Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 23 DV Helgarblað Sigurður Rúnar Bergdal kallaöi sig ísmanninn Hér er Sigurður ásamt Páli Óskari Hjáimtýssyni á Neistaflugi í Neskaupstað 1998. í tölvu hjá sér og spurði svo af hverju þetta hefði verið sett í blöð- in, þetta kæmi engum við nema okkur. Var honum sagt að við hefðum ekki séð neina aðra leið til þess að reyna að hreyfa við málinu. Það væri búið að reyna að tala við hann allt síðasta ár og alltaf væri sama tuggan „við göngum frá þessu eftir helgi“ og þegar hann hefði verið far- inn að svara sjálfur í símann og segjast ekki vera við, hefðum við engin önnur ráð haft en fara með þetta í blöðin. Við værum orðin ansi langþreytt á þessu. Það væri mikill misskilningur hjá honum að halda að minningartónleikarnir væru eitthvert einkamál á milli okkar. Fjöldi manns hefði komið nálægt þeim og gefið sína vinnu og ætti þetta fólk fullan rétt á því að vita hvað varð um ágóðann af tónleikun- um. Það var ekki okkar ósk að fara með þetta í fjölmiðla. Óskar sagði líka að hann væri búinn að tala við lögregluna og þeim hefði ekki verið hlátur í hug, en sagði honum svo að við vildum bara ganga frá þessu sem fyrst. Ólafur kvaðst vilja það líka og sagðist vera með þetta aílt í tölvunni hjá sér og vildi ekki blanda lögreglunni í málið. Óskar sagði þá að hann hefði hálfan mánuð til þess að ganga frá þessu að öðrum kosti yrði þetta lögreglumál, að því búnu sleit hann símtalinu," segir Bjarn- ey. Lögreglumál „Ekkert heyrðist í Ólafi þennan hálfa mánuð og þegar Óskar hringdi í hann á mánudegi eftir frestinn bar hann því við að það væri svo mikið að gera í vinnunni og bað um að hringt yrði í sig á miðvikudegi. Það var svo hringt á miðvikudeginum og þá var hann svo upptekinn að hann bað um að hringja seinna um daginn. Það var gert og þá sagði hann: „Ég kem suður eftir á föstu- daginn og þá göngum frá þessu.“ Ekkert heyrðist frá honum á föstu- deginum. Hann hringdi svo sjálfur í mig á þriðjudeginum á eftir og sagð- ist vera að koma suður eftir daginn eftir og ætlaði að ganga frá þessu. Þetta var í nóvember 2000 og höfum við ekki heyrt í honum síðan þá, svo við gáfumst upp á honum og nú er þetta orðið lögreglumál." Minning sonar okkar óvirt „Við erum ekki sátt við að nafn sonar okkar sé notað á minningar- tónleika svo aðrir getið leikið sér fyrir ágóðann. Við erum ekki að stilla okkur hátt upp og hvorki þurfum við, getum né viljum fara í felur með sannfæringu okkar eða lifsviðhorf. Við höfum aldrei gert bandalag við fals og ósannindi og munum aldrei gera. Það er nógu erfitt að verða að takast á við þennan mikla missi þó þetta bætist ekki við. Ef það er eitthvað sem dreng- urinn okkar á ekki skilið þá er það þetta. Hann lagði sig svo mikið fram fyrir Skothúsið. Eftir vinnu á daginn var hann oft að spila þar fram á nætur, nær öllum helgum eyddi hann þar. Var hættur að borða hér heima áður en hann fór eins og hann hafði alltaf gert. Ég er viss um að þetta span og stress hefur flýtt fyrir brottför hans. Aldrei tími til að borða venjulegan mat í eðlilegu umhverfi, bara sjoppufæði í bílnum. Það kórónar svo allt að minningu hans skuli vera sýnd slík óvirðing af þeim sem hann vann mest og best fyrir síðustu árin, það svíður okkur sárt,“ segir Bjarney að lokum. -GF Bull og mis- skiln- ingur - segir Ólafur Sólimann „Þetta er bull og misskilning- ur. Ég hef aldrei svikiö einn aur út úr nokkrum manni. Ég er heiðarlegur maður, fæddur og uppalinn í Keflavík, og hér á ég fjölda skyldfólks og er orðinn virkilega þreyttur á þessu máli. Ég kom hvergi nálægt þessu tónleikahaldi heldur var það fyr- irtæki mitt, Sólarlag ehf., sem sá um það. Ég var ekki einu sinni á staðnum því ég kom ekki til Keflavíkur fyrr en tveimur vik- um eftir tónleikana." Ólafur sagði að hið rétta í mál- inu væri að 65-70 manns hefðu keypt sig inn og slíkt skilaði eng- um ágóða. Húsið hefði verið fyllt með boðsmiðum. Hann hefði síð- an keypt tækjabúnað Sigurðar Rúnars af móöur hans og haldið erfidrykkju á sinn kostnað á móti og talið að þau væru kvitt. ÓLAFSFJÖRÐU .. ævintýri í apríi • Vélsleðamót • Héðinsf jarðarganga • Dorgveiði • Páskadagskrá Snjósleðaferðir Gönguferðir Dansleikir Gisting og veitingar ■ Verið velkomin til Ólafsfjarðar • www.olafsfjordur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.