Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
IOV
Binyamin Ben-Eiiezer
Nýr landvarnaráðherra ísraels telur
heillavænlegra fyrir ísraela og
Palestínumenn að takast á við
samningaborðið en á vígvellinum.
Nýr landvarna-
ráðherra vill frið
Binyamin Ben-Eliezer, fyrrum
hershöfðingi og nýkjörinn land-
varnaráðherra ísraels, hvatti Palest-
ínumenn til að stemma stigu við of-
beldisverkum og hefja friðarviðræð-
ur. Ben-Eliezer var kjörinn í emb-
ætti á fundi miðstjórnar Verka-
mannaflokksins ísraelska í gær.
Nýi ráðherrann sagði fréttamönn-
um að forgangsverkefni sitt yrði að
tryggja öryggi ísraels, eftir fimm
mánaða átök við Palestínumenn, og
að telja Palestínumenn á að best sé
að takast á við samningaborðið.
Til merkis um hversu alvarlegum
augum bandarísk stjórnvöld líta
ástandið, sagði sendiherra þeirra í
ísrael að efnahagslíf Palestínu-
manna væri að hruni komið og
hætta væri á enn meiri átökum.
Reyndu að
smygla farsíma
meö bréfdúfu
Vinir afbrotamanns, sem situr í
fangelsi í Tyrklandi, reyndu að
smygla farsíma til hans. Símann
sendu þeir með bréfdúfu en tilraun-
in misheppnaðist. Dúfan flaug að
vísu yfir fangelsismúrinn en missti
símann áður en hún kom að fanga-
klefa viðtakandans, að því er tyrk-
neska fréttastofan Anadolu greindi
frá 1 morgun. Og síminn féll til jarð-
ar beint fyrir framan fæturna á
fangaverði.
Fangavörðurinn hafði reyndar
tekið eftir dúfunni þegar hún tyllti
sér á múrinn til að hvíla sig ör-
stutta stund. Ekki var greint frá
hverjir stóðu á bak við smyglið.
Styttuna burt
Þetta er önnur stóru Búddastyttn-
anna sem Talibanar í Afganistan eru
byrjaðir að sprengja í tætlur.
Talibanar varpa
sprengjum aö
Búddastyttum
Talibanar, sem fara með völd i
Afganistan, hófu í gær að varpa
sprengjum á fornar Búddastyttur
sem þeir telja andstæðar ís-
lamstrúnni, þrátt fyrir hávær mót-
mæli alls staðar að úr heiminum.
Heimildir í Afganistan herma að
Talibanar hafi beitt sprengjuvörp-
um og fallbyssum til að eyðileggja
tvær risastórar Búddastyttur í
Bamiyan í miðhluta landsins.
Indversk stjórnvöld hafa boðist til
að taka stytturnar undir sinn vernd-
arvæng og geyma þær.
Leiðtogar færeysku stjórnarflokkanna funduðu fram á kvöld:
Reynt að leysa deilur
um sjálfstæðismálið
Leiðtogar stjórnarflokkanna í
Færeyjum settust niður á skrifstofu
lögmanns í Tinganesi síðdegis í gær
til að reyna að leysa ágreininginn
sem upp er kominn um sjálfstæðis-
mál eyjanna. Fundurinn stóð enn
þegar DV fór í prentun í gærkvöld
og alls óvíst hver niðurstaða hans
yrði.
í netútgáfu færeyska blaðsins
Sosialurin kom fram undir kvöld í
gær að af svip þeirra Anfinns Kalls-
bergs lögmanns, Hogna Hoydals
varalögmanns og Helenu Dam á
Neystabo hefði mátt ráða að fundur-
inn yrði erflður.
Stjómarsamstarfið hefur hangið
á bláþræði síðustu daga, eftir að lög-
maður ákvað að aílýsa fyrirhugaðri
þjóðaratkvæðagreiðslu í vor um
sjálfstæðisáætlun stjórnarinnar.
