Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 27 I>^T Helgarblað Þykir vænt um klisjur „Baldessari?! Hann er ógeðslega frægur!" sagði myndlistarkonan vinkona mín þegar ég spurði hvort hún gæti sagt mér eitthvað um þennan bráðum sjötuga listamann sem ég átti að fara að hitta niðri íHafnar- húsi, þar sem sýning stendur yfir á verkum hans. Síðan kom löng ræða um list sem ékki lýtur sömu lögmálum og önnur. Löng lofræða um John Baldessari. Þegar ég kom niður eftir rakst ég á sýningarstjórann Þorvald Þor- steinsson sem ljómaði eins og jóla- barn með tilhlökkun í hverjum and- litsdrætti þar sem hann gekk um sýningarsalinn. Enda er Baldessari eitt helsta átrúnaðargoð hans. Þor- valdur segir að hann hafi kynnst verkum Baldessaris þegar hann var í Myndlista- og handíðaskólanum. Hann segir að Baldessari hafi verið einn þeirra listamanna sem kynntu honum þá staðreynd að það væri hægt að hafa gaman af myndlist. Líka á meðan hún væri í vinnslu. Hann nefnir því til staðfestingar margvísleg ljósmyndaverk þar sem notaðar eru ýmist fundnar eða heimagerðar myndir til að skapa nýjaí sögur og spennandi samspil óskyldra heima, dásamlega notkun á klisjum sem hann kann óðrum betur að jarðtengja og verk sem fjalla miklu frekar um það hvað er ekki list en það sem menn eru sammála um að sé list. „Hann hefur alla tíð verið svo skemmtilega ólíkur þeim sem gangast upp í harðlífinu og eig- in dulúð. Hann kann að nálgast okk- ur með verkum sínum án þess að tala niður til okkar. Hann leyfir okk- ur að skoða furður hversdagsleikans og menningarinnar með sér." íslendíngasögurnar klisjukenndar Baldessari er hálfur Dani og hon- um finnst hann kominn nær rótum sinum þegar hann er hér á Islandi. „Mér hefur líka alltaf fundist ég vera eins og vikingur - svona í út- liti," segir Baldessari og brosir vík- ingslega. Hann er einnig hálfur ítali, en John Baldessari „Mér hefur alltaf fundist ég vera eins og víkingur - svona í útliti," segir hann. borinn og barnfædd- ur í Ameríku. „Fyrsta kynslóð Am- eríkana" eins og hann orðar það sjálf- ur. Baldessari segist ekki hafa vitað neitt um ísland eða ís- lenska myndlistar- menn fyrr en hann kynntist Þorvaldi fyrir nokkrum árum. í fyrra kom hann svo í heim- sókn og fór í sögu- lega Þingvallaferð með Þorvaldi og unnustu hans þar sem þau festu Mus- sojeppann. Þá tók Baldessari nokkrar myndir sem m.a. hafa ratað inn á sýn- inguna í tveimur þeirra verka sem hann gerði sérstak- lega fyrir þessa sýn- ingu. Meðan Baldessari var að undirbúa sig fyrir íslandsförina las hann nokkrar ís- lenskar bækur og horfði á íslenskar kvikmyndir. Hann segist hafa verið yfir sig hrifinn af bók sem ber titilinn Independent People - en hann getur ekki borið fram nafnið á höfundinum. íslend- ingasögurnar las hann einhverjar og segir að þær séu ansi klisjukenndar. Ég geri honum grein fyrir því að hann geti kallað yfir sig hatur og heift íslendinga með þvi að segja þetta um þjóðararfinn en Bald- essari baðar þá út hóndunum og seg- ir: „Ég segi ekki að klisjur séu slæm- ar! Ekki misskilja mig! Mér þykir innilega vænt um klisjur." Feguröin þarf enga aðstoð List Baldessaris hefur ekki alltaf verið jafn fersk og afgerandi. Á ár- unum 1957-1968 málaði hann óhlut- bundin málverk, en tók svo til þess bragðs að brenna óll verkin sín til ösku. Þorvaldur heldur því fram í sýningarskrá að þetta mættu fleiri listamenn taka sér til fyrirmyndar. Listamaðurinn vill ekki tala mik- ið um tímabilið. „Þetta var heim- spekilegur gjörningur. Ég var að leiðrétta mistök mín en ég uppgötv- aði að ég hafði um langt skeið verið í kassa og