Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2001, Page 58
70 LAUGARDAGUR 31. MARS 2001 íslendingaþættir________________________________________________________________________________________________________py Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Stórafmæli I Attræður Jón Múli Árnason Laugardagur 24. mars „i- 85 ára_________________________ Karl Haukur Kjartansson, Miðholti 5, Þórshöfn. 80 ára_________________________ Eyjólfur R. Eyjólfsson, Dúfnahólum 4, Reykjavík. 75 ára_________________________ Aðalheiöur Þorsteinsdóttir, Álftarima 22, Selfossi. 70 ára_________________________ Jóna Kristjana Guömundsdóttir, Boðaslóð 12, Vestmannaeyjum. Sigtryggur Ellertsson, Suðurhólum 24, Reykjavík. Siguröur Sigurgeirsson, Hverfisgötu 42, Hafnarfirði. Tryggvi Kristjánsson, Fannafold 4, Reykjavik. 60 ára_________________________ Jórunn Árnadóttir, Lágholti 1, Mosfellsbæ. Jörundur Guömundsson, Seilugranda 10, Reykjavík. Knut Gamst, Garðastræti 38, Reykjavík. 50 ára_________________________ Gunnlaugur Þór Hauksson, Hjallagötu 1, Sandgerði. *’ Ingiríöur Hanna Þorkelsdóttir, Stakkhömrum 12, Reykjavlk. Jóhanna Sveinsdóttir, Þórsbergi 18, Hafnarfirði. Sólveig Alda Karlsdóttir, Efstasundi 43, Reykjavík. Viktor Hjartarson, Hrauntúni 14, Vestmannaeyjum. 40 ára_________________________ Aldís Pálsdóttir, Litlu-Sandvík, Selfossi. Björg Baröadóttir, _ Dofrabergi 7, Hafnarfirði. Guörún Vilhjálmsdóttir, Laugavegi 138, Reykjavík. Kristín Ásbjörnsdóttir, Miðleiti 1, Reykjavík. Lárus Guðmundsson, Kóngsbakka 12, Reykjavík. Ragnar Geir Brynjólfsson, Baugstjörn 33, Selfossi. Vilborg Eiríksdóttir, Brekkutanga 11, Mosfellsbæ. Þóra Rut Jónsdóttir, Hlíðargötu 46, Sandgerði. þulur og tonskáld Jón Múli Árnason, þulur og tón- skáld, Keldulandi 19, Reykjavík, er áttræöur í dag. Starfsferill Jón Múli fæddist á Kirkjubóli á Kolbeinstanga á Vopnafirði og ólst þar upp fyrstu árin en flutti meö foreldrum sínum til Reykjavíkur og síðan til Seyöisfjaröar er hann var níu ára. Þau fluttu aftur til Reykja- víkur er Jón Múli var þrettán ára og hefur hann búið þar síðan. Þá var hann unglingur i sveit að Grænavatni í Mývatnssveit. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1940, prófl í forspjallsvísindum og efnafræði við HÍ1941, var við nám í trompetleik hjá Albert Klahn og tónfræði hjá Karli O. Runólfssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og tvo vetur í söngtímum hjá Pétri Á. Jónssyni. Jón Múli var háseti á togurum, línuveiðurum og mótorbátum á sumrin 1937-43. Hann starfaði hjá RÚV frá 1946, fyrst á fréttastofu en lengst af þulur. Þá starfaði hann á leiklistardeild um árabil og var full- trúi á tónlistardeild. Hann hafði umsjón með vikulegum jass-þáttum í Ríkisútvarpinu frá 1945 og nánast samfellt til starfsloka 1995. Þá kynnti hann jafnan í útvarpi tón- leika Sinfóníuhljómsveitar íslands frá stofnun hennar 1950-90. Jón