Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 Helgarblað DV Fleygðu fórnarlambinu í farangursgeymslu bíls Vinnudýr glæpahringa frá Litháen: DV-MYND INGO Misheppnuö ránsferö til íslands Austur-Evrópumennirnir, sem komu til íslands fyrr í þessum mánuöi, voru gripnir er þeir ætluöu aö senda ránsfeng sinni úr landi í pósti. Hér er einn þeirra meö lögreglumönnum fyrir utan Héraösdóm Reykjavíkur. Fjöldi ungra manna frá Austur-Evrópu fer í skipulagöar ránsferöir til Noröurlanda. Blikksmiður frá Sölvesborg í Blekinge í Svíþjóð rakst í desember síðastliðnum á þrjá Litháa á áning- arstað skammt frá Pugerup á Skáni. „Það var greinilegt að þeir vildu að við hypjuðum okkur strax á brott. Þeir reyndu að hylja númeraplöt- una á bílnum sínum og gengu ógn- andi í átt til okkar,“ sagði blikk- smiðurinn, Ulf Lind, í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Aðeins 1 km frá áningarstaðnum fannst síðar lík í farangursgeymslu á bil. Hinn látni, Gösta Andersson, hafði verið rændur. Litháarnir á áningarstaðnum á Skáni höfðu haft myndavél með sér í ránsferð sinni til Norðurlanda og tekiö myndir hver af öðrum. Með aðstoð myndanna gat lögreglan rak- ið slóð Litháanna sem nú sitja inni vegna tveggja ránmorða. Mennirnir komu akandi í gamalli dökkblárri BMW-bifreið frá Lit- háen. Þeir höfðu haldið í vesturátt í þeirri von að græða peninga. Einn Litháanna, sem er 23 ára, fékk BMW-bifreiðina að láni hjá bróður sínum. Þann 7. nóvember síðastlið- inn ók hann af stað með tveimur fé- lögum sínum, 20 og 21 árs að aldri. Þeir fóru frá bænum Panevezys þar sem mikil fátækt rikir og glæpir eru tíðir. Leiðin liggur í gegnum Pólland og Þýskaland, norður um Danmörku og yfir Eyrarsundsbrúna til Svíþjóð- ar. Þetta er leið sem margir útsend- arar lítilla glæpahringa í Litháen fara til Norðurlanda. Á sunnudegi um það bil tveimur vikum seinna ekur Gösta Anders- son, sem er 65 ára, til Sölvesborg til að vera viðstaddur uppboð. Eftir Erlent fréttaljós uppboðið hverfur hann sporlaust. Lík í farangursgeymslu Kona nokkur sér vínrauða Volvo- bifreið hans á skógarvegi í Pugerup á Skáni. Hún veit ekki að ræningj- arnir hafa skilið fórnarlamb sitt eft- ir í farangursgeymslu Volvo-bif- reiðarinnar þar sem dauðinn biður þess. Litháarnir þrír snúa aftur til Danmerkur. Þeir eru næstum búnir að eyöa þeim 2 þúsundum sænskra króna sem þeir rændu af Andersson og á áningarstað utan við Ringsted búast þeir til nýrrar árásar. Föstudaginn 24. nóvember er for- ritarinn Allan Toft Dideriksen, 27 ára, á leiö heim frá vinnu og stöðv- ar bíl sinn til þess að fara á salem- ið. Samkvæmt rannsókn lögregl- unnar ráðast ungu Litháarnir á hann, misþyrma honum með skipti- lykli og fleygja honum í farangurs- geymsluna á hans eigin bíl. Ræn- ingjarnir taka seðlaveski hans og armbandsúr. Síðan aka þeir að eyð- iströnd utan við Korsör. Einn Litháanna lýsti því hvernig hann brá reipi um háls Dideriksens. „Þegar ég var orðinn þreyttur kall- aði ég á annan hinna. Við toguðum svo hvor í sinn endann." Mennirnir draga lífvana forritar- ann