Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Helgarblað______________________________________________________________________________________X>V
Margrét Pálmadóttir, söngstjóri og frumkvööull.
Margrét fór meö kvennakórinn Vox Feminae til Ítalíu og þar sungu hennar konur til silfurs í stórri alþjóölegri kórakeppni. Margrét er fyrir miðju
1 fremstu röö á myndinni.
Sungið í sorg
og gleði
- Margrét Pálmadóttir kórstjóri segir frá silfurverðlaunum Vox Feminae á
Ítalíu, átökum og sársauka eftir skilnaðinn við Kvennakór Reykjavíkur og
einstökum röddum íslenskra kvenna
Það hefur ekki farið hátt
en Margrét Pálmadóttir
söngstjóri og kór hennar,
Vox Feminae, unnu til
silfurverðlauna í alþjóð-
legri kórakeppni á Ítalíu
í nóvember sl. Vox Fem-
inae er 7 ára gamall
kvennakór sem Margrét
hefur stjórnað frá
stofnun.
Þessi kórakeppni var haldin i
Vatíkaninu í Róm, í áttunda sinn,
og 22 kórar tóku þátt. Keppnin er
haldin til dýröar tónskáldinu
Palestrina sem hefur stundum ver-
iö kallaður höfuðtónskáld kaþ-
ólsku kirkjunnar. Vox Feminae
sótti um þátttöku snemma á síö-
asta ári og sendi þá til Ítalíu sýnis-
hom af söng kórsins og síðan var
beðið með óþreyju eftir svari sem
lét á sér standa.
Ærðust af fögnuði
„í september ákváðum við síðan
hringja," sagði Margrét Pálmadótt-
ir þegar hún rifjar atburðarásina
upp í samtali við DV.
„Þeir sögðu bara: „Auðvitað
komust þið inn, eruð þið virkilega
ekki búnar að fá bréfið?" Við ærð-
umst auðvitaö af fögnuði því það
eru kannski 100 kórar sem sækja
um og enn glaðari urðum við þeg-
ar við sáum hvað standardinn á
keppninni var hár. Það voru að-
eins tveir kvennakórar í keppn-
inni; hinn var frá Úkraínu, nánast
stúlknakór, sem vann til sérstakra
verðlauna."
í keppni eins og þessari er keppt
í tveimur riðlum. Kórar geta valið
hvort þeir keppa með skylduverk-
um eða án skylduverka. Það þýðir
að dómnefnd ákveður hvað kórinn
skuli syngja og hún sendi um hæl
verk, Regina Coeli, eftir Palestr-
ina.
„Þetta varð nokkuð flókin
handavinna því þetta var skrifað
út í gamalli kirkjutóntegund sem
var ekki alveg heppileg fyrir
kvennakór. Við máttum ekki
spyrja hvort mætti breyta verkinu
svo ég stóð frammi fyrir erfiðu
verkefni.
Ég valdi þann kostinn að vera
trú þeirri tóntegund sem tónskáld-
ið hafði valið en breytti í stað þess
raddsetningunni lítillega. í stað
þess að láta sópran syngja laglin-
una lét ég 1. alt syngja hana og
færði hinar raddirnar til.“
Þær fengu silfur
Þetta handaverk Margrétar féll i
góðan jarðveg og vakti sérstaka at-
hygli dómnefndar. Auk þess flutti
kórinn verk eftir John Speight sem
hann hafði samiö sérstaklega fyrir
Vox Feminae. I keppni af þessu
tagi má ekkert út af bregða því
dómnefndarmenn fylgjast eins og
haukar með hverri hreyfingu kór-
stjórans, látbragði söngvara, hreyf-
ingum þeirra og bókstaflega öllu,
fyrir utan þáð að hlusta eins og
Heimdallur forðum á allt sem
sungið er.
Keppnin er í raun tveir samfelld-
ir dagar i látlausum söng. Kirkjan
þar sem hún fer fram er opin fyrir
áheyrendum en dómnefndin situr
sem fastast.
