Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001
17
DV
Helgarblað
- Faðir þinn var háaldraður þegar
hann lést en þú misstir systur þina á
besta aldri. Er það sárasta lífsreynsla
þín?
„Það var sárast af öllu. Enn í dag
hugsa ég til Möllu á hverjum degi. Hún
var lífsglöð og forvitin um lífið. Hún
átti þrjár litlar stúlkur, sem misstu svo
mikið. Þær eru allar nánir vinir minir
og minna bama. Það var svo hræði-
lega óréttlátt að MaUa skyldi fara frá
okkur svona ung.“
- Trúir þú á líf eftir dauðann?
„Ég veit það ekki, Kolla. Kona, sem
sögð er vera skyggn, hafði eitt sinn
samband við mig og sagðist vera með
skilaboð til mín. Ég fór til Keflavíkur
til að hitta hana. Hún sagði mér að
þær væra þama allar þjjár, mamma,
amma og Malla - konumar sem hafa
skipt mestu máli í lífi mínu. Hún gat
ekki hugsanlega hafa þekkt þær, en
lýsti þeim nákvæmlega Hún sagði að
Hannibal væri þama líka og vildi
gjaman fá að segja eitthvað en hann
komst ekki að því þær töluðu svo mik-
ið! Þær sögðu mér svo sem ekkert nýtt,
bara að þeim liði vel. Þær gátu ekki
gefíð mér nein góð ráð og vora ekkert
gáfaðri eftir dauðann en þær vora
meðan þær liföu. Ég fór ekki til þessar-
ar konu nema í þetta eina sinn og fann
aldrei til löngunar til að leita svara í
spíritisma.
Amma min gerði það hins vegar.
Hún missti tvo syni í sjóinn og sótti
fúndi hjá spíritistum og trúði því að
hún væri í sambandi við drengina
sína. Ég held hins vegar, að pabbi hafi
trúað þvi aö hann færi í gröfma og
hún væri síðasti áfangastaðurinn. Sjálf
reyni ég að leita til kirkjunnar af þvi
mér finnst failegt að geta trúað og vOdi
svo gjaman sannfærast. Þegar erfið-
leikar koma upp leggst ég á bæn og
leita til Guðs. Er til Guð? Ég veit það
ekki. Guð er alls staðar, líka í sjálfum
þér. Nú er ég líka farin að efast um
framhaldslíf. Það er svo mörgum
spumingum ósvarað. Kannski verð ég
vísari með tímanum “
- Hver heldurðu að sé tilgangurinn
með lifmu?
„Áður en ég kom hingað heim i
þetta sinn var ég í heimsókn hjá
Mormónum í Saltlækjarsytra. Þeir
trúa því að þeir hafi lifað áður, og að
þetta líf sé aðeins undirbúningur und-
ir næsta líf, timi til að bæta sjálfan sig,
verða vitrari og göfugri. Mér finnst
það merkileg hugsun. Kannski hugsa
ég eitthvað svipað. Að bæta sjálfan sig,
öðlast umburðarlyndi. Þannig var
amma mín. Þannig vil ég verða.“
Ætlaði að faöma heiminn
- Ef þú mættir breyta einhverju í lífi
þínu, hvaö yrði það þá?
„Þegar ég var ung, hélt ég, að mér
væra allir vegir færir. Tíminn væri
takmarkalaus og líka tækifærin. Ég
ætlaði mér að faðma allan heiminn, óð
Falleg
fermingargjöf
kristalskrossar
Fjórar gerðir,
verð frá 4.990.-
eyrnalokkar f stíl
Fermingargjöf sem er
framtíðareign
KRISTALL
Kringlunni - Faxafeni
úr einu í annað. Ég hélt ég mundi lifa
endalaust, vera ung og falleg fram í
andlátið. Ég áttaði mig allt of seint á
því að fyrr en seinna kemur að því að
stíga niður af sviðinu. Tíminn sem
okkur er úthlutað er svo hræðilega
stuttur. Ég sé eftir því núna að hafa
ekki nýtt tímann betur á miili tvítugs
og þrítugs. En þá var ég bara svo ung
og þekkti ekki sjálfa mig nægilega vel.
Vissi ekki almennilega hvað ég vildi.
Ég vildi svo mikið! Það var ekki fyrr
um fertugt, þegar ég varð skólameist-
ari á ísafirði, sem ég öðlaðist sjálfs-
traust og vissu um eigin verðleika. Eft-
ir það finnst mér ég ekki hafa sóað
tímanum svo mjög.“
- Heldurðu að þú setjist nokkurn
tímann í helgan stein?
„Bömin mín segja að það sé óhugs-
andi. Ég bý yfir mikilli orku, er líkam-
lega sterk. Verð aldrei þreytt, og hef
óendanlega gaman af því að þvælast
fram og til baka um heiminn.
- Finnst þér aldrei leiðinlegt að lifa?
„Nei, það væri skammarlegt að láta
sér leiðast þetta dásamlega líf. Hver
dagur er dýrmætur. Hver dagur getur
verið sá síðasti. En stundum verð ég
döpur. En dapurleiki er líka góð til-
finning. Þá fmnur maður sterkt tO.
Það er gott að fá útrás í þjáningunni.
Ég græt af minnsta tOefni. Ég á líka
mjög auðvelt með að imynda mér
hluti. Ég þarf ekki annað en að sjá ein-
hverri manneskju bregða fyrir á veit-
ingastað eða á götu tO þess að fara að
setja mig í hennar spor og ímynda mér
sögu hennar. Þá græt ég stundum að
tilefnislausu."
Gaman að skrífa
- Nú skrifaðir þú um tíma bréf í Dag
frá Washington. Finnst þér gaman að
skrifa?
„Ég var eitt sinn spurð að því i Vik-
unni hvað mér þætti skemmtOegast að
gera. „Að skrifa bréf tO KoOu,“ svaraði
ég um hæl. Þessar 60 greinar sem ég
skrifaði í Dag era úttekt á því, sem ég
upplOöi í Washington fyrstu árin og
era hluti af minni ævisögu. AOt snerti
mig svo djúpt í byijun. Viðbrögð mín
vora sterk og þess vegna gat ég skrO'-
að. Nú, á fjórða ári, er ekkert eins mik-
0 nýjung og áður. Út frá eigingjömu
sjónarmiði get ég sagt, að ég standi á
tímamótum. Ég er búin að læra það,
sem ég vO læra um Bandaríkni, eða á
ég að segja um Washington, því að sú
borg er auðvitað gerólík öOum öðrum
borgum þar í landi."
- Langar þig ekki tO að skrOa bók?
„Ég veit ekki. Það hefur auðvitað
hvarflað að mér. En hver hefur áhuga
á að lesa um mig og mína reynslu? Og
hvar ég á að byrja og hvar ég á að
enda? Það hefur reyndar hvarflað að
mér að skrOa bók um þær fjórar kyn-
slóðir kvenna sem ég þekki. LO ömmu,
mömmu, mitt eigið og 10 dætra minna.
Hver kynslóð liefur sína sögu að segja.
Og hvflik breyting á högum fólks og
tækOæram í lífínu! LO ömmu snerist
um það að lOa af frá degi tfl dags. Mín
kynslóð trúir því að tflgangur lOsins sé
sá að vera hamingjusamur. En hvað er
hamingja? Það era margir sem vfllast
á þeirri leið, finna aldrei hamhigjuna
og leita hennar langt yfir skammt.
Þegar ég var ung, hafði ég skýrar
hugmyndir um það, sem ég ætlaði að
gera við 10 mitt. Svo varð ég ástfangin.
Eftir það hef ég aðeins að litlu leyti
stjómað minni fór. En mér fmnst ég
hafa verið svo óendanlega lánsöm.“
-Kolbnin
!1
GEFÐU ÞÉR «• ó ) a n T í M A
► *l SEM E R ÓDÝRARA AÐ VERSLA i
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
-gefðu þér góðan tíma