Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Schengen-samstarfið teygir anga sína til stranda Norður-Afríku: Öllum brögðum beitt til að komast til Evrópu „Ég á enga framtíð í heimalandi mínu. Það er fallegt land en stjórn- málaleiðtogarnir hafa eyðilagt það. Þar er aðeins fátækt og engin vinna.“ Þessi orö Nigeríumannsins Tarifa Eghaghes Johnsons við blaðamann danska blaðsins Politiken endur- spegla afstöðu þúsunda manna, karla og kvenna, sem á hverju ári reyna að komast frá Norður-Afríku yfir Gíbraltarsundið til Spánar, og þar með til fyrirheitna landsins Evrópu. Ehaghe Johnson er reiðubúinn að beita öllum tiltækum ráðum til að komast yfir til Spánar frá marokkóska hafnarbænum Tanger, við Gibraltarsund. Evrópusam- bandslöndin gera líka allt sem þau geta til að halda honum og hans lík- um fjarri gósenlandinu. Tíu árum of seint Þótt Eghaghe Johnson sé ungur að árum, ekki nema 21 árs, er helsti vandi hans sá að hann kom tíu ár- um of seint. Allt vegna Schengen- samstarfsins um ytri landamæri Evrópuríkja, sem fslendingar gerð- ust nýlega fullgildir aðilar að, og sem Spánverjar taka einnig þátt í. Áður fyrr hefði það dugað Niger- íumanninum að hafa fullgilt vega- bréf tii að komast frá Marokkó til Spánar. Ekki lengur. Nú þarf Eg- haghe Johnson vegabréfsáritun og litlar líkur eru á því að ungur mað- ur sem aðeins vill fara til Evrópu til að flýja örbirgðina heima fái svo dýrmætan stimpil. Af þeim sökum er mikil ásókn í að komast með einhverju móti yfir —B sundið til Spánar, þvi komist menn á annað borð til lands innan Schen- gen-samstarfsins er leiðin meira og minna greið til annarra landa sam- starfsins vegna þess að eftirlit við innri landamærin hefur veriö fellt niður. Eftirlit á sjó og landi Spænska lögreglan heldur því uppi ströngu eftirliti meðfram suð- urströnd Spánar, við Gíbraltarsund, bæði á láði og legi. Sundið er aðeins um fimmtán kílómetra breitt og þegar skyggja tekur þjóta hrað- skreiðir smábátar frá ströndum Fegnir lífgjöfinni Norður-afrískur innflytjandi veifar til spænsku lögreglunni sem bjargaði honum og félögum hans eftir að bátur þeirra bilaði á siglingu frá Marokkó til suðurstrandar Spánar. Bátsverjar ætluðu að leita betra lífs í Evrópu. Marokkós í átt til Spánar. Á síðasta ári hafði spænska lög- reglusveitin Guardia Civil hendur í hári tólf þúsund ólöglegra innflytj- enda. Mannréttinda- og hjálparsam- tök telja hins vegar að milli Qögur og fimm þúsund manns hafi sloppið i gegn um lögreglunetið. Enginn veit þó með vissu hversu margir komast í gegn. Heldur er ekki vitað hversu margir drukkna á leiðinni yfir Gí- braltarsund sem getur verið viðsjár- verð siglingaleið vegna straum- þunga á mótum Atlantshafsins og Miðjarðarhafsins. Járngirðingar um borgina En ekki leggja allir strax til at- lögu við sjálft Gíbraltarsund. Þannig háttar nefnilega til á norður- strönd Marokkós að þar eru tvær borgir sem Spánverjar ráða yfir, Melilla og Ceuta. Við Melilla eru tvær háar járn- girðingar, með fimm metra milli- bili, og er gaddavír efst. Lögreglu- Drukknuöu á leiö til fyrirheitna landsins Ekki sleppa allir lifandi frá tilraunum sínum til að sigla yfir Gíbraltarsund- ið frá Marokkó til Spánar í leit að betra lífi einhvers staðar í Evrópu. Hér má sjá lík fimm manna frá Norður-Afríku á spænskri strönd. þjónar standa vörð með reglulegu millibili meðfram girðingunni til að halda Afríkubúum utan hennar, og þar með spænsks yfirráðasvæðis. En Afríkubúarnir koma á hverju kvöldi, menn frá Marokkó, Alsír, Nígeríu, Sierra Leone og Máritaníu, Kamerún og Mali. Allir reyna þeir að komast yfir girðinguna, undir hana, í gegn um hana eða að synda fyrir hana. „Gaddvírinn er of hátt uppi,“ seg- ir Abu Uza, þrítugur maður frá Si- erra Leone, við blaðamann banda- ríska blaðsins Washington Post í Melilla. Abu Uza er á flótta undan borgarastríðinu og fátæktinni heima. „Ejórum sinnum var ég næstum þvi kominn i gegn en þeir náðu mér. Það heppnaðist í fimmta sinn.