Múli söng í ýmsum kórum, var einn af stofnendum Lúðrasveit- ar verkalýðsins og blés þar á trompet í tvo áratugi. Hann er i hópi ástsælustu tónskálda þjóðar- innar og ásamt Jónasi, bróður sín- um, höfundur ýmissa söngleikja og gamanþátta. Hann er höfundur lag- anna í hinum vinsælu söngleikjum þeirra, Deleríum búbónis, sem sýndur var í Iðnó 1961 og tíu árum síðar í Þjóðleikhúsinu, sem og í Færeyjum, og Járnhausnum, sem var hátíðarsýning Þjóðleikhússins í tilefni fimmtán ára afmælis þess 1965. Þá samdi hann sönglögin i Rjúkandi ráði, 1959, og Allra meina bót, 1961, auk þess sem hann hefur samið fjölda annarra vinsælla dæg- urlaga. Hann skrifaði vikulega pistla í Þjóðviljann um árabil. Bækur eftir Jón Múla: Djass, 1985; Þjóðsögur Jóns Múla Ámason- ar, I. bindi 1996, II, bindi 1998, og III. bindi 2000; Söngdansar Jóns Múla 1. hefti 1995, og 2. hefti 1996. Jón Múli sat í Nordjazz-ráði 1974-78, í Útvarpsráði 1978-82, var endurskoðandi Jazzvakningar um árabil, einn af stofnendum Jazzkúbbs Reykjavíkur, sat á BSRB- þingi 1958 fyrir starfsmannafélag Ríkisútvarpsins, æfði hnefaleika í frístundum og lauk dómaraprófi í íþróttinni. Fjölskylda Eiginkona Jóns Múla frá 9.1.1974 er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, f. 28.5. 1941, þulur. Foreldrar hennar: Pétur Pétursson þulur og k.h., Ingi- björg Birna Jónsdóttir húsmóðir. Dóttir Jóns og Ragnheiðar er Sól- veig Anna, f. 29.5. 1975, búsett í St. Paul í Minnesota, gift Magnúsi Sveini Helgasyni, sem stundar þar nám, og eru börn þeirra Jón Múli og Guðný Margrét. Jón Múli var kvæntur Þórunni Thorsteinsson 1947-50. Dóttir þeirra er Hólmfríður, f. 6.8. 1947, búsett í Reykjavík, í sambúð með Gesti Jen- sen og er sonur hennar Jón Múli Franklínsson. Jón Múli var kvæntur Guðrúnu Jónu Thorsteinsson 1954-69. Dætur þeirra eru Ragnheiður Gyða, f. 15.1. 1957, dagskrárgerðarmaður og er dóttir hennar Guðrún Valgerður Ragnheiðardóttir, og Oddrún Vala, f. 3.10. 1962, starfsmaður við RÚV. Börn Ragnheiðar Ástu frá fyrra hjónabandi eru Pétur Gunnarsson, f. 18.3. 1960, blaðamaður, kvæntur Önnu Margréti Ólafsdóttur leik- skólakennara og eru börn þeirra Ragnheiður Ásta, Anna Lísa og Pét- ur Axel; Eyþór Gunnarsson tónlist- armaður, kvæntur Ellen Kristjáns- dóttur söngkonu og eru börn þeirra Sigríður, Elísabet, Elín og Eyþór Ingi; Birna Guðrún Gunnarsdóttir, f. 12.3. 1965, fornleifafræðingur. Systkini Jóns Múla: Valgerður, f. 8.12. 1918, d. 4.2. 1999, húsmóðir og verkakona í Reykjavík; Jónas, f. Reykja- vik, Guðnason- ar, b. í Reynis- holti í Mýrdal, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands var Guðný Jónsdóttir, b. á Höfðabrekku í Mýrdal, Jónssonar, sýslumanns í Holti í Mýrdal, Sig- urðssonar. Móðir Jóns var Kristín Eyvindsdóttir, „duggu-smiðs“Jóns- sonar, langafa Jóns í Dúðu, langafa Magnúsar Kjarans stórkaupmanns. Móðir Guðnýjar var Guðrún Þorste- insdóttir, systir