Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 46
54 ______________________LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 Tilvera DV Marktækt Kínahús Eina kínverska veitingahúsið á landinu, sem ber nafn með rentu, er ódýrt Kínahúsið við Lækjargötu 8 (sími 5511014), þar sem ég borða oft fyrir 595 eða 695 krónur í hádeginu og 1750 krónur á kvöldin. Þetta eru verð, sem sum hver hafa haldizt óbreytt árum saman. Fyrir það fæst sérlagaöur og snöggeldaður kín- verskur matur, sem ekki er mokað upp úr hitakössum og látinn jóðla i sósum eins og víðast hvar tíðkast á slíkum stöðum hér á landi. Ódýrar velzlur I hádeginu fæst fyrir 595 krónur i Kinahúsinu matarmikil súpa, t.d. kjúklingasúpa, eggjadropasúpa eða deigbögglasúpa (Wun Tun), og aöal- réttur með súrsætum rækjum og fyrir 695 krónur fæst súpan auk blöndu af þremur aðalréttum, djúp- steiktum rækjum og deigbögglum, kjúklingi í karrí, svínakjöti í ostrusósu og nautakjöti með græn- meti. Á kvöldin fæst súpa með fimm aðalréttum fyrir 1575 krónur og fems konar viðameiri veizlutilboð fyrir 2350 krónur að meöaltali. Notalegur staöur Matreiðslan og verðlagið síður en svo einu kostir Kínahússins, sem er notalega einfaldur og friðsæll stað- ur með vin- gjamlegri og lát- lausri þjónustu, þar sem gestir hallast að þvi að draga máltíð á langinn, bara af því að þeim lið- ur vel. Raunar er ég alveg hissa á, að hinir Kína- staðimir skuli þrífast í samanburði við þennan. Munið eftir að panta jasmín-te með matnum. (Kínahúsið, Lækjargötu 8, sími 551 1014) Esja er þægileg Annar þægilegur matstaður í Reykjavík er veitingasalurinn á neðslu hæð Esjuhótels. Þar er þjón- usta fagmannsleg og húsbúnaður vandaður, eins þreytlaus og á fyrsta degi. Þykkt teppi á gólfi dempar hljóð, mildir litir og mild lýsing tempra andrúmsloftið. Þetta er hinn fullkomni hótelstaður, ópersónuleg- ur og notalegur í senn, sjaldgæft dæmi um, að nútímahönnun slái við gömlum skorti á hönnun. Án hugmyndaflugs Hugmyndaflug er bannorð í eld- húsi Esju. Matseðill og matreiðsla skera sig ekki úr meðalmennsku íslenzkrar veit- ingamennsku með eilíft sömu sýnisréttum fyrir einnota túrista og óbreytanlegu sjávarréttahlað- borði, sem kostar 1190 krónur í hádeginu og 2090 krónur á kvöldin, að súpu dagsins meðtalinni. Túristamatseðlar kosta 1320 og 1980 krónur, en að öðru leyti er verðlagið hátt, 4100 krónur þrí- réttað með kaffi. Sjávarréttaborö Áhugaveröasti þáttur matreiðsl- unnar á Esju er heitt og kalt sjávar- réttaborðið, þótt þar vanti tilfinnan- lega gott hrásalat. Þar er oft góður lax kaldur, einnig sumir síldarrétt- irnir, einkum einfalda síldin krydd- legna. Plokkfiskurinn ber oft af heitu réttunum og stundum eru þar fiskitegundir, sem fást ekki í hverri fiskbúð, en allur líður heiti hlutinn fyrir að standa lengi í hitakössum. (Esja, Suðurlandsbraut 2, simi 568 9509) Jónas Kristjánsson Napóleons- hattar Búið til deig úr fjórum og hálfum desílítra af hveiti, 1 dl sykri, 150 g af smjöri og 1 eggi. Látið kólna um stund en fletjið síðan út og mótið kökur undan glasi. Setjið marsípankúlu ofan á hverja köku og brjótið kökima upp á kúluna á þrjá vegu. Bakið í miðjum ofni í 10 mínútur. Heimsins bestu möndlur Sætar möndlur innihalda um 50% olíu og eru því mjög hentug- ar fyrir marsipanframleiðslu. Þær eru dýrari og minni en bitrar möndlur sem eru örlítið olíu- minni. Heimsins bestu möndlur eru ræktaðar í Suður-Evrópu, á Spáni, ítallu og Suður-Frakklandi. Mest er þó notað af stórum möndlum frá Kaliforníu í mar- sipan en það skortir punktinn yfir i-ið. Marsipan inniheldur mis- munandi mikið af sykri. Þeim mun minni sykur því hentugri er massinn til konfektgerðar. Þegar kransakök- ur bakast í kransakökudeig notum við 500 g af marsipani og hnoðrnn í það 250 g af sykri og eina eggja- hvítu. Degið þarf að hnoðast vel þannig að sykurinn verði upp- leystur, síðan er það sett í plast- poka og geymt í ca klukkustund áður en