Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 33
41 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 DV „Það er kominn tími til að siða spillta lögreglu- menn til. Það er óþolandi að lesa það í blöðum að maður hafi látist í haldi lögreglu af eigin áverkum - einhverju sem menn eiga að hafa komið á sig sjálfir. Ég veit aðeins um einn hœstaréttardóm þar sem ofbeldi lögreglu hef- ur verið staðfest og dœmt samkvæmt því. dýrgripur og hluti af menningar- verðmætum þjóðarinnar - er ekk- ert ómerkilegra en til dæmis hand- ritin. Þetta er eitt af tuttugu elstu timburhúsum landsins og auðvit- að langelsta hótelið. Við opnuðum það eftir miklar endurbætur þann 1. apríl í fyrra og síðan þá hefur verið hér mikil aðsókn,“ segir Pét- ur þegar hann gengur með DV- mönnum um ganga hússins - þessa sömu ganga og lítill strákur gekk syngjandi um fyrir hundrað árum eða svo. Sá var kallaður Stebbi söngur en síðar nefndi hann sig Stefán íslandi. Talið er að Matthías Jochumsson hafi dvalist i húsinu þegar hann var að ljúka við kvæðið Skín við sólu Skaga- fjörður, Náttúrulækningafélag ís- lands var stofnað á hótelinu, breski herinn var með offiséra- stjórnstöð þarna á stríðsárunum - um svipað leyti og leikkonan Mar- lene Dietrich átti nokkurra nátta viðdvöl á hótelinu. Helgarblað Lögmaður og léttadrengur Pétur kom upphaflega á Krókinn snemmsumars 1998. Viðdvölin átti að vera örstutt. „Frændi minn, Jón Eiríksson Drangeyjarkarl, sem að góðum og gegnum íslenskum sið liggur í málaferlum, hringdi í mig og bað mig um að hitta sig til skrafs og ráðagerða. Ég var á leiðinni til Akureyrar og spurði hvort klukku- tími væri ekki nóg. Úr varð hins vegar að ég varð léttadrengur um sumarið hjá frænda sem er stórkost- legur maður. Ekki varð svo aftur snúið eftir að ég kynntist Svanfríði - sem er yndisleg kona. Gimsteinn, stjarna og dýrgripur. Hún skín við sólu Skagafjarðar. Við giftum okkur þann 19. apríi í fyrra hjá sýslu- manninum hér á Króknum og gerð- um það með hálftíma fyrirvara. Henni fylgdu tvö yndisleg stjúp- börn: Stefanía Tinna og Sindri.“ Kettlingar og örbylgjupopp Verkaskiptingin hjá Pétri og Svanfríði er sú að hún annast rekst- ur hótelsins en hann er aftur á móti í lögfræðistússi, málavafstri og tré- smíðum. „Viðskiptavinir mínir í lögmennskunni eru um allt land og í útlöndum. Ég hef ekki tekið að mér innheimtur, en þeim mun furðulegri mál sem ég fæ inn á borð til mín þeim mun áfjáðari verð ég í að sinna þeim. Allra einkennileg- asta málið sem hefur lent á mínu borði er þegar tveir menn hér á Króknum voru að þræta um hver hefði stolið ónýtum sjúkrakassa úr gömlum dagróðrabát. í þessu máli var ég að vasast sem réttargæslu- maður hins ákærða, en fyrir lá kæra um fjárdrátt. Vegna hennar hófust yfirheyrslur hjá lögreglu og um síðir kom í ljós að fjárdráttur- inn var upp á 1.375 kr. Þá stóð ég upp sagði mönnum að hætta þessari vitleysu. Tók ónýta sjúkrakassann og skilaði honum til ákærandans. Annað er hitt að lögfræðingar úti á landi fá gjarnan lítið borgað í pen- ingum. Mest í einhverju öðru. Ein- hvern tímann tók ég heilu kassana af örbylgjupoppi sem greiðslu. í öðru máli kettling sem var síðan stolið frá mér, annar var svo rausn- arlegur að greiða með hundstík sem ég varð að láta skjóta. Nokkra fola hef ég einnig hirt sem greiðslu og þeim ríð ég út.