Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 8
8
Útlönd
George W. Bush
Viövörun til Bandaríkjanna á hverrí
síöu í loftslagsskýrslu sem
Clinton pantaöi.
Loftslags-
sprengja frá
Clinton til Bush
í næstu viku springur loftslags-
sprengja undir George W. Bush
Bandaríkjaforseta þegar birt verður
150 síðna skýrsla, sem Bill Clinton,
fyrrverandi forseti, pantaði. í
skýrslunni er því lýst hvernig lofts-
lagsbreytingar geta breytt Banda-
rikjunum verði ekki dregið úr losun
gróðurhúsalofttegunda. Bush vill
ekki staðfesta Kyoto-sáttmálann um
takmörkun lofttegundanna.
Breska blaðið The Independent
segir viðvörun á næstum hverri
síðu skýrslunnar. Varað er við
vatnsskorti og hita í borgum, snjó-
leysi í fjöllum, hitabeltissjúkdómum
við strendur, fellibyljum, flóðum á
sumum svæðum og þurrki á öðrum.
Bent er þó á að til skamms tíma lit-
ið geti meira úrhelli veriö jákvætt
fyrir landbúnað og skógrækt.
Bush segir Kyoto-sáttmálann
skaða efnahag Bandaríkjanna.
Króatía:
Átök þegar frið-
argæsluliðar
hertóku banka
Átján friðargæsluliðar særðust í
gær í átökum við þjóðernissinnaða
Króata í Mostar í Bosníu. Þjóðernis-
sinnarnir réðust á friðargæslulið-
ana og embættismenn þegar þeir
reyndu að hertaka banka sem grun-
aður er um að hafa fjármagnað bar-
áttu þjóðemissinnanna fyrir sjálf-
stjórn Króata í Bosníu. Króatískir
þjóðernissinnar hafa sagt upp sam-
starfmu innan króatiska-múslímska
sambandsins. Hafa þeir hótað að
lýsa yfir sjálfstæðu króatísku ríki í
Bosníu.
Monica Lewinsky
Býr í New York eins og Clinton og
segir borgina nógu stóra fyrir bæöi.
Lewinsky brotn-
aði saman í sjón-
varpsþætti
Hundraö háskólanemar fengu í
vikunni tækifæri til að spyrja Mon-
icu Lewinsky, fyrrverandi lærling í
Hvíta húsinu, spjörunum úr í sjón-
varpsþætti um hneykslismálið sem
fylgdi í kjölfar ástarsambands henn-
ar við Bill Clinton, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta. Meðal áhorfenda
í sjónvarpssal var móðir Monicu,
Marcia Lewis.
Monica greindi meðal annars frá
því hvemig Starr saksóknari hefði
hótað móður hennar ákæru neitaði
hún að bera vitni. Allt í einu brotn-
aði Monica saman og kom þá nær-
vera móðurinnar sér vel. Marcia
þerraði tárin af kinnum dóttur sinn-
ar og þátturinn hélt áfram.
Of mikil áhætta
vegna njósna
Þótt kínversk yfirvöld hafi í gær
itrekað kröfu sínum um afsökunar-
beiðni vegna áreksturins á sunnu-
daginn milli bandarískrar njósna-
vélar og kínverskrar orrustuþotu
voru Bandaríkjamenn bjartsýnir á
að áhöfn njósnavélarinnar yrði lát-
in laus. Bandarískir stjórnarerind-
rekar fengu að hitta áhöfnina í gær
í annað sinn þrátt fyrir fimm
klukkustunda seinkun og gefið var
leyfi fyrir þriðju heimsókninni í
dag.
En samtímis því sem stjórn Geor-
ge W. Bush Bandaríkjaforseta reyn-
ir að blíðka kínversk yfirvöld er
þeirri spurningu varpað fram í
grein í blaðinu International Herald
Tribune hvort njósnaflug eins og
þetta sem farið var í síðastliðinn
sunnudag sé enn gagnlegt eða, þar
sem kalda stríðinu sé lokið, hvort
áhættan sé ekki meiri en ávinning-
urinn sem hlýst af fluginu.
Bandarískar njósnavélar hafa
Sendiráðs gætt
Lögreglumaöur á veröi viö banda-
ríska sendiráðiö í Peking.
flogið í að minnsta kosti hálfa old
með fram strönd Kína. Á fyrstu ár-
um kalda stríðsins fórst fjöldi
njósnavéla, einkum undan strönd
Rússlands. Vorið 1956 heimilaði
Dwight Eisenhower Bandaríkjafor-
seti njósnaflug sprengjuvéla yfir
Rússland. Hefði sprengjuvélanna
orðið vart í ratsjárstöðvum Rússa
hefðu þeir ekki getað vitað að til-
gangurinn væri njósnir en ekki árás.
Bandaríkjamenn giskuðu á að Rúss-
ar hefðu ekki ratsjár á svæðinu og
þeir giskuðu rétt. í ágúst 1956 fórst
bandarísk njósnavél með 16 menn
eftir árekstur við kinverska herflug-
vél. „Við virðumst fást við eitthvað
sem við ráðum ekki nógu vel við,“
sagði þá Eisenhower við Radford að-
mírál á leynilegum fundi, að því er
kemur fram í blaðagreininni.
„Flygju vélarnar 20 til 50 mílur und-
an okkar ströndum skytum við þær
líklega niður kæmu þær nær, hvort
sem það væri vegna mistaka eða
ekki,“ bætti forsetinn við.
Bandaríkjamenn hafa einnig
misst skip í njósnaleiðöngrum.
