Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Fréttir DV ræöir við 77 ára landsbyggðarmann um samskipti hans við 66 ára fjársvikakonu: Ég er kominn á heljar- þröm vegna konunnar - annað fómarlamb kveðst m.a. hafa lánað konunni fyrir bílprófi dóttur hennar Svikakonan kvaðst hafa fengiö ábendingu á skrifstofu Búnaöarfélagsins Konan sagöi 97 ára mann hafa bent sér á aö einn hinna sviknu, Húnvetning- ur, væri „góöur karl“. Hún hringdi þá noröur og var búin aö fá 8,3 milljónir áður en yfir lauk. „Þessi kona hringdi allt í einu í mig fyrir 5 árum. Ég hafði þá aldrei heyrt hana nefnda. Hún sagðist hafa farið á skrifstofu Búnaðarfélags Islands, hitt þar 97 ára mann sem ég veit ekki nafnið á, og hann hefði þekkt móður mína og vissi til þess að ég væri góður karl. Það kostaði að hún hringdi í mig. Konan gaf upp nafn sitt og bað um í fyrsta símtali að ég lánaði henni 260 þúsund til að hún tapaði ekki húsinu. Og ég var svo vitlaus að fara eftir þessu. Svo kom hvert kvabbið á fætur öðru og ég hlýddi eins og hundurinn og hugs- unarlaust eins og hálfviti," segir ein- búi í Húnavatnssýslu, kominn hátt i áttrætt, einn þeirra sem 66 ára kona er ákærð fyrir að svíkja fé af. Maður- inn lánaði henni 8,3 milljónir á 4ra ára tímabili, síðast í júlí 2000. Mað- urinn segist kominn á heljarþröm vegna hinnar svikulu konu. Konan er ákærð fyrir samtals 52ja milljóna króna svik gegn 8 karlmönnum, aðallega rosknum einbúum. „Eftir fyrsta símtalið kom alls konar endalaust kvabb. Það var allt mögulegt sem hún fann upp til að herja út úr mér peninga. Hún sagðist hafa skilið við karlinn, hann hafi skilið svo illa við og tekið svo mikiö lán að hún væri að missa húsið,“ sagði Húnvetningurinn sem lánaði henni í 25 skipti, mest rúma miUjón í einu. - Varstu með þetta fé handbært? „Nei, ég tók fullt að láni og sagði henni það. Þetta gekk svo langt, ég verð víst að segja rétt frá. Svo er ég sjálfur í vandræðum með að standa í skilum. Það er ekki nóg með að hún hafi verið á heljarþröm, hún kemur mér líka á heljarþröm og fer létt með það. Hjá mér rætist ekki úr nema ég fái þessa peninga aft- ur.“ - Hvers vegna hefur þú þá aftur- kallað bótakröfu þína fyrir dómi? „Á því er stutt skýring: ég get ekki séð að það samrýmist mann- réttindum, þó kona þessi sé stór- brotleg, að rífa af henni það litla sem hún hefur undir höndum og sé rekin út á götu allslaus." - Er þetta ekki hámark góð- mennskunnar? „Ja, þetta er bara mín sannfær- ing. Það eigi að líta til með svona aumingjum og fara ekki hvernig sem er meö þá. Svo heyri ég í frétt- um nú að hún hafi svikið sjö aðra eldri karlmenn. Ja, hérna, það var ljótan að fá þessa kárinu ofan á það sem fyrir var.“ Konan var viöræðugóö DV ræddi við annan mann sem konan sveik, roskinn íbúa á Aust- urlandi. „Konan var ákaflega við- ræðugóð þegar hún hringdi í mig en fór svo að lýsa sínum bágindum. Maðurinn hennar hefði verið óreglumaður og geðsjúklingur, hún væri á lágum launum og skilin en væri með tvö börn - hún væri með rúmar 50 þúsund krónur á mánuði í skúringum á skurðdeild Land- spítalans. Konan bað um aðstoð,“ segir maðurinn. „Ég lánað henni fyrst 190 þúsund krónur og við sömdum um endurgreiðslu. Hún ætlaði að endurgreiða 25 þúsund á mánuði en ég sagði þá að hún gæti það ekki með svo lág laun. Hún sagðist þá ætla að borga 10 þúsund á mánuði," segir