Kallsberg gerði það í ljósi þess að
skoðanakannanir bentu til að meiri-
hluti kjósenda myndi fella tillögu
stjórnvalda.
Hogni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis-
Anfinn Kallsberg
Lögmaöur Færeyja fundaði með öðr-
um leiðtogum stjórnarflokkanna
fram á kvöld í gær til að reyna að
leysa deilur um sjálfstæðismálið. Líf
landstjórnarinnar hefur hangið á blá-
þræði síðustu dagana.
flokksins og ráðherra sjálfstæðis-
mála, lagði síðan fram tillögu í þing-
inu í vikunni þar sem gert er ráð
fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um
fullt sjálfstæði eyjanna árið 2012.
Það gerði hann í óþökk Anfinns
Kallsbergs sem hraðaði sér heim frá
Bretlandi þar sem hann var í opin-
berri heimsókn.
Stjórnarflokkarnir, Fólkaflokkur-
inn, Þjóðveldisflokkurinn og Sjálf-
stýriflokkurinn, funduðu hver í
sínu lagi í gærmorgun. Að sögn fær-
eyska útvarpsins er talið að Kalls-
berg lögmaður hafi fengið umboð
hjá Fólkaflokkinum til að krefjast
þess að Hogni Hoydal dragi tillögu
sína til baka áður en þingfundur
hefst laust eftir hádegi í dag. Á þess-
um fundi eru síðustu forvöð að
leggja fram lagafrumvörp.
Að sögn færeyskra blaðamanna
sem rætt var við í gær var allt eins
búist við að upp úr stjórnarsam-
starfinu slitnaði.
Forsetinn hlttír dýravininn
Vel fór á með þeim lon lliescu Rúmeníuforseta og frönsku kvikmyndaleikkonunni fyrrverandi og dýravininum Brigitte
Bardot þegar þau hittust í Cotroceni-höll í Búkarest í gær. Bardot er í Rúmeníu til að rétta hlut flökkuhunda í rúm-
ensku höfuðborginni. Borgarstjórinn vill fækka þeim en hundarnir eru nú taldir vera um 60 þúsund.
Gin- og klaufaveikifaraldurinn tekur óvænta stefnu:
Dolly sett í einangrun
Einræktaða ærin Dolly var sett í
einangrun í gær og lögreglan um-
kringdi fimmtán bóndabæi á írlandi
þar sem grunur leikur á að gin- og
klaufaveiki hafi stungið sér niður.
Bresk yfirvöld skýrðu frá því að
sjö ný tilfelli þessarar bráðsmitandi
veiki hefðu greinst í gær og erlend
ríki, allt frá Evrópu til Asíu, hertu
eftirlit og takmarkanir á matvælum
og ferðamönnum frá Bretlandi.
íþróttaviðburðum helgarinnar,
svo sem kappreiðum, knattspyrnu
og rúgbý, hefur víða verið aflýst. Þá
tilkynntu írsk stjórnvöld að þau
hefðu aflýst hátíðahöldum á degi
heilags Patreks, verndardýrlings
íra, þann 17. mars næstkomandi.
Gönguferðir um sveitir Bretlands
eru nánast bannaðar til að reyna að
koma í veg fyrir frekari útbreiðslu
sjúkdómsins. Gin- og klaufaveiki
kom síðast upp í Bretlandi, svo ein-
hverju nemur, árið 1967.
Tony Blair forsætisráðherra
Kjöt í rusllö
Franskur tollvörður í hafnarborginni
Calais kastar kjöti sem lagt hefur
verið hald á í ruslagám. Það ergert
vegna ótta við gin- og klaufaveiki.
gagnrýndi stórmarkaði harkalega í
gær fyrir að þvinga bændur til að
framleiða ódýrt kjöt og þar með
stefna örygginu í hættu.
