því margoft
yfir í fjölmiðlum að þótt lögreglan í
Reykjavik, sem og annars staðar í
landinu, þyrfti nú að herða sultaról-
ina, myndu engar þær fikniefnarann-
sóknir sem þegar voru í gangi þjást
fyrir bannið.
í umræðunni sem oröið hefur um
málið á síðustu dögum, hefur Böðvar
Bragason lögreglustjóri sent frá sér
lista yfir yfirvinnustundir ávana- og
fikniefnadeildarinnar, til stuðnings
orðum sínum um að yfirvinnubann
hafi ekki verið i gildi í fyrrahaust.
Listinn sýnir gífurlegar sveiflur í yfir-
vinnu deildarinnar, þar sem greiddar
yfirvinnustundir deildarinnar fóru úr
3118 stundum í júlí í 405,5 stundir í
september. Ekki fylgdi þó upplýsing-
unum hversu margir starfsmenn
standa að baki yfirvinnustundunum,
né hvort almennar vaktir eru meötald-
ar. Jafnframt kom ekki fram að sam-
kvæmt kjarasamningum fá vakta-
vinnustarfsmenn 25 mínútur á dag í
yfirvinnu vegna ógreiddra matartíma.
„Þegar menn eru að birta súlurit
yfir yfirvinnutíma þá eru menn að
tala um greidda tíma en ekki vinnu
við fíkniefnarannsóknir. Þeir sem
vinna vaktavinnu fá greiddar 25 mín-
útúr í yfirvinnu á dag bara vegna
skertra matartíma, og það segir okkur
strax að 1/4 af þessum 405,5 tímum eru
famir í það,“ sagði Jónas Magnússon.
Landssamband lögreglumanna hefur
jafnframt gagnrýnt það að í allri þess-
ari umræðu hafa brigður verið bornar
á trúverðugleika lögreglumanna.
Fleiri stöður skapaðar
Lögreglustjórinn í Reykjavík fékk
aukafjárveitingu árið 2000 tO þess að
íjölga í deildinni um fióra menn. Af
þvi varð þó ekki, en nú er búið
að auglýsa fimm stöður nýrra
lögreglumanna í fikniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík og
eina sams konar nýja stöðu í
Hafnarfirði. Auk þess er verið
að bæta við hundum á Akur-
eyri, Stykkishólmi og í Vest-
mannaeyjum, þannig að aug-
ijóst má vera að stjómvöld eru
að sinna þessum málum.
Landsmönnum er auk þess
kunnugt um gífurleg afköst
deildarinnar undanfarna mán-
uði og ár. Enda snýst deOan
ekki um það. Hún snýst um
það að lögreglumönnum var
bannað að vinna yfirvinnu
nema að fengnu sérstöku leyfi
yfirmanna sinna. Hún snýst
um það að lögreglumaður sagði
yfirmanni sínum frá rökstudd-
um gruni sínum um að glæpur
yrði framinn ákveðinn dag, en
yfirmaðurinn neitaði að stöðva
glæpinn þar sem hann var
framinn um helgi og yfirvöld
höfðu bannað yfirvinnu þar
sem fiármagn til slíkrar vinnu
deOdarinnar var uppurið.
Hvort þetta fellur undir yfir-
vinnubann eða ekki verður
hver að gera upp fyrir sig, en
yfirvöld hafa kosið að kaOa
þetta ekki bann. Lögreglu-
mennirnir sem horfðu upp á
glæpinn framinn án þess að
geta rönd við reist, líta þó svo á
að um bann hafi verið að ræða.
Deilan snýst jafnframt um að að Sól-
veig Pétursdóttir dómsmálaráðherra
hefur fullyrt að yfirvinnubannið hafi
ekki spillt fyrir rannsókn mála. Ríkis-
saksóknara hefur þó verið falið að
rannsaka hvað til er í fullyrðingum
lögreglumannsins sem haföi áhyggjur
af því að hafa framið glæp vegna þess
að hann vann ekki í frítíma sínum.