maðurinn sem fékk aðeins 10 þúsund krónur end- urgreiddar. Hann lánaði henni síð- ar 80 þúsund fyrir bílprófi dóttur konunnar. Maðurinn hvorki kærði né lagði fram kröfu á hendur kon- unni. Þetta er því a.m.k. níundi maðurinn sem konan sveik. -Ótt Ný vinnubrögð vegna flóttamanna: Reykjanesbær í viðræöur - Skagafjörður endanlega út úr myndinni Flóttamannaráð og Reykjanesbær hafa náð samkomulagi um formleg- ar viðræður um móttöku flótta- manna. Hins vegar hefur vinnu- brögðum verið breytt frá því sem tíðkast hefur. Flóttamannaráð og Rauði krossinn munu nú hafa frum- kvæði að þvi að auglýsa og sjá um að útvega húsnæði en áður var þetta á forræði sveitarfélaganna. Ótímabært er að spá fyrir um hvort Reykjanesbær muni verða við mót- töku en hitt liggur fyrir að Skaga- fjöröur er endanlega úr myndinni vegna húsnæðisleysis þar. Eins og DV greindi frá í gær hef- ur reynst mun erfiðara að fmna flóttamönnunum samastað en áður. Árni Gunnarsson, formaður Flótta- mannaráðs, kom með þetta nýja út- spil á fundi með bæjarstjóra Reykja- nesbæjar í fyrrakvöld og segir Ámi að ef áhuginn sé almennt að minnka á landsbyggðinni gagnvart móttöku megi búast við að frumkvæði félags- málayfirvalda verði enn aukið. Þrátt fyrir óvissuna heldur Flótta- mannaráð sínu striki og lagði Árni af stað til Belgrad í morgun til að velja flóttamenn, þ.e.a.s. 25 Serba frá Krajinahéraði. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að það hafi breytt stöðunni þegar Flóttamanna- ráð lýsti yfir vilja til að leysa hús- næðismálin upp á eigin spýtur. Áður taldi hann ólíklegt að bærinn gæti fundið leiguíbúðir, enda mikil umframeftirspurn á þeim markaði. Bæjarstjórinn vill engu spá fyrir um niðurstöðuna en telur Reykja- nesbæ á ýmsan hátt hentugan fyrir flóttafólk ef húsnæðismálin leysast. Búið er að reifa málið lauslega fyrir bæjarráði og segir Ellert: „Við telj- um það skyldu okkar líkt og ann- arra sveitarfélaga að leita lausna á þessum vanda.“ -BÞ Veöríö i kvóld .......•£. -3'C6 1 . M *** '2* ‘yh m m f%0 Dálítil él vestanlands Norövestlæg átt, 5-10 víðast hvar á morgun og dálítil él, einkum norðan til. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðaustan til en 1 til 4 stiga hiti sunnanlands yfir daginn. Solargangur og sjávarföll ■ - ----------.----■.■■wSCíri -— 'iiía RÉYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 20.38 20.28 Sólarupprás á morgun 06.20 05.59 Síódegisflóö 18.14 22.47 Árdeglsflóö á morgun 06.28 11.01 Skýringar á veðurtáknum )^VINDÁTT 10%—Hm O -io° ~>.VINDSTYRKUR \™,T HÐÐSKlRT i metrum á sekúndu 'rnvz » o O irrrsKÝjAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ Q Q tii RIGNING SKURIR SLYDDA SNJÓKOMA Q . = ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Gufuhvolf og veðrahvolf Gufuhvolf jarðar skiptist upp í nokkur lög sem hafa mismunandi hitastig. Veörahvolfið er neösta lag gufuhvolfsins og nær upp í 8 til 18 kílómetra hæð. Þar fer loftið kólnandi með hæðinni og þar eru einnig ský og veörakerfi. Frostlaust yfir daginn allra syðst Fremur hæg norðlæg eöa breytileg átt, dálítil él norðan og austan til en annars skýjaö meö köflum og þurrt að mestu. Frostlaust yfir daginn allra syðst en annars frost 0 til 6 stig. IVÞiiiiKúigii Vindur: ( 3-8 m/» \ Hiti 2° til -6” Þnújmlagiii Vindur: -'O 3-8 m/» ' Hlti 5° til 0° iMfflliBMBm VindurO ' 3-8 