Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 7. APRÍL 2001 I>V Helgarblað 21 „Þegar ég var að œfa fyr- ir tónleikana 1985 var sendur maður mér til höfuðs frá kirkjunni en ég hafði njósnir af því hvenœr hann kœmi og passaði migá því að hafa eitthvað milt í gangi. “ „Ég hef einungis leitað í Passíu- sálmana af þörf og til útskýringar," segir Megas. Þá meina ég ekki að ég útskýri sálmana heldur útskýra þeir mig. Þetta með öxulinn er bara til- lært orðalag. 25. sálmur höfðaði alltaf sterkt til mín og þegar svo ein- hver fræðimaður sagði að þetta væri öxullinn - þá var komin skýringin. Þegar ég fékk þetta fina orð öxull í hendumar þá notaði ég það mis- kunnarlaust og vona að fólk skilji eða þykist skilja.“ - Ecce homo - Sjáið manninn. Hvaða maður er það? „Það er Maðurinn. Það er Kristur í purpuraskikkju með þymikórónu, blár og blóðugur. Sagt var: „Sjá hér er maðurinn: hvað viljiði að sé gert við hann?“ Og auðvitað vildu allir láta krossfesta hann. Þessa mynd dregur HaUgrímur upp í 25. sálmi, en setningin Ecce homo er margræð- ari. Ég sá eitt sinn ljósmynd sem stríðsfréttaritari tók af einu af ójarð- sungnu líkunum úr útrýmingarbúö- unum. Maðurinn skartaði þessu in- dæla útrýmingarbúðarútliti og var ekkert nema skinn og bein. Sú mynd hét Ecce Homo,“ segir Megas og bætir við að sennilega myndi okkur ekki endast vikan til að ræða marg- víslega merkingu orðanna. Píslir Hallgríms „Sálminum lýkur í himnaríki þar sem þessi aumingi - Kristur, hædd- ur og í háðuglegum flíkum, uppsker fyrir trúmennsku sina við almættið. Hann er hafinn upp og nýtur alls góðs fyrir þetta leikrit sem sett var á svið handa Manninum. Þar kemur setningin Ecce Homo aftur fyrir. Sjáið nú manninn. Og sú dýrð var ögn meiri en hjá Hallgrími sem sjálf- ur var allur hinn píndasti," segir Megas og rifjar upp þungan lífsróð- ur Hallgríms. „Það brann ofan af honum, hann missti bamið sitt og veiktist af holdsveiki auk þess sem hann var í stöðugum útistöðum við allt veraldlegt vald í kringum sig. En ekkert gerðist í lífi hans án þess að það skildi eftir sig perlu. Perlan er líka orðin til í skelinni vegna sjúkdóms." - Hvað geturðu flutt marga sálma á tónleikunum? „í fyrsta erindi allra Passíu- sálmanna kemur fram hvar höfund- ur er staddur í píslarsögunni og síð- an koma útleggingar hans á því sem er að gerast. Ég gekk út frá því að hægt væri að fanga athygli nútíma- mannsins ef ég tæki þráðinn úr sálminum og reyndi svo að festa hugann við það erindi sem er hvað þrungnast af útleggingunni." - Þú matreiðir þá snilldina ofan í nútímann... „Ég geri það innan þessara þriggja mínútna takmarkana. En ég get ekki flutt alla sálmana nema ég setji dagskrána í einhvern Stars on 45 búning og mér líst ekki á það. Markmiðið er að menn fái einhvern smjörþef sálmunum og það þarf ekki að flytja þá alla til þess. Passíusálm- amir eru líka þess eðlis að maður getur lesið eitt erindi úr þeim og það er alveg nóg handa manni að hugsa um út vikuna." Hjálplna veltti sr. Jakob Árið sem Megas flutti sálmana fyrst voru uppi einhverjar umræður um að flutningur hans væri kannski ekki par kristilegur. Fann hann mikið fyrir þeim gagnrýnisröddum? „1973 voru einn eða tveir sálmar fluttir í kynningarskyni í útvarpið. Yfirvöld Ríkisútvarpsins ákváðu að það hlyti að fara út yfir öll velsæm- ismörk að gera Passíusálmum þvílík skil og þeir voru ákveðnir í að flutn- ingurinn væri argasta .guðlast. Þeir bjuggust við að það hlyti að vera þannig og yrði að vera þannig. En mér barst hjálp úr réttri átt. í þann tíma var dagskrá vikunnar gerð skil á laugardagsmorgni og sr. Jakob Jónsson Hallgrímssóknarklerkur tók þátt í umræðunum. Fulltrúar Ríkisútvarpsins iðuðu i skinninu að leggjast á hnén og grátbiðja hlust- endur og kirkjuna fyrirgefningar á því að guðlastið skyldi hafa sloppið í gegn hjá þeim og þegar röðin kom að Jakobi átti höggið að detta. En Jakob var kannski ekki svo ólíkur þeim sem hann hafði umboð fyrir og brást við með því að nota þetta sem sönnun fyrir tímaleysi og klassík Passíusálmanna. Þar með var málið dautt." - En hafa einhverjir ekki alltaf haft auga með þér? „Þegar ég var að æfa fyrir tónleik- ana 1985 var sendur maður mér til höfuðs frá kirkjunni en ég haföi njósnir af því hvenær hann kæmi og passaði mig á því að hafa eitthvað milt í gangi,“ segir Megas og flissar. „En auðvitað áttu þeir þessu ekki að venjast. Öll gömul lög við sálmana gera ráð fyrir fremur hægum flutn- ingi, en þarna voru komnar melódí- ur til að syngja í mjög töff og hröð- um flutningi. En það er samt mjög algengt í veröldinni að guð sé dýrk- aður með miklum rythma, hraða og glannaskap og engin ástæða til að æsa sig yfir því.“ - Verða einhverjir geistlegir höfð- ingjar þama á svæðinu til að hlýða á flutninginn? „Já, ég býst við því að staðaryfir- valdið verði varla i mikilli fjarlægð. Það hefur að minnsta kosti lagt blessun sína yfir fyrirtækið," segir Megas og brosir blítt. -þhs GAME BOY OOU,Z Alvöru Pókemon-krakkar hafa beöið eftir þessum tveimur Aðeins í dag! 3.990 -Rétt verð: 4.990 „Oft vex leikur af litlu" Allir viðskiptavinir fá Gullegg frá Nóa-Síríusi í dag. Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.