Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 41 DV Helgarblað „ Mér fannst eins og tím- inn stoppaði þegar mér var sagt frá þessu og þurfti smátíma til að átta mig á því hve alvar- legt þetta var. Svo sneri ég mér að því að takast á við þetta og jafn ein- kennilegt og það er þá hringdi ég fyrst á vinnu- stað minn og sagði starfs- félögum mínum þar frá ástandinu og að ég kœmi ekki alveg á nœstunni. “ „Annað sem skiptir ungt fólk sem fœr krabbamein oft miklu máli eru barn- eignir og möguleikar fólks á að eignast börn eftir að hafa fengið sjúk- dóminn. Geislameðferð og lyfjakúrar geta hœglega gert fólk ófrjótt. Strák- arnir fá að skila inn sœði sem er sett í frysti og er það hið besta mál. Við stelpurnar stöndum hins vegar verr að vígi.“ beint upp á krabbameinsdeild og var skorinn þegar í stað. Þetta reyndist vera illkynja krabbameinsæxli sem var fjarlægt með skurðaðgerð. Mér fannst eins og tíminn stopp- aði þegar mér var sagt frá þessu og þurfti smátíma til að átta mig á því hve alvarlegt þetta var. Svo sneri ég mér að því að takast á við þetta og jafn einkennilegt og það er þá hringdi ég fyrst á vinnustað minn og sagði starfsfélögum mínum þar frá ástandinu og að ég kæmi ekki al- veg á næstunni." Erfiðast að hringja heim „Svo hringdi ég i foreldra mína en það fannst mér erfiðast af öllu. Ég man að ég sagði við þau að þau skyldu ekkert vera að koma upp eft- ir, það væri ekkert fyrir þau að gera því ég yrði ekki skorinn strax, en ég frétti af þeim báðum á spítalanum eftir 20 mínútur.“ Æxlið sem greindist í Björgvini var þannig staðsett að mikil hætta var á að meinið dreifði sér og sú varð reyndin því rannsókn leiddi í ljós að það var komið í æðaveggina og blóðið. Hann gekkst undir lyfja- meðferð sem var talsvert erflð. „Það fór þannig fram að ég var látinn liggja inni í nokkra daga meðan dælt var í mig sjö lítrum af lyfjum á dag en síðan fékk ég að vera heima þess á milli.“ Fjögur ár eru síðan meðferð Björgvins lauk og hann hefur verið einkennalaus síðan og segist vera bjartsýnn á að hann sé sloppinn. „Það hvarflar auðvitað að manni í hvert sinn sem maður fer í rann- sókn, möguleikinn á því að þetta hafl tekið sig upp aftur, en maður reynir að ýta því frá sér,“ segir Steinunn. Fjölskyldan stóð saman Björgvin á eina dóttur sem var fædd þegar þetta gerðist og hann segir að hún hafl gefið sér mikinn styrk meðan á þessu stóð. Tilhugs- unin um að hann yrði að fylgjast með henni í hennar uppvexti hafi haldið honum gangandi. „Annars er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að krabbamein er ekki einstaklings- sjúkdómur, í þeim skilningi að hann hefur auðvitað gríðarleg áhrif á alla Qölskylduna - ekki eingöngu á þann sem greinist með sjúkdóm- inn.“ Foreldrar Steinunnar og Björg- vins eru Elín Bergljót Björgvins- dóttir og Ragnar Guðmundsson og þau eiga yngri systur sem heitir Hrafnhildur. „Það var gerð alveg sérstök rann- sókn á því hvort þetta gæti mögu- lega verið ættgengt með einhverjum hætti en niðurstaðan varð sú að svo væri ekki,“ segir Björgvin. „Það var óendanlega mikilvægt að hafa stuðning flölskyldunnar meðan á þessu stóð og þetta þjapp- aði henni mjög mikið saman meðan veikindin gengu yflr. Þetta tekur mikið á alla sem tilheyra fjölskyld- unni og það væri í raun mjög gott ef fólk gæti leitað sér aðstoðar ein- hvers staðar meðan slíkt mótlæti dynur yflr.