m/» Hiti 7° til 0° Fremur hæg norólæg eöa breytlleg átt, dálitll él norðan og austan tll en annars skýjaó meö köflum og þurrt aö mestu. Austlæg átt, stöku él noröan tll en annars skýjaö meö köflum og sumstaöar skúrlr. Hlýnar i veörl. Austlæg átt og víöa rlgnlng, elnkum suðaustan tll. Hltl 0 tll 7 stlg. Austur-Húnavatnssýsla: Kosið um sameiningu íbúar Blönduósbæjar og Engihlíð- arhrepps í Austur-Húnavatnssýslu ganga aö kjörborðinu í dag, 7. apríl, og kjósa um sameiningu sveitarfélag- anna. Samstarf þessara sveitarfélaga hefur verið allnokkurt síðustu árin. Á kjörskrá eru 660 í Blönduósbæ en 52 í Engihiíðarhreppi. Kjörfundi lýkur kl. 22 á Blönduósi, eitthvað fyrr í Engi- hliðarhreppi, og ættu úrslit kosning- anna aö liggja fyrir um miðnætti að- faranótt sunnudags. Verði sameining- in samþykkt tekur hún gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar sem verða i lok maímánaðar árið 2002. Ágúst Þór Bragason, forseti bæjar- stjórnar Blönduósbæjar, segir þessar kosningar merkilegar fyrir þær sakir m.a. að þetta eru fyrstu sameiningar- kosningar sveitarfélaga sem fram fara í Austur-Húnavatnssýslu og þar með sé brotinn ísinn en þrátt fyrir við- leitni á síöustu árum hefur það ekki tekist fyrr. Ágúst Þór Bragason segir það engum vafa undirorpið að verði sameining sveitarfélaganna samþykkt muni það hafa áhrif á frekari samein- ingar sveitarfélaga á svæðinu. -GG Skíðasnjórinn kominn Snjó hefur kyngt niður í Bláíjöllum undanfarinn sólarhring og hafa skíða- áhugamenn fulla ástæðu til að kætast. í Bláfjöllum er þrjátíu til fimmtíu sentímetra nýfallinn snjór og i gær þurfti að moka snjó af bOaplaninu og ryðja Bláfjallaafleggjarann í fyrsta skiptið í vetur. Starfsmenn svæðisins unnu í gær af kappi við að undirbúa helgina, svo hægt verði aö opna allt svæðið enda má reikna með mikilli aðsókn og sannkallaðri páskastemn- ingu. Veðurspáin er skíðafólki í hag. Spáð er norðlægri átt 3-7 m/s, smáveg- is él í dag en þurrt á morgun. -HK Norsk-íslenska síldin: Kvóti ákveðinn Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um veiðar úr norsk- íslenska sildarstofninum sem mega heflast 5. maí nk. í reglugerðinni segir að heildar- veiði íslensku skipanna á árinu megi verða 132 þúsund tonn og séu veiðarnar háöar sérstökum leyfum Fiskistofu. Umsóknir um leyfi til veiðanna eiga aö hafa borist eigi síðar en 26. apríl og aðeins þau skip sem hafi leyfi til fiskveiða i atvinnu- skyni 1. maí eigi kost á síldveiði- leyfi. -gk AKUREYRI skýjaö 0 BERGSSTAÐIR hálfskýjaö 1 BOLUNGARVÍK snjóél -1 EGILSSTAÐIR -2 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 2 KEFLAVÍK snjóél á síö. kls. 0 RAUFARHÖFN snjóél 0 REYKJAVÍK skýjaö 0 STÓRHÖFÐI skýjaö 1 BERGEN skýjaö 6 HELSINKI léttskýjaö 7 KAUPMANNAHÖFN alskýjaö 6 ÓSLÖ skýjaö 5 STOKKHÓLMUR 8 ÞÓRSHÖFN rign. á síö. kls. 6 ÞRÁNDHEIMUR skór 4 ALGARVE hálfskýjaö 20 AMSTERDAM skýjaö 12 BARCELONA mistur 17 BERLÍN rigning 9 CHICAGO þokumóöa 16 DUBLIN skúr 12 HALIFAX léttskýjaö 3 FRANKFURT skúr á síö. kls. 13 HAMBORG súld 10 JAN MAYEN snjóél á síö. kls. -3 LONDON rigning 13 LÚXEMBORG skúr á síö. kls. 10 MALLORCA mistur 20 MONTREAL léttskýjaö 1 NARSSARSSUAQ skýjaö -2 NEWYORK alskýjaö 10 ORLANDO hálfskýjaö 18 PARÍS rigning 12 VÍN skýjaö 13 WASHINGTON alskýjaö 11 WINNIPEG heiöskírt -2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.