Nikulásar, langafa Elínar, langömmu Jóns Svein- björnssonar prófessors. Móðir Jónasar var Ragnheiður Pálsdóttir, timburmanns í Reykjavík, Guðna- sonar, sem var ættaöur úr Húna- vatnssýslunni. Móðir Ragnheiðar var Guðríður Jónsdóttir, sjómanns í Reykjavík, Ingimundarsonar. Mál og menning stendur fyrir tónleikum til heiðurs Jóni Múla í Salnum á afmælisdaginn. Á tónleik- unum leika Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson efni af geisla- diski sínum, Keldulandið, sem kem- ur út í tilefni afmælisins. Einnig stígur hljómsveitin Delerað á stokk og leikur Söngdansa Jóns Múla. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Að- gangseyrir er 1500 kr. 28.5. 1923, d. 5.4. 1998, blaðamaður, kennari, alþm. og skáld; Guð- ríður, f. 26.5. 1925, d. 21.10. 1988, hús- móðir í Reykjavík; Ragnheið- ur, f. 26.5. 1925, hús- móðir í Washington DC. Foreldrar Jóns Múla voru Árni Jónsson frá Múla, f. 24.8. 1891, d. 2.4. 1947, alþm. í Reykjavík, og k.h., Ragnheiður Jónasdóttir, f. 16.11. 1892, d. 27.11. 1956, hús- móðir. Ætt Árni var sonur Jóns, alþm. i Múla í Aðaldal, bróður Sigríðar, langömmu Sveins Skorra Höskulds- sonar prófessors. Hálfbróðir Jóns, samfeðra, var Sigurður, skáld á Arnarvatni, faðir Málmfríðar alþm. og Amheiðar íslenskufræðings. Jón var sonur Jóns, skálds á Helluvaði í Mývatnssveit, Hinrikssonar, b. á Heiðarbót í Reykjahverfi, Hinriks- sonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurðardóttir. Móðir Katrínar var Þórunn Jónsdóttir „harðabónda" í Mörk í Laxárdal Jónssonar. Móðir Jóns í Múla var Friðrika Helgadótt- ir, ættfóður Skútastaðaættar, Ás- mundssonar. Móðir Árna í Múla var Valgerður Jónsdóttir, þjóðfund- armanns á Lundarbrekku, Jónsson- ar, ættföður Reykjahlíðarættar, Þor- steinssonar. Móðir Valgerðar var Kristbjörg Kristjánsdóttir, b. á 111- ugastöðum í Fnjóskadal, Jónssonar. Móðurbróðir Jóns var Helgi frá Brennu. Ragnheiður var dóttir Jónasar, steinsmiðs í Reykjavík, Guðbrandssonar, sjómanns í > tl Júlíana Ingibíörg Eðvaldsdóttir lést á Landspítalanum viö Hringbraut þriöjud. 27.3. Marinó Tryggvason, Ægisgötu 22, Akur- eyri, andaöist laugard. 24.3. Björn Friöriksson lést á Landspítalanum Landakoti þriðjud. 27.3. Þorbjörn Eiríksson, Njálsgötu 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánud. 26.3. Jón Sveinbjörn Kristjánsson, Rauöarár- stíg 42, lést á Droplaugarstöðum mánud. 26.3. Jarðarfarir Útför Björns Ágústs Sigurössonar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugard. 31.3. kl. 13.00. Bjarnveig Guðný Guðmundsdóttir frá Súöavík, Laufvangi 2, Hafnarfirði, veröur jarösungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánud. 2.4. kl. 15.00. Lilja Víglundsdóttir frá Heiöarbýli, Norö- firði, verður jarðsett frá Norðfjaröarkirkju laugard. 31.3. kl. 14.00. Jódís Hanna Einarsdóttir frá Veöramóti lést sunnud. 25.3. Jarðarförin fer fram frá Sauöárkrókskirkju laugard. 