Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir Drög að skýrslu flugslysanefndar mun harðari en lokaskýrslan: Ábyrgð Flugmálastjórn- ar meiri en sögð er? m ._________'■■■»*&■ ■ ...—. 7.: '-■■■ ‘-^'^«11 Reykjavíkurflugvöllur Flugmálastjórn, LÍO og Rannsóknarnefnd flugslysa eru öll meö aösetur sitt á Reykjavíkurflugvelli. Flugslysiö varð í Skerjafiröi. nefndar flugslysa á slysinu í Skerja- firði 7. ágúst síðastliðinn kemur fram að nefndin telji flugvélina ekki hafa verið lofthæfa, samkvæmt þeim regl- um sem um það gilda. Slysið varð er flugvél í eigu Leiguflugs ísleifs Ottesen ehf. fórst, með þeim afleiðingum að fimm eru látnir og sá sjötti liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þorsteinn Þorsteinsson, þáverandi vara-rannsóknarstjóri flugslysa, sá um rannsóknina og undirritaði bréf sem fylgir drögunum, dagsett 29. des- ember síðastliðinn. Skömmu eftir þann tíma hvarf Þorsteinn frá störf- um sínum við rannsókn þessa máls og tók Skúli Jón Sigurðarson, rann- sóknarstjóri nefndarinnar, við af hon- um. Endanleg skýrsla var gefin út í lok mars. Þar segir að vélin „hafði gild skrásetningar- og lofthæfi- skírteini til flutningaflugs útgefin af Flugmálastjórn". Þorgeir Pálsson flugmálastjóri hef- ur jafnframt margoft haldið því fram opinberlega að öll gögn vélarinnar hafi verið í lagi er hún var skráð hér á landi, en aðstandendur fórnarlamba og aðrir hafa dregið lofthæfi vélarinn- ar í efa. 11 orsakaþættir verða 5 Drögin bárust í hendur feðra tveggja fórnarlamba flugslyssins, Jóns Ólafs Skarphéðinssonar og Frið- riks Þórs Guðmundssonar, og félaga þeirra, Hilmars Foss, í fyrradag. í desember sendi Rannsóknarnefnd flugslysa aðilum málsins drögin - Flugmálastjóm og LÍO. Drögin taka mun harðar á bæði Flugmálastjóm og LlO heldur en lokaskýrslan gerir, og bendir á hluti sem betur hefðu mátt fara. í drögun- um eru 11 þættir nefndir sem líklegir orsakaþættir, en í lokaskýrslunni hef- ur þeim fækkað í flmm. Báðar skýrslumar segja líklegustu skýringuna á því aö hreyfill vélarinn- ar stöðvaðist vera eldsneytisþurrð. Nóg bensin var á vélinni, en ekki var stillt á þá tanka sem höfðu nægt bens- ín. Flugmaðurinn var kominn fram yfir leyfilegan há- marksflugtima og var í sinni 22. ferð þennan dag. í drögunum segir að gangsetn- ing hreyfdsins hafi krafist ein- beitingar ílug- mannsins og margra handtaka á skömmum tíma. Þá segir: „Ekkert kom þó fram við rannsóknina sem benti til þess að flugmaðurinn hafi á viðkvæmu augnabliki orðið fyrir truflun frá farþeganum sem sat í hægra framsætinu og var með virk stýri fyrir framan sig, en þó er ekki unnt að útiloka það.“ Ekkert er minnst á þetta í lokaskýrslunni. Mistök Flugmálastjórnar Sjö starfsmenn Flugmálastjómar fóm til Vestmannaeyja um verslunar- mannahelgina til þess að aðstoða félaga sína þar, og segir í drögunum að hlutverk þessara manna hafi ekki verið nægilega vel skilgreint. Fleiri atriði em nefnd í drögunum þar sem sett er út á starfsemi LÍO og Flugmálastjómar. Til dæmis segir að Flugmálastjóm hafi í júní á síðasta ári gefið LÍO heimild til að nota allar sínar flugvélar, níu talsins, til þjón- ustuflugs. „Á meðal þessara flugvéla vora fjórar sem ekki höfðu lofthæfi- skírteini til slíkrar starfsemi, heldur almannaflugs eingöngu." Jafnframt segir að ísleifur Ottesen hafi fyrir verslunarmannahelgina sjálfur látið fjarlægja tröppu úr vél- inni, sem nauðsynlegt var aö hafa til þess að flugmaðurinn gæti fylgst með eldsneytismagni tanka vélarinnar. Fram kemur í báðum skýrslum að eldsneytismælar vélanna vora óáreið- anlegir. Nefndin gerði jafnframt athuga- semd við að Flugmálastjóm skuli ekki hafa gert gagngera úttekt á LÍO tafarlaust eftir slysið. Einum karlmanni ofaukiö Allir farþegarnir, sem