Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>"V Skoðun Pútín og Lenín Synir mínir tveir, harðfullorðnir menn, óttuðust lítiOega um mig á liðnu sumri þegar ég fór gagngert í Þjóðleikhúsið til þess að horfa á Svanavatnið með San Francisco- baOettinum. Þeir sáu það ekki alveg fyrir sér að ég ætti þangað erindi. í fyrsta lagi efuðust þeir um að ég næði samhengi sögunnar og dansins en verr gekk þeim að ímynda sér áhuga minn á dansandi strákum í síðum nærbuxum. Dugði þar lítt að benda drengjunum á að þar gæti og að líta baOerínur, hina fegurstu álfakroppa. „Þær eru óttalega rýrar,“ sögðu strák- amir og vildu greinilega meira hold. í Bolshoj Ekki veit ég hvað þessir sömu pilt- ar nú halda um fóður sinn. Það var ekki fuOreynt með síðu nariurnar. Ég brá mér nefnilega aftur á Svanavatnið og á ekki ómerkari stað en í sjálft Bolshoj-leikhúsið í Moskvu. I þá heimsborg brugðum við hjónin okkur um síðustu helgi. Fyrir fram vorum við ákveðin í að skoða Kreml, Rauða torgið, helstu kirkjur, klaustur og söfn þessarar sögufrægu borgar. Þá get ég ekki neitað því að það freistaði mín að berja augum búkinn af Lenín sáluga. Konan mín var ekki alveg jafn spennt fyrir þeim gamla byltingarleið- toga. Óvissan var hins vegar meiri með Bolshoj. Þangað langaði okkur bæði, þó ekki nema að komast inn í það fræga hús. Við fórum á Netið hér heima og kíktum á prógrammið. Ekki dró það úr tilhlökkun okkar þegar í ljós kom að á dagskrá leikhússins var Svanavatnið kvöldið eftir komu okkar til Moskvu. Netleiðin reyndist hins vegar erfið og sú saga barst tO ís- landsstranda að sjálfur Pútín Rúss- landsforseti fengi sýninguna fyrir sig og sina. Því væri erfitt um vik fyrir mörlandann. Við yrðum bara að treysta á lukkuna þegar þar að kæmi. Pútín og botnarnir í Moskvuborg sannaðist þó enn og aftur að máttur doOarans er mikiO. Þarlendir vilja bandaríska gjaldmiðil- inn fremur en sina rúblu. Við náðum okkur því í miða á verði sem var fjarri öOu ríkisverði en það skipti ekki máli. Aðalatriðið var að tryggja sætin, sjá húsið og hina heimsfrægu listamenn. Við fengum sæti vinstra megin í stúku, þó ekki keisara- stúkunni. Ég gaf mér það að hún væri frátekin fyrir Pútín og legáta hans. Konan fann sig knúna til þess að leigja leikhúskíki þótt við sætum að kaOa fremst i húsinu. Apparatið kom sér vel í njósnum mínum um Rúss- landsforseta. Þótt ég hefði ekki komið auga á forsetann batt ég enn vonir við það að hann væri með okkur á sýn- ingunni. Svona getur maður verið snobbaður í þessu landi alþýðunnar. Pútín var hins vegar ekki ofarlega í huga konu minnar eftir að voldug tjöld Bolshoj-leikhússins voru dregin frá, vendilega merkt Sovétríkjunum sálugu. Á meðan ég var á útkikkinu eftir forsetanum horfði hún doOaOin á bolshoj-botnana, rússnesku rassana á baOettstrákunum. Þeir voru stinnir og stæltir og síðu nærbuxurnar þeirra svo þunnar að hver vöðvi var sýnileg- ur. Vá, var það eina sem hún sagði uns hún stökk upp og hrópaði bravó aftur og aftur. Þar fór hún að dæmi innfæddra sem leyndu ekki tilfinning- um sínum í lok listilega útfærðra hópatriða og ekki síður eftir sóló- dansana. Slett í plussstúkunni Það var í miðju bravói konu minn- ar sem mér bárust njósnir af því að Pútín væri í húsinu. „KaOinn er hérna,“ hvíslaði ég í eyra konunnar. „Ætti ég að fara að hitta hann?