31.3. kl. 14.00. Hnnbogi Finnbogason skipstjóri, Skerja- braut 9, Seltjarnarnesi lést 27.3. Útför- in fer fram Fossvogskirkju þriöjud. 3.4. kl. 10.30. Jaröarför Ásdísar Bernhards Þorláks- dóttur, Furugrund 32, Kópavogi, fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjud. 3.4. kl. 10.30. Útför Jóns Eiríkssonar, fyrrv. loftskeyta- manns, áöurtil heimilis á Bárugötu 36, fer fram frá Fossvogskirkju mánud. 2.4. kl. 13.30. Guömundur Helgi Guðmundsson, Strýtu- seli 7, veröur jarösunginn frá Hallgríms- kirkju þriöjud. 3.4. Dóróthea Sigurlaug Jónsdóttir, Grundar- götu 9, Siglufiröi, verður jarösungin frá Siglufjaröarkirkju 31.3. kl. 13.30. Þórður Jón Pálsson kennari í Reykjavík Þórður Jón Pálsson kennari, Aílagranda 40, Reykjavík, verður áttræð- ur á morgun. Starfsferill Þórður fæddist á Eyr- arbakka og ólst þar upp hjá móður sinni til tólf ára aldurs en flutti þá til Reykjavíkur með Aðal- steini Sigmundssyni kennara, f. 1897, d. 1943, og var í hans umsjón til fullorðinsára. Þórður var í barnaskóla á Eyrar- bakka, Héraðsskólanum á Laugar- vatni, lauk kennaraprófi frá KÍ1942 og stundaði framhaldsnám í íþrótta- fræðum í Danmörku. Þórður kenndi við Austurbæjar- skólann í fjörutíu ár, þar af nokkur ár sem yfirkennari en hann hætti störfum 1982. Næstu fimm árin vann hann í Kjötmiðstöðinni við Laugalæk. Þá starfrækti hann, ásamt konu sinni, smábarnaskóla að Melhaga 5 í rúma tvo áratugi, eða þar til hafin var kennsla sex ára barna í grunn- skólum Reykjavíkur. Þórður var skógarvörður í Þrastaskógi, skógræktarsvæði UM- Fl í þrjátíu og tvö sumur. Hann vann þar brautryðjendastarf í skóg- ræktarmálum á íslandi og var sæmdur gullmerki UMFÍ 1985. Þá veitti Skógræktarfélag Islands hon- um viðurkenningu 1963 fyrir vel unnin störf í þágu skógræktar. Þórður var í meistaraflokki KR í fimleikum frá 1939 og sýndi með flokknum um margra ára skeið inn- anlands og utan. Fjölskylda Eiginkona Þórðar var Guðný Eiríksdóttir, f. 15.9. 1916, d. 8.9. 1997, húsmóðir. Hún er dóttir Eiríks Guðmundssonar, útvegsb. i Garðhúsum i Garði, og k.h., Guörúnar Sveinsdóttur húsmóður. Börn Guðnýjar og Þórðar eru Elín, f. 1942, skrifstofu- stjóri, gift Reynhold Kristjánssyni; Steinunn, f. 1943, starfar við umönn- un, gift Hrafni Bachmann; Aðal- steinn, f. 1945, efnaverkfræðingur, kvæntur Guðrúnu Jóhannesdóttur; Kjartan, f. 1949, hagfræðingur, kvæntur Helgu Kristínu Einarsdótt- ur; Gunnar, f. 1953,-skrifstofumaður, kvæntur Hafdísi Kjartansdóttur; Páll, f. 1958, bifvélavirki. Afa- og langafabörnin eru orðin fjörutíu. Þórður er næstelstur sjö systkina. Systkini hans: Guðmundur, f. 1919, d. 1997, afgreiðslumaður í Vest- mannaeyjum; Ingileif, f. 1923, d. 1925; Guðjón, f. 1924, lengst af línu- maður, búsettur á Eyrarbakka; Sig- urður, f. 1925, d. 1981, lengst af af- greiðslumaður, var búsettur í Kópa- vogi;Páll Erlingur, f. 1926, d. 1978, málari, bjó í