Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Helgarblað Tommy Lee Jones Þessi hörkulegi leikari giftist í kyrrþey á dögunum vinkonu sinni í fjöida ára. Tommy Lee Jones: Giftist í kyrrþey Leikarinn Tommy Lee Jones er oft og iðulega látinn leika harðsvíraða nagla sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann er harð- jaxl hvíta tjaldsins og hóf feril sinn með því að leika morðinga í frægri kvikmynd, In Cold Blood, sem gerð var eftir enn frægari sögu Trumans Capote. Síðan hefur slíkt hlutverka- val loðað við feril hans og fáir sýna illt innræti af meiri snilld en Jones. í einkalífi sínu er Tommy Lee mun blíðari og tryggari en þeir skúrkar sem hann leikur. Hann gift- ist nýlega vinkonu sinni og unnustu í fjölda ára. Sú heitir Dawn Maria Laurel og er ljósmyndari að at- vinnu. Þau kynntust fyrir sex árum við tökur á myndinni Good Old Boys þegar Laurel fékk verkefni við myndatökur á tökustað. Síðan hafa þau haldið saman en brúðkaupið fór ekki fram í flóðljósi myndavéla heldur i kyrrþey í San Antonio í Texas. Nokkur aldurs- munur er á þeim en Laurel er full- um 20 árum yngri en Tommy Lee Jones. Sjáðu sæta naflann minn - miðpunktur mannsins í tísku Öll spendýr hafa nafla. Dýrin bíta sundur naflastreng afkvæma sinna, maðurinn sker eða klippir. Eftir stendur fyrsta ör ævinnar, sameig- inlegt og sammannlegt, áminning um lífsins ómjúku hendur. Þó skipta megi nöflum í tvo meg- inflokka, útstæða og innliggjandi, eru sennilega engir tveir naflar al- veg nákvæmlega eins og þess vegna ekki úr vegi að líkja naflanum við fingrafar. Naflinn hefur engan til- gang og ekkert hlutverk annað en að minna okkur á fæöingu okkar og þess vegna skal engan undra þótt menn hafi löngum viljað tengja þennan hnapp á miðjum líkama okkar við kynlíf og endurnýjun mannkynsins. Hinir fornu Grikkir kölluðu nafl- ann „omphalos" og töldu flestar mannlegar ástríður tengdar honum með einhverjum hætti. Omphale var nafn þeirra á gyðju sem var svo öflug að hún gat hneppt hinn öfluga Herkúles 1 þrældóm. í hawaískri menningu er naflinn talinn upp- spretta hjartans, hugans og allra til- finninga. Indverjar telja aö guðinn Brahma hafi sprottið upp úr lótus- blómi sem vex í nafla Vishnu og i gyðingdómi er naflinn tengdur frjó- semi og velsæld. í jógafræðum hafa menn mikla trú á naflanum sem sérstökum jafnvægispunkti líkam- ans og uppsprettu öndunarinnar. Nafli alheimsins Naflinn markar um það bil miðju mannslíkamans og því ekki að undra þótt samlíking við hann sé notuð í lýsingum á heiminum sem við lifum í. Margir staðir hafa veriö nefndir sem „nafli alheimsins" af ýmsum ástæðum og mætti nefna staði eins og Delfl í Grikklandi, Páskaeyju, Mauna Loa á Hawaí, Balí, Sri Lanka og Jerúsalem. Mörg- um íslendingum finnst trúlega ís- land, nánar til tekið Reykjavík, vera nafli alheimsins og því er líklegt að staðsetning heimsnaflans sé fremur hugarástand en landfræðileg stað- reynd. Naflaskoðun og naflaleysi Það er oft sagt að þeir sem hneigj- ast til sjálfsskoðunar og velta tiöum vöngum yfir innra eðli sínu eða mannsins í víðara skilningi, séu í naflaskoðun. Sigmund Freud, sem allt þóttist vita um sálarlíf manns- ins og tilfinningaflækjur, sagði