„Dómnefndin er aiþjóðleg, skip-
uð toppfólki hvaðanæva úr heim-
inum og sérstökum fulltrúa
Vatíkansins að auki.“
Margrét var eini kvenkórstjór-
inn sem fékk verðlaun í keppninni
og er óhætt aö segja að glæsilegur
árangur kórsins í keppninni stað-
festi þann árangur sem hún hefur
náð með kómum. Við fjölmenna
messu í Vatíkaninu á Péturstorg-
inu flutti páfi Vox Feminae sér-
staka kveðju en kórinn var sá eini
frá lútersku landi.
„Ég á 20 ára kennaraafmæli í
tónlist í haust svo þetta gladdi mig
mjög mikið.“
Jafnfætis strákunum
Margrét telur að kostimir við að
taka þátt í keppni af þessu tagi séu
að setja kórnum öflug markmið, fá
tónskáld til að skrifa fyrir hann
nýja tónlist, fá samanburð við aðra
kóra og sanna sig.
„Það besta var þó að kynnast
tónlistarfólki og kórstjórum víða
að úr heiminum. Þama koma lika
fuiltrúar margra kórakeppna og
kórahátíða víðs vegar úr heimin-
um og okkur barst fjöldi boöa um
alls konar verkefni. Við fengum
boð um að taka þátt í Musica
Sacra, mikilli kórakeppni í Prag
sem karlakórinn Fóstbræður ætlar
að taka þátt í næsta vor.
Það að standa þannig við hliðina
á bestu íslensku kórunum gleður
mig mikið. Strákarnir hafa 80 ára
forskot á okkur í að skipuleggja
svona starf en þetta boð staðfestir
að við getum sungið á sömu stöð-
um og þeir. Við fengum einnig boð
um að taka þátt 4 frægum kórahá-
tíðum, m.a. á írlandi og víða á ítal-
íu, en höfum ekki enn nógu traust-
an fjárhag til að standa í því.“
Þau eru tómlát
Margrét telur að til ferðalaga af
þessu tagi þyrfti kórinn opinberan
styrk en hún telur kórinn á köflum
mæta tómlæti yflrvalda.
„Það eina sem ég sakna frá ann-
ars stórgóðu menningarári í
Reykjavík var að Vox Feminae
skyldi aldrei vera boðið að taka
þátt í því. Ef við erum nógu góðar
til að taka þátt í erlendum festivöl-
um þá er engin ástæða til að snið-
ganga okkur á íslenskum hátíðum.
Það sem hefur dregið þennan
kór áfram er að skapa sér sín eig-
in tækifæri og markmið. Ef maður
„Ég var miður mín fyrst á
eftir og upplifði þetta eins
og persónulegan skilnað.
Ég var gríðarlega langt
niðri mjög lengi og fann
mikinn sársauka og höfn-
un. Ég skammast mín
ekkert fyrir að segja að ég
leitaði mér hjálpar sál-
frœðings til að komast yfir
þessa erfiðleika og ég tel
að mér hafi tekist það.“
setur sér engin markmið þá er
maður i neðstu deild og situr þar
eftir. Það sem ég tel að nú skipti
mestu máli í mínu kórstarfi er að
byggja upp þétt innra kórstarf."
í húsiraddanna
Margrét tók í haust á leigu stórt
húsnæði við Skúlagötu 30 þar sem
hún rekur menningarmiðstöðina
Domus Vox sem þýðir hús radd-
anna. Þetta er á annarri hæð, þar
sem áður var geymd málning, en
iðnar hendur hafa nú innréttað og
breytt í skrifstofur, eldhús, tón-
leikasal, æflngasal og kafflhorn og
króka. Það er hægt að ganga beint
úr tónleikasalnum út í sólríkt port,
umkringt elsta fjósi Reykjavíkur
við Barónsstíg, elsta fjölbýlishúsi
landsins í Bjamaborg og anda að
sér lystaukandi ilminum frá kex-
verksmiöjunni Frón.
í Domus Vox koma 400 manns í
hverri viku til þess að taka þátt í
fjölþættri starfsemi. Þar starfa
Gospelsystur Reykjavíkur sem er
120 kvenna kór, kórskólar kvenna
og karla, Vox Feminae, Stúlknakór
Reykjavíkur, þar er rekinn söng-
skóli og söngleikjadeild sem Mar-
grét Eir Hjartardóttir sér um.
Margrét Pálmadóttir stofnaði
fyrir rúmum 7 árum Kvennakór
Reykjavíkur sem varð að öflugri
bylgju fjölbreytts tónlistarstarfs
með konum á öllum aldri. Kór-
skóli, stórir kórar, litlir kórar og
alls konar kórar spruttu upp og
fyrir rúmu ári mátti telja um 500
konur innan vébanda starfseminn-
ar sem fékk inni í hálfbyggðu húsi
Karlakórs Reykjavíkur, Ými í
Öskjuhlíð, en Reykjavíkurborg tók
að sér að greiða húsaleigu i 10 ár.
Skílnaður og sársauki
Þegar skipulagsbreytingar voru
geröár á Kvennakór Reykjavíkur
var Margréti sagt upp og í kjölfar-
iö haslaði hún sér völl á þessum
nýfá-Xþttvangi og má segja að þrír
kóránna hafi fylgt henni, þ.e. Vox
Feminae, Gospelsystur og Stúlkna-
kór Reykjavikur. Leifar fyrra sam-
starfs birtast í því að tveir kórar
Margrétar eiga enn sinn æfinga-
tíma í Ými, og munu eiga næstu
átta árin, en 15 milljóna framlag
borgarinnar var háð þvi að kórarn-
ir gengju til samstarfs við Ými.
En var þetta ekki erfiður að-
skilnaður?
„Ég stofnaði þessa hreyfingu á
sínum tíma og það verður aldrei
tekið frá mér. Það var gaman að
sjá hvernig þessi stóri hópur
kvenna sem spannar allt litróf
mannlífsins, allt frá villtum kon-
um yfir í virðulega prófessora, hef-
ur skipst í hópa sem hver hefur
fundið samhljóm sinnar raddar.
Ég upplifði mikinn sársauka
þegar Kvennakórinn sundraðist.
En svo hef ég áttað mig á því að
þrátt fyrir rifrildi við nokkrar kon-
ur þá elska ég þennan hóp. Það er
ekkert steinhjarta í mér gagnvart
þeim.
Stundum þarf að stofna eitthvað
þvi það er ekki til. En það má ekki
hanga í því, maður verður aö geta
vaxið frá því. Ég var miður mín
fyrst á eftir og upplifði þetta eins
og persónulegan skilnað. Ég var
gríðarlega langt niðri mjög lengi
og fann mikinn sársauka og höfn-
un. Ég skammast mín ekkert fyrir
aö segja að ég leitaði mér hjálpar
sálfræðings til að komast yfir
þessa erfiðleika og ég tel að mér
hafi tekist það.“
Af hverju græt ég?
„íslenskar konur búa yfir ein-
stökum hæfileikum í röddum sín-
um. Það er yndislegt aö hafa feng-
ið að virkja þær til söngs og finna
kraftinn. Það er nauðsynlegt í
hraða nútímans að stíga inn í
sjálfa sig og finna þessa frumþörf
og þennan kraft sem felst í að
syngja.
Það kom til mín kona á Ítalíu og
sagði: Margrét, af hveiju fer ég
alltaf að gráta þegar ég hlusta á
kórinn þinn?
- Þú ert aö upplifa konur með
mikla og ólíka reynslu, sagði ég
viö hana.
í þessum litla kór kristallast
reynsla kvenna. Á meðan á þessari
ferö Vox Feminae til Ítalíu stóð
missti ein kona móður sína, önnur
fór frá ungu barni meö full brjóst
af mjólk og ein fékk 40 stiga hita en
söng samt. Þetta heyrist í söngnum
og þaö er það sem kemur þér til aö
gráta." -PÁÁ