Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 29
29 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 PV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Börn skírð eftir frægum persónum: Ásta Sóllilja en ekki Júst Algengt er að börn séu látin heita í höfuðiö á nánum ættingjum sín- um. Þetta hefur verið gert frá örófi alda, en nýrra fyrirbæri er að skíra börn í höfuðið á frægum persónum - úr raunverunni jafnt sem bók- mennta- eða dægurlagaheiminum. Við litum aðeins i þjóðskrá til þess að sjá hve rammt kveður að þessu. Eins og kom fram í siðasta helg- arblaði DV er Hilmir Snær Guðna- son sá sem allir vilja sjá á sviði og allir vilja hafa í vinnu. Þrír drengir hafa verið ausnir vatni og nefndir nafni leiksnillingsins síðan hann varð frægur á íslandi og skyldi eng- an undra þó að þeir yrðu fleiri á næstu misserum. Það er einhver gæfa sem fylgir þessu nafni. Emilíana Torrini skipaði svipað- an sess í þjóðarsálinni þegar hún sigraði í söngkeppni framhaldsskól- anna með yfirburðum og átti síðan hvern smellinn á fætur öðrum sem gekk nærri hjarta þjóðarinnar. Að heyra óminn af rödd Emilíönu var nóg til þess aö fólk greip andann á lofti og sagði: „stúlkan er engill!“ Emilíana var lengi vel eina stúlkan með þessu nafni, en nú bera fjórar ungar stúlkur þetta nafn - allar fæddar eftir að hún söng sig inn í hjörtun. Vinsældir Ólafar Rúnar Skúla- dóttur sem fréttaþulu á seinni hluta níunda áratugarins og langt fram á þann tíunda eru óumdeildar. Færri vita hins vegar að vera Ólafar á skjánum hratt af stað miklu æði meðal foreldra nýfæddra stúlku- bama. Nú bera hvorki fleiri né færri en 27 stúlkur nafnið og allar eru þær yngri en fréttakonan. Þarf að segja meira? Barnastjörnur Litlar stelpur sem syngja fallega eru sætar og hvað er sætara en stúlkan þín litla sem grætur undur- blítt við fyrsta innlitið í heiminn? Hanna Valdís var barnastjarna á áttunda áratugnum - sæt og sniðug stelpa sem söng lögin um Línu langsokk hina sænsku með skemm- tegum áherslum. Þegar þjóðskráin er skoðuð eru nokkuð margar Hönnur sem bera eftimafnið Valdis og eru þær allar yngri en barna- stjarnan sjálf. Álíta má að aðdáun fólks á henni hafi í og með verið þess valdandi að börn voru skírð þessu fallega nafni. Katla María naut líka mikillar hylli eilítið seinna - og þrjár stúlk- ur voru skírðar þessu nafni eftir að hún sló í gegn með Litlum mexík- ana með som som brero. 250 Birtur Þegar hún sást reglulega á skjánum varð nafnið Ólöf Rún gríðarlega vinsælt. DV-MYND GVA Halldór Laxness Sögupersónur hans lifa ekki bara í hugum okkar og hjörtum, heldur er fjöldi fólks á íslandi sem beinlínis er skírður eftir þeim. Hanna Valdís Hver vill ekki láta heita í höfuðið á svo sætri stelpu. ? nú eru þær í kringum 250. Enda lag- ið um Birtu ákaflega angurvært og fallegt. Birta, Birta. Því ert’að bregðast svona mér? ... Spurning er hvort Birtu-nafnið tekur ekki annan kipp eftir Evróvisjónkeppnina. Hvorki Júst né Nasi Sagt er að sögupersónur Halldórs Laxness lifi góðu lífi meðal íslend- inga. Þetta er rétt. Svo ástsælar eru þessar persónur að margir skíra börn sín nöfnum þeirra. Dæmi um þetta er'að níu stúlkur sem bera nafnið Ásta Sóllilja búa á íslandi, en enginn vafi leikur á því að þetta er bein tilvísun í þennan stólpakven- mann í Sjálfstæðu fólki. Diljá í Vef- aranum mikla frá Kasmir var líka afbragð annarra kvenna og þær sem heita Diljá í þjóðskrá eru orðnar fleiri en hundrað - en nafnið þekkt- undrun að það eru ekki samtíðar- menn Laxness sem létu börnin sín heita í höfuðið á sögupersónum hans, heldur börn samtíðarmann- anna og börn þeirra. Enda var Lax- ness umdeildur lengi - þó nú efist enginn um alltumlykjandi snilld hans. Það sem enginn vill skíra Ótal persónur eru skírðar - kannski meðvitað - kannski ómeð- vitað - eftir persónum úr hetjusög- um. Ekki er fólk eins áfjáð í að láta skíra börnin sín nöfnum sem eitt- hvað neikvætt loðir við - eins og t.d. Geirfmnur. Það nafn virðist fólk einungis setja í samband við fræg- asta sakamál Islandssögunnar og vill ekkert hafa saman við það að sælda. Dæmi um sögupersónur sem eng- Barnastjarnan Katla María Nafn hennar bera margar stoltar stúlkur eftir að hún sló í gegn með Litla mexíkananum hér um árið. Mansöngvar til nafngreindra kvenna eru nokkrir í dægurlaga- geiranum á íslandi. Dæmi um þetta eru lögin um Álfheiði Björk og Hólmfríöi Júlíusdóttur sem bæði slógu eftirminnilega í gegn fyrir nokkrum árum. „Álfheiður Björk, ég elska þig ... líf mitt er einskis virði án þín ... þúúúú mátt ekki láta þennan dóna - þennan fylliraft og róna, glepja þig.