Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 DV Tilvera 85 ára Aöalbjörg Siguröardóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Alda H.S. Einarsson, Hagamel 28, Reykjavík. Oddný Egilsdóttir, Garðakoti 1, Sauðárkróki. Sæmundur Bjarnason, Kjarnalundi, dvalarh., Akureyri. Þorvaröur Ólafsson, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára______________________ Guðríöur Guömundsdóttir, Arnarsíöu 6b, Akureyri. Kristinn Guöjónsson, Skúlagötu 40b, Reykjavík. Margrét Sigurbergsdóttir, Kleppsvegi, Kleppi, Reykjavík. 75 ára__________________________ Davíö Kr. Jensson, Langagerði 60, Reykjavík. Jón Kristinsson, Karfavogi 27, Reykjavík. Narfi Siguröur Kristjánsson, Hoftúni, Ólafsvík. Svavar Magnússon, Gunnarsbraut 1, Búöardal. Þorsteinn Geirsson, Reyöará, Höfn. 70 ára__________________________ Birgir Sigurbjartsson, Hátúni 4, Reykjavík. Þórdís Kristjánsdóttir, Vallholti 11, Akranesi. Hún er að heiman. 60 ára__________________________ Freydís Th. Laxdal, Holtagötu 1, Akureyri. Guömundur Gestsson, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði. Guðrún Sigríöur Gísladóttir, Reynilundi 13, Garöabæ. Halldóra Björgvinsdóttir, Hulduhlíö 9, Mosfellsbæ. Lilja Kristinsdóttir, Aöalgötu 26, Ólafsfirði. Ólöf S. Jónsdóttir, Langanesvegi 21, Þórshöfn. 50 ára__________________________ Antonía Erlendsdóttir, Furuvöllum 3, Egilsstöðum. Ástríður Ástbjartsdóttir, Brekkubraut 29, Akranesi. Dagný Hjálmarsdóttir, Álfhólsvegi 91, Kópavogi. Guörún Ormsdóttir, Hjarðarholti 7, Selfossi. Jóhann Jóhannesson, Vfðihvammi 15, Kópavogi. Ólafur Þór Sigurvinsson, Höfðavegi 43d, Vestmannaeyjum. Stefán Jóhannsson, Blönduhlíö 12, Reykjavík. Sunneva Þrándardóttir, Bauganesi 35, Reykjavík. 40 ára__________________________ Bjarni Ásgeirsson, Hrismóum 3, Garðabæ. Bjarni Guömundsson, Skipholti 14, Reykjavík. Guðbrandur Ólafsson, Sólheimum, Búðardal. Helgi Guömundur Björnsson, Blikahjalla 15, Kópavogi. Höröur Gunnarsson, Hjallahlíð 19B, Mosfellsbæ. Rúnar Steingrímsson, Múlastðu 7a, Akureyri. Stefán Heimir Stefánsson, Stapasíðu 5, Akureyri. Þórey Þóranna Þórarinsdóttir, Álfhólsvegi 143, Kópavogi. Sigríöur Ragnheiöur Torfadóttir, Öldu- granda 1, Reykjavfk, lést á Landspítal- anum Fossvogi miövikud. 4.4. Jarðað verður frá Neskirkju 10.4. kl. 15.00. Gunnar Jón Guðmundsson, Lýsubergi 16, Þorlákshöfn, lést af slysförum sunnud. 1.4. Útförin fer fram frá Þor- lákskirkju, Þorlákshöfn, 7.4. kl. 14.00. Útför Þorláks Húnfjörö Guölaugssonar, fyrrv. bóndi frá Þverá, Norðurárdal, Aust- ur-Húnavatnssýslu, fer fram frá Hösk- uldsstaðakirkju laugard. 7.4. kl. 14.00. Ágústa Tómasdóttir frá Vík í Mýrdal verður jarðsungin frá Víkurkirkju mið- vikud. 