Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Helgarblað Setið við arineldinn dvmyndir brink „Þetta verður ákæra í mörgum liöum en meginatriöin fjögur sem ég kæri eru misþyrmingar, ofbeldi, misneyting og spilling. Ég er iögmaöur og veit hver réttur minn er. “ úr Djöflaeyjunni - flugmálastjórinn fyrrverandi sem settist að á Sauðárkróki. Sakaður um íkveikju. Hótelhaldari, húsasmiður og lögmað- ur sem berst við draug í eigin lífi. „Þessi saga er mjög einföld. Ég var einn á fyllirii heima hjá mér og það kviknaði í rusli i vaska- húsinu. Hringdi á slökkviliðið og allt varð vitlaust. Ég, keöjureyk- ingamaðurinn, geri mér ekki grein fyrir því hvernig bálið kviknaði en sjálfsagt hef ég farið eitthvað óvarlega með eldinn. Að minnsta kosti er ljóst að ekki verður við annan að sakast en mig því ég var einn heima þegar þetta gerðist.“ Þetta segir Pétur Einarsson á Sauðárkróki, hótelhaldari, húsa- smiður, lögmaður og fyrrverandi flugmálastjóri, þegar hann lýsir málsatvikum þegar kviknaði í íbúðarhúsi hans við Brekkugötu þar í bænum fyrir um mánuði. Lögreglan á Sauðárkróki hefur haft með rannsókn þessa elds að gera og verður ákæra á hendur Pétri væntanlega gefin út á næst- unni. I kjölfar eldsvoðans var Pétur í gæsluvarðhaldi í tvo sólar- hringa, en meðhöndlunina þar og annan framgangsmáta lögregl- unnar í þessu máli hefur Pétur afráðið að kæra til ríkissaksókn- ara. Utlagi að hætti Grettis „Þetta verður ákæra í mörgum liðum en meginatriðin fjögur sem ég kæri eru misþyrmingar, ofbeldi, misneyting og spilling. Ég er lög- maður og veit hver réttur minn er,“ segir Pétur þegar hann segir sína hlið á þessu máli, sem og aðra punkta úr ævi sinni. Við sitjum með honum í Jarlstofunni, huggu- legri ölstofu í kjallara Hótel Tindá- stóls, en hótelið er í eigu Svanfríðar Ingvadóttur, eiginkonu hans. Við- mælandi okkar keðjureykir og drekkur með kók úr lítilli flösku. Hann er með axlarsítt hár og rauð- birkinn yfirlitum. Ekki ósvipaður og Grettir Ásmundarson var, að því er segir frá í Grettlu. Samlíkingar við hinn fræga útlaga í Drangey eru ekki óviðeigandi í Skagafirði. Ef til vill á Pétur sitthvað í raun sameig- inlegt með jötunmenninu fræga - er um margt útlagi í samtímanum og fer ótroðnar slóðir. Og bæði Grettir og Pétur hafa glímt við drauga. Sá fyrrnefndi átti í margri snerrunni við Glám en Pétur hefur glímt við Bakkus. „Eins og staðan er núna í þeim kappleik þá er staðan tvö mörk gegn einu. Ég veit hins vegar ekki fyrir hvorn okkar,“ segir Pét- ur, brosir og fær sér kóksopa. Brotið á mér fimmtán sinnum „Þegar ég fer yfir þessa vist mína í fangaklefanum í huganum þá virð- ist mér sem svo að þeir hafi brotið á mér ekki sjaldnar en fimmtán sinnum. Lögreglumennirnir mis- neyttu valdi sínu gróflega gangvart mér með því að nota það að geð- þótta,“ heldur Pétur áfram. Hann hefur uppi ýmsa gagnrýni á lögregl- una á Króknum og hefur augljós- lega ekki mikla trú á starfsháttum hennar. En hann gagnrýnir einnig lögregluna í landinu almennt. Hann segist líta svo á að mikil- vægt sé að sín ákæra verði til lykta leidd með heiðarlegum hætti og réttur sinn sem borgara viður- kenndur. „Það er kominn tími til að siða spillta lögreglumenn til. Það er óþolandi að lesa það í blöðum að maður hafi látist í haldi lögreglu af eigin áverkum - einhverju sem menn eiga að hafa komið á sig sjálf- ir. Ég veit aðeins um einn hæsta- réttardóm þar sem ofbeldi lögreglu hefur verið staðfest og dæmt sam- kvæmt því. í því máli sagði einn lögreglumaður satt frá mörgum árum síðar og þá voru félagar hans dæmdir fyrir brotiö og meinsæri jafnframt. Það jákvæðasta sem út úr „Þessi saga er mjög ein- föld. Ég var einn á fyllliríi heima hjá mér og það kviknaði í rusli í vaskahúsinu. Hringdi á slökkviliðið og allt varð vitlaust. mínu máli getur komið er að fólk átti sig á því að lögreglan á að vemda fólkið í landinu. Mér finnst líka ógeöslegt að sjá lögreglumenn í Reykjavík berja smábörn í miðborg- inni. Þann viðbjóð verður að stöðva með öllum ráðum." Guö hefur stýrt mér um göturnar Velviljaður mannvinur sem tek- ur ekki alltof mikið mark á jarðlíf- inu heldur miklu frekar eilífðinni, segir Pétur, aðspurður um hver hann sjálfur sé. „í Biblíunni segir að hver sem á almættið trúi muni ekki glatast heldur öðlast eilíft líf. Þessi trú var mér innrætt sem smábarni og síðan hefur hún þroskast og þróast í fullvissu - náði ákveðinni fullkomnun þegar ég var nokkrar vikur í klaustri í Frakklandi fyrir fjórum árum,“ segir Pétur og ekki vottar fyrir efa í röddinni. „Fullvissah hefur líka sagt mér að maðurinn stjórni ekki einn heldur æðri máttur. Guð hef- ur stýrt mér um göturnar og síð- asta dæmið er sjálfsagt þetta hótel sem ég hef nú byggt hér. Þegar ég kom fyrst hingað til Sauðárkróks árið 1998 átti ég ekki fyrir bensíni á bílinn minn en hef nú komið á fót hóteli og kostnaður við það er um 100 milljónir króna. Hvernig auralaus maður getur þetta veit ég ekki og sjálfsagt enginn annar." Hótel Tindastóll á Sauðárkróki er hús sem upphaflega var reist á Hofsósi um 1820 en var flutt yfir Skagafjörð og á Krókinn árið 1884. Þar var hótel starfrækt um ára- tugaskeið. Meðal annars áttu margir af vesturförunum þar við- dvöl áður en þeir fóru i skip og héldu á nýjar slóðir. „Þetta hús er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.