Dómsmálaráðherra lýsti því yfir í
haust að fikniefnalögreglan myndi
ekki þjást fyrir fiárskort og engar
rannsóknir sem þá voru í gangi
myndu stöðvast. Það þykir þó ljóst að
takmörkun yfirvinnu fíkniefnadeildar-
innar, hvaða nafni sem menn kjósa að
kaOa þá takmörkun, batt hendur fikni-
efnalögreglunnar meira en æskilegt
hefði verið.
SJO - NIU - ÞRETTAN
ÞETTA KEMUR EKKI FYRIR MIG!
SJÚKDOMATRYGGÐUR?
Staðreyndir málsins
27. október
HRINGDU 800 7-9-13 í 800-SJÖ-NÍU-ÞRETTÁN
0PID í DAG
11. september
Starfsmenn ávana- og
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík eru kallaðir á fund þar
sem þeim er tilkynnt að öll
yfirvinna er óheimil nema að
fengnu sérstöku leyfi yfirmanna,
þar sem kvóti deildarinnar fyrir
slíku er uppurinn vegna mikilla
anna fyrr á árinu.
14. september
Ingimundur Einarsson
varalögreglustjóri segir í samtali
við DV: „Við gerðutn
fjárhagsáætlun fyrir allar deildir
í upphafi ársins þar sem áœtlað
var hvað hver deild þyrfti til að
halda úti dagvinnu annars vegar
og eftirvinnu hins vegar.
Fíkniefnadeildin er búin með þá
peninga sem henni voru œtlaðir
til yfirvinnu og því varð að grípa
til þessa úrræðis. “
Byrjun október
Starfsmaður fíkniefnadeildar-
innar sendir Lögreglufélagi
Reykjavíkur bréf þar sem segir:
„Eins og stjómarmönnum œtti
að vera kunnugt um er ígildi
yfirvinnubann hjá [áfengis- og
fíkniefnadeild].... ÁFD hefur aflað
úrskurðar hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur til símhlustunar
nokkurra símanúmera vegna
rannsóknar á innflutningi og
dreifingu á miklu magni
fíkniefna. Fyrir síðustu hélgi var
það mat þeirra
rannsóknarlögreglumanna sem
stýrðu rannsókn þessa máls að
einn hinna grunuðu yrði um
helgina að handleika stóran
fíkniefnapakka sem fyrir skömmu
var smyglað til landsins og vœri
að koma fíknieþtapakkanum fyrir
og dreifa til smærri söluaðila. Það
var einnig mat rannsakara að
þarna væri um að ræða verulegt
magn fíkniefna. Var þetta mat
byggt á sönnunargögnum sem
fengust með símhlustun. Er leitað
var eftir heimild til að vinna að
þessu máli var vísað í fyrirmœli
frá [...], þar sem óheimilt er að
vinna aukavinnu íÁFD. Ekkert
var því unnið um helgina. í Ijós
kom eftir helgina að grunur
rannsakara reyndist á rökum
reistur og eru gögn því til
sönnunar. í gögnunum kemur
fram að um verulegt magn hafi
verið að ræða og margar tegundir
fíkniefna ... Spumingin sem
stendur eftir er því sú hvort
starfsmenn ÁFD eða starfsmenn
yfirstjómar embœttisins hafi með
því að hafa sönnunargögn undir
höndum sem bentu eindregið til
þess að refsiverður verknaður
stœði fyrir dyrum en ekkert
aðhafst, gerst þannig brotlegur
við lög. Einnig hvort efni séu til
þess að.senda umrætt mál til
opinberrar rannsóknar hjá
ríkissaksóknara. “
25. október
Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra segir í
Kastljósþœtti í Ríkissjónvarpinu
að hún fylgist mjög náið með
framgangi mála í deildinni og
muni sjá til þess að engar
rannsóknir í fíkniefnamálum
renni í strand.