11.4. kl. 14.09. Ketill Jóhannesson, Árbakka, Bæjar- sveit, verður jarðsunginn frá Bæjar- kirkju, Bæjarsveit, 7.4. kl. 14.00. Óskar Karelsson bóndi, Miðtúni, Hvolhreppi, verður jarösettur frá Stórólfshvolskirkju 7.4. kl. 14.00. Fimmtugur Geir H. Haarde fjármálaráðherra Geir Hilmar Haarde fjármálaráð- herra, Granaskjóli 20, Reykjavlk, verður fimmtugur á sunnudag. Starfsferill Geir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1971, BA-prófi í hagfræði við Brandeis University í Waltham i Massachusetts í Bandaríkjunum 1973, MA-prófi 1 alþjóðastjórnmálum við Johns Hopkins University, School of Advanced International Studies í Washington DC í Bandaríkjunum 1975 og MA-prófi í þjóðhagfræði við Uni- versity of Minnesota í Minneapolis í Bandaríkjunum 1977. Geir var blaða- maður við Morgunblaðið á sumrin 1972-77, hagfræðingur í alþjóðadeild Seðlabanka íslands 1977-83, aðstoðar- maður fjármálaráðherra 1983-87, varaþm. Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík frá 1983, er alþm. frá 1987, var for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1991- 98, er fjármálaráðherra frá því í apríl 1998 og varaformaður Sjálfstæð- isffokksins frá því í mars 1999. Geir var formaður SUS 1981-85, for- seti Norðurlandaráðs 1995, formaður þingmannahóps vestrænna ríkja inn- an Alþjóðaþingmannasambandsins 1992- 94, sat f framkvæmdastjórn sam- bandsins 1994-98 og var varaforseti þess frá 1995-97, formaður flokkahóps íhaldsmanna innan Norðurlandaráðs 1995-97 og formaður utanríksmála- nefndar Alþingis 1995-98. Fjölskylda Eiginkona Geirs er Inga Jóna Þórð- ardóttir, f. 24.9. 1951, viðskiptafræð- ingur og borgarfulltrúi. Hún er dóttir Þórðar Guðjónssonar, skipstjóra og útgerðarmanns á Akranesi, og k.h., Marselíu Guðjónsdóttur húsmóður. Börn Geirs og Ingu Jónu eru Borg- ar Þór Einarsson, f. 4.5.1975 (stjúpson- ur Geirs); Helga Lára, f. 27.1. 1984; Hildur María, f. 15.11. 1989. Dætur Geirs frá fyrra hjónabandi, og Patriciu Mistrettu Guðmundsson, eru Ilia Anna, f. 28.7. 1977; Sylvía, f. 9.6. 1981. Bræður Geirs: Bernhard Haarde, f. 31.1. 1938, d. 2.3. 1962, bankamaður í Reykjavík; Steindór Helgi Haarde, f. 12.9. 1940, byggingaverkfræðingur og lektor við Tækniskóla íslands, búsett- ur á Seltjarnarnesi, kvæntur Jórunni Hönnu Bergmundsdóttur, húsmóður og tækniteiknara, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Geirs: Tomas Haarde, f. í Sandeid f Rogalandi í Noregi 14.12. 1901, d. 18.5. 1962, símafræðingur í Reykjavík, og k.h., Anna Steindórs- dóttir, f. 3.5. 1914, húsmóðir. Ætt Anna er dóttir Steindórs Helga, for- stjóra Bifreiðastöðvar Steindórs Ein- arssonar, b. í Ráðagerði, bróður Elín- ar, ömmu Björns R. Einarssonar hljóðfæraleikara. Einar var sonur Björns, b. á Litla-Hálsi, bróður Krist- ínar, langömmu Gissurar, föður Hannesar Hólmsteins prófessors. Björn var sonur Odds, b. á Þúfu í Ölf- usi, Björnssonar, bróður Katrínar, langömmu Vals leikara, föður Vals bankastjóra, og langömmu Garðars, fóður Guðmundar H., fyrrv. alþm. Móðir Björns á Litla-Hálsi var Jór- unn, systir Magnúsar á Hrauni, langafa Aldísar, móður Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ. Jórunn var dóttir Magnúsar rfka, hreppstjóra í Þorláks- höfn, Beinteinssonar, b. í Þorlákshöfn, Ingimundarsonar, b. á Hóli, Bergsson- ar, ættfóður