Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 47
55
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
DV Tilvera
Nefhárin fuku fyrir lítið
- við aðstoð mína við grillið
Guðmundur Hallgríms klippari er
matgæðingur vikunnar að þessu sinni.
Hann gekk um mánaðamótin til liðs
við Baldur Rafn sem rekið hefur hár-
greiðslustofuna Mojo við VegamótasUg
í tvö ár. í sameiningu keyptu þeir
rekstur hárgreiðslustofunnar Monroe
sem er staðsett fyrir neðan Veitinga-
staðinn Við Tjömina eða í Templara-
sundi 3.
„Monroe opnaði um mánaðamótin
og verða gerðar breytingar á þeirri
stofu í rólegheitum því við vorum svo
lánsamir að fá hana í toppstandi. Þetta
er mjög spennandi þar sem móttökur
við Mojo hafa verið vonum framar og
ætlum við að reyna að halda þessari
góðu siglingu," segir Gummi og bætir
við: „Það er heldur ekki verra að opna
stofu á þessum árstíma þar sem sum-
arið er komið í okkur íslendinga og
einmitt þá viljum við breyta og prufa
eitthvað nýtt. Hárið verður oft fyrir
valinu enda vitum við öll að þegar við
höfum farið í klippingu og litun eða
bara gert það sem okkur hefur lengi
langað að prófa, þá líður okkur betur
með okkur sjálf og ekki veitir af að
lyfta okkur aðeins upp eftir skamm-
degiö í vetur“.
En hvemig er reynsla þessa unga at-
hafnamanns af matargerð.
Valur fékk heiðursætið
„Ég er nú kannski enginn meistara-
kokkur sem lýsir sér best í því að mér
er haldið fjarri eldhúsi þegar kemur að
matargerð. Ég hef ekki einu sinni feng-
ið þetta „griiltouch" sem svo margir
tala um.
En reynslu eigum við nú öll og ég
get sagt ykkur lesendum frá einni
hræðilegri reynslusögu minni sem ég
þori vart að segja frá en ætla að láta
vaða.
Þannig er mál með vexti að við vin-
imir fórum í árlega sumarbústaðaferð
hér um árið og i það skiptið var ferð-
inni heitið að Laugarvatni. Skipulag
ferðarinnar tók okkur 2-3 vikur en þá
var verið að ákveða hvað ætti að
grilla, drekka, spila og allt það sem
fylgir þessum sumarbústaðaferðum.
Nema að í þessari ferð var kosinn
yfirkokkur og það var Valur, meistara-
kokkurinn í vinahópnum, sem fékk
það sæti. Hann tók þetta mjög hátíð-
lega og stóð sig með prýði, við létum
hann fá pening og hann sá um öll inn-
kaup fyrir þessa ferð. Önnur verkefni
vom í höndum okkar hinna.
Það er alltaf þannig að við emm
með léttan mat á föstudeginum og svo
á laugardeginum er sannkölluð sæl-
keraveisla.
Biðin langa
Laugardagurinn leið og Valur var
kominn fyrir framan grillið. Þetta var
þvílík nákvæmnisvinna að það hálfa
hefði verið nóg. Hann var að grilla
humar og ég og Balli vorum orðnir
frekar þreyttir á þessari bið eftir matn-
um á grillinu. Okkur fannst hann vera
frekar seinvirkur kokkur og að okkar
mati þá vantaði miklu meiri eld á kol-
in.
Valur gaf sig ekki og sagðist þurfa
að steikja þetta nákvæmlega eftir bók-
inni og þá með litlum hita.
Ég veit ekki hvað hljóp í okkur
Balla en við ákváðum að flýta aðeins
fyrir matreiðslunni hjá Vali. Þegar
hann sneri baki í grillið eitt sinn þá
tókum við olíuna og sprautuðum brjál-
æðislega miklu á kolin. Nema hvað, í
því snýr Valur sér að griUinu með
skelfmgarsvip og á sömu stundu kom
líka þessi svakalega eldsprenging upp
úr grillinu.
Valur varð brjálaður og því miður
reyndar hárlaus líka. Hann var gjör-
samlega sköllóttur upp á mitt höfuð,
augnháralaus, augabrúnalaus, skegg-
laus og nefháralaus," segir Gummi og
hlær þegar hann rifjar þetta upp.
„Ég þarf vart að taka það fram að
þessi ferð hefur hvorki verið rædd fyrr
Guðmundur Hallgríms klippari:
„Ég er nú kannski enginn meistarakokkur sem lýsir sér best í því að mér er haldiö fjarri eldhúsi þegar kemur að mat-
argerö. Ég hefekki einu sinni fengiö þetta „grilltouch“ sem svo margir tala um.“
ESSSEI2M
né síðar innan vinahópsins. En auðvit-
að kann maður alltaf góðar uppskriftir
og hér eru þær sem eru í uppáhaldi hjá
mér.