“ Fæddur í Djöflaeyjunni „Er fæddur í Djöflaeyjunni, i sjálfu Grímsstaðaholtinu í Reykja- vík,“ segir Pétur um æsku sína og uppvöxt. Sem góður og gegn íslend- ingur getur hann hins vegar rakið ættir sínar af nánast öllum lands- hornum. Föðurættin er á Fljótsdals- héraði „... en í móðurætt er ég með- al annars í Ormsætt frá Syðri-Lang- ey á Breiðafirði, sem liggur út af Skarðsströnd í Dölum. Þegar ég var í meðferð á Staðarfelli gekk ég einn daginn út og skoðaði gamla kirkju- garðinn þar. Á fyrsta leiðinu sem ég kom að var kross og á því stóð Pét- ur Einarsson frá Syðri-Langey. Þá hætti mér að lítast á blikuna." Pétur nam húsasmíðaiðn hjá fóð- ur sínum, tók próf frá Versló og varð stúdent frá MR. Fór í fram- haldi af því í lagadeild Háskóla ís- lands og var jafnhliða í atvinnuflug- námi og tók seinna pungaprófið. Hálfu ári fyrir námslok í lagadeild opnaði Pétur eigin lögfræðistofu og fasteignasölu í Kópavogi sem hann starfrækti um nokkurra ára skeið. Árið 1978 réð hann sig til Flugmála- stjórnar sem aðstoðarmaður Agnars Kofoed-Hansen flugmálastjóra. Var svo skipaður flugmálastjóri að Agn- ari látnum og gegndi því embætti um tíu ára skeið. - „Samtíminn skii- ur ekki alltaf réttar ákvarðanir," segir Pétur og hlær þegar rifjað er upp að i ævisögu sinni segir sam- gönguráðherrann Steingrímur Her- mannsson að engin stöðuveiting sin hafi orðið jafn umdeild og þegar hann gerði Pétur að yfirmanni flug- mála. Safna glóðum elds að höfði sér „Ég er gráti næst,“ segir Pétur Einarsson þegar hann er spurður um stöðu Flugmálastjórnar í dag og það mikla öldurót sem orðið hefur um starfsemi stofnunarinnar eftir Skerjafjarðarflugslysið. „Meginhlut- verk Flugmálastjórnar er auðvitað að halda vel utan um flugreksturinn í landinu, með góðu aðhaldi og eftir- liti, en síðan þarf líka að halda blaðamönnum hæfilega vanstilltum. Allt sem viðkemur flugi æsir fjöl- miðlanna upp; flugslys eru fátíð en áhuginn á þeim er ofboðslegur. Bílslys, þar sem tuttugu manns far- ast, gleymist strax en flugslys, þar sem fjórir farast, setur þjóðina á annan endann. Sumir hafa sagt að Flugmálastjórn hafi sett kíkinn fyr- ir blinda augað og sett hagsmuni flugrekenda ofar hagsmunum far- þega í þessu máli. Það veit ég ekki en sá er munurinn á mér og eftir- manni mínum að hann hefur sjón á báðum augum en ég bara öðru. Því getur Þorgeir Pálsson ekki sett kík- inn fyrir blinda augað. Fyrir mörg- um árum var kristalsglasi barið í augað á mér og eftir það hef ég ver- ið blindur á hægra auga. Því er ég lögskráður sjálfstæðismaður." Blaðamaður spyr Pétur hvort hann telji að Skerjafjarðarslysið muni leiða til þess að eftirlit með flugi í landinu verði meira og betra í fyllingu tímans. „Þú heldur sem sagt að ég sé einhver spákerling á Króknum," segir Pétur og hugsar sig um stundarkorn. „í Rómverja- bréfinu 12.21 segir að þú skulir ekki safna glóðum elds að höfði þér og láta ekki hið illa yfirbuga þig held- ur sigra illt með góðu. Það má ef til vill segja að flugmálayfirvöld hafi safnað glóðum elds að höfði sér. Það kæmi ekki á óvart þótt Skerjafjarð- arslysið og hin gífurlega umræða um það muni valda töluverðum til- þrifum í flugmálageiranum. Ég hef djúpa