út í vatniö. Þetta átti að líta út fyrir að vera sjálfsvíg. Ránsfengur- inn var 250 danskar krónur. Fyrir hann kaupa þeir bensín á BMW-inn. Viku seinna hringir elsti Litháanna til vinkonu sinnar og segir henni að þeir hafl ailað fjár og séu á heim- leið. En áður en þeir halda heim gera þeir tilraun til nýs ráns.Við þá tilraun eru þeir gripnir. í Svíþjóð finnur lögreglan lík Gösta Anderssons í farangurs- geymslu bíls hans. Hann hafði verið bundinn á höndum og fótum. Hon- um hafði tekist aö losa handklæði sem ofbeldismennirnir höfðu bund- ið fyrir andlit hans. I heilan sólar- hring hafði hann gert örvæntingar- fullar tilraunir til að komast út úr farangursgeymslunni. Leit sænsku lögreglunnar að morðingjunum gengur illa þar til 5. desember. Þá berast henni upplýs- ingar frá lögreglunni í Danmörku um ferðir Litháanna þar. Þegar danska lögreglan framkallar filmuna í myndavél Litháanna fær hún ránsferðalag þeirra staðfest. Lögreglan neitaöi að hjálpa Lögreglan í Svíþjóð heföi getað komið í veg fyrir morðin á Anders- son og Dideriksen. Þetta er fullyrt í sænska blaðinu Expressen. Blaðið greinir frá því aö á áningarstaðnum i Ynde hafi Litháinn Tardas Gircius hitt landa sína ásamt sænsku kon- unni Kerstin Lindkvist sem starfar fyrir samtök er aðstoða Litháen. Að sögn Gircius voru ungu Litháarnir þrír örvæntingarfullir. Þeir fullyrtu að þeir væru félausir. Þeir ættu hvorki fyrir mat né bensíni. Þeir sögðust ekki komast frá áningar- staðnum og báðu um hjálp. „Ég hringdi í lögregluna í Kristianstad en hún virtist bara verða pirruð. Ég hélt að þeir myndu vísa Litháunum úr landi og aðstoða þá til að komast heim,“ segir Kerstin Lindkvist. Tar- das Gircius gaf mönnunum brauð og pylsubita. Nokkrum klukku- stundum seinna ók Kerstin aftur fram hjá áningarstaðnum. Þá voru Litháarnir þar enn. Skömmu síðar stöövaði Gösta Andersson bíl sinn á áningarstaðnum i Ynde. Hann þurfti að bregða sér á salernið. „Hefði lögreglan vísað mönnunum þremur úr landi hefðu þeir ekki haft möguleika á að myrða Anders- son og Dideriksen," segir Kerstin Lindkvist. Litháarnir þrír, Ovidius Kilkus, Valdas Trompis og Mindaugas Butkus, eru meðal þúsunda ungra A-Evrópubúa sem farið hafa í ráns- ferðir í vesturátt. Skipulagðir glæpahringir senda menn sína til Danmerkur þar sem þeir herja í litl- um bæjum. Þeir forðast stórborgim- ar, aö því er rannsókn dönsku lög- reglunnar sýnir. í fyrra fjölgaði einkum afbrotamönnum frá Litháen sem var vísað frá landamærum Danmerkur vegna fyrri ránsferða þangað og til Svíþjóðar og Þýska- lands. Af þeim 190 bílum með Lithá- um, sem vísað var frá landamærun- um vegna fyrri lagabrota, voru 82 frá háskólabænum Kaunas sem lýst er sem Chicago Litháens. í Dan- mörku mæla glæpamennirnir, sem sleppt er inn í landið, sér mót við bensínstöðvar og á áningarstöðum, til dæmis við Q8-bensínstöðina sunnan við Álaborg, áður en ráns- ferðirnar byrja. Oftast eru mennirnir, sem yfir- leitt eru á aldrinum 18 til 30 ára, tveir til fimm saman í bil. Þeir hafa lítið fé á sér og þurfa að stela til