Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V 9 Fréttir Dánarfregn málverksins stórlega orðum aukin: Vaxandi áhugi á Carnegie-sýningunni Tumi Magnússon hjá verki sínu, „Fireexit“ Tumi vinnur sín verk beint á vegg sýningarsalarins og þau taka breytingum eftir umhverfinu. „Við erum afskaplega ánægð með að fá inni hérna í Listasafni Kópa- vogs, húsið er svo fallegt og hentugt og öll starfsemin svo pottþétt," segir Anne Folke, framkvæmdastjóri myndlistarsýningarinnar sem kennd er við norræna fjárfestingarbankann Carnegie. Sýningin verður opnuð al- menningi í dag í þriðja sinn og í þetta skipti er Reykjavík seinasti viðkomu- staður hennar, áður hefur hún verið í Helsinki, Ósló, Gautaborg, Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi og um 32.000 manns hafa séð hana. Þó að það þyki ekki mikið miðað við hvað vinsælar sýningar laða að sér af gest- um í Reykjavík einni þá er Anne Folke býsna ánægð með áhugann því hann fer vaxandi. Fyrsta árið sáu 15.000 manns sýninguna í löndunum fimm, annað árið voru gestir 30.000 og nú eiga þeir að komast upp undir 40.000 þegar ísland bætist við. íslendingur hlaut 2. verðlaun Sýningin er í þremur liðum: í fyrsta lagi sýningin sjálf á mynd- verkum norrænna listamanna sem eru vandlega valin af dómbærum mönnum, í öðru lagi glæsileg bók með litmyndum af öllum verkunum og upplýsingum um listamennina sem verður með tímanum dýrmætt uppflettirit um norræna myndlist á okkar dögum, og loks eru væn pen- ingaverðlaun til fjögurra aðila. í ár er íslenskur listamaður í fyrsta skipti meðal verðlaunahafa; það er Hreinn Friðfinnsson og fékk hann 2. verðlaun, 2.500.000 ísl. kr., fyrir verkin þrjú sem á sýningunni eru. „Hugmyndin með þessu öllu er að sýna hvað norrænir málarar eru að gera einmitt núna,“ segir Anne Folke. „Þegar við fórum af stað var viðkvæð- ið hvarvetna: Málverkið - það er. dautt! En það er ekki rétt, það teygir sig í óvæntustu áttir eins og hér sést. Eitt af því sem einmitt er spennandi er að íhuga hvað flokkast til mál- verka og hvað ekki.“ Carnegie-fyrirtækið er stolt af sínu framtaki og ætlar ótrautt að halda áfram að styðja við norræna myndlist á þennan hátt. Þó segir Anne Folke að þau hlusti vissulega á raddir sem vilja breyta áherslum i sýningunni og þau ætli sér að vera sveigjanleg ef verulega góðar breytingatillögur ber- ast. Fjórða Carnegie-sýningin er þeg- ar i undirbúningi og verður hún opn- uð hér á landi í febrúar 2002, aftur í Gerðarsafni. Sú sýning fer líka til London og verður það í fyrsta sinn sem Carnegie-sýningin fer út fyrir Norðurlönd. Sýningin stendur til 6. maí og Gerðarsafn er opið kl. 11-17 þriðjud.-sunnnud. Leiðsögn er um sýninguna fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 15. -SA Harður ágreiningur um fyrirhugaðar breytingar á Hótel Borg: Þetta verður slys - segja húsfriðunarsinnar - skipulagsnefnd gefur grænt ljós Magnús Húsfriöunar- nefnd Harður ágrein- ingur er uppi um fyrirhugaðar breytingar á turninum og þak- inu á Hótel Borg. Tilgangur eig- enda hótelsins með fyrirspurn um leyfi til breyt- inga á því er að fjölga herbergj- um í bygging- unni. Menningar- málanefnd Reykjavíkurborg- ar klofnaði við af- greiðslu málsins. Leitað var álits Húsafriðunar- nefndar sem lagð- ist gegn umbeðn- um breytingum, að einum nefnd- armanni undan- skildum, sem vildi fallast á breytingar á þaki hússins. Skipu- lags- og hygging- arnefnd Reykja- víkurborgar hef- ur einróma af- greitt fyrirspurn- ina jákvætt. Hótel Borg er teiknað af Guð- jóni Samúels- ___________________ syni, bygginga- meistara ríkisins. Frumtillögur gera ráð fyrir að þakformi hússins verði lítillega breytt til að fjölga megi hótelherbergjum. Þá eru uppi hugmynd um að setja inndregið þak ofan á turninn til að koma fyrir her- bergi ofan á turnherberginu. Guðrún Menningarmáia- nefnd Júlíus Vífill Skipulags- og byggingarnefnd Magnús Skúlason, arkitekt og framkvæmda- stjóri Húsa- friðunarnefnd- ar, sagði að nefndin leggð- ist gegn breyt- ingunum vegna sam- ræmis Hótel Borgar við Austurstræti 16 sem sé eftir sama höfund. Talið sé að um samspil þess- ara tveggja húsa sé að ræða þótt millibygging úr gleri sé á milli þeirra. Menn hefðu hin sjónrænu tengsl í huga og sæju fyrir sér að hún gæti einhvern tíma vikið. Hlutverk nefndarinnar væri að gæta að byggingar- arfleifð þjóðarinnar og Hótel Borg væri óumdeilanlega hluti af því. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og formaður menningarmálanefndar, sagði að umbeðnar breytingar „væru slys“ ef af þeim yrði. Auk Guörúnar var Anna Geirsdóttir, varaformaður nefndarinnar, á móti breytingum, en aðrir nefndarmenn fylgjandi. Júlíus Vífill Invarsson, fulltrúi í Gamalt og viröulegt hótel Hótel Borg var byggð 1930 eftir teikningu Guðjóns Samúeissonar. skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkur, sagðist sammála því að veita Hótel Borg möguleika á því að auka hótelrými og bæta við svítu. „Ég fæ ekki betur séð heldur en að húsið verði fallegra fyrir vik- ið og mjög í stíl við það sem Guðjón Samúelsson hugsaði á þeim tima,“ sagði hann og bætti því að hann tryði því að málið væri endanlega í höfn. -JSS DV-MYND E.ÓL. Anne Folke og Ulrika Levén Þær eru umsjónarmenn Carnegie-sýningarinnar. LATTU DRáUMINN RÆTASTI wayrak Til sölu glæsileg 19 feta dagsiglari 2 undirvagnar fylgja, annar til aS sjósetja bótinn og hinn til flutnings á milli staSa. íinnig fylgja ASalsegl, tvær fokkur og tvö belgsegl. þá fylgja einnig anker og keSjur. Ásett verS er kr. 600.000. - staSgr. Nánarí upplýsingar gefur ívar síma 565 8568 og ivar@vortex.is Við rýmun fyrir nýjum vörum og veitum 20% afslátt af öllum vörum verslunarinnar út þessa viku. IVOTAÐU TÆKIFÆRIÐ ... gefdu þér gódan tíma í fríinu ^ mira w * * 76 BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 e-mail: mira@mira.is www.mira.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.