26. október
Sigurður Líndal sendir frá sér
skýrslu sína, þar sem hann metur
að fíkniefnadeildarstarfsmenn
brjóti ekki lög ef þeir rannsaka
ekki ábendingar um
fíkniefnasmygl efyfirmenn þeirra
banna þeim að vinna yfirvinnu.
„Það er eingöngu unnin dagvinna
í fíkniefnadeildinni nema að því
leyti að ef eitthvert mál kemur
upp sem okkur þykir tilefni til að
leggja meiri vinnu íþá verður það
gert, “ segir Böðvar Bragason,
lögreglustjóri Reykjavíkur, í
samtali við DV. „Eftir stendur að
við erum í rekstrarvanda og
verðum að vinna okkur út úr
honum þangað til nýtt rekstrarár
hefst 10. desember.
Ffkniefnadeildin er aðeins hluti
af okkar starfsemi. Hér er enn
unnið á fullu allan daginn og í
mörgum deildum er unnin
yfirvinna. En það er líka gert í
fíkniefnadeildinni ef algjör
nauðsyn hefur kallað á slikt. “
27. febrúar
„Ég verð að segja, herra forseti,
að ég er orðin langþreytt á
umræðum um yfirvinnubann
fíkniefnadeildarinnar i Reykjavík.
Það hefur aldrei verið sett
yfirvinnubann á deildina og þeir
sem halda öðru fram vita
einfaldlega ekki hvað þeireru að
tala um, “ segir Sólveig
Péutrsdóttir dómsmálaráðherra í
utandagskrárumræðum á
Alþingi. Sólveig neitaði því
jafnframt að rannsóknir mála
hefðu spillst sídastliðid haust
vegna banns á yfirvinnu.
Lúðvík Bergvinsson,
alþingismaður
Samfylkingarinnar, segir síðar í
sömu umrœðum: „Sá orðrómur
sem hefur lengi legið í loftinu um
það að vegna fjárskorts hafi
fíkniefnadeildin þurft að haga
starfsemi sinni þannig að hún
hafi ekki getað unnið yfirtíð. Þessu
hefur verið haldið fram hjá
Ríkisútvarpinu, þessu hefur verið
haldið fram afDegi, þessu hefur
verið haldið fram af DV, þessu
hefur verið haldið fram af
Landssambandi lögreglumanna
og þessu hefur verið haldið fram
af einstaka lögreglumönnum.
Síðan geta menn ráðið því hvort
þeir trúa hœstvirtum
dómsmálaráðherra eða x
einhverjum öðrum.“
28. febrúar
Böðvar Bragason, lögreglustjóri í
Reykjavík, og Ingimundur
Einarsson varalögreglustjóri senda
frá sér yfirlýsingu þar sem segir:
„Eins og ítrékað hefur komið fram
varð að leggja ákveðnar
takmarkanir við yfirvinnu ávana-
og fíkniefnadeildar, sem og
annarra deilda embœttisins frá
liðnu hausti til áramóta.
Yfirvinnubann hefur liins vegar
aldrei verið sett á ávana- og
fíkniefnadeild. “
28. febrúar og 1. mars
Jónas Magnússon, formaður
Landssambands lögrelgumanna,
segir i fjölmiðlum að víst hafi
verið um yfirvinnubann að ræða.
„Það eru tugir manna sem geta
staðfest að það var sett á
yfirvinnubann, “ sagði Jónas.
1. mars
Landssamband lögreglumanna
sendir frá sér ályktun þar sem
stuðningi við orð formannsins í
fjölmiðlum er lýst yfir.
„Fundurinn ítrekar stuðning sinn
við formann Landssambands
lögrelgumanna og lýsir yfir
undrun sinni á því að
dómsmálaráðherra skuli ekki eftir
alla þessa umræðu hafa undir
höndum réttar upplýsingar
varðandi málið,“ stendur í
yfirlýsingunni. _
íxca