þess að komast leiðar sinnar. Þeir sofa oftast í bílum sínum á áningar- stöðum eða taka á leigu sumarhús og sofa á tjaldstæðum. Frá miönætti og fram á morgun er framinn fjöldi þjófnaða í útjaðri einhvers lítils bæjar til þess að fljótt sé hægt að komast út á þjóðveginn. Næstu nótt er haldið áfram í öðrum bæ. Villast á þjófunum og blaðberunum Þjófarnir taka með sér allt sem þeir finna í bílunum. Geislaspilara, farsíma, útvarpstæki, fatnað, sólgleraugu og svo framvegis. Þeir stela einnig bjór og vatni eða kjöti úr frystikistum í útihúsum og bíl- skúrum. Það kemur einnig fyrir aö þeir safni dóti úr ruslatunnum. Þeir byrja oft á því að stela hjóli og setja á sig bakpoka. Stundum villast bæj- arbúar á þeim og blaðberunum. Þýf- ið grafa þeir oft niður í skógi áður en þeir leita sér að svefnstað. Síðan koma þeir þýfinu fyrir í bilum sín- um eða senda það heim frá ein- hverju pósthúsi. Að sögn lögreglunnar í Dan- mörku er augljóst að glæpa- hringirnir sjá útsendurum sínum fyrir takmörkuðum vasapeningum en tryggja að þeir geti selt þýfið þeg- ar þeir koma heim. Þjófarnir fá sjálflr aðeins lítinn hluta af sölu- hagnaðinum. Þó svo að heimsóknum glæpa- manna frá A-Evrópu fjölgi til Dan- merkur telur danska lögreglan að þeim hafi ekki tekist að ná sömu fótfestu þar og í Svíþjóð. Samstarf viö sænska stórglæpamenn Þjófarnir koma oft með ferju frá Póllandi til Karlskrona í Blekinge í Svíþjóð. Um 40 prósent allra þeirra sem handteknir eru í Blekinge eru frá Litháen. „Ástandið í Litháen er ömurlegt. Þeir burðast meira að segja með varahluti í reiðhjól meö sér heim,“ segir lögreglumaðurinn Thord Modin í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet. Dæmi eru um samstarf Litháa og sænskra stór- glæpamanna. „Það er um alls konar afbrot að ræða en þó oftast þjófn- aði,“ segir Modin. f baráttunni gegn afbrotamönnum hóf lögreglan í Blekinge eftirlit með ferðamönnum á ferjuleiðinni milli Karlskrona og Gdynia í Póllandi. Niðurstaðan vakti athygli. Af þeim 4.363 sem voru athugaðir, sem flestir voru Lit- háar, höfðu 999 verið grunaðir um afbrot í Svíþjóð. „Við óttumst að glæpirnir séu að verða grófari. Ýmislegt bendir til þess að vændiskonur séu fluttar til Svíþjóðar," segir lögreglumaðurinn Lars-Erik Ragnarsson í Karlskrona í viðtali við Aftonbladet. Með verkfæri að heiman til innbrota Dæmigerðir afbrotamenn, sem koma til Svíþjóðar, eru fæddir á átt- unda eða níunda áratugnum. Þeir koma flestir frá suðurhluta Lithá- ens á VW Golf eða Opel Kadett og segjast vera á leið í frí til Noregs. Þeir eru oft þrír til fjórir í hverjum bil og eru stundum með fólsuð vega- bréf. „Þeir eru oft með verkfæri til inn- brota með sér og felustaðir fyrir þýfi hafa verið útbúnir í bílunum," segir Ragnarsson. „Þetta er bara byrjunin. Innbrot- unum á eftir að fjölga gifurlega. Sví- ar skilja ekki hvers vegna en þeir hafa ekki verið í Litháen og séð eymdina þar,“ segir Kerstin Lind- kvist hjálparstarfsmaður. Byggt á Expressen, Politiken og Aftonbladet

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.