Bergsættar, Sturlaugs- sonar. Móðir Steindórs Helga var Guðrún Steindórsdóttir, b. i Landakoti í Reykjavík, bróður Jóns í Gröf, afa Ólafs Jóhanns Sigurðssonar rithöf- undar, föður Ólafs Jóhanns, rithöf- undar og forstjóra. Steindór var sonur Matthíasar, kaupmanns í Hafnarflrði, bróður Páls, langafa Ólafs Bjömsson- ar, hagfræðiprófessors og fyrrv. aiþm., og Guðrúnar, móður Vilmund- ar ráðherra, Þorvalds hagfræðipró- fessors og Þorsteins heimspekiprófess- ors Gylfasona. Matthías var sonur Jóns, pr. í Arnarbæli, Matthíassonar, stúdents á Eyri, bróður Markúsar, langafa Ásgeirs forseta. Matthías var sonur Þórðar, ættfóður Vigurættar, Ólafssonar, ættfóður Eyrarættar, Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Önnu var Ásrún Sigurðar- dóttir, b. í Sigluvík á Svalbarðsströnd, Jónssonar, bróður Ásmundar, afa Guðmundar Benediktssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Móðir Ásrúnar var Anna, systir Guðnýjar, ömmu Hall- dórs Laxdal. Anna var dóttir Gríms, b. í Garðsvík, og Sæunnar Jónsdóttur frá Látrum. Móðir Sæunnar var Jó- hanna Jóhannesdóttir, b. í Grenivík, Árnasonar. Móðir Jóhannesar var Sigríður Sörensdóttir frá Ljósavatni. Móðir Sigríðar var Guðrún Þorvalds- dóttir, pr. á Hofi, Stefánssonar, skálds í Vallanesi, Ólafssonar, prófasts og skálds á Kirkjubæ, Einarssonar, pró- fasts og skálds í Heydölum, Sigurðs- sonar. Geir og Inga Jóna taka á móti gest- um á Grand Hótel Reykjavík, laugar- daginn 7. apríl, milli kl. 17.00 og 19.00. Áttræð Ásthildur Teitsdóttir húsfreyja á Hjarðarfelli Ásthildur Teitsdóttir, húsfreyja á Hjarðarfelli, nú að Kaplaskjólsvegi 39, Reykjavík, verður áttræð á mánudaginn. Starfsferill Ásthildur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Eyvindartungu í Laugar- dal. Hún stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1937-38 og við Húsmæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði 1M1-Í2. Ásthildur hefur lengst af verið húsfreyja á Hjarðarfelli eða frá 1942. Fjölskylda Ásthildur giftist 6.6.1942 Gunnari Guðbjartssyni, f. 6.6. 1917, d. 17.3. 1991, bónda á Hjarðarfefli og for- manni Stéttarsambands bænda. Hann var sonur Guðbjarts Krist- jánssonar, bónda á Hjarðarfelli, og k.h., Guðbröndu Þorbjargar Guð- brandsdóttur húsfreyju. Börn Ásthildar og Gunnars eru Guðbjartur Gunnarsson, f. 7.7. 1943, bóndi á Hjarðarfelli, kvæntur Hörpu Jónsdóttur húsmóður en börn þeirra eru Árni, f. 29.9. 1982, Gunnar, f. 22.2. 1984, og Sigríður, f. 8.4.1988; Högni Gunnarsson, f. 20.10. 1944, bóndi á Hjarðarfelli, kvæntur Báru K. Finnbogadóttur húsmóður og eru börn þeirra Indriði, f. 25.11. 1976, Heiðrún, f. 11.10. 1978, og Gunnar, f. 11.8. 1981 auk þess sem Högni og Bára eiga þrjú barnabörn; Sigríður Gunnarsdóttir, f. 22.3.1946, húsmóðir í Frakklandi, gift Michel Sallé framkvæmdastjóra en þeirra börn eru Silja, f. 23.10. 1970, Edda, f. 17.6. 1975, og Jón, f. 30.8. 1982; Hall- gerður Gunnarsdóttir, f. 13.12. 