alltaf að vinna sama mál- verkið. Mér fannst að listin hlyti að vera annað og meira en það." Baldessari hóf að taka ljósmyndir af sínu nánasta umhverfi, en ein- beitti sér ekki að því sem almennt var talið fallegt heldur segist hann hafa tekið nokkurs konar heimildar- myndir. „Ég rétti bara myndavélina út um bílgluggann og smellti af," segir Baldessari og myndirnar bera þess glöggt vitni. Staðir sem eru hvorki né - og svo staðarákvörðun letruð fyrir neðan. Það sem mynda- vélin sá og ekkert umfram það. I framhaldi af því spjöllum við um fegurðina, en Baldessari hefur látið hafa eftir sér í viðtali að almennt hafni hann hlutum sem taldir eru fallegir. „Fegurðin þarf enga aðstoð frá mér. Hún spjarar sig ágætlega á eigin fótum". „Það sem mér finnst líka gaman að athuga er hvers vegna okkur finnst hlutir ekki fallegir," segir Baldessari og veltir sykurkari og mjólkurkönnu milli handanna. „Af hverju er þetta fallegt en þetta ljótt? og hverjum finnst það fallegt og hverjum finnst það ljótt?" heldur hann áfram. „Er það menningar- munur sem segir til um það? Eða genetískur munur? Mér finnst þetta mjög áhugavert," segir Baldessari og bætir við að það sé gaman að velta því fyrir sér í framhaldinu hvað sé list og hvað sé ekki list. Víkingur í vondri Hollywood-mynd Sýningin ber yfirskriftina Á með- an eitthvað er að gerast hér er eitt- hvað annað að gerast þar - While something is happening here somet- The Overlap Series: Vehicle (in snow) and Viking. hing else is happening there. Ég óska eftir skýringum hjá listamann- inum. „Við höfum tilhneigingu til að ætla að það sem er að gerast í eigin túngarði sé mikilvægara en það sem er að gerast annarsstaðar," segir hann. „Ég velti bara upp spurningunni um það hvort það sé kannski jafn mikilvægt." Og svo er það útrætt mál. En þeg- ar sýningin er skoðuð sést að Bald- essari stillir oft upp því sem vel þekkt er úr umhverfi manna við hlið þess veruleika sem birtist í kvikmyndum. „Sögukunnátta heimsbyggðarinnar er fengin úr kvikmyndum, en jafnframt er kvik- myndaheimurinn blekking. Þetta er hægt að nota til þess að skapa nauð- synlegan efa," segir hann og nefhir dæmi um að víkingur í vondri Hollywoodmynd er það sem heims- byggðin hefur séð af víkingum - en í samhengi við ljósmynd sem tekin er á íslandi og sýnd á íslandi - er myndin af víkingnum írónísk. Lístrænan fundin upp eftirá Sú gagnrýni hefur oft heyrst á samtímalist að það þurfi að hafa myndlistarlegan bakgrunn til þess að njóta listaverka á borð við þau sem Baldessari gerir og þess vegna séu þau ekki ætluð almenningi. Hvað segir hann við þessu? „Mig langar ekki að vera ein- angraður og ég held að allir lista- menn vilji að aðrir njóti verka þeirra," segir Baldessari. Listaverk- inu er líka stundum líkt við lauk. Það er hægt að horfa á hann og finnast hann fallegur eins og hann er. En það er líka hægt að fletta einu lagi af honum og sjá meira og svo koll af kolli. Það er hægt að njóta myndanna minna af því að það eru fallegir litir í þeim - en það er líka hægt að skyggnast lengra - og fólk verður að ráða því sjálft hversu langt það fer." - En svo er litið niður á þá lista- menn sem gera verk sem njóta al- menningshylli og seljast í bílförm- um? „Það er ekki vont að græða, en maður verður að passa sig á því að láta skottið ekki dilla hundinum," segir Baldessari og hlær. „Sum verk hafa verið unnin alveg án list- ræns metnaðar og eingöngu til þess að græða eins og fyrstu Hollywood- kvikmyndirnar - en síðan hefur listrænt gildi þeirra verið fundið upp eftir á." -þhs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.