“ Hún hafði ekki augun af prinsinum á sviö- inu en þó greindi ég að hún hvíslaði á móti: „Láttu ekki svona, maður. Hvernig dettur þér í hug að þú komist gegnum lífvarðaþvöguna að Rúss- landsforseta?" „Honum þætti kannski fróðlegt að sjá Kópavogsbúa. Það er ekki víst að hann hafi séð slíkt ex- emplar áður,“ hvíslaði ég og leyfði mér að sletta vegna þess að ég sat í gyOtri plussstúku Bolshoj-leikhússins. Hlýðinn sat ég áfram i stúkunni. Við fórum því á mis, Pútín og ég. Ég óttast raunar að hann hafi aOs ekki frétt að við vorum þarna, hjónin. Það kom þó ekki að sök. Við vorum sem ölvuð í lok sýningarinnar, jafnvel þótt við kæmumst ekki að kampavíninu og kaviarnum í hléi. Listamennirnir voru verðskuldað kaOaðir fram þrá- faldlega. Þungu sovéttjöldin dönsuðu fram og til baka. Það á víst að endur- nýja þau, líkt og margt annað sem minnir á tima Sovétríkjanna. Bolshoj- leikhúsinu verður lokað i sumar og næstu ár. Þá verða innviðir hússins, guO og pluss, endumýjaðir. BaOettinn sýnh i minni sal í næsta húsi á með- an. Babúska í lúgu Ég missti af Pútín en var ákveðinn að kíkja á Lenín. Ég hef lengi vitað af honum uppstoppuðum í grafhýsinu á Það var í miðju bravói konu minnar sem mér bárust njósnir af því að Pútín vœri í hús- inu.“Kallinn er hérna,“ hvíslaði ég í eyra kon- unnar. „Ætti ég að fara að hitta hann?“ Rauða torginu, rétt við Kremlarmúra. Þar stóðu þeir á áram áður, sovésku flokksbroddamir, jafnt 1. maí sem á byltingarafmælinu, breiðleitir og svipþungir í frökkum með loðhúfur. Fram hjá þrömmuðu hersveitir í gæsagangi. Skriðdrekar bruddu torg- hellurnar og þotugnýr MIG-þotna skar í eyru. Þessi sýn úr svart-hvítu sjónvarpi er ljóslifandi í minning- unni. Við þurftum að bíða í biðröð á sunnudagsmorgni til þess að fá að sjá gamla manninn. Hann er bara tO sýn- is þá og aðeins í fáeinar stundir. Ekki verður sagt að frakka- og loðhúfu- klæddir verðir grafhýsis Lenins sál- uga hafi tekið okkur opnum örmum þegar við komumst að þeim eftir drjúga bið. „Nó kamera,“ sagði Rúss- inn með sínum hætti á ensku. Sú tunga var honum ekki töm en tákn- málið var vel skiljanlegt þegar hann rak okkur tO baka eftir að hann fann í tösku konunnar litlu heimilis- myndavélina. „Ten mínits - left,“ sagði hann og gaf þannig til kynna að einhvers staðar á vinstri hönd mætti finna geymslu fyrir myndavélar. Ég var sem viOuráfandi sauður á Rauða torginu en ratvísi konunnar bjargaði okkur. Þótt hvergi væri merkingu að sjá fann hún langt í burtu babúsku í sovéskri myndavélalúgu. Líf í Lenín? Við svindluðum okkur fram hjá röðinni og myndavélarlaus bak við hliðverðina. Skuggsýnt er í grafhýs- inu svo betra er að gæta sín í svörtum marmaratröppunum. Lenín er hins vegar upplýstur i glerkistunni, vel til hafður og skeggið snyrt. Undarlegt að geyma dauðan mann svona en samt svolítið kitlandi. Þegar við hægðum á okkur tO þess að kíkja betur á kaOinn veifaði vörður okkur áfram. „Hann hreyfði höndina," hvíslaði konan í angist þegar við prOuðum upp tröppumar frá kistunni. „Hver, vörðurinn?" spurði ég. Þrír verðir sussuðu samtímis á okkur. „Nei, Lenín,“ stundi konan kríthvít á svört- um marmaranum. „Hvaða vitleysa?" sagði ég um leið og við sluppum út 1 sólskinið. „Hann hefur verið dauður frá 1924,“ bætti ég við. „Það er akkúrat ekkert líf í þessum skrokki." „Ég sá það samt,“ sagði konan. Litur var aftur að færast í andlitið á henni en ég er ekki viss um að hún fari aft- ur niður. í eilífu sovéti Á útleiöinni, við múra Kremlar, röltum við fram hjá leiðum hetja Sov- Sovétríkjanna. Stalín var þarna, höggvinn í grátt grjót, og gott ef ekki plastblóm á gröfinni frá gömlum stalínista. Þeir eru tO