Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________py Öskjuhlíðarmafían Hlíðin mín fríða Þaö var hér í hinni skógivöxnu en grýttu Öskjuhlíð sem fundir grænmetismanna fóru fram. Öskjuhlíðin geymir mörg leynd- armálin. Talið f.v. Matthías H. Guðmundsson í Ágæti, Gunnar Þór Gíslason í Mata og Pálmi Haraldsson, forstjóri SFG. Þó margt hafi verið sagt og skrif- að undanfama daga um mafíustarf- semi íslenskra grænmetissala þá virðist athygli manna hafa stöðvast nokkuð við frásagnimar af leyni- fundum grænmetisforstjóranna i Öskjuhlíð. Öskjuhlíðin hefur á sér orð fyrir margvíslega leynifundi. Þar hittast laumuhommar í skjóli myrkurs og njóta hömlulauss kyn- lífs, þar var framið morð síðastliðið haust og sagt er að kanínur lifi þar villtar í gjótum. Þegar leynifundum mafíósa er bætt við þetta registur fer saga þessa grjóthóls’að verða æði litrík. Hvaða fyrirtæki? Fram hefur komið að það voru þrjú fyrirtæki sem komu sér saman um að fara á bak við neytendur með lymskubrögðum. í fyrsta lagi var það Sölufélag garðyrkjumanna, sem er gamalt og gróið samvinnu- félag, samlag garðyrkjubænda með áratuga sögu að baki. í öðru lagi var það Ágæti sem er sérkennileg blanda af kaupfélagi, samlagi og nú- tímafyrirtæki en var byggt á grunni hinnar illræmdu Grænmet- isverslunar ríkisins sem verður að- eins jafnað við dönsku einokunar- kaupmennina í einbeittri viðleitni sinni til að fóðra þjóðina á úrgangi og skepnufóðri. Síðast en ekki síst var það Mata sem er einn parturinn af hefð- bundnu íslensku fjölskyldufyrir- tæki, Eggert Kristjánssyni hf., sem var gróin aristókratísk heildsala en hefur verið limað sundur fyrir þriðju kynslóðina. Don Haraldsson En hvaða menn voru þetta sem voru að lúskast um hlíðina með upp- bretta frakkakraga, pískrandi saman um grænmeti? Pálmi Haraldsson er 41 árs að aldri og hefur verið framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna frá því hann kom heim frá námi fyrir um 10 árum. Pálmi er fæddur og alinn upp í Reykjavík og er sagður hafa lært hag- fræði í Gautaborg og lokið það prófi með gjaldþrot fyrirtækja sem sérgrein. Pálmi er sagður harður í horn að taka, óvæginn við andstæðinga í við- skiptum en réttsýnn við samstarfs- menn. Heimildarmenn DV segja það almennt álitið að hann hafi tekið við SFG á barmi gjaldþrots og rétt það við með ævintýralegum hætti. Matthías ágæti Á þeim tíma sem samráðið átti sér stað var það Matthías H. Guð- mundsson sem var framkvæmda- stjóri Ágætis. Matthías er 42 ára viðskiptafræðingur úr Reykjavik. Hann starfaði hjá hagdeild SÍS, var skrifstofustjóri búnaðardeildar SÍS og forstöðumaður endurskoðunar- deildar SÍS áður en hann kom til Ágætis, þegar það varð til úr rúst- um Grænmetisverslunar landbún- aðarins, og þar starfaði Matthías frá 1991 til 2000 en er nú starfsmaður Netverks. Matthías er sagður hægur og ró- legur og heimildarmenn telja afar ólíklegt að hann hafi sýnt frum- kvæði í meintu ólögmætu athæfi en án efa verið leiðitamur. Silfurskeið í munni Þriðji forstjórinn í þessu vafa- sama samstarfi er Gunnar Þór Gíslason, forstjóri Mata hf. Gunnar er 35 ára viðskiptafræðingur, fædd- ur í Reykjavík. Hann er bamabarn Eggerts Kristjánssonar heildsala, sonur Gísla V. Einarssonar, sem er þekktur fjármála- og athafnamaður í Reykjavik. Gunnar er því þriðji ættliður fjölskylduveldisins og hans hægri hönd er Eggert bróðir hans sem einnig er viðskiptafræðingur og kemur nokkuð við sögu í rann- sóknum Samkeppnisstofnunar. Gunnar er einnig nokkuð þekktur sem forystumaður þeirra íslensku fjárfesta sem keyptu breska fótbolta- félagið Stoke fyrir stuttu og er stjórnarformaður þess félags. Gunnar er sagður harður og ófyr- irleitinn í viðskiptum en talsvert mótaður af uppeldi við allsnægtir og óvanur mótlæti. Þegar litið er yfir þetta þríeyki er tvennt sem einkum hlýtur að vekja athygli. Annað er tilölulega lágur aldur allra persóna og leikenda en hitt er vönduð langskólamenntun þeirra í viðskiptum og hagfræði. Mennt er greinilega máttur. -PÁÁ Juventus husbúnaöarhús óskar Rafsól til haminsju meö nýju netverslunina www*rafsol*is 230 v Halogen ijos Veriö velkomin i verslanir Rafsólar aö Skipholti 33 os á netinu. Juventus Hugbunaðarhus Skúlagötu 6 M 05 Reykjavík - S: 5i I 630Ö |uventus@juventusJs RAFSOL REYKJAVÍK PHOLT KI 33 í M S 553 600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.