Birgðir af kinda-, nauta- og svina-
kjöti í breskum kjötbúðum og stór-
mörkuðum hafa minnkað mjög
vegna þess að bannað hefur verið að
flytja dýr til slátrunar. Unnið er að
því að afla kjöts frá öðrum löndum
Evrópu og frá Nýja-Sjálandi.
Kjötkaupmenn spá því að kjöt-
verð muni hækka um allt að fjöru-
tíu prósent í næstu viku.
Sjúkdómuririn, sem mönnum
stendur engin ógn af, berst milli
dýra og einnig getur veiran borist
með vindinum eða með fótum fólks
og bílum.
Ekkert þykir táknrænna fyrir það
hvernig sjúkdómurinn hefur um-
breytt stórum hlutum breskra
sveita i bannsvæði en ákvörðunin
um að setja Dolly, fyrstu einrækt-
uðu ána, í einangrun í Skotlandi.
BMIBSMBL
Tii í eldflaugavarnir
aAnders Fogh
Rasmussen, for-
maður danska
íhaldsflokksins Ven-
stre, leggur til að
Danir gangi til sam-
starfs við Banda-
ríkjamenn um upp-
setningu eldflauga-
vamarkerfis gegn langdrægum
flaugum fjandsamlegra ríkja. Hann
segir þetta skynsamlega hugmynd.
Peningafalsari tekinn
Lögreglan í Álaborg fór í gær
fram á gæsluvarðhald yfir manni
sem var með 16 falsaða eitt þúsund
króna seðla í fórum sínum. Maður-
inn hefur viðurkennt að hafa áður
haft undir höndum falsaöa seðla að
andvirði allt að fimm milljóna ís-
lenskra króna.
Færeyingar eigi olíuna
Poul Nyrup Rasmussen, forsætis-
ráðherra Danmerkur, segir að Fær-
eyingar eigi að ráða yfir tekjum af
hugsanlegri olíuvinnslu á land-
grunninu, í samræmi við samning
sem gerður var árið 1992 þar sem
Færeyingar fá yfirráð yfir land-
grunninu.
Dauði fyrir skattsvik
Sjö kínverskir skattsvikarar voru
dæmdir til dauða í gær. Sjömenn-
ingarnir voru ákærðir fyrir að
svíkja sem svarar um 600 milljónum
króna af ríkinu.
Orða fyrir Harry Potter
Breska skáldkon-
an J.K. Rowling,
höfundur sagnanna
um töfrastrákinn
Harry Pooter, fékk
sjálf að upplifa töfr-
um þrungin augna-
blik í gær þegar
Karl Bretaprins af-
henti henni orðu breska heimsveld-
isins. Við það tækifæri lýsti prins-
inn því yfír að hann væri aðdáandi
Harrys.
í lífstíðarfangelsi
Franskur dómstóll dæmdi í gær
fyrrum SS-foringjann Alois Brunn-
er í lífstíðarfangelsi, að honum fjar-
verandi, fyrir að senda 345 gyðinga-
börn til útrýmingarbúðanna í
Auschwitz. Ekki er vitað hvort
Brunner er enn á lífí, en ef svo er,
væri hann 88 ára.
Gorbatsjov hlaðinn lofi
Rússnesk og er-
lend fyrirmenni
kepptust við að
bera lof á Míkhaíl
Gorbatsjov, síðasta
forseta Sovétríkj-
anna, sem hélt upp
á sjötugsafmæli sitt
i gær. Umbóta-
stefna Gorbatsjovs leiddi til þess að
Sovétríkin liðu undir lok. Afmælis-
barnið vitjaði grafar eiginkonu
sinnar í gærdag og um kvöldið sat
hann veislu sem haldin var honum
til heiðurs.
Kohl ekki ákærður
Helmut Kohl, fyrrum Þýska-
landskanslari, verður ekki sóttur til
saka fyrir að hafa tekið við ólögleg-
um fjárframlögum til flokks kristi-
legra demókrata. Kanslaranum er
hins vegar gert að greiða um 12
milljónir króna í sekt.
y*.