Reykjavík; Pálína, f. 1927, húsmóðir í Kópavogi. Foreldrar Þórðar voru Páll Guð- mundsson, f. 1895, d. 1927, vélstjóri, og Elín Þórðardóttir, f. 1896, d. 1983, húsmóðir. Þórður tekur á móti vinum og vandamönnum í félagsaðstöðunni, Aflagranda 40, 1.4. kl. 15.00-18.00. Snjólaug F. Þorsteinsdóttir húsmóðir á Akureyri Snjólaug Filippía Þor- steinsdóttir húsmóðir, Mýrarvegi 111, Akureyri, verður sjötug á morgun. Starfsferill Snjólaug fæddist að Há- mundarstöðum í Hrísey og ólst þar upp. Hún var í Barna- og unglingaskóla Hríseyjar og stundaði nám við Húsmæðraskóla Akureyrar. Auk heimilisstarfa stundaði Snjó- laug verslunarstörf um skeið. Þá starfaði hún á gæsluvelli á vegum Akureyrarbæjar. Snjólaug og eiginmaður hennar bjuggu við Kambsmýri á Akureyri frá 1955 en árið 2000 fluttu þau á Mýrarveginn. Fjölskylda Snjólaug giftist 17.5. 1952 Jóni Helgasyni, f. 18.10. 1927, fyrrv. for- manni Verkalýðsfélagsins Einingar og framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Sameiningar. Jón er sonur Helga Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafs- dóttur, útvegsb. og húsfreyju í Un- aðsdal á Langadalsströnd við Isa- fjarðardjúp. Börn Snjólaugar og Jóns eru Ólína Guðbjörg Jónsdóttir, f. 13.8. 1953, móttökuritari, búsett á Akur- eyri, gift Halldóri M. Rafnssyni, f. 17.8. 1949, húsasmíðameistara og eru börn þeirra Fanney, f. 19.1.1973, d. 7.11. 1995, Ómar, f. 2.2. 1979, en unnusta hans er Guðrún Lund Hall- dórsdóttir, og Elfar, f. 27.3.1986; Þor- steinn Stefán Jónsson, f. 25.1. 1956, afgreiðslumaður, búsett- ur á Akureyri, kvæntur Hildi Eddu Ingvarsdótt- ur, f. 19.11. 1958, og eru börn þeirra Jón Ingvar, f. 141.5. 1977, Snjólaug Svana, f. 16.6. 1979, en sambýlismaður hennar er Bergvin Fannar Gunnarsson, f. 24.3. 1978, og eiga þau soninn Gunnar Darra, f. 2.8. 2000, og Atli Geir, f. 16.11.1982; Helgi Rúnar Jónsson, f. 19.3. 1958, húsa- smiður, búsettur í Kópavogi, kvænt- ur Olgu Möller, f. 26.10. 1962, við- skiptafræðingi, og eru börn þeirra Sigriður Vala, f. 28.2. 1993, Fanney Andrea, f. 19.8.1996, og Jón Baldvin, f. 3.2.1998, en böm Helga Rúnars frá fyrra hjónabandi eru Magnús, f. 28.9.1980, en unnusta hans er Sigur- björg Ýr Guðmundsdóttir, f. 30.6. 1980, Barbara, f. 30.4. 1986; Margrét Elfa, f. 15.6. 1961, hársnyrtir á Akur- eyri, en sambýlismaður hennar er Sverrir Auðunn Meldal, f. 2.6. 1957, húsasmiður. Bróðir Snjólaugar er Þorsteinn Grétar, f. 9.1. 1946, sundlaugarvörð- ur á Akureyri, kvæntur Sesselju Ingibjörgu Stefánsdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn. Fósturbróðir Snjólaugar er Þor- steinn Jóhannes Jónsson, f. 15.2. 1924, fyrrv. rannsóknarlögreglumað- ur, og á hann sjö börn. Foreldrar Snjólaugar voru Þorsteinn Stefán Baldvinsson, f. 25.10. 1893, d. 11.1. 1971, skipstjóri, og k.h„ Ólína Eybjörg Pálsdóttir, f. 13.9. 1907, d. 10.11. 1996, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.