“ Að gráta með einhverjum Steinunn tekur í sama streng og segir að stuðningur fjölskyldu og vina hafi skipt öllu máli. „Maður verður að geta leitað til einhvers og grátið með einhverjum I Wm k líf :rabbamein nin Steinunn og Björgvin Ragnarsbörn >aráttu sinni við hættuleg krabbamein. ún veiktist 19 ára, hann veiktist 30 ára þegar á móti blæs og fjölskyldan og vinirnir voru til staðar þegar ég þurfti á þeim að halda. Meðferðin hefur ekki góð áhrif á útlitið, maður missir hárið og það var ótrúlegt að heyra hvernig fólk sem vissi ekki hvað var að gerast var að grínast svo maður heyrði til og hrósa hár- greiðslunni minni og allt það. Sjálfs- myndin hrundi auðvitað alveg ger- samlega niður meðan þetta gekk yfir. Maður einangrast svolítið, dett- ur úr skóla og vinnu og þá er nauð- synlegt að geta leitað til fjölskyldu og vina. Auðvitað berst maður eins og ljón og ber sig vel en annað slag- ið helltist þetta yfir mann,“ segir Steinunn. „Ég man eftir því þegar ég fór með dóttur mína í sund og hún spurði mig í sturtunni: „Af hverju ert þú ekki með neitt hár á typpinu, pabbi?" Börnin eru svo hrein og bein en maður verður svo að geta hlegið að þessu líka.“ Þetta er ekki dauðadómur Björgvin segist hafa átt frekar erfltt með að taka því þegar fólk var að vorkenna honum óskaplega mik- ið. „Ég var sjálfur ekkert á þeirri línu að vera mikið að vorkenna mér. Ég var bara í því að berjast og sigrast á þessu og þá þýðir ekkert að sitja heima og vola yflr hlut- skipti sínu. Þá batnar manni aldrei." - Var erfitt að segja öðru fólki frá því hvað hefði hent ykkur? „Mér fannst erfiðast að segja mín- um nánustu frá veikindunum,“ seg- ir Björgvin. „Ég hringdi sjálfur í alla vini mína og sagði þeim frá þessu. Þeir héldu flestir fyrst að ég væri að gera að gamni mínu en áttuðu sig svo fljótlega á því að svo var ekki.“ Steinunn segir að þeir sem þekktu lítið til hafi stundum sýnt óttaviðbrögð og ekki vitað hvernig það átti að taka tíðindunum. „Margir halda líka að allt krabba- mein feli í sér dauðadóm en svo er ekki. Sem betur fer er hægt aö lækna mjög margar tegundir krabbameins. Þetta er enginn dauðadómur og engin ástæða til þess að umgangast sjúkdóminn sem slíkan. Það er nefnilega líf eftir krabbamein." Steinunn segir að þarna skipti viðhorf sjúklingsins mjög miklu og reyndar öllu máli. „Þetta er óskaplega erfitt, það er engin ástæða til að gera lítið úr því, en svo tekur maður bara á þessu og- berst því markmiðið er að verða frískur aftur og geta tekið þátt i líf- inu.“ Návist dauðans Þau systkinin bera bæði mikið lof á starfsfólk krabbameinsdeildarinn- ar sem þau segja að vinni gífurlega gott og fórnfúst starf, sýni mikinn stuðning og leggi sig fram eins og það getur. En það fylgir krabba- meinsdeildum að þar er dauðinn ávallt skammt undan og systkinin kynntust honum bæði í tengslum við upplifun sína. „Ég eignaðist góða vinkonu inni á deildinni sem var á svipuðum aldri og ég,“ segir Steinunn. „Hún dó úr krabbameini og það var mjög erfitt fyrir mig að fylgja henni til grafar.“ Björgvin sá aðra hlið sem kom honum þó ekki siður í opna skjöldu: „Þegar ég kom upp á krabba- meinsdeild í fyrsta sinn þá hittist svo illa á að kona á miðjum aldri, sem þar hafði legið lengi, hafði lát- ist um morguninn. Fjölskylda henn- ar var á staðnum í miklu uppnámi og áttu ættingjamir um sárt að binda. Það var satt að segja ekki mjög uppörvandi fyrir mig að koma þarna í fyrsta sinn og sjá aðeins grátandi fólk.“ Systkinin starfa bæði með Krafti, sem er félagsskapur ungs fólks sem hefur fengið krabbamein, og Stein- unn er i stjórn félagsins. Þar eru fé- lagsmenn á aldrinum frá 16-18 ára og upp undir fertugt. „Það er ekkert eiginlegt aldurstakmark iirnan fé- lagsins,“ segir Björgvin. „Þetta er frábær félagsskapur sem starfar, eins og nafnið bendir til, af miklum krafti." Hver er réttur minn? Innan vébanda Krafts starfa krabbameinssjúklingar sem eru eldri en 18 ára en fram til þess aldurs til- heyra þeir styrktarfélagi krabba- meinsveikra bama. í Krafti eru síðan einnig aðstandendur og vinir þeirra sem hafa fengið krabbamein og eftir atvikum lifað af