enn. Þarna hvíldu líka í eilífu sovéti Brezhnev og Andropov þótt hann rikti ekki lengi. Khrústsjov á sér ekki legstað þar enda dó hann í ónáð. Við sáum gröfina hans í öðrum kirkjugarði. Marmara- legsteinninn var svartur og hvítur, líkt og innræti Sovétleiðtogans sjálfs. Skoðanir annarra Öðrum víti til varnaðar „MOosevic er að- almaðurinn á bak við styrjaldirnar á Balkanskaga. í meira en tíu ár stóð hann í farar- broddi þjóðernis- sinnaðrar dauða- reiðar sem hefur kostað allt að kvartmilljón manna í Króatíu, Bosníu og Kosovo lífið, hrakið milljónir manna á flótta, þar á meðal hundruð þúsunda Serba sem sjálfir urðu fórnarlömb þeirra árása sem Milosevic atti þeim út í. Það eru margir aðrir sem hafa framið glæpi gegn mannkyninu i fyrrum Júgóslavíu og þá er einnig að finna meða Króata og Bosníu- manna. En Milosevic, fyrrum for- seti Serbíu og Júgóalsvíu, er kald- rifjaður höfuðpaur á bak við mestu hamfarir í Evrópu frá því í heims- styrjöldinni síðari. Það eru þvi tímamót að hann skuli nú vera á bak við lás og slá í Belgrad. En eigi sættir og réttlæti að taka við af styrjöldum og fjöldamorðum er fyr- ir öOu að réttaruppgjörið yfir hon- um verði ítarlegt og öðrum víti til varnaðar." Úr forystugrein Politiken 5. apríl. Þreytt handrit „Eftirleikur áreksturs banda- rískrar njósnaflugvélar og kín- verskrar orrustuþotu á sunnudag fylgir þreyttu en hættulegu kalda- stríðshandriti sem þjónar hagsmun- um hvorugs landsins. Heilbrigð skynsemi segir okkur að tíu árum eftir lok kalda stríðsins ættu Banda- ríkin og Kína, þjóðir sem ekki eru óvinir og sem hafa mikinn efna- hagslegan ávinning af því að þróa virk samskipti, að geta fundið aðra leið til að leysa mál eins og þetta.“ Úr forystugrein The New York Times 6. apríl. Þagað um hryðjuverk „Það verður aOtaf erfiðara hjá þeim sem vilja verja stefnu ísraels gegn Palestínu- mönnum. Shimon Peres utanríkisráð- herra reyndi í heimsókn sinni i Stokkhólmi að kenna Palestínumönnum um ofbeldið, hryðjuverkin og dauðaskotin. En jafn- vel þótt jafnaðarmaðurinn Peres sé sagður vera klári og raunsæi ráðherr- ann í stjórn hægri mannsins Ariels Sharons leggja fáir, ef nokkrir, trúnað á skýringar hans. Það er ekki ein- göngu eða fyrst og fremst sök Palest- ínumanna að friðarferlið liggi niðri. Það eru ísraelar sem eiga sök á mesta ofbeldinu í Miðausturlöndum. ísrael- ar koma í veg fyrir að Palestínumenn komist tO vinnu í ísrael. ísraelar neita að afhenda palestínskum yfir- völdum skattgreiðslur Palestínu- manna. Reyna á að þvinga Palestínu- menn til að faOast á skilyrði ísraela fyrir nýjum friðarviðræðum. Það er kominn tími til að nefna hlutina rétt- um nöfnum." Úr forystugrein Aftonbladet 4. apríl. Hótel í sérflokki „Radisson SAS Plaza hótelið í Ósló kynnir sig sem fyrsta flokks hótel. Þegar um er að ræða vhðingu fyrir eigin starfsmönnum verðum við að slá því fostu að hótelið sé frekar í sérflokki í neikvæðri merk- ingu. Kvörtun hótelsins undan samþykkt jafnréttisráðs um að bannað sé að neita kvenkyns starfs- mönnum þess um aö bera blæju sýnir skort á virðingu fyrir bæði norskum lögum og trúfrelsi einstak- lingsins. Stjórn hótelsins segir mik- ilvægt af öryggisástæðum og með tiUiti tO markaðssóknar að starfs- menn séu eins klæddir til að auð- velt sé að þekkja þá. Það á ekki að taka reglur hótelsins um klæðnað fram yfir óskir starfsfólks um notk- un fatnaðar sem tilheyrir trú þess.“ Úr forystugrein Aftenposten 5. april.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.