-klj
Sinnepshjúpaður grillkjúkling-
ur
800 g beinlausar kjúklingabringur
4 msk. Dijonsinnep
2 msk. majones
1 msk. hrein jógúrt
300 g Tilda-hrísgrjón
Salat
1 rauð paprika, kjamhreinsuð og
skorin í litla bita
3 tómatar skornir í báta
1/2 jöklasalat, rifiö í grófa bita
safi úr einni sítrónu
Aðferð:
Blandið saman sinnepi, majonesi og
jógúrt. Setjið kjúklingabringumar í
blönduna og gætið þess að blandan
hylji allt kjötið. Látið standa á meðan
hugað er að öðrum þáttum matreiðsl-
unnar. Síðan er kjúklingurinn grillað-
ur í 7-10 mínútur á hvorri hlið eða þar
til hann er steiktur í gegn.
Sjóðið hrísgrjónin og blandið síðan
paprikunni saman við.
Meðlæti:
Hrísgijón með smátt saxaðri ferskri
papriku og jöklasalat með tómötum.
Vætið meö sítrónusafa.
Jarðarber og appelsínur í
Grand Marmer
Snickers í sneiðar og raðið yfir per-
urnar. Lokið álpappírnum. Grillið
áfram í 3-5 mínútur eða þar til per-
urnar eru orðnar mjúkar.
Meðlæti
Vanilluís, heil jarðarber og blæju-
ber.
3 appelsínur, afhýddar og skomar í
sneiðar
1 askja jarðai-ber, hreinsuð og skor-
in í tvennt
1 dl Grand Marnier líkjör
1/2 dl appelsínusafl, hreinn
1 álbakki
2 dl sýrðiu rjómi
50 g súkkulaði, smátt saxað
Aðferð:
Appelsínum og jarðarberjum er rað-
að í ábakkann, Grand Marnier líkjör-
in og appelsínusafanum hellt yfir. Ál-
bakkinn settur á meðalheitt grillið og
grillið í 8 mínútur eða þar til jarðar-
berin og appelsínurnar era farnai- að
hitna.
Meðlæti:
Sýrður ijómi 18% og smátt saxað
súkkulaði.
Uppskriftir
Grillsteiktar
ungnauta-
sneiðar
Sannkölluð kúrekasteik.
Fyrir fjóra
800 g ungnautafilé, skorið í 4
steikur
4 bökunarkartöflur
Kryddlögur
1 dl eplaedik
1 dl Worchesterhire sósa
1/4 dl sterk piparsósa (tabasco)
2 msk. smjör
1 tsk. púðursykur
Piparrótarsmjör
150 g mjúkt smjör
11/2 msk. fersk piparrót, rifin
(eða 1 msk. úr pakka)
1/2 tsk. sykur
Salat
2 dl alfa alfa spírur
1 stk. rauð paprika, skorin í bita
1/2 stk. blaðlaukur,
skorinn i sneiðar
1 stk. greipaldin, afhýtt og
skorið i bita
2 stk. tómatar, skornir í báta
Nykaup
Þarsem ferskleikinn býr
Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi
þar sem allt hráefni í þær fæst.
2 msk. ólífuolía
1 msk. eplaedik
1 msk. sesamfræ
Aðferð:
Blandið edikinu, Worchester-
shire sósunni, piparsósunni, smjör-
inu og púðursykrinum í pott og hit-
ið þar til sykurinn leysist upp. Kjöt-
ið lagt í löginn og látið standa i 3
klst. Sneiðarnar síðan grillaðar í &-8
mín. á hvorri hlið eftir þykkt og
penslað öðru hverju með leginum.
Bakið kartöflurnar á grillinu i
40-60 mín. eftir stærð.
Piparrótarsmjör
Öllu blandað vel saman, sett á
smjörpappír, rúllað upp og kælt.
Skorið í sneiðar.
Salat
Blandið grænmeti og greipaldini
saman í skál. Dreypið ólífuolíu og
eplaediki yfir og stráið sesamfræj-
unum ofan á.
Meðlæti Setjið kjötsneiðarnar á
diska, heilar eða skornar í sneiðar.
Berið með bakaða kartöflu,
kryddsmjörið í sneiðum og salatið.
Grilluð epli
Góð með ís og rjóma
Fyrir fjóra
4 rauð epli
1/2 dl flórsyk-
ur
1/2 tsk. kanill
1/8 tsk.
múskat
2 msk. sykur
1 egg
1/2 dl mjólk
safi úr einni sitrónu
Aðferð:
Stingið kjarnann úr eplunum og
skerið í 4 báta. Búið til lítil mót úr
álpappír og leggið eplin í álpappír-
inn. Þeytið eggið og blandið öllu
öðru saman við. Hellið síðan yfir
eplin og setjið á grillið og lokið því.
Grillið i u.þ.b. 15 mínútur.
Meðlæti:
Vanilluís og þeyttur rjómi.
Grillaðar perur
með Snickers
Fyrir fjóra.
4 perur
2 Snickers
Aðferð: Skerið perurnar i tvennt,
hreinsið kjarnana úr og pakkið í ál-
pappír, grillið í 3-5 mínútur með
sárið niður. Snúið síðan perunum
við og opnirð álpappírinn, skerið