Óttasleginn unglingur
ísraelskir lögreglumenn handtaka óttasleginn palestínskan ungling í Jerúsalem í gær þar sem til átaka kom eftir
bænastund. Palestínsk yfirvöld fögnuöu fordæmingu Bandaríkjanna á áætlun ísraela um fleiri gyöingabyggöir á Vest-
urbakkanum. Palestínumenn segja hins vegar þörf á aðgeröum.
Ráðherra gagnrýndi Sophie
en féll svo á eigin bragði
Viðskipta- og iðnaðarráðherra
Bretlands, Stephen Byers, féll í gær
á eigin bragði þegar hann gagn-
rýndi Sophie Rhys-Jones, tengda-
dóttur Elísabetar Englandsdrottn-
ingar, fyrir ummæli sem hún lét
falla í viðtali við blaðamann sem
þóttist vera arabískur fursti.
Sophie, sem er eiginkona Játvarð-
ar prins, hefur verið sökuð um að
notfæra sér tengslin við konungs-
fjölskylduna til að koma á við-
skiptasamböndum fyrir almanna-
tengslafyrirtæki sitt og tala í leið-
inni illa um fjölskylduna. íviðtali
við blaðamann, sem þóttist vera ar-
abískur fursti er sóttist eftir ráögjöf
hennar, á Sophie að hafa kallað
drottninguna þá gömlu, Cherie Bla-
ir forsætisráðherrafrú algeran
hrylling og WiUiam Hague, leiðtoga
íhaldsflokksins, herfu. Breska hirð-
Greifynjan af Wessex
Soþhie getur vænst fleiri afhjúpana í
breskum slúöurblööum á morgun.
in hefur harðlega vísað á bug meint-
um ummælum Sophie sem ber titil-
inn greifynjan af Wessex.
Stephen Byers féll í pyttinn i gær
þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali:
„Kæmi arabískur fursti með
kampavínsglas til mín myndi ég af-
þakka og forða mér.“
Forystumenn í viðskiptalífinu
brugðust harkalega við og sögðu
ummæli ráðherrans ámælisverð,
sérstaklega þar sem hann tengdist
mikilvægum viðskiptum Bretlands
við Miðausturlönd.
Játvarður prins, sem rekur óháð
sjónvarpsfyrirtæki, hefur einnig
dregist inn í deiluna. Blaðið The
Times greindi frá því að hann hefði
í opinberri ferð til Brúnei og
Malasíu i fyrra notað tækifærið tU
að koma á samböndum vegna gerð-
ar sjónvarpsþáttar um hallargarða.
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
I>V
msiEŒ
Konungur í framboð
Simeon II Búlgar-
íukonungur, sem er
í útlegð á Spáni, tU-
kynnti í gær að
hann yrði í forystu
nýrrar pólitískrar
hreyfingar sem
tæki þátt í kosning- j
unum i Búlgaríu í
júní næstkomandi.
Svörtum mismunað
Rannsókn bandarískra fjölmiðla
sýnir að kosningavélar í hverfum
svartra í Flórída voru úreltar í fleiri
tilfellum en hjá hvítum. Starfsmenn
á kjörstöðum svartra voru einnig
verr undirbúnir en á kjörstöðum
hvítra.
Kjötbanni aflétt
Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð
afléttu í gær banni við innflutningi
almennings á kjöt- og mjólkurvör-
um nema frá löndum þar sem gin-
og klaufaveiki er staðfest.
Ný réttarhöld fyrirskipuð
Hæstiréttur í Pakistan ógUti í
gær spUlingardóm frá 1999 yfir Ben-
azir Bhutto, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, og eiginmanni hennar. Ný
réttarhöld voru fyrirskipuð. Bhutto
flýði land áður en dómurinn, 5 ára
fangelsi, var kveðinn upp.
Þúsund flóttamenn á dag
Um eitt þúsund afganskir flótta-
menn koma á hverjum degi til
flóttamannabúða í Pakistan. Flýja
þeir bæði þurrka og stríösátök.
Stuðningsfundur
'Sfj if' urinn í Serbíu
, J hvatti í gær alla
** * í þegna landsins til
gU | þess að Slobodan
—I Milosevic, fyrrver-
andi Júgóslaviuforseti, verði látinn
laus úr fangelsi.
Smyglhringur upprættur
Lögreglan í Króatíu hefur upp-
rætt hring sem smyglaði mörgum
þúsundum ólöglegra innflytjenda til
V-Evrópu. Hald var lagt á fikniefni
og fjölda vopna og stolinna bíla.
Berezovskí býður rás
Rússneski fjár-
málafurstinn Bor-
ís Berezovskí bauð
í gær fréttamönn-
um sjónvarps-
stöðvarinnar NTV
rás á sjónvarps-
stöð sinni. Frétta-
mennirnir á NTV
mótmæla yfirtöku ríkisgasolíuris-
ans Gazproms á óháðri sjónvarps-
stöð þeirra. Bandaríski fiölmiðla-
kóngurinn Ted Turner bað í gær
fréttamennina um að sýna stillingu
á meðan hann væri í samningavið-
ræðum um kaup á hlut í NTV.
Efnahagskreppu mótmælt
Fjöldi Tyrkja þyrptist út á götur
Istanbul og Ankara í gær til að mót-
mæla efnahagskreppunni í Tyrk-
landi og stefnu stjórnvalda. Búlent
Ecevit forsætisráðherra hét því í
gær að stjórnin myndi ekki gefast
upp. Lögregla beitti vatnsþrýsti-
byssum til að dreifa reiðum mann-
Qöldanum.