og flugstjór- inn, sátu spenntir í sæti er flugvélin fórst. í báðum skýrslunum kemur fram að flugmaðurinn hafi ekki gert hleðsluskrá né jafnvægisútreikninga fyrir flugtak. í drögum Þorsteins seg- ir hins vegar að ef flugmaðurinn hefði gert skrána og útreikningana, hefði hann séð að einum karlmanni var ofaukið í vélinni og að þyngdar- miðja flugvélarinnar var talsvert fyr- ir aftan leyfð mörk við flugtak. Jafn- framt kemur fram að ljóst sé að flug- vélin hafi oft verið ofhlaðin í starf- rækslu hennar hjá LÍO. Samgönguráðherra Sturla Böðvars- son hefur synjað Friðriki Þór um óvilhalla rannsókn á skýrslu og vinnubrögðum rannsóknarnefndar- innar, á þeim grundvelli að lagaskil- ýrði skorti að mati ráöuneytisins. Athygli vekur að samgönguráðu- neytiö, æðsti yfirmaður Flugmála- stjórnar, skrifaði undir áætlunar- flugssamning við LÍO mánuði eftir að drögin að skýrslunni bárast Flug- málastjóm í hendur. Sturla sagði á blaðamannafundi í vikunni að ráðu- neytið hefði ekki haft neinar upplýs- ingar um slysið er sá samningur var gerður. -SMK Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Utandagskrárumræður um rannsókn flugslyssins: Rannsóknarnefnd flugslysa vill erlenda sérfræðinga Trúnaðarbrestur hefur orðiö milli almennings og flugmálayfir- valda á íslandi að mati Marðar Árnasonar, varaþingmanns Sam- fylkingarinnar. Þetta kom fram í ut- andagskrárumræðu á Alþingi í gær um rannsókn flugslyssins í Skerja- ftrði. Lúðvík Bergvinsson var málshefj- andi og gagnrýndi hann vinnubrögð flugmálayfirvalda og samgöngu- Sum bílaumboð hafa gripið til þess ráðs að hækka verð á nýjum bílum vegna mikilla gengisbreyt- inga að undanfórnu. Að sögn Gísla Bjarnasonar, sölustjóra hjá Brim- borg, hefur fyrirtækið hækkað verð á amerískum og ákveðnum evrópsk- um bílum. Hann segir að verð á am- erískum bílum sem eru í dollar hafi hækkað um 5% en verð á bílum þar sem evran kemur við sögu hafi hækkað um að meðaltali 2%. „Við ráðherra. Lúðvík vísaði í frumdrög skýrslu Rannsóknarnefndar fllug- slysa og bar hana saman við endan- lega útkomu. Athyglisvert væri hve skýrslan hefði tekið miklum breyt- ingum og margt benti til að fyrri skýrslan heföi verið ritskoðuð, ekki síst gagnrýni á flugyfírvöld. Einnig væru sláandi breytingar um orsaka- þætti slyssins, sögu vélarinnar, eignarhald og fleira. höfum ekki geta hækkað verðið eins mikið og viö hefum þurft vegna þess aö samdráttur hefur verið í söl- unni,“ segir Gísli. Fyrirtækið hefur ekki hækkað verð á japönskum og sænskum bílum. Skúli Skúlason, sölustjóri hjá Toyota, segir aö þar á bæ hafi verð á öllum nýjum bílum hækkað og þaö séu nauösynlegar hækkanir. „Við þyrftum að hækka verðið meira eins og staðan er í dag en Þingmaðurinn sagði ekki hlut- verk Alþingis að dæma á þessu stigi en mikilvægt væri að trúnaö- ur ríkti milli almennings og flug- yfirvalda. Hann spurði samgöngu- ráðherra, Sturlu Böðvarsson, hvort ráðherra hygðist endur- skoða þá ákvörðun að fá erlenda óvilhalla aðila til að skoöa málið og vildi einnig vita hvort ráðherra myndi beita sér fyrir því að er- treystum okkur ekki í það,“ segir Skúli. Hann segir að hækkunin sé að meðaltali um 3% en samt sé verðið 6% undir því sem það þyrfti að vera. „Ef ástandið heldur áfram að versna á næstunni verðum við að hækka verðið enn meira," segir Skúli. Hjá Ingvar Helgasyni fengust þær upplýsingar að engar hækkanir hefðu orðið á nýjum bílum það sem af er þessu ári. -MA lendir sérfræðingar myndu gera heildarúttekt á flugöryggiskerfi landsmanna. Ráðherra upplýsti að búið væri að skipa starfshóp um flugöryggi og eftirlit en ítrekaði að Rann- sóknarnefnd flugslysa væri sjálf- stæð stjórnsýslunefnd og hann hefði ekki heimild til afskipta af störfum hennar. Ráðherra sagði á hinn