samúð með aðstandendum þeirra sem létust í flugslysinu og skil þeirra viðbrögð vel. Það fólk hefur unnið mjög faglega. Friðrik Þór Guðmundsson, sem mest hefur beitt sér i þessu máli, hefur unnið sína vinnu mjög vel og faglega. Hingað til hefur staðan verið sú að enginn einstaklingur hefur þorað í embættismannavaldið í landinu. Slíkar hólmgöngur geta þýtt að við- komandi komist hvorki lönd né strönd áfram í lífinu eftir það. Emb- ættismaðurinn á vini sem hafa áhrif og völd, jafnvel í stjórnmálun- um. í svona baráttu þarf kjarkaða einstaklinga eða menn sem engu hafa að tapa.“ » Neitað happadrættisvinningi Pétur sagði upp störfum sem flugmálastjóri árið 1992. „Ég var orðinn hundleiður á þessu, hafði ætlað mér upphaflega að vera sex ár í embættinu, en þau urðu tíu. Það var mín eigin ákvörðun að hætta. Halldór Blöndal, sem þá var samgönguráöherra, kallaði mig fyr- ir sig sjö sinnum og spurði mig um hvort ég væri viss um hvað ég væri að gera með uppsögn. Ég var alveg handviss, þótt það sé náttúrlega eins og að neita að taka á móti happdrættisvinningi að segja upp æviráðningu. Stundum hef ég séð eftir því að hafa byrjað að vinna hjá ríkinu því það hentaði mér ekki. En á móti kemur hve mörgu og mörgum góðum mönnum ég kynntist þar. í embættisstörfum fékk ég líka reynslu í því að hjálpa fólki sem kerfið er að traðka yfir og hún er mér mikilsverð." í goðafræðinni er sagt frá því hvernig Þór reyndi að fella elli kerlingu þegar hún sótti að honum. Pétur segir að slagur sinn við Bakkus konung sé svipaður. „Flest- ir brennivínsberserkir fá á endan- um leiða á brennivíni og ég bind vonir við að ég vinni slaginn þannig. Ég búinn að fara nokkrum sinnum í meðferð og það ættu allir að gera hvort sem þeir eru alkar eða ekki. SÁÁ kennir fólki þar það sem er nú er kallað tilfinninga- greind. Sem sagt að allir þurfa að skilja og skynja eigin tilfinningar og tilfinningar annarra. Geta skil- ið, umborið, fyrirgefið og náð sam- komulagi. í þessu finnst mér ég hafa náð töluverðum árangri.“ Að ögra heimsku smáborgara Það er erfitt að finna einn sam- nefnara um Pétur Einarsson. Per- sónuleikinn er margbrotinn og titl- arnir svo margir að sú lýsing að Pétur sé full rúta af fólki er ekki fjarri lagi. „Ég er maður með fjörugt ímyndunarafl og fmnst gaman að ögra heimsku smá- borgaranna," segir Pétur. „Ef mað- ur kallar mann smáborgara og hann reiðist þá er hann smáborg- ari, án efa. Sérhver verður sann- leikanum sárreiðastur. Ég kom eitt sinn á fund í samgönguráðuneyt- inu þar sem var fullt herbergi af ríkisforstjórum og spekúlöntum og ég spurði menn hvort þeir vissu hvað væri líkt með íþróttamanni og opinberum starfsmanni. Enginn vissi svarið. Ég sagði aö það væri kjörorðið - aðalatriðið væri ekki að vinna heldur að vera með. Stjóm- málamenn sem standa ekki með lít- ilmagnanum eru líka smáborgarar, sem og þeir sem halda sig vera eitt- hvert yfirburðafólk. Öllu erum við eins við fæðingu og dauða og hið sama á að ríkja á þvi skeiði sem er milli þessara tveggja punkta." -sbs Gimsteinn, stjarna og dýrgripur Meö þessum hástemmdu oröum lýsir Pétur eiginkonu sinni, Svanfríöur Ingvadóttur. Hér eru þau ásamt börnum henn- ar tveimur, Sindra og Stefaníu Tinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.