að allir draumar hefðu nafla þar sem tengdust saman raunveruleikinn og hin sálræna túlkun dreymandans og þar væri best að hefja ráðningu drauma. Jafnvel má vitna til hins ofurstranga og hreinlífa sankti Tómasar af Aquinas sem sagði að naflinn væri likamlegt tákn andlegs lífs. Einhver umdeildasti nafli allra tíma er án efa nafli Adams og Evu. Sé sköpunarsagan rétt þá skapaði Guð Adam fyrstan manna og síðan Evu úr einu rifbeina hans. Af sjálfu leiðir að hvorugt þeirra var með nafla. Um þetta deildu menn ákaft öldum saman og listamenn sem oft störfuðu fyrir kirkjuna tóku enga áhættu og máluðu þessa foreldra mannkyns yfirleitt naflalaus. Það voru endurreisnarmálararnir Raph- ael og Michelangelo sem fyrstir listamanna voguðu sér að bæta úr naflaleysi Adams og voru reyndar báðir ásakaðir um trúvillu í kjölfar- ið. Barbie og Adam Þetta var á 15. öld og deilurnar um nafla Adams stóðu í nokkur hundruð ár til viðbótar og blossuðu Hallgrímur Helgason Man U 2 Enn eru mér að berast morðhót- anir frá rokknördum; viðbrögð vegna greinar minnar um dauða rokksins sem birtist hér í DV fyrir nokkrum vikum. Ég hef skrifað margar greinar um dagana en aldrei fyrr fengið þvílík viðbrögð og við þessum litla pistli um stöðnun rokktónlistar, staðreynd sem um síðustu helgi var fallega staðfest þegar hljómsveitin „Andlát" sigraði í Músíktilraunum. Þar sem reiðin rýkur upp hefur sannleikurinn riðið hjá. íslendingar eru orðnir frekar frjálslynd þjóð. Þeir leyfa sér að hlæja að öllu. Mönnum leyfist að gera grín að öllu, nánast öllu. Það má gantast með þjóðskáldin, segja að Njáll og Gunnar hafi verið hommar og öllum leyfist að æla yfir þingmenn með reglulegu millibili, útvarpshaukurinn okkar tekur nokkra þeirra af lífi í viku hverri og svo eru okkar misvelgefnu ráðherr- ar líkt og gangandi skotmörk. Og manni leyfist að segja að ljóðið sé dautt og málverkið sé dautt án þess að nokkur maður lyfti penna þeim listgreinum til vamar og það má jafnvel gyrða niður um sjálfan bisk- upinn. Og allt í lagi með það. Eftir stendur að fyrir íslending- um eru aðeins tveir hlutir heilagir. Um tvo hluti má ekki fella styggðar- yrði á íslandi. Það eru U2 og Man. Utd. Þetta eru helgustu hlutir í þjóð- arvitund íslendinga árið 2001. írsk rokkhljómsveit og enskt knatt- spyrnulið. Hefði maður gert sömu könnun árið 1901 hefðu svörin kannski orðiö Passíusálmarnir og brennivín. En nú er öldin önnur. Nú segja sjálfsagt margir að þetta séu helgustu hlutir íslenska karl- mannsins. Og mikið rétt. Konurnar eru náttúrlega miklu afslappaðri í öllu svona. Svo lengi sem þær fá að horfa á Friends, Frazier og Sex in the City er ísland byggilegt fyrir þeim. Staðreyndin er nefnilega sú að rokkið er síðasta vígi hvíta karl- mannsins. Rokktónlist er eina fyrir- bærið sem eftir er í þessum heimi þar sem hvítir karlmenn eru einir um hituna, þar sem konur, eða karl- menn af öðrum kynþáttum koma hvergi nærri. Væri rokkið starfs- grein væri fyrir löngu búið að setja á það jafnréttislög eða lög um já- kvæða mismunun. Þessi staðreynd segir eiginlega allt sem segja þarf um rock and roll. Hvernig er það annars, er ekki bráðum von á nýrri skifu með Stat- us Quo? Um daginn var