“ söng Bjöm Jör- undur með sinni fylliraftslegu röddu og bræddi hjörtu. Sex eru til í raunverunni og líklegt er að ein- hver hafi hrifist svo af ástarsöngn- um að hann hafi séð ástæðu til þess að skíra eftir Álfheiði Björk, ef mið- að er við fæðingarárin. Hólmfríður Júlíusdóttir á sér nokkrar alnöfnur, en engin þeirra er yngri en lagið vinsæla. Megas hefur sungiö um Fríðu og Lóu og Maju og Gurru, en Megas söng líka um Birtu árið 1986. Þá voru örfáar Birtur til á íslandi, en ist varla þegar Vefarinn kom út. Snæfríðir eru líka allmargar - og þónokkrar sem bera stoltar nafnið Snæfríður Sól - þar sem manna- nafnanefnd tekur íslandssól sjálf- sagt ekki í mál. Eins ólíklegt og nafnið Ugla er til vinsælda hefur það tekið kipp á síð- ari árum eftir að vinsældir HKL hafa orðið almennari. Salka er líka gríðarlega vinsælt, og flestar Sölk- umar undir tvítugu. Skírnarnafn Sölku Völku, Salvör Valgerður hef- ur þó ekkert foreldri hengt á stúlku- barn sitt. Karlmannsnöfn úr sögum Lax- ness eru oft almennari - en Steinn Elliði á einn nafna á lífi, Öm Úlfar á þónokkra og Reimar skáld úr Heimsljósi á íjölmarga nafna á ýms- um aldri. Enginn hefur hins vegar fundið hjá sér hvöt til að skíra son sinn Júst eða Nasa. Það veldur kannski ekki neinni inn lætur heita eftir er ísbjörg - fræg gleðikona og glæpakvendi úr bók Vigdísar Grímsdóttur. Athygli vekur að fólk virðist einnig vera meðvitað um föðurnafnið þegar það nefnir börn sín. Steingrímur Njáls- son á sér aðeins einn alnafna, en hann býr í útlöndum og var auk þess vatni ausinn áður en glæpafer- ill hins Steingrímsins hófst. Enginn hefur heldur freistast til þess að skíra barn sitt í höfuðiö á Hallbirni Hjartarsyni kúreka frá Skaga- strönd, svo aðeins fá ein nöfn séu nefnd af þeim sem ekki eru á vin- sældalistanum. Það sem sennilega táknar ekki neitt Eilefu íslendingar bera það virðu- lega nafn Magnús Þór Jónsson, en aðeins einn þeirra kallar sig Megas og er þjóðþekktur fyrir laga- og textasmíðar sínar. Þar sem öll nöfn- in Magnús, Þór og Jón hafa verið vinsæl frá því eftir landnám er ekk- ert óeðlilegt að þau skuli raðast svona saman. Hæpið er því að draga þær ályktanir að Megasaraðdáend- ur hafi flykkst til þess að skíra í höf- uðið á meistara sínum. Ótalmörg nöfn önnur eru einfaldlega of algeng til þess að hægt sé að sjá nokkuð út úr því aö þeim hafi verið dengt á börn. Tildæmis er afar hæpið að all- ir sem bera nafniö Jón Sigurðsson séu látnir heita eftir sjálfstæðishetj- unni okkar góðu. Sætar stelpur og klárir strák- ar Karlmannlegir, vinsælir, hetjur í lund - er kannski samnefnari fyrir þær karlpersónur sem er vinsælast aö skíra í höfuðið á. Það sanna nöfn eins og Skarphéðinn Njálsson, Steinn Elliði, Örn Úlfar, Snorri Sturluson og Ingólfur Arnarson. Nefna má að enginn Páll Óskar hef- ur verið skírður eftir að Páll Óskar Hjálmtýsson sló í gegn. Þegar foreldrar eignast stúlku vilja þeir gjarnan að hún eigi sér fyrirmynd sem bæði er falleg og góð. Gáfur eða völd fyrirmyndar- innar skipta litlu máli og má taka dæmi þess að engin Ingibjörg Sól- rún hefur verið ausin vatni síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri. Hallgerðir og Bergþór- ur eru ekki margar undir tíu ára aldri, en hins vegar hafa svokölluð „sæt nöfn“ verið afar vinsæl um hríð. Af þessu má ef til vill draga þá ályktun að foreldrar drengja vilji að þeir veröi bæði gáfaöir og áhrifa- miklir, en ef stúlkubörn fæðast er draumur foreldranna að þau verði bæöi falleg og góð. -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.