1948, húsmóðir í Stykkishólmi, gift Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra en þeirra börn eru Gunnar, f. 17.7. 1967, Elinborg, f. 21.12. 1968, Ásthildur, f. 10.6. 1974, Böðvar, f. 12.6. 1983, Sigríður Erla f. 8.7. 1992 auk þess sem Hallgerður og Sturla eiga þau tvö barnabörn; Teitur Gunnarsson, f. 30.3. 1954, efnaverk- fræðingur í Reykjavík en fyrri kona hans var Guðbjörg Bjarman sem lést 1991 og eru þeirra böm Björn, f. 21.5. 1981, Ásthildur, f. 4.2. 1985, Baldur, f. 13.12. 1990, en seinni kona Teits er Lilja Guðmundsdóttir skrif- stofumaður og eru börn hennar Ger- hard, f. 25.11.1977, og Andrea Olsen, f. 12.12. 1980; Þorbjörg Gunnarsdótt- ir, f. 23.11.1961, bókasafnsfræðingur á Egilsstöðum, gift Erlendi Stein- þórssyni flugafgreiðslumanni og eru börn þeirra Atli Þór, f. 29.7. 1987, Elísabet, f. 18.5. 1992, og Rann- veig, f. 10.3. 1998. Systkini Ásthildar: Ásbjörg, f. 21.10. 1918, d. 15.6. 1994, húsmóðir á Laugarvatni; Jón, f. 26.4.1923, bóndi í Eyvindartungu; Eyjólfur, f. 30.7. 1925, d. 4.9.1993, trésmiður í Reykja- vík; Baldur, f. 28.8. 1928, d. 5.6. 1992, fulltrúi hjá Pósti og síma, var bú- settur í Kópavogi; Ársæll, f. 25.1. 1930, trésmiður á Selfossi; Hallbjörg, f. 18.3. 1933, d. 30.3. 1998, húsmóðir, síðast á Akranesi. Foreldrar Ásthildar voru Teitur Eyjólfsson, f. 12.7. 1900, d. 11.7. 1966, 63 Ball í Gúttó eftjr Maju Árdal Frumsýning Uppselt 2. sýning fimmtud. 12. apríl. kl. 20:00 Leikstjóri Maja Árdal Þýðing Valgeir Skagfjörð, Leikmynd og búningar Helga Rún Pálsdóttir, Ljósahönnun Alfreð Sturla Böðvarsson, Tónlistarstjórn Valgeir Skagfjörð, Dansar: Jóhann Gunnar Arnarsson. Leikarar: Hinrik Hoe Haraldsson, Saga Jónsdóttir, Sigríður E. Friðriksdóttir, Skúli Gautason, Þóranna K. Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann Dansarar: Aron Bergmann Magnússon, Friðgeir Valdimarsson, Guðjón Tryggvason, Hilmar Már Hálfdánarson, ír Helgadóttir, Katrín Rut Bessadóttir, Rakel Þorleifsdóttir, Sigursveinn Þór Magnússon, Þórdis Steinarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir T'veir iaisj •vitfcwsir Á Akureyri og á leikferð Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Iðnó iLil | Ininlri LilJdióliilC ILEIKFF.I.AG AKIIKtYBAPl Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is bóndi í Eyvindartungu, síðar odd- viti og framkvæmdastjóri í Hvera- gerði, og k.h., Sigríöur Jónsdóttir, f. 8.3.1894, d. 14.9.1969, húsfreyja í Ey- vindartungu i Laugardal. Ætt Teitur var sonur Eyjólfs, b. í Há- teigi í Garðahreppi Teitssonar, og k.h. Ásbjargar Þorláksdóttur, alþm. í Miðfelli í Þingvallasveit Guð- mundssonar, b. þar Guðmundsson- ^ ar. Móðir Þorláks var Geirlaug Pét- ursdóttir. Móðir Ásbjargar var Val- gerður, dóttir Ásmundar Þorkels- sonar og k.h., Arnbjargar Jónsdótt- ur. Sigríður var dóttir Jóns, b. i Stífl- isdal í Þingvallasveit Ásmundsson- ar, og k.h., Bóthildar ísleifsdóttur. Ásthildur tekur á móti gestum i s Sunnusal Hótels Sögu laugard. 7. 4. kl. 15.00-17.30. ...yWSWe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.