bóginn að í bréfi gærdagsins frá RNF kæmi fram vilji um að er- lendir sérfræðingar yrðu kallaðir til liðs í lögreglurannsókninni sem enn stendur yfir. Þar yrði m.a. skoðað á hlutlægan hátt hvort ávirðingar á hendur flugmálayfir- völdum ættu við rök að styðjast. Bryndís Hlöðversdóttir (Sf) sagði að ráðherra bæri pólitíska ábyrgð í þessu máli og það væri ekki nóg að vísa til stjómsýslu- nefndar. Ámi Johnsen, Sjálfstæð- isflokki, sagði hins vegar að búið væri aö grafa undan trausti al- mennings í flugmálum vegna óvandaðrar umfjöllunar í fjölmiðl- um og oft á tíðum ótímabærra yf- irlýsinga tiltekinna stjórnmála- manna. -BÞ Verö á nýjum bílum hækkar - ástæðan er gengisbreytingar LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 DV Flóttamenn á Völlinn? Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra á við miklar hremm- ingar að stríða um þessar mundir. Páll, sem þótti sýna góða takta við skeleggan und- irbúning og móttöku erlendra flóttamanna víða um land, fær nú hvergi inni leng- ur með flótta- menn. Sveitar- félög sem áður börðust um aö fá til sín flóttamenn vilja nú ekkert með slika móttöku hafa. Ráðherra hef- ur því riðið um héruð og reynt að fá sveitarstjómir til að taka við um 30 flóttamönnum sem von er á í sumar. Vonaraugum er nú mænt á Keflvíkinga. Pottverjum þykir því eins líklegt að næsta sending af flóttamönnum komist í raun aldrei til íslands. Þeim verði einfaldlega plantað í íbúðir á yfirráðasvæði Bandaríkjahers innan girðingar á Keflavíkurflugvelli... Tantrað hjá Fúsa? Hugtakið „Tantra" ríður nú hús- um um allar jarðir þó fæstir hafi sjálfsagt hugmynd um hvaö það þýðir. í heita pottinum hélt sér- fræðingur i þess- um málum fyrir- : lestur og upp- fræddi fáfróða um að Tantra væri austurlensk kyn- lífsspeki. Landinn hefur hins vegar tekið þetta með trompi síðan Skjár einn fór að sýna opinskáar senur með íslensku Tantra-áhugafólki. Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogs- kirkju, er þó ekki talinn líklegur til að innlima þessi fræði í kristni- fræðikennsluna á næstunni. Eigi að síður mun eitt fermingarbarna hans hafa verið spurt að því hvort þaö ætlaði ekki að fermast og stóð ekki á svarinu: „Jú, ætli maður reyni ekki að tantrast í gegnum þetta hjá Fúsa ...!“ Gott aö vera ekki Breti ísfirðingarnir Aðalheiður Ýr Gestsdóttir og Bjarni Þór Valdi- marsson stóðu sig afburðavel á Opna breska meistaramótinu á snjó- brettum sem hald- ið var í fyrradag, að því er fram kemur í Bæjarins besta. Mótið var haldið í Austurríki en Aðalheiður sigr- aði í kvennaflokki með nokkrum yfir- burðum og fékk 9,9 af tíu möguleg- um í einkunn fyrir eitt stökka sinna. Bjarni Þór komst í úrslit í karlaflokki. „Ég fékk samt bara tvær vínflöskur í verðlaun af því að ég er ekki Breti," sagði Aðalheiður. í heita pottinum velta menn fyrir sér af hverju Aðalheiður fékk vín en ekki Bretarnir. Þykir mönnum líklegt að Bretarnir hafi bara verið búnir að fá sér einum of mikið neð- an í því eins og úrslitin benda til og þvi ekki treystandi fyrir meiru. Af tvennu illu væri því betra að láta íslendingana lepja þessar tvær flöskur ... Vandlifað Svokölluð „Grænmetismafía" er sögð hafa lagt undir sig blóma- markaðinn líkt og gert var með bróðurlegri skiptingu á grænmetis- markaðnum á milli þriggja að- ila. Guðni Ágústsson stend- ur ráðþrota mitt í darraðardansinum og veit vart sitt rjúkandi ráð. Sagt er að illgresið hafi náð að skjóta rótum svo víða í samfélaginu að erfitt sé um vik. Guðni geti ekki einu sinni beitt ill- gresiseyði á þessa óværu, því þá eigi hann yfir höfði sér skammir Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis- ráðherra. Það er sannarlega vand- lifað í þessum heimi...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.