“ Abu Uza synti fyrir girðinguna og komst þannig inn í Melilla. „Ég er góður sundmaður," segir hann. Augun beinast aö Spáni Segja má að Melilla, sem er ekki nema átján ferkílómetrar að stærð, sé eins konar söguleg tímaskekkja. Borgin þar sem íbúarnir eru 65 þús- und hefur verið undir spænskri stjórn frá árinu 1497. Hún hefur því aldrei tilheyrt því sem nú heitir Marokkó. Augu annarra Evrópuþjóða bein- ast mjög að Spánverjum um þessar mundir þar sem þeir hafa löngum þótt frekar linir í baráttunni gegn ólöglegum innflytjendum. Vegna Schengen-samstarfsins er mun meira í húfi nú en áður vegna af- náms eftirlits á innri landamærun- um. Melvin Uldeh er 29 ára gamall Ní- geríumaður, með háskólagráðu í stjómmálafræði. Hann ferðast yfir Tsjad og Líbýu til að komast til Melilla þar sem hann bíður nú eftir að komast yfir til meginlands Evr- ópu. Á klifrinu yfir girðinguna um- hverfis Meliila skar hann sig illa á öðrum fæti. „Ég tók fyrsta skrefið, ég tók ann- að skrefið og ég leit aldrei um öxl. Og ég mun aldrei líta um öxl fyrr en ég er kominn þangað sem ég ætla mér,“ segir Uldeh og bætir við að hann sjái ekkert vit í þvi að Evrópu- þjóðirnar leggi svona mikið á sig til að halda innflytjendunum fjarri. „Störfin sem þetta fólk tekur að sér eru störf sem þeir vilja ekki,“ segir Uldeh. „Það leysir ekki vand- ann að setja upp gaddavírsgirðingar eða herða landamæraeftirlitið.“ Búiö á rusiahaugunum Tugir Afríkumanna, sem enn hef- ur ekki tekist að komast yfir girð- ingarnir umhverfis Melilla, búa á ruslahaugum skammt ofan við borg- ina. Þeir hafa enga aðra hvílu en berar klappirnar í fjallshlíöinni og skrimta á mat sem velviljaðir íbúar og kristnir trúboðar gefa þeim. Marokkóskar öryggissveitir lögðu til atlögu við flóttamennina við ruslahaugana ekki alls fyrir löngu og hirtu þá sem ekki tókst að koma sér í felur. Það er mál manna að þeir hafi verið fluttir að jaðri Sahara-eyðimerkurinnar og skildir þar eftir. Líklegt þykir að flestir hafi snúið við þegar lögreglan var á bak og burt og ætli sér að reyna aft- ur að komast yfir girðinguna. Út í eyðimörkina Eyðimerkui-flutningar þessir eru altalaðir í hópi þeirra sem eru að reyna að komast til Evrópu. „Ég þekki marga sem voru fluttir út í eyðimörkina þar sem þeir voru skildir eftir. Þeir fá hvorki vott né þurrt og þeim er sagt að þeir eigi að fara yfir eyðimörkina og taka stefn- una á Alsír,“ segir einn vonbiðill- inn í viötali við Politiken á norður- strönd Marokkós. „Margir lifa ferð- ina ekki af en aðrir reyna að kom- ast aftur til Marokkós." „Sahara er stóra hliðið," segir Jo- an Ignasi Soler frá mannúðarsam- tökunum Læknum án landamæra við blaðamann Washington Post. Samtökin aðstoða innflytjendurna sem komast inn í Melilla og þá sem komast til Tarifa á suðurströnd Spánar með bátum. „Þeir fara til suðurhluta Alsírs eða Marokkós frá Nígeríu eða Malí. Þeir bíða í Qöllunum eftir tækifæri til að stökkva inn í Melilla," segir Ignasi Soler. Sendir heim í hvelli Stjórnvöld í Marokkó og á Spáni hafa gert með sér samkomulag sem kveður á um að innfæddir sem staðnir eru að því að fara ólöglega inn í Melilla eru þegar í stað sendir aftur yfir girðinguna, til síns heima. Öðru máli gegnir um þá sem koma frá löndunum sunnan Sahara. Ekki er hægt að senda þá til baka þar sem Marokkóstjórn vill ekki sjá þá. Þess í stað fá þeir tveggja vikna frest til að yfirgefa landið, í raun tveggja vikna frest til að útvega sér vinnu eða til að koma sér til annars Evrópulands. Spænska þingið samþykkti í jan- úar ný lög um innflytjendur sem hafa það markmið að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda. Þeir sem eru í leit að atvinnu verða nú að sækja um í eigin landi og hafa með sér farmiða heim og gilt at- vinnutilboð til að fá að komast inn til Spánar. En flestir innflytjendur skeyta ekkert um það. Þeir vinna flestir „á svörtu", til dæmis við upp- skerustörf. Og þar sem barnsfæð- ingum fækkar stöðugt á Spáni og öldruðum fjölgar þarf spænskt efna- hagslíf svo sannarlega á þessu inn- flutta vinnuafli að halda. Byggt á Politiken og Washington Post. Til stuðnings innflytjendum Tugir þúsunda innflytjenda og Spánverja sóttu fjöldafund í Madríd í febrúar þar sem þeir mótmæltu umdeildum nýjum og strangari lögum um innflytjendamál sem stjórnvöld fengu samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.