ég staddur á litl- um hótelbar vestur á fjörðum. Það var bræla og það var fótboltakvöld á Sýn. Allur loðnuflotinn var í höfn og á litla hótelbarnum sat ég með áhöfnum þriggja báta; viö vorum að horfa á Manchester United-Valencia í Meistarakeppni Evrópu. Eftir því sem leið á leikinn heyrði ég betur og betur að íslenski loðnuflotinn heldur nánast allur með Manchest- er United. Að heyra þá tala um stjörnur liðsins minnti helst á lýs- ingar Laxness á því hvernig sjálf- stæðir bændur og dýflissufangar töluðu áður fyrr um hetjur íslend- ingasagnanna. Það var þessi sama alvöruþrungna aðdáun í röddinni þegar stýrimaður varði sinn mann Beckham fyrir ásökunum neðan úr Britney meö beran naflann. Britney Spears er ein vinsælasta söngkona heims sem syngur einkum fyrir unglinga. Hún hefur gert beran nafia aö nokkurs konar vörumerki sínu. Madonna ruddi brautina að þessu leyti en hún er einmitt ein helsta fyrirmynd Britney. vélarrúminu. Vélstjórinn var Arsenal-aðdáandi og vildi meina að Beckham væri heimskur. „Hann getur nú ekki verið heimskari en allir halanegrarnir hjá Arsenal," svaraði stýrimaður fyrir sinn mann. „Halanegrar?" hváði vélstjóri. „Ég veit nú ekki betur en að bestu mennirnir hjá United séu báðir svartir." „Cole og Yorke eru heiöarlegir Englendingar, með sína pappíra í lagi.“ „Englendingar? Er ekki Dwight Yorke frá Trinidad?" „Það veit ég ekkert um en hann er allavega enginn Kanú frá Kongó.“ Já, það getur verið erfitt að vera meðlimur í Flokki þjóðernissinna ásamt því að vera United-aðdá- andi. (Kanú er reyndar frá Nígeríu.) Envélstjórinn gafst ekki upp: „Kanú er nú bara besti maðurinn í enska boltanum." „Ha! Þessi sláni ... þessi flækju- fótur ...!“ „Þú sérð nú bara boltameðferð- ina hjá honum, hann getur gert hluti sem enginn annar getur gert.“ „Á, það eru helvítis galdrar, eitt- hvað bölvað Afríku-kukl.“ „Andy Cole er samt enn þá svart- ari en Kanú.“ „Andy Cole er í enska landslið- inu.“ „Hann er samt svartari." Hér var þessi deila komin í þrot og allt í einu gafst mér færi á að blanda mér í umræðuna, sem ég og gerði, sjálfum mér til nokkurar furðu. Éghafði lengi verið að velta fyrir mér þessu tiltekna atriði sem Hailgrímur Helgason skrifar hefur reyndar ekkert með hörunds- lit að gera. En þar sem ég var stadd- ur innan um sérfræðinga, lét ég slag standa og spurði; „Hvernig er þaö, er Andy Cole hommi?“ Það var eins og við manninn mælt. Allur loðnuflotinn sneri sér að mér og horfði á mig þungbrýnd- um augum en enginn sagði orð. Þetta var ekki svara vert. Slíka dómadags vitleysu höfðu þeir aldrei heyrt. Þvílík helgispjöll! Viðbrögðin voru þau sömu og hjá þeim góðu mönnum í Njálu sem sakaðir voru um ergi og fengu fleygt framan í sig kvenmannsnærbrókum á Lögbergi á Þingvöllum frammi fyrir gjörvöllum þingheimi. Sjó- mennirnir urðu allir United-rauðir í framan, horfðu þungt á mig í 10 sek- úndur og hugsuðu kannski með sér „nei, þetta er bara þessi galgopi að sunnan, alltaf með eitthvað grín, við önmsumusu ekki“ og sneru sér síð- an aftur að leiknum. Það var þá sem ég fékk hug- myndina að skáldsögu um ísland í dag, skáldsögu sem á að heita: „Man U 2“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.