Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd George W. Bush Viövörun til Bandaríkjanna á hverrí síöu í loftslagsskýrslu sem Clinton pantaöi. Loftslags- sprengja frá Clinton til Bush í næstu viku springur loftslags- sprengja undir George W. Bush Bandaríkjaforseta þegar birt verður 150 síðna skýrsla, sem Bill Clinton, fyrrverandi forseti, pantaði. í skýrslunni er því lýst hvernig lofts- lagsbreytingar geta breytt Banda- rikjunum verði ekki dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bush vill ekki staðfesta Kyoto-sáttmálann um takmörkun lofttegundanna. Breska blaðið The Independent segir viðvörun á næstum hverri síðu skýrslunnar. Varað er við vatnsskorti og hita í borgum, snjó- leysi í fjöllum, hitabeltissjúkdómum við strendur, fellibyljum, flóðum á sumum svæðum og þurrki á öðrum. Bent er þó á að til skamms tíma lit- ið geti meira úrhelli veriö jákvætt fyrir landbúnað og skógrækt. Bush segir Kyoto-sáttmálann skaða efnahag Bandaríkjanna. Króatía: Átök þegar frið- argæsluliðar hertóku banka Átján friðargæsluliðar særðust í gær í átökum við þjóðernissinnaða Króata í Mostar í Bosníu. Þjóðernis- sinnarnir réðust á friðargæslulið- ana og embættismenn þegar þeir reyndu að hertaka banka sem grun- aður er um að hafa fjármagnað bar- áttu þjóðemissinnanna fyrir sjálf- stjórn Króata í Bosníu. Króatískir þjóðernissinnar hafa sagt upp sam- starfmu innan króatiska-múslímska sambandsins. Hafa þeir hótað að lýsa yfir sjálfstæðu króatísku ríki í Bosníu. Monica Lewinsky Býr í New York eins og Clinton og segir borgina nógu stóra fyrir bæöi. Lewinsky brotn- aði saman í sjón- varpsþætti Hundraö háskólanemar fengu í vikunni tækifæri til að spyrja Mon- icu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu, spjörunum úr í sjón- varpsþætti um hneykslismálið sem fylgdi í kjölfar ástarsambands henn- ar við Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Meðal áhorfenda í sjónvarpssal var móðir Monicu, Marcia Lewis. Monica greindi meðal annars frá því hvemig Starr saksóknari hefði hótað móður hennar ákæru neitaði hún að bera vitni. Allt í einu brotn- aði Monica saman og kom þá nær- vera móðurinnar sér vel. Marcia þerraði tárin af kinnum dóttur sinn- ar og þátturinn hélt áfram. Of mikil áhætta vegna njósna Þótt kínversk yfirvöld hafi í gær itrekað kröfu sínum um afsökunar- beiðni vegna áreksturins á sunnu- daginn milli bandarískrar njósna- vélar og kínverskrar orrustuþotu voru Bandaríkjamenn bjartsýnir á að áhöfn njósnavélarinnar yrði lát- in laus. Bandarískir stjórnarerind- rekar fengu að hitta áhöfnina í gær í annað sinn þrátt fyrir fimm klukkustunda seinkun og gefið var leyfi fyrir þriðju heimsókninni í dag. En samtímis því sem stjórn Geor- ge W. Bush Bandaríkjaforseta reyn- ir að blíðka kínversk yfirvöld er þeirri spurningu varpað fram í grein í blaðinu International Herald Tribune hvort njósnaflug eins og þetta sem farið var í síðastliðinn sunnudag sé enn gagnlegt eða, þar sem kalda stríðinu sé lokið, hvort áhættan sé ekki meiri en ávinning- urinn sem hlýst af fluginu. Bandarískar njósnavélar hafa Sendiráðs gætt Lögreglumaöur á veröi viö banda- ríska sendiráðiö í Peking. flogið í að minnsta kosti hálfa old með fram strönd Kína. Á fyrstu ár- um kalda stríðsins fórst fjöldi njósnavéla, einkum undan strönd Rússlands. Vorið 1956 heimilaði Dwight Eisenhower Bandaríkjafor- seti njósnaflug sprengjuvéla yfir Rússland. Hefði sprengjuvélanna orðið vart í ratsjárstöðvum Rússa hefðu þeir ekki getað vitað að til- gangurinn væri njósnir en ekki árás. Bandaríkjamenn giskuðu á að Rúss- ar hefðu ekki ratsjár á svæðinu og þeir giskuðu rétt. í ágúst 1956 fórst bandarísk njósnavél með 16 menn eftir árekstur við kinverska herflug- vél. „Við virðumst fást við eitthvað sem við ráðum ekki nógu vel við,“ sagði þá Eisenhower við Radford að- mírál á leynilegum fundi, að því er kemur fram í blaðagreininni. „Flygju vélarnar 20 til 50 mílur und- an okkar ströndum skytum við þær líklega niður kæmu þær nær, hvort sem það væri vegna mistaka eða ekki,“ bætti forsetinn við. Bandaríkjamenn hafa einnig misst skip í njósnaleiðöngrum. Óttasleginn unglingur ísraelskir lögreglumenn