eða látist. Félags- menn hittast á fundum, deila reynslu sinni, styðja hver annan og skiptast á upplýsingum. Kraftur leggur áherslu á að safna upplýsingum um réttindi fólks sem fær krabbamein á unga aldri og vill hafa á reiðum höndum fyrir félags- menn sína upplýsingar um meðferð, stuðning, réttindi, tryggingar og hvaðeina sem varðar sjúkdóminn og meðferð hans. Félagið er að vinna að handbók þar sem allar upplýsingar liggja fyrir á einum stað. „Ungt fólk milli tvítugs og þrítugs er ekki eins vel tryggt og þeir sem em eldri. Fæstir reikna með þeim möguleika að þeir þurfi að hverfa frá námi eða vinnu á þessum aldri og hafa því ekki tryggt sig. Margt ungt fólk er því í talsverðum fjárhagsleg- um kröggum þegar krabbameinsmeð- ferð lýkur. Eitt af því sem skortir verulega á er eftirmeðferð og endurhæflng fyrir krabbameinssjúklinga. Þegar lyfja- eða geislameðferð er lokið og sjúk- lingar eru útskrifaðir þá standa þeir allt í einu úti i samfélaginu, fjárhag- urinn í sumum tilvikum slæmur, fjölskyldan ef til vill í uppnámi og fólk sjálft í andlegum erfiðleikum eftir sjúkdóm eins og þennan. Við þurfum andlegan stuðning og eftir- meðferð eins og margir aðrir sjúk- lingar geta fengið sem verða fyrir áfollum af öðru tagi. Krabbameinssjúklingar hafa al- mennt ekki verið sendir í endurhæf- ingu að meðferð lokinni heldur sendir aftur út í lífið, án stuðnings frá heilbrigðiskerflnu.“ Að eignast börn „Líkamlega og andlega ertu bú- inn að vera eftir margra mánaða lyfjameðferð. Þú hittir lækninn þinn á nokkurra mánaða fresti, sem er mjög gott, en maður þarf oft líka á því að halda að ræða við einhvern annan, flnna fyrir stuðningi og fá bæði líkamlega og andlega endur- hæfingu. Það má segja að Kraftur hafl verið stofnaður til að sinna þessum hlutum,“ segir Steinunn. „Við erum flest á þessum ódauð- lega aldri þegar engúm hugsar um banvæna sjúkdóma ða tryggingar. Okkur flnnst flestum við vera í blóma lífsins," segir Björgvin. „Annað sem skiptir ungt fólk sem fær krabbamein oft miklu máli eru barneignir og möguleikar fólks á að eignast böm eftir að hafa fengið sjúkdóminn. Geislameðferð og lyflakúrar geta hæglega gert fólk ófrjótt. Strákarnir fá að skila inn sæði sem er sett í frysti og er það hið besta mál. Við stelpurnar stöndum hins veg- ar verr að vígi. Þegar ég greindist með krabbamein 19 ára var það ekk- ert í umræðunni að frysta fóstur- vísa eða egg heldur var einfaldlega sagt að líkurnar á barneignum minnkuðu um helming. Vonandi verður konum í framtíð- inni boðið upp á sams konar þjón- ustu og strákunum," segir Stein- unn. A5 halda áfram að lifa Það er satt að segja erfitt að trúa því þegar horft er á þetta lífsglaða, myndarlega og bráðunga fólk að það hafl barist við lífshættulegan sjúk- dóm og haft betur. Þegar við sitjum í geislum síðdegissólarinnar í stof- unni á Lokastíg þá sér enginn að þau séu neitt frábrugðin öðru ungu fólki sem er að vasast í lífsbarátt- unni með öllum sínum draumum og þrám. Hvernig skyldi þessi reynsla hafa mótað það? „Þegar á meðferðinni stendur verður einstaklingurinn sjálfur að finna og fá að ráða því hvað hentar honum best, hvort sem það eru óhefðbundnar lækningar eða eitt- hvað annað. Maður áttar sig á hvað flölskyldan, maki og vinirnir eru allir mikilvægir og þessi reynsla mótar mann með þeim hætti að manni finnst lífið óskaplega dýr- mætt og vill taka þátt í því af fullum krafti og síðast en ekki síst að halda áfram að lifa.“ -PÁÁ Systkinin sem sigruöu Steinunn Ragnarsdóttir greindist með eitlakrabbamein í fyrra skiptið af tveimur þegar hún var 19 ára. Björgvin bróðir hennar greindist með illkynja krabbamein tæptega þrítugur. Þau tókust á við sjúkdóminn og höfðu sigur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.