Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 19
19 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað enn upp á 19. öld þegar breskur dýrafræðingur, Philip Henry Gosse að nafni, skrifaði þykka bók um þetta og skyld málefni. Hann stað- hæfði að Adam hefði haft nafla og rökstuddi mál sitt með því að Adam hefði þótt óþægilegt að hafa ekki nafla og Guð hefði viljað forða hon- um frá þessum óþægindum. Gosse sagði líka að trén í aldingarðinum hefðu verið með árhringi líkt og venjuleg tré allt frá fyrsta sköpunar- degi. Fáir urðu til þess að skipa sér í flokk með Gosse og listamenn héldu áfram að hysja upp fíkjublöð Adams og Evu í myndskreytingum úr Eden frekar en að láta sjást í naflann. Þessar deilur ná allt til okkar tíma þvi um miðja síðustu öld vildi bandaríska herstjórnin ekki að mynd af Adam og Evu með nafla sæist í bæklingi sem gefin var út á hennar vegum. Ekki löngu eftir stríðið kom hin ofurvinsæla brúða, Barbie á markaðinn. Barbie var lengi vel ekki með nafla frekar en Adam en framleiðendur hafa nú fært hana ögn nær líffræðilegum raunveruleika. Þegar bikiníbaðfötin komu fram á sjónarsviðið ollu þau meðal ann- ars hneykslan vegna þess að nafl- inn, sem áður hafði verið hulinn sjónum strandgesta, var nú sýnileg- Með falinn nafla Margir muna eftir vinsælum sjónvarpsþáttum I Dream of Jeannie þar sem Barbara Eden og Larry Hagman léku og hún var fálæddur andi í flösku. Þótt komið væri langt fram á sjöunda áratug- inn var lagt blátt bann við því að sæist í nafla leikkonunnar. Á sjöunda áratugnum náði svika- hrappur að nafni Hogen Funkunga nokkrum vinsældum meðal jap- anskra viðskiptajöfra sem létu Britney og Madonna Síðan þetta gerðist hefur frjáls- lyndi gagnvart þessum viðkvæma bletti mannslíkamans aukist mjög og má segja að það sé í tísku að sýna á sér naflann. Telja menn að söngkon- an Madonna hafi verið brautryðjandi á þessu sviði en sporgöngukonur eins og Britney Spears og Christina Aquilera hafa gert naflann að nokk- urs konar vörumerki sínu og má segja að þær sjáist sjaldan eða aldrei á sviði nema með beran naflann. Naflinn á Britney er nógu mikilvægt atriði í framkomu hennar til þess að hægt er að kaupa eftirlíkingu af hon- um úr plasti. Tískusérfræðingar segja að með því að bera magann og naflann með þessu hætti séu listakonurnar að segja aðdáendum sínum að horfa en snerta ekki. Það rímar ágætlega við þá hreinleikaímynd sem Britney Spe- ars hefur lagt áherslu á. Rétt eins og naflinn sem er staðsettur miðja vegu milli höfuðsins og kynfæranna, er hvorki holdlegur né vitsmunalegur, þá reynir Britney að leika fuliorðið Koma börnin út um naflann? Þó skipta megi nöfium í tvo megin- flokka, útstæöa og innliggiandi, eru sennilega engir tveir naflar alveg ná- kvæmlega eins óg þess vegna ekki úr vegi aö líkja naflanum viö fingrafar. Naflinn hefur engan tilgang og ekkert hlutverk annaö en að minna okkur á fæðingu okkar og þess vegna skal engan undra þótt menn hafi löngum viljaö tengja þennan hnapp á miöjum líkama okk- ar viö kynlíf og endurnýjun mann- kynsins. margir, að ráði hans, framkvæma fegrunaraðgerðir á nafla sínum til að hann yrði betur til þess fallinn að vera „ miðpunktur alls persónu- leikans" eins og Hogen orðaði það. . SJáðu hvað hann er sætur. Þaö er tiltölulega stutt síöan þaö komst í tísku aö sýna á sér naflann viö öll tækifæri. Nú eru flestar stúlkur frá 10 ára aldri tilbúnar til þess aö bera á sér naflann. bam, stúlku sem er í senn saklaus og spillt. Christy og Naoml Þegar hin vinsæla kvikmynd American Beauty var markaðssett var rós í nafla ungrar stúlku á vegg- spjaldinu en kvikmyndin fjallar um vonlausa ást miðaldra karlmanns til stúlku sem er rúmlega fermd. Þar var naflinn notaður sem tákn kyn- ferðis stúlkunnar sem var i raun hið forboðna. Einnig er mjög vinsælt um þessar mundir að vera með hring í naflan- um og til þess að slíkt skraut njóti sín þarf naflinn náttúrlega að sjást. Frægar fyrirsætur eins og Christy Turlington og Naomi Campbell og söngkonur eins og Cher og Janet Jackson skarta allar skrauti í naflan- um. Hvaða kusk er þetta? Við þetta má að lokum bæta því að allir naflar hafa tilhneigingu til þess að safna í sig muski eða ló úr fótum eigandans. Ekki er mér kunnugt um að þessi afurð hafi neitt sérstakt nafn á íslensku þótt hún gæti vel heitið naflaló. Á netinu sem leiðir alla heimsins sérvitringa heimsins á fund hvers annars er að finna fjölmargar heima- síður og umræðusvið sem fjalla sér- staklega um þetta fyrirbæri, naflaló eða navel lint eins og það heitir á ensku. Sé ensku orðin navel lint sleg- in inn í algenga leitarvél koma 2.700-3.000 svaranir og geta menn dundað við það lengi að skoða mynd- ir af sýnishornum af naflaló og taka þátt í könnunum um útbreiðslu og hegðun þessa fyrirbæris. Þannig geta menn lagst í mjög ítar- lega naflaskoðun í fleiri en einum skilningi og fræðst um sjálfan sig og afkima mannlegrar hegðunar í senn. -PÁÁ Go mætir á nýjan leik verð frá ndon I14.750kr meö flugvallarsköttum báðar leiöir ódýri ferðamátinn til london tryggðu þér lægsta fargjaldið núna á www.go-fly.com eða hringdu í síma +44 1279 66 63 88 (250 kr. símaþóknun bætist við) • samkvæmt skilmálum • 350 kr. greiðslukorts kostnaður • flogið er til stanstedflugvallar í I ondon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.