handtaka óttasleginn palestínskan ungling í Jerúsalem í gær þar sem til átaka kom eftir bænastund. Palestínsk yfirvöld fögnuöu fordæmingu Bandaríkjanna á áætlun ísraela um fleiri gyöingabyggöir á Vest- urbakkanum. Palestínumenn segja hins vegar þörf á aðgeröum. Ráðherra gagnrýndi Sophie en féll svo á eigin bragði Viðskipta- og iðnaðarráðherra Bretlands, Stephen Byers, féll í gær á eigin bragði þegar hann gagn- rýndi Sophie Rhys-Jones, tengda- dóttur Elísabetar Englandsdrottn- ingar, fyrir ummæli sem hún lét falla í viðtali við blaðamann sem þóttist vera arabískur fursti. Sophie, sem er eiginkona Játvarð- ar prins, hefur verið sökuð um að notfæra sér tengslin við konungs- fjölskylduna til að koma á við- skiptasamböndum fyrir almanna- tengslafyrirtæki sitt og tala í leið- inni illa um fjölskylduna. íviðtali við blaðamann, sem þóttist vera ar- abískur fursti er sóttist eftir ráögjöf hennar, á Sophie að hafa kallað drottninguna þá gömlu, Cherie Bla- ir forsætisráðherrafrú algeran hrylling og WiUiam Hague, leiðtoga íhaldsflokksins, herfu. Breska hirð- Greifynjan af Wessex Soþhie getur vænst fleiri afhjúpana í breskum slúöurblööum á morgun. in hefur harðlega vísað á bug meint- um ummælum Sophie sem ber titil- inn greifynjan af Wessex. Stephen Byers féll í pyttinn i gær þegar hann sagði í sjónvarpsviðtali: „Kæmi arabískur fursti með kampavínsglas til mín myndi ég af- þakka og forða mér.“ Forystumenn í viðskiptalífinu brugðust harkalega við og sögðu ummæli ráðherrans ámælisverð, sérstaklega þar sem hann tengdist mikilvægum viðskiptum Bretlands við Miðausturlönd. Játvarður prins, sem rekur óháð sjónvarpsfyrirtæki, hefur einnig dregist inn í deiluna. Blaðið The Times greindi frá því að hann hefði í opinberri ferð til Brúnei og Malasíu i fyrra notað tækifærið tU að koma á samböndum vegna gerð- ar sjónvarpsþáttar um hallargarða. LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V msiEŒ Konungur í framboð Simeon II Búlgar- íukonungur, sem er í útlegð á Spáni, tU- kynnti í gær að hann yrði í forystu nýrrar pólitískrar hreyfingar sem tæki þátt í kosning- j unum i Búlgaríu í júní næstkomandi. Svörtum mismunað Rannsókn bandarískra fjölmiðla sýnir að kosningavélar í hverfum svartra í Flórída voru úreltar í fleiri tilfellum en hjá hvítum. Starfsmenn á kjörstöðum svartra voru einnig verr undirbúnir en á kjörstöðum hvítra. Kjötbanni aflétt Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð afléttu í gær banni við innflutningi almennings á kjöt- og mjólkurvör- um nema frá löndum þar sem gin- og klaufaveiki er staðfest. Ný réttarhöld fyrirskipuð Hæstiréttur í Pakistan ógUti í gær spUlingardóm frá 1999 yfir Ben- azir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra, og eiginmanni hennar. Ný réttarhöld voru fyrirskipuð. Bhutto flýði land áður en dómurinn, 5 ára fangelsi, var kveðinn upp. Þúsund flóttamenn á dag Um eitt þúsund afganskir flótta- menn koma á hverjum degi til flóttamannabúða í Pakistan. Flýja þeir bæði þurrka og stríösátök. Stuðningsfundur 'Sfj if' urinn í Serbíu , J hvatti í gær alla ** * í þegna landsins til gU | þess að Slobodan —I Milosevic, fyrrver- andi Júgóslaviuforseti, verði látinn laus úr fangelsi. Smyglhringur upprættur Lögreglan í Króatíu hefur upp- rætt hring sem smyglaði mörgum þúsundum ólöglegra innflytjenda til V-Evrópu. Hald var lagt á fikniefni og fjölda vopna og stolinna bíla. Berezovskí býður rás Rússneski fjár- málafurstinn Bor- ís Berezovskí bauð í gær fréttamönn- um sjónvarps- stöðvarinnar NTV rás á sjónvarps- stöð sinni. Frétta- mennirnir á NTV mótmæla yfirtöku ríkisgasolíuris- ans Gazproms á óháðri sjónvarps- stöð þeirra. Bandaríski fiölmiðla- kóngurinn Ted Turner bað í gær fréttamennina um að sýna stillingu á meðan hann væri í samningavið- ræðum um kaup á hlut í NTV. Efnahagskreppu mótmælt Fjöldi Tyrkja þyrptist út á götur Istanbul og Ankara í gær til að mót- mæla efnahagskreppunni í Tyrk- landi og stefnu stjórnvalda. Búlent Ecevit forsætisráðherra hét því í gær að stjórnin myndi ekki gefast upp. Lögregla beitti vatnsþrýsti- byssum til að dreifa reiðum mann- Qöldanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.