það er rúllað út. Baka þarf kransakökur á háum hita, ca 200-220 gráöum, frekar neðarlega í ofninum í 9-13 mlnútur því hringirnir eiga að vera hráir 1 miðjunni og ristaðir að utan. sirop 300 g gott möndlusíróp (ég nota Routin Chamberu France) 120 g gott kirsuberjavín (ég nota Marie Brissart) Fersk blönduð ber. Blandið öllu varlega saman. -Gun. Urvals bragðefni í allt mögulegt „Sagt er að sykurinn sé bakaran- um jafn mikilvægur og saltið kokk- inum og ég set möndlur í sama flokk,“ segir Ásgeir Sandholt, bak- ari og íslands- og Norðurlanda- meistari í kökuskreytingum. Hann segir sætabrauðsbakstur hafa þró- ast mikið út frá möndlum og möndlumassa, eins og marsipani." Sjálfur kveðst hann aðhyllast þá stefnu að bjóöa frekar upp á konfekt með marsipani en kransakökur, enda þótt þær séu vissulega sígildar. „Það eru til margar gerðir af marsipani, til dæmis hjúpmarsipan, konfekt- marsipan og hrámarsipan. Ég nota mest hreinan möndlu- massa með aðeins 10% sykri. Hann er úrvals bragðefni í allt mögulegt," segir Ásgeir og bætir viö að dálítið erfitt sé að baka slíkan massa. Mikið af þeim möndlumassa sem fáist í búðum sé blandaður aprikósukjömum og hann sé auð- veldari viðureignar en ekki eins fint hráefni. Hér gefur Ásgeir okkur uppskrift að gómsætum eftirrétti. Möndlusoufflé með ávöxtum og vanilluís 100 g rjómi 50 g eggjarauður 75 g möndlumassi (Valhrona 70% amandes) 75 g eggjahvítur 40 g sykur 50 g ristaðar spænskar gioarale- möndlur Rjómi, eggjarauður og möndlu- massi blandað vel í matvinnsluvél. Eggjahvítur og sykur þeytt létt og svo blandað massanum og ristuðu möndlunum varlega með sleikju. Örlitil fita borin innan í formið og það þakið með strá- sykri. Massanum hellt i hringi eða form, ca 5-6 cm á hæð. Skilja þarf eftir 2-3 cm af hæð formsins fyrir Eplakaka Byrjið á að smyrja lausbotna tertuform, ca 24 cm í þvermál. Blandið saman 2 dl af hveiti, 2 msk. sykri, 100 g smjöri og einni eggjarauðu, hrærið vel og látið bíða á köldum stað um stund. Klæðið síðan formið með deiginu, bæði botn og kanta, og bakið neðarlega 1 ofni í ca 10 mínútur. Rífið nú niður 200 g marsipan, hrærið með 1 eggi og breiðið yfir botn- inn. Afhýðið 3 epli, skerið þau í sneiðar og raðið ofan á. Blandið saman 1 teskeið af kanil og 1 matskeið af sykri og stráið yfir. Þá eru tekin 400 g af mar- sipani og hrærð vel með 1-2 eggjahvít- um. Þeim massa er síðan sprautað ofan á kökuna. DV -MYND HARI Mandlan er gamall ávöxtur sem oft er getlð í Gamla testamentinu / marsipani er hún kynnt sykrinum! .DV-MYNDIR HARI Ásgelr Sandholt meistari í köku- skreytlngum „Nota mest hreinan möndlumassa. “ lyftingu. Bakað við 180-190°C í 20 mín. (þang- að til hnífurinn skilur ekk- ert eftir viö stungu). Losið formið og leyfið souffléinu að falla hægt og rólega. Berið fram með vanilluís og ferskum ávöxtum í möndlukirs-sírópi. Marsipan Möndlusoufflé Eftirréttur sem engan svíkur Orðið marsipan kemur frá vemdarengli Fen- eyja sem nefndur var Markus. Bein þýöing á lat- neska orðinu marcpanis er markúsarbrauð. Fígúmr og ávextir voru lagaðir á snilldarlegan hátt úr markúsarbrauði í öllum trúarlegum veislum og hátíðum og því tengist marsipan jólum, páskum, fermingum og kirkjulegum athöfnum. Frá því árið 600 hafa múslímar lag- að „Marcapane" með möndlum og sykri. Möndlutrén vaxa í Mið-Austurlöndum. „Marcapane“ var nýtt fyrir krossfarana sem fóru fljótt að kunna að meta góðgætið. Mandlan er gamall ávöxtur sem oft er getið í gamla testament- inu. Leiðin frá möndlutrénu til marsipansins er svona: Mandlan er ræktuð og tínd, sorteruð og send á framleiðslu- staði þar sem hún fær gott bað. Síðan er hún kynnt fyrir sykrinum og þau ferðast saman á milli valsanna þar sem möndluolían kreistist fram og bindur saman möndlukjötið og sykurinn svo úr verður marsipan í þeim gróf- leika sem óskaö